Þjóðviljinn - 27.11.1982, Síða 12
12 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 27.-28. nóvember 1982
bókmenntir
Hugleiðingar af rnanna völdum
Kristján J.
Jónsson
skrifar
Af manna völdum
Tilbrigði um stef.
Höf: Alfrún Gunnlaugsdóttir
Útg: Mál og Menning
Af manna völdum hefur að
geyma níu tilbrigði um stef og það
er skemmtilega flókið mál hvert
þetta stef er. Ég las það í Helgar-
póstinum að sögurnar fjölluðu all-
ar um flótta og nokkrum dögum
síðar heyrði ég það á
bókmenntakynningu að stefið í
þessu verki væri ofbeldi, þessu
næst frétti ég að í Dagblaðinu hefði
staðið að lesandinn gæti bara valið
stefið sjálfur og sé það virkilega
þannig að ég megi velja stefið í
þetta sjálfur þá geri ég það auðvit-
að. Ég ætla að halda því fram að
stefið sé ótti. Ég ætia þó ekki á
þessum vettvangi að leggja fram
viðamikinn rökstuðning með þeirri
skoðun minni. Það nægir að minna
á að í öllum sögunum stendur sög-
umaðurinn á einhvern hátt frammi
fyrir því óþekkta. Við könnumst
öll við hrollinn sem læðist að okkur
þegar við höfum ekki lengur tök á
aðstæðum okkar, það nægir kann-
ski að minna á eitt dæmi úr bóki-
nni. í fjórða tilbrigði segir frá
stúlku á Spáni sem flækist í mein-
leysi inn í námsmannaóeirðir, at-
burðarásin dregur hana á áður ó-
þekktar slóðir og í lok sögunnar
spyr hún sjálfa sig:
Og hver var þessi stúlka sem stóð
með krepptan hnefa og hrækti á
einkennisbúning. Sem misþyrmdi
öðrum, þó ekki hefði það verið
nema í huganum?
Hver var hún?
Frásagnartœkni
og söguefni
Það er tvennt sem við fyrstu sýn
virðist einkenna bók Álfrúnar
Gunnlaugsdóttur. Annað er áber-
andi sparsemi og nýtni í stíl-
brögðum og tæknibrellum en hitt
er greinileg áhersla á val og túlkun
söguefnis. Mér finnst Álfrún velja
viðfangsefni sín af óvenjulegri
víðsýni og næmum skilningi á
manneskjunni.
Þó að ég þykist geta talað um
þetta hvort í sínu lagi þá verð ég
samt að viðurkenna að tækni Álf-
rúnar tengist söguefnum hennar
einkar vel og oft gerir það nú gæf-
umuninn í því hvort bókmenntir
eru listsköpun eða slys.
f níunda tilbrigði segir sögum-
aðurinn á þessa leið:
Ég hef alltaf dáðst að fólki sem
ritarsjálfsævisögur. Það virðistekki
þurfa að velkjast í vafa. Mér dettur
ekki í hug að væna það um lygi eða
að það hagræði sannleikanum. Það
horfir bara á líf sitt eins og sögu.
Það lýtur sögulögmálum. Það vil ég
ekki gera.
Ástæðan fyrir því að söngkonan
brýtur uppá þessu er sú að hún get-
ur hreint ekki komið því fyrir sig
hvernig hún kynntist fólkinu sem
hún er áÖ segja frá. Hver einasti
ævisöguritari mundi hins vegar
greina frá því, vegna þess að skilj-
irðu lff þitt eins og sögu er upphafið
auðvitað alltaf merkilegt. Það er
kannski skítómerkilegt meðan á
þvf stendur í raun og veru en ævi-
söguklístrarinn er að líma samræmi
á líf sitt eins og betrekk á vegg. Hjá
honum verður allt að byrja og enda
á vissum tíma og í þekktu rúmi.
Þessi tilvitnun í sögukonuna vek-
ur eina spurningu um leið og hún
svarar annarri. Ef við brúkum ekki
„rökrétt“ samhengi ævisögunnar
þegar við veljum í frásagnir okkar,
hvaða aðferð beitum við þá?
Hvaða lögmálum lýtur sögukona
Álfrúnar ef hún lýtur ekki sögulög-
málum?
Sögumannsaðstœður
Þá held ég að sögunni ætti að
víkja að því hvers vegna höfundur-
inn kallar þetta ekki smásögur,
heldur tilbrigði um stef. Sú eða sá
sem segir frá fetar sig ekki eftir
troðnum slóðum þess röksamheng-
is sem hinir töldu að væri í sínu lífi,
heldur styðst sögumaður við
reynslu sem skilningarvitum hans
hefur ekki tekist að gleyma.
Ástæðan fyrir því hve varanleg
reynsla sögumannsins verður sýn-
ist mér vera óttinn sem ég nefndi í
upphafi þessa bókmenntaspjalls.
Atburðir þessara sagna eiga það
sameiginlegt, eftir því sem ég best
fæ séð, að þeir sýna togstreituna á
milli einfalds og flókins veruleika á
einkar skemmtilegan hátt. Þegar
sögurnar hafa, hver um sig, farið.
frá einföldum lífsskilningi og yfir í
flókinn, þá má ljóst vera að á bak-
við hversdagslegasta yfirborð
leynist hyldýpi óttans og óslökkv-
andi bruni þeirra margvíslegu
hvata sem halda reynslu okkar
heitri. Vegna þess arna lúta sögu-
menn Álfrúnar ekki sögulögmál-
um og muna allt með upphafi
miðju og endi ævisögunnar, heldur
lúta þeir sínum tilfinningum og
muna lífið eins og það hefur komið
til þeirra og kannski þrengt sér
uppá þá. Þetta mótar oft frásögn-
ina og gerir það að verkum að hún
stekkur fram og aftur í tíma svo að
stundum er kastað fram minninga-
broti í upphafinu sem skýrist ekki
fyrr en í lokin, enda hefur sögu-
Framhald á 22. slöu.
Metnaðurinn, uppeldið
og blóðið í kúnni
Arni
Bergmann
skrifar
Jón Óttar Ragnarsson
Strengjabrúður
Helgafell 1982.
Þessi fyrsta skáldsaga Jóns Ótt-
ars Ragnarssonar fjallar um Metn-
aðinn mikla, drauminn um frægð
og fram og áhrif. Hjón amrísk eru
svo altekin af þessum fjanda að
vinur þeirra telur þeim „ekki sjálf-
rátt.“ Regina Karska er óperu-
söngkona sem rétt vantar herslu-
muninn á heimsfrægðina ljúfu og
maður hennar, Angus, lífefna-
fræðingur, sem sýnist standa höll-
um fæti en á reyndar stutt í sjálfan
Nóbelinn. Frægðarsóknin hefur
verið svo fyrirferðarmikil í lífi
þeirra, að hjónabandið er í rúst. Þá
ber Ástin að dyrum í iíki Ricardos
þingmanns, sem kann vel að meta
list og konur. En einnig í því dæmi
er metnaðurirín til tafala - þegar á
reynir treystir áhrifamikill þing-
maður sér ekki til þess að fórna
frama sínum í hneykslanlegum
skilnaðarmálum. Regina er heldur
betur í klemmu, en „á misjöfnu
þrífast börnin best“ segir sagan -
og kreppur hennar verða eins og
skírsla til sigurs í list og til nýs sjálf-
stæðis, væntanlega.
Saga þessi gengur rösklega
áfram, þótt taktar samkvæmislífs-
ins skilji eftir dauða punkta hér og
þar. Hún er skrifuð af skilningi á
fólki og aðstæðum - en, nota bene,
- sá skilningur fær ekki að njóta sín
neitt að ráði.
í hverri skáldsögu af raunsæis-
ætt, skáldsögu, sem líkir eftir senn-
ilegum persónum og aðstæðum, er
sífellt verið að leysa sama dæmið:
hvert verður vægi hins sértæka,
þeirra þátta sem gefa hverri pers-
ónu lit og rödd og visst sjálfstæði -
og hver verður þáttur hins „al-
menna" í persónulýsingum, hins
dæmigerða? Best fer náttúrlega á
því að lesandinn taki alls ekki eftir
því að þessi vandi sé til. En í
Strengjabrúðum lætur hann tölu-
vert á sér kræla. Sumpart ræður hið
framandlega umhverfi Amríkunn-
ar því, að útlínur persónanna
deyfast. En það er þó fyrst og
fremst mikil sparsemi höfundarins
Jón Óttar Ragnarsson
sem ræður því, að persónurnar
verða fyrst og fremst Vísinda-
maðurinn, Listakonan og Stjórn-
málamaðurinn í Metnaðar- og
Skilnaðarmálum sem við kynn-
umst - en alltof lítið Reginu Karska
eða Angusi eða Ricardo Antonini.
Mike heitir maður sem reynir að
hafa vit fyrir fólkinu í sögunni.
Honum eru lagðar í munn nokkrar
A Hallœrisplaninu
Árni
Bergmann
skrjfar
Páll Pálsson
Hallærisplanið
Skáldsaga fyrir börn
og fullorðna
Iðunn 1982.
Þessi stutta skáldsaga lýsir viku-
lokum í heimi tánings, foreldra
hans og félaga. Tíminn líður þar
hratt í undirbúningi helgarfyllirís,
ástarævintýri, táningapartí í for-
eldralausu húsi og síðan í kulda,
ölvun, glerbrotum, misheppn-
uðum uppáferðum og slagsmálum
sjálfs Hallærisplansins.
