Þjóðviljinn - 26.11.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Síða 7
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 1 V andræðabarn úr Svíaríki Nýjasta bók Jans Myrdal hefur að geyma uppgjör við foreldra hans, Gunnar og Ölvu Myrdal Vandræðabarnið Jan Myrdal veldur enn óskunda á sænska þjóðarheimil- inu með bitru uppgjöri við reynslu sína úr foreldrahúsum. Fáum rithöfundum á Norður- löndum hefur tekist að vekja jafn sterk viðbrögð við skrifum sínum og Jan Myrdal. Bók hans um Kína þótti á sínum tíma brautryðjanda- verk. Bækur, sem hann gaf út á 7. og 8. áratugnum, höfðu að geyma óvenjulegt sambland af persónu- legu uppgjöri og beinskeyttri pó- litískri ádeilu. A meðan Kínverjar studdu Víetnam í þjóðfrelsis- stríðinu átti hann drjúgan þátt í að vekja upp hina öflugu Víetnam- hreyfingu í Svíþjóð. Hann varð boðberi hugmynda kínversku menningarbyltingarinnar á meðan hún stóð sem hæst og hefur verið einn ákafasti talsmaður „Rauða khmeranna" og ógnarstjórnar þeirra í Kampútseu. Hann snéri bakinu við hugmyndum menning- arbyltingarinnar eftir uppgjör Deng Tsjaopengs við hana og gaf fyrir fáum árum út skemmtilega bók í samvinnu við sænska rithöf- undinn Lars Gustavsson þar sem þeir velta fyrir sér ýmsum grund- vallarhugmyndum marxismans út frá tveim ólíkum forsendum. Og nú þessa dagana kemur út á Norð- urlöndunum nýjasta bók hans, sem þegar var orðin umræðuefni í blöðum nokkrum mánuðum áður en hún kom út: „Barndom“ - upp- gjör Jan Myrdals við æsku sína og uppeldi. Það er ekki að ástæðulausu að þessi bók Myrdals hefur vakið forvitni manna fyrirfram. Foreldr- ar hans. Alva og Gunnar Myrdal, hafa notið heimsfrægðar fyrir störf sín á sviði hagfræði og stjórnmála. Sjálfur nýtur Jan Myrdal orðstírs sem einhver hvassasti ádeilupenni sem skrifar á norræna tungu, og þeir eru ófáir, sem hlotið hafa óbætanleg sár undan hvössum spjótalögum hans á ritvellinum. í bókinni „Barndom“ eru það for- eldrarnir, sem Jan Myrdal beinir spjótum sínum að. Og þar er eng- um hlíft frekar en í fyrri skrifum Myrdals. Foreldrarnir eru ásakaðir um tilfinningakulda og þeim er borið á brýn að hafa beitt vélræn- um uppeldisaðferðum. Nordal Ákerman gagnrýnandi Dagens Nygeter segir að í bókinni tefli Jan Myrdal fram tvennum andstæðum uppeldishugmyndum: önnur byggist á innbyggðri „skyn- semi“ atferlisfræðinnar og heilsu- fræðinnar, hin byggist á „óskyn- semi“ innsæisins og tilfinninganna. Jan Myrdal fer í bókinni bitrum orðum um foreldra sína og heimili þeirra, sem hann telur reyndar ekki hafa verið sitt heimili. Þar átti allt að ganga eftir „skynsemi" fúnksjónalismans, og þar var allt sem tengdist dulhyggju og órökvísi útilokað sem eitthvað óheilbrigt. Þetta andrúmsloft gerði barnið Jan Myrdal lokað gagnvart foreldrum sínum, hann varð vandræðabarn og sem slíkur viðfangsefni fyrir at- ferlisfiæðilegar rannsóknir foreldr- anna. Andstæðu þessa heims fann hinn ungi Jan síðan á sveitaheimil- um móður- og föðurforeldra sinna í Sörmland. Það umhverfi