Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 27.11.1982, Qupperneq 15
Helgin 27.-28. nóvember 1982 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 15 Rabbaö við „rimlarokkaranriRúnar Þór Pétursson: í góðri meiningu Rúnar Þór Pétursson er eini liðsmaður hjómsveitarinnar Fjötra sem er frjáls maður. Þessa dagana hendist hann víða um land, fyrir hönd félaga sinna sem afplána dóma á Litla Hrauni, og kynnir plötuna Rimlarokk, hljómplötu fyrstu og einu fangahljómsveitar á íslandi. í kvöid er hann á Hvoli (Rang)og annað kvöld(sunn- udag) í Hollywood. Rimiarokk hefur hrundið af stað miklum bréfaskriftum um málefni fanga til lesendasíðu Dagblaðsins. Hvernig skyldu þau leggjast í fyrrverandi fanga? - Ég bjóst við fordómum í okkar garð, fólk tekur nýjungum aldrei opnum örmum. Við hefðum svo sem getað beðið þangað til að allir verða lausir, en ég get ekki séð að neinn munur sé á því. Þar að auki held ég að fólk ætti að hafa í huga þá gullnu setningu: Maður, líttu þér nær; áður en það fer að stúdera aðra. Ég hef aldrei verið maður til að dæma neinn og vona að ég verði það aldrei. Og þeir sem hafa setið inni eiga að vera búnir að kvitta fyrir sínar yfirsjónir og hafa það þá framyfir aðra sem ekki hafa verið hankaðir fyrir afbrot. Fólk sem kemst upp með ólöglegt athæfi er oft einmitt sama fólkið sem dæmir aðra harðast. - Er erfitt að vera fyrrverandi fangi úti í þjóðfélaginu? - Sérstaklega fyrst eftir að út er komið, þá fer maður að hugsa: Hvar hef ég verið? En það er mis- jafnt hvernig fólk bregst við. Sumir vilja fela fortíðina, annað hvort sín vegna eða aðstandenda. Mín leið er að koma opinskátt fram og aðstandendur mínir voru allir sam- mála um aðég gerði það sem mