Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJöÐVILJINN Föstudagur 26. nóvember 1982 Hjá okkur er alltaf mlkið starfað Jóhannes Stefánsson segir Jóhannes Stefánsson 1 Neskaupstað Gamla kempan Jóhannes Stef- ánsson í Neskaupstað var einn full- trúa á flokksráðstefnu Alþýðu- bandalagsins og við spurðum hann fyrst um atvinnuástandið á Austtjörðum, nú þegar flestir kvarta vegna minnkandi flskafla og atvinnu? - Hjá okkur í Neskaupstað hef- ur verið mikil vinna í haust, enda hleypti síldin miklu lífi í atvinnu- málin. Hjá sfldarvinnslunni voru saltaðar 18.400 tunnur og var hún hæst sfldarsöltunarstöðva í haust. Aðstaða til síldarsöltunar í Nes- kaupstað hefur verið bætt mjög frá því sem áður var með þessum ár- angri. Ég veit ekki betur en at- vinnuástandið hafi verið gott á Áustfjörðum í haust og þá er sömu sögu að segja úr Neskaupstað, að sfldin hefur haft mikið að segja. Nú, fyrir utan sfldarvinnsluna erum við með 3 togara í Nes- kaupstað sem leggja upp hjá frysti- húsinu en sá fjórði, Beitir veiðir í salt á útilegu. Við höfum fengið hrós fyrir gott hráefni til frystingar, sem kemur til af því að okkar tog- arar eru ekki úti r.ema 7-8 daga í hæsta lagi 10 daga og er því stjórn- að úr landi í samráði við skipstjór- ana hvenær þeir koma inn til að landa. - Er mikið Iíf í félagsstarfi Al- þýðubandalagsins í Neskaupstað? - Já, það er alltaf líf í því. Fyrir utan venjulega félagsfundi erum við með 30 manna bæjarmálaráð, sem kemur saman einu sinni í viku og á þessa fundi mega allir koma og fólk gerir það. - Svo er málgagnið ykkar „Austurland“ unnið í Neskaup- stað? - Já, en það er nú málgagn kjör- dæmisráðsins, þannig að það er ekki bara blað okkar Norðfirðinga, en það er rétt að blaðið er unnið heima. Þetta málgagn er okkur á- kaflega mikils virði og sem dæmi get ég sagt þér að í Neskaupstað er blaðið keypt af nærri því hverri fjölskyldu. Nú sem stendur annast 5 manna ritnefnd um útgáfu blaðs- ins en til stendur að ráða sérstakan ritstjóra að blaðinu innan tíðar. - Er búið að taka nýja fjórð- ungssjúkrahúsið í Neskaupstað í gagnið? - Já, og búið að ráða þriðja lækninn að húsinu, þannig að nú er orðið vel séð fyrir allri heilbrigðis- þjónustu hjá okkur. Þá langar mig einnig að nefna það að búið er að byggja 12 íbúðir fyrir aldraða, sem eru í beinum tengslum við sjúkra- húsið, og þaðan getur gamla fólkið fengið góða þjónustu, bæði fæði og annað. Þetta er til mikilla bóta og fólk er ánægt með þetta. - S.dór Jóhanna Leopoldsdóttir Kvíðum ekki kosningui Máleínastaðan sterk segir Sveinbjörn Jónsson frá Súgandafirði - Ég efast ekkert um að málefn- astaða Alþýðubandalagsins er sterk og þess vegna ætti það ekki að þurfa að kvíða þingkosningum. Því jafnvel þótt kjaraskerðingin 1. des- ember sé engum kærkomin, þá vill fólk hana frekar en mun stærri skell síðar og þessu gerir allur almenn- ingur sér fulla grein fyrir, sagði Sveinbjörn Jónsson frá Súganda- firði, er við spurðum hann hvernig Alþingiskosningar legðust í menn á Vestfjörðum. - Það er hinsvegar verra, að það skuli vera verkafólkið og þá alveg sérstaklega fólkið í undirstöðu- greinunum, fiskvinnslunni, sem fær stærsta skellínn á meðan fólk í þjónustugreinum, eins og í bönk- um og tryggingafélögum, svo dæmi sé tekið fer mun betur útúr þessu, sagði Sveinbjörn. - Er kominn kosningaskjálfti í menn fyrir vestan? - Sjálfsagt