Höfuðkostur þessarar stuttu
sögu er líkast til trúverðugleikinn -
lesandinn finnur enga þörf hjá sér
til að efast um atvik og aðstæður og
sá sem þetta skrifar hefur vottorð
upp á það frá táningi að málfarið sé
ekta. Persónurnar eru dregnar ein-
földum dráttum, sem nægja í þessa
stuttu skáldsögu eða löngu smá-
sögu: einn er ástfanginn, annar
með sportdellu, þriðji er átvagl, en
hver einstakur skiptir ekki höfuð-
máli heldur sjálft andrúmsloft þess
hallæris sem planið er kennt við.
Höfundur skilur það á þann veg,
að unglingarnir séu í eftirhermu-
leik, þeir vilja flýta sér þangað sem
þeir fullorðnu eru. Þegar Eiríkur
og Stína ætla að laumast inn í kenn-
araafdrepið í skólanum til að
kanna ljúfa leyndardóma eru þar
fyrir kennarar tveir með allt niður
um sig. Fylleríið hjá Halla
heildsalasyni er ekki óskylt því
fullorðinnapartíi sem haldið er
heima hjá Eiríki á meðan. Þessar
hliðstæður eru settar fram án 6-
þarfa vorkunnsemi með aumingja
táningunum sem mega hvergi vera:
þær tala sínu máli og það nægir. Og
ömurleiki Hallærisplansins er líka
skýrt dreginn fram og án útlegg-
inga. Rammi sögunnar er þröngur
og því veit lesandinn færra um Ei-
rík og hans lið en hann hefði kann-
ski viljað en það er ekki til baga.
Og hvað gerist síðan, hvað gerist
þegar hallærisleiðangurinn hefur
endurtekið sig nógu oft til að hætta
f\ i T'AUB K ‘RiV*-frrfrVfrj B m wtj
i | • r ltollIzl ;
að sæta tíðindum? Því er að sjálf-
sögðu ekki svarað - en uppákomur
og aðstæður sögunnar gera þessa
spurningu áleitna vel.
ÁB.
lykilsetningar um uppeldi og um-
hverfi sem ráðandi þætti í til-
orðningu persónuleikans: „Við
erum leiksoppar. Strengjabrúður.
í milli okkar og umhverfisins eru
milljón þræðir. Flesta höfum við
aldrei hugmynd um. Samt stjórna
þeir lífi okkar.“ Þetta eru vitanlega
ekki nýjar upplýsingar - en allt
væri það í lagi ef að úr þessu yrði
annað og meira en staðhæfing.
Höfundur virðist sætta sig við þau
orð Mike að „flesta höfum við
aldrei hugmynd um.“ Og því lætur
hann sér það nægja að minna á það
einu orði, að bæði Angus og Reg-
ina séu innflytjendabörn sem hafi
alist upp í amríska draumnum sem
kreppan og fleira (í dæmi Angusar
að minnsta kosti) truflaði. En
lengra er heldur ekki gengið í út-
færslu þess mannskilning sem lýsir
yfir því að „umhverfið“ sé gífurlega
mikils ráðandi. Eða eins og Mike
ítrekar síðar: „Þetta er í'umhverf-
inu, Regina. Ykkur er ekki sjálf-
rátt. Öllum er stjórnað upp að
vissu marki en þið eruð heltekin.,,
Persónurnar eru þarna og ákveðin
viðbrögð þeirra við frama og ástum
- en umhverfið sjálft er eitthvað
sem lesandinn verður að leggja sér
til sjálfur.
Þessi sparsemi er mjög á sama
veg í ástamálunum. Regina kemur
til New York hundleið á manni sín-
um og kynnist fríðum þingmanni
ítalskrar ættar. Eftir litlaus kynni,
kvöldmatogdiskótekfaraþauí ból-
ið saman: „Þetta var nóttir. langa.
Nóttin þegar allt gerðist samtímis.
Nóttin þegar hún losnaði úr álög-
unum. Vaknaði til nýs lífs. Byrjaði
að kynnast sjálfri sér og heimin-
um“ (55). Allt er það gott og bless-
að - en verður ekki annað en stað-
hæfing. Önnur kynni lesandans af
elskhuganum eru svo miklu hvunn-
dagslegri, að hann á erfitt með að
hugsa sér hann sem einskonar
Tristan, Cyrano de Bergerac nú
eða elskhuga Lady Chatterley ef
menn vilja það heldur. Endur-
lausnarann.
Sú sparsemi sem hér hefur verið
átalin er í ætt við kvikmyndahand-
rit. Það getur vel verið að Strengja-
brúður yrði vel nýtilegt sem slíkt.
En kvikmyndahandrit er ekki
skáldsaga, því miður - þar er eftir
að gera svo margt, sem ekki er
hægt að ætlast til að lesandi skáld-
sögu taki að sér.
Frumraun Jóns Óttars Ragnars-
sonar er fróðleg um margt og úr-
ræðabetri verður hann eftir því sem
líður á söguna. En semsagt: það
vantar meira blóð í kúna.
ÁB.