Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.11.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 »> XJm að koma óorði á vinstri stefnu u Að heita Filippía en kalla sig Hugrúnu Við setningu 41. flokksþings Alþýðuflokksins hér uppi í Gamla bíói, fór Gunnar Eyjólfs- son með þessi fleygu orð: „það er ekki ranglæti hinna ill- viljuðu, sem er verst; það versta er þögn og afskiptaleysi hinna góðviljuðu.“ Þess vegna er til þín leitað. Það heitir pólitík. Hún snýst um sam- stöðu fólks í baráttu fyrir mál- stað, sem er þess virði, að fyrir hann sé barist. Hver er sá málstaður, sem bíð- ur þess að þú takir upp merkið og rjúfir þögnina? Málstaður, sem leitar liðsinnis Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem Seðlabankinn byggir sér höll uppi á Arnarhól, sem jafnast á við 300 íbúðir, á sama tíma og unga parinu, sem við hittum áðan, er úthýst? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem barir og búllur spretta upp eins og gorkúlur á haug, á sama tíma og heilbrigður atvinnurekst- ur þrífst ekki lengur? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem svokölluð ríkisstjórn stendur mánuðum saman fyrir stórkost- legustu útsölu íslandssögunnar á niðurgreiddum gjaldeyri (á röngu gengi)? Afleiðingarnar? Linnulaust innflutningsæði og óhófseyðsla sem leiðir til botn- lauss viðskiptahalla, á sama tíma og hlutur sjómanna hefur minnk- að a.m.k. um fjórðung, þrátt fyrir óbreytt strit. Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ríkisstjórn vekur almenningi falskar vonir um stöðugan gjald- miðil með myntbreytingu, sem látin er renna út í sandinn á fyrsta' ári, misnotuð sem skálkaskjól yfirgengilegra verðhækkana? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem fátækt og eignalítið fólk í þéttbýli er látið greiða drjúgan hluta af tekjum sínum, sköttum sínum, sem meðgjöf með óselj- anlegum offramleiðslubirgðum matvæla ofan í ríka útlendinga? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem togaraflotinn býr við strang- ar aflatakmarkanir helminginn úr árinu, á sama tíma og gæðingum stjórnarflokkanna eru „gefnir“ 20-30 togarar? Afleiðingarnar? Aukin fjárfesting og meiri til- kostnaður við að veiða minnk- andi afla. Þannig eru sjómenn hlunnfarnir; þess vegna þarf að hækka fiskverð meir en ella, fella gengi meir en ella, og þannig er kynt undir meiri verðbólgu en ella væri. Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem þessi harðduglega þjóð verð- ur vegna lélegs stjórnarfars, að sætta sig við þriðjungi lakari lífs- kjör, þrátt fyrir a.m.k. þriðjungi lengri vinnutíma en grannþjóðir okkar? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ríkisstjórn efnir hátíðleg kosningaloforð með þeim hætti að koma verðbólgu upp í 70-80% á ári, þegar hún lofar 7%? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem erlendar skuldir okkar nálg- ast óðfluga helming árlegrar þjóðarframleiðslu og fyrr en varir fer annar hver fiskur, sem ís- lenskir sjómenn draga á land, til greiðslu afborgana og vaxta til er- lendra lánardrottna? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ríkisstjórn með þátttöku sjálfskipaðra verndara verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis, lætur sér sæma að rifta kjarasamning- um, falsa vísitölugrundvöll og skerða verðbætur á laun því sem næst ársfjórðungslega, þvert ofan í gefin fyrirheit? Alþýðubanda- lagið lofaði ekki bara að setja „samningana í gildi“, þeir sögðust einir allra standa vörð um vísitölukerfið sem seinustu brjóstvörn launþega. Þeir hafa nú stjórnað í 16 vísitölutímabil. 14 sinnum hafa þeir látið sér sæma að skerða umsamdar vísi- tölubætur á laun. Er hægt að ganga lengra í vanefndum á gefn- um loforðum? Þeir hafa verið vegnir og léttvægir fundnir. Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ríkisstjórn m.a. með þátt- töku svokallaðra sósíalista býðst til að greiða landeigendum því sem næst bílverð fyrir ærgildið, að sögn Höllustaða-Páls, vegna lífsnauðsynlegra virkjana, en stendur gegn kröfu Alþýðu- flokksins um þjóðareign á landi og náttúruauðlindum? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem vel reknum fyrirtækjum, sem geta greitt hátt kaup, er meinað að vaxa og dafna, á sama tíma og búskussum í sjávarútvegi og landbúnaði er haldið uppi með óafturkræfum styrkjum af al- mannafé? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ábyrgðarlausir kommissarar hins pólitíska fyrirgreiðslukerfis taka fyrst ákvarðanir um útgjöld ríkis og ríkisstofnanaskv.óska- listum, en hækka síðan skatta eða auka erlendar lántökur á móti, í stað þess að ákveða tekjurnar fyrst og haga framkvæmdum í sambandi við það? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem pólitíkusar hafa lagt undir sig alla sjóði með takmörkuðu fjár- festingarfé þjóðarinnar og mis- nota vald sitt á degi hverjum til sjálfvirkrar útsölu á niðurgreiddu lánsfé til óarðbærra framkvæmda eða í pólitískt verndaðan halla- rekstur? Er nokkuð að í þjóðfélagi, þar sem ráðdeildarsömu fólki er gert ókleift að spara, þar sem almenn- ingi er fyrirmunað að festa fé í heilbrigðum atvinnurekstri, þar sem fyrirtækj um er gert ókleift að skila hagnaði og framtíð þjóðar og lífskjör næstu kynslóðar er veðsett erlendum lánar- drottnum? Ber nokkur ábyrgð? Ber nokkur ábyrgð á því, hvernig komið er? Trúið þið því, að allt þetta stafi af skyndilegum aflabresti, þegar staðreyndin er sú, að s.l. þrjú ár hafa hvert um sig unnið til gullverðlauna, silfurs og brons sem mestu aflaár ís- landssögunnar? Trúið þið því, að þetta sé allt saman að kenna þeirri heimskreppu, sem enn hefur ekki numið hér land? Aðrar þjóðir búa við alvarlegt atvinnuleysi, vegna þess að örtölvan og sjálf- virkni í framleiðslu henni tengd, hefur leyst mannshöndina af hólmi. Þess verður skammt að bíða, að einnig við stöndum frammi fyrir því vandamáli. En árangur grannþjóða okkar í viðureigninni við verðbólguna hefur komið okkur til góða í lægra innflutningsverði. Og við flytjum inn flestar okkar nauðsynjar. Styrking dollarans, en við fáum greitt fyrir flestar út- flutningsafurðir okkar í dollurum hefur komið íslenskum sjáv- arútvegi til góða. Það er einfald- lega ósatt, að áhrifa heimskrepp- unnar hafi enn sem komið er gætt hér svo nokkru nemi. Sann- leikurinn er sá, að fráfarandi ríkisstjórn hefur búið við sérstakt góðæri til lands og sjávar. Við höfum í raun og veru sem þjóð byggt lífskjör okkar á þeirri gífur-. legu aflaaukningu sem orðið hef- ur í kjölfar útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 200 mílur. Hefðum við ekki notað þessa happafengs, sem fyllilega má jafna við nýfeng- inn olíuauð, væri þessi ríkisstjórn fyrir löngu hrunin eins og spila- borg í vindi. Trúið þið því, að ófarir Okkar séu öllum öðrum að kenna, en mönnunum, sem sögðust ætla að bjarga virðingu Alþingis 1980 og þóttust hafa ráð undir rifi hverju, fyrir kosningarnar 1979, þegar jafnaðarmönnum ofbauð svo ábyrgðarleysið, að þeir höfnuðu samábyrgð um feigðarflanið og skutu málum undir dóm ykkar í kosningum? Það vantar ekki, að stjórnarliðar vilji láta þakka sér að enn hefur ekki komið til alvar- legs atvinnuleysis. Samt er það heldur ekki þeim að þakka. Það er að þakka óvæntri aflaaukningu og sæmilega hagstæðum viðskipta- kjörum liðinna ára. Það er að vísu hægt að koma í veg fyrir atvinnuleysi um skeið með því að lifa á sláttumennsku erlendis og láta prenta peningaseðla innan- Jón Baldvin Hannibals son skrifar lands. En það er aðeins gálga- frestur. Með þessum ráðum eru eldar verðbólgunnar kyntir og þar kemur að lokum að húsið stendur alelda; í björtu báli. Þeg- ar fyrirtækin eru löngu orðin ó- samkeppnisfær, þegar þau verða að lokum að gefast upp vegna langvarandi hallareksturs og skuldasöfnunar, þá er komið að skuldadögum. Þeir nálgast nú óðum. Sjálfskaparvítin eru verst Sjálfskaparvítin eru verst. Lít- ilmannlegast af öllu í mannlegum samskiptum er að neita allri ábyrgð orða sinna og gerða og vilja varpa allri sök af óförum sín- um yfir á aðra. Við skulum líka spyrja: Hver er okkar ábyrgð, mín og þín, og þeirra sem treystu þessum mönnum fyrir umboði sínu til að stjórna landinu? Man nokkur eftir stjórnmála- foringja sem fyrir kosningar 1979 boðaði trúna á manngildið, sem hann sagði framsóknarmenn dyggari fulltrúa fyrir en annað fólk. Síðan hefur hann vart mátt um annað hugsa en að innheimta ærgildin af atkvæðalitlum skatt- greiðendum í þéttbýli. Þeir eru orðnir niðurlútir núna, fram- sóknarmennirnir, enda allt á niðurleið undir þeirra stjórn, nema það eina, sem þeir lofuðu að telja niður, verðbólgan. Nú lofar Steingrímur því á flokks- þingi þeirra framsóknarmanna þessa dagana, að byrja niðurtaln- inguna á miðju ári 1983. Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður, sagði karlinn. 1 heilt kjörtímabil hefur Tómas frá Hánefsstöðum talað eins og hann væri stjórnarandstæðingur, eða a.m.k. gersamlega áhrifalaus á stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er sennilega rétt. Það er ekki að furða, að Framsóknarflokkurinn er orðinn að eins konar „kofa Tómasar frænda“ í íslenskri pó- litík. Að koma óorði á vinstristefnu Man nokkur þá fræknu for- ingja, er lofuðu að „setja samning- ana í gildi“ og sögðust standa trú- an vörð um vísitölukerfið, sem var að þeirra sögn síðast brjóst- vörn launþegans? Þeir hafa nú stjórnað í 16 vísitölutímabil. 14 sinnum - af 16 mögulegum - hafa þeir falsað vísitöluna, svikið mál og vog. Og enn vega þeir í þann sama knérunn á fullveldisdaginn, í jólamánuðinum, þegar allt þeirra glamur, öll þeirra gífur- yrði, allar þeirra heitstrengingar hafa reynst vera hégómi, stað- leysustafir og vindbóla. Um áramótin 1978-1979 lenti Svavar Gestsson þá banka- og viðskiptaráðherra, í ritdeilu við staðfastan byltingarsinna og gamlan félaga, Óla komma, sem þá var vitavörður fyrir vestan. Ólafi leiddist greinilega, að Al- þýðubandalagið er alltaf að villa á sér heimildir. Hann líkti því við þá skáldkonu, sem kallar sig Hugrúnu, en heitir reyndar Filipp- ía. Það er sagt aö rónarnir komi óorði á brennivínið. Eins er það með Alþýðubandalagið og Fram- sókn, þessa tvíburaflokka verð- bólguáratugarins. Það vantar ekki að þeir skreyta sig með fal- legum nöfnum og þykjast vera vinstri flokkar. En það er eins með þá og rónana: Þeir koma óorði á alla vinstri stefnu. Óli kommi minnti félaga Svav- ar á söguna af karlinum sem var nappaður fyrir að selja kinda- kæfu blandaða hrossakjöti. „Við yfirheyrslu hjá sýslumanni viður- kenndi karlinn að hlutföllin í kæf- unni væru svona: „ein á móti ein- um“. Við nánari rannsókn kom í ljós, að hann hafði notað eina kind á móti einu hrossi.“ Þetta þótti viðskiptamönnum karls nokkuð strembið álegg. Út af þessu leggur Óli kommi í opnu bréfi til Svavars og segir: „Þó hygg ég, að karlinn hafi með meiri rökum getað kallað fram- leiðslu sína kindakæfu, heldur en ríkisstjórn in samstarfsyfirlýsingu sína vinstristefnu." Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður er fyrrum ritstjóri Alþýðublaðsins. Jón Baldvin hefur haft víðtæk afskipti af pólitík, hann var m.a. einu sinni í Alþýðubandalaginu. Jón Baldvin er kandidat í prófkjöri Alþýðuflokksins sem nú stendur fyrir dyrum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.