er það, en að vísu má segja að menn séu enn að sleikja sárin eftir sveitarstjórnarkosning- arnar í vor er leið, í mínu byggðar- lagi. Þessar kosningar voru óvenju hatramar, sannkölluð innan- sveitarkrónika, eftir þá miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnumálunum á Suðureyri. Eins og alþjóð veit, urðu þar eigenda- skipti á frystihúsi og togara staðar- ins og útaf því spunnust afar harðar deilur, sem enn leifir af. - Hvernig er atvinnuástandið á Suðureyri eftir þessar breytingar? - Það er ekki atvinnuleysi hjá okkur, en atvinna er samt minni en þegar mest var, ekki síst vegna minnkandi afla. Nú, við vonum öll að þeim sem keyptu frystihúsið og Sveinbjörn Jónsson togarann takist að rétta atvinnu- standið við og ég hef trú á því að það takist. En eins og ég sagði áðan þá hefur fiskafli minnkað verulega undanfarna mánuði og kemur það harkalega niður á flestum ef ekki öllum stöðum á Vestfjörðum. Atvinna minnkar verulega, þótt ekki komi til verulegs atvinnu- leysis. - Nú kvarta margir Vestfirðing- ar undan dýrum kyndingarkostn- aði, hvernig eruð þið á Suðureyri sett í þessum málum? - Hjá okkur er hitaveita, en að vísu sú dýrasta á landinu, bæði í byggingu hennar og kyndikost- naði. Miðað er við að kyndikost- naðurinn sé 80% af olíu- kyndingarkostnaði, en niður- greiðslur ríkisins á olíu til heimil- iskyndingar skekkir þetta dæmi verulega. Það hefur verið reiknað út að ódýrara væri fyrir fjölmenn heimili að kynda með olíu en hita- veitunni hjá okkur vegna niður- greiðslunnar. En ég er hinsvegar sannfærður um að ef til lengri tíma er litið muni hitaveitan verða okk- ur mjög hagstæð. - S.dór Blönduœvintýrið getur orðið tvíbent segir Eðvarð Hallgrímsson frá Skagaströnd - Því miður eru blikur á lofti í atvinnumálunum hjá okkur á Skagaströnd sem stendur. Afli fer minnkandi og nú er ekki útlit fyrir að þeir línubátar sem lögðu upp á Skagaströnd í fyrra vetur muni gera það í vetur, en þeir voru 3. Aflatregðan hefur orðið til þess að þeir hafa snúið sér að rækju- veiðum. Og enda þótt rækjan veiti mörgum atvinnu, þá missa miklu fleiri vinnu við það að línuútgerðin leggst niður, sagði Eðvarð Hall- grímsson frá Skagaströnd er við spurðum hann um atvinnuástandið þar. Eðvarð sagði að nýi togarinn þeirra Skagstrendinga, Órvar, væri bara verksmiðjutogari, þar sem aflinn væri frystur um borð, en á honum er 26 manna áhöfn. Hann skapaði því mjög litla vinnu í landi, nánast aðeins löndun. - Nú fer Blönduvirkjunar- aevintýrið að hefjast, hvernig leggst það í ykkur Skagstri ndinga? - Ég held að allir séu sammála um að Blönduvirkjun, eða bygging hennar muni raska mjög atvinnu- h'finu nyrðra. Það liggur alveg ljóst fyrir, að yfir sumarið, þegar mest er um atvinnu getur !iún hreinlega orðið hættuleg undirstöðuatvinn- ugreinunum. Og þó að menn óttist að svona fari hjá okkur, verður á- standið sjálfsagt enn verra á Blöndu- ósi. Því má segja að Blöndu- virkjun verði okkur tvíbent. Þá þykir mörgum, sem of lítil umræða hafi farið fram um það hvað við- tekur þegar byggingu virkjunar- innar er lokið. Vissulega skapar hún möguleika á að koma upp margskonar iðnaði í Húnavatns- sýslum, en mér þykir undirbún- Eðvarð Hallgrímsson ingur fara hægt af stað, sem og það hvaða atvinna bíður þess fólks sem við virkjunina fær vinnu, að henni lokinni. - Er ekki búist við að íbúum á Skagaströnd og Blönduósi fjölgi, þegar virkjunarframkvæmdir hefjast? - Það má fastlega gera ráð fyrir því, en annars hefur nú íbúurri Skagastrandar fjölgað, frekar en hitt. Til að mynda flutti 10 manna fjölskylda frá Djúpuvík til Skaga- strtmdar í haust og hafði með sér bát, sem gerður verður út á rækju. Nú, á Skagaströnd var gert stórá- tak í byggingu verkamannabústaða þegar ráðist var í byggingu 14 íbúða. Átta þeirra voru teknar í notkun í vor er leið og sex verða teknar í notkun um næstu áramót. Því má segja að húsnæðismálin séu í sæmilegu lagi hjá okkur eins og er. - Hvernig hefur þér líkað flokks- ráðsfundurinn? - Mér hefur þótt of mikil hrepp- apólitík ríkja á fundinum. Hrepp- apólitík virðist fara vaxandi hvar sem er og minna hugsað um þjóðarhag. Ég hygg að prófkjör stjórnmálaflokkanna eigi þar stór- an þátt í. Frambjóðendur í próf- kjöri leita í vaxandi mæli til smá þrýstihópa eftir stuðningi og verða svo að endurgjalda greiðann þegar þeir eru komnir á þing og slíkt verður alltaf á kostnað þjóðarinnar í heild. Og ég óttast að þetta vaxi að mun ef kjördæmabreytingin leiðir til fjölgunar þingmanna í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi. - S.dór segir Jóhanna Leópoldsdóttir Einn af fulltrúum Vesturlands- kjördæmis á flokksráðsfundinum var Jóhanna Leopoldsdóttir, kaupfélagsstjóri á Vegamótum á Snæfellsnesi. Hún var fyrst spurð að því hvort kominn væri kosning- askjálfti í fólk þar vestra. - Það er nú kannski of mikið sagt, en við erum farin að huga að þeim. Meðal annars hefur verið samþykkt að viðhafa forval hjá Al- þýðubandalaginu í Vesturlands- kjördæmi, sem síðan mun haft til hliðsjónar við röðun á listann, forvalið er ekki bindandi. Nú, það má segja að sæmilega vel hafi verið starfað í félögunum í kjördæminu, misjafnlega vel að sjálfsögðu, þannig er það alltaf, en ef á heildina er litið hefur verið ágæt- lega starfað. Þar sem ljóst er að kosningar eru á næsta leiti, mun allt starf félaganna eflast rnjög á næstu vikum, eins og jafnan þegar kosningar nálgast. - Og hvernig leggjast kosningar í ykkur í Vesturlandskjördæmi? - Við erum ákveðin í að gera okkar besta og kvíðum þeim ekki. í Reykjavík gæti staðan orðið erf- iðari ef mörg framboð koma fram, eins og virðist blasa við núna. - Hvernig þykir þér flokks- ráðsfundurinn hafa tekist? - Ég er í sjálfu sér ánægð með hann og svona fúndir eru alltaf ákaf lega gagnlegir, sér í lagi fyrir fólk utan af landsbyggðinni. Þá er ég einnig ánægð með að á fundinum hafa átt sé stað heiðarleg skoðana- skipti, mér þætti það verra ef fund- urinn væri ládeyðu halelúja- samkoma. Það sem mér þykir mið- ur er, að þeir flokksmenn, sem flest tækifæri hafa til að koma skoðun- um sínum á framfæri, nota of mik- inn ræðutíma á þessum fundi. Miklu nær væri að fulltrúar utan af landi fengju meiri ræðutíma til að koma sínum sjónarmiðum fram, enda hafa þeir mun færri tækifæri til þess en þeir sem mest hafa látið að sé kveða. Þá er ég einnig afar ánægð með miðstjórnarkjörið og ég vona að miðstjórnin verði meira stefnu- markandi fyrir flokkinn en hún hefur verið hingað til. Að lokum má það svo koma fram, að við í Vesturlandskjördæmi erum mjög ánægð með störf ráðherra Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórn og stönd- um heilshugar að baki þeim, sagði Jóhanna að lokum. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.