var ekki sérstaklega innréttað fyrir börn, það var hvorki sótthreinsað né of- skipulagt, þar var vítt til veggja í tíma og rúmi og tilfinningalegt ör- yggi, sem mestu skipti. Nordal Ákeman segir í gagnrýni sinni, að ef litið sé eingöngu til þeirra dæma sem Myrdal rekur til að rökstyðja hina bitru reynslu sína í foreldrahúsum, þá sé í rauninni ekki svo mikið að sakast miðað við reynslu margra annarra. Afleiðing- ar andlegrar og líkamlegrar mis- þyrmingar barna séu verðugt við- fangsefni, sem Jan Myrdal leiði í rauninni hjá sér. „Þar með víkur hann sér undan þeirri frjóu um- Eins og fram kom í viðtali við Hannes Hafstein í Þjóðviljanum í gær, þá sat ísland hjá við atkvæða- greiðslu í 1. nefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag um frystingu atómvopna. Sagði Hannes að afstaða Islands hafl ver- ið sú sama og Danmerkur, en Is- land og Danmörk voru einu Nató- ríkin, sem sátu hjá. Við atkvæðagreiðsluna gerði fulltrúi Danmerkur grein fyrir at- kvæði sínu og sagði m.a. að þótt ræðu, sem í þessari bók hefði hugs- anlega gefið svar við spurningunni um, hvers vegna foreldrarnir urðu eins og þeir urðu eða hvers vegna hann sjálfur sem miðaldra maður lætur stjórnast af bernskuheimi sínum. Þetta gerir það að verkum að höfundurinn virðist of bundinn danska stjórnin væri í grundvallar- atriðum hlynnt frystingu, þá þætti henni miður að tillaga þar um kæmi fram á þessum stað, þar sem hún gæti spillt fyrir viðræðunum í Genf. „Frysting réttlætir að okkar mati mikla og nýlega aukningu á atóm- vopnabúri Sovétríkjanna og festir í sessi ríkjandi jafnvægisleysi.... Við höldum því fram að „fryst- ing” eigi ekki að vera forsenda, heldur niðurstaða viðræðanna í Genf.... Danska ríkisstjórnin vill gjarnan undirstrika, að atkvæða- viðfangsefninu án þess þó að viður- kenna það. Og það gerir þessari góðu bók ekki eins áhugaverða og hún annars hefði getað orðið.“ Bókin „Barndom" kom í bóka- versíanir á Norðurlöndum s.l. greiðslan í dag felur ekki í sér neina breytingu á ótvíræðum stuðningi ríkisstjórnarinnar við hina tvíhliða ákvörðun Nató eða á utanríkis- og öryggisstefnu Danmerkur.” í sænsk-mexíkönsku tillögunni, sem samþykkt var af 103 ríkjum, segir m.a. að á milli kjarnorkuveld- anna ríki „gróft reiknað jafnvægi” og að þau búi nú yfir miklum um- frameyðingarmætti, þannig að ein- mitt nú sé heppilegur tími til „fryst- ingar.” -ólg. mánudag. -ólg. Frysting kjarnorkuvopna: Afstaða Danmerkur og íslands Jón Sigurður Loftsson heildsala 60 ára Jón Loftsson hlutafélag 40 ára JL-húsið húsbúnaður 10 ára JL-matvörumarkaður-matvara 2ja ára JUhusiðí ÐJOÐUM L L LKOMNA! Kynningarveitingar í matvörumarkaðnum JL-portið - nýr inngangur í dag, föstudag 26. nóv. kl. 2-9 Fjöldi nýrra bílastæða í JL-portinu Stærri matvörumarkaður JL-húsið er opið 9-10 og laugardag til hádegis JL-húsið - 10 ára - afmælisafsláttur Gefum 10% aukaafslátt 26/11 til 4/12 af húsgögnum og rafljósum Notið tækifærið og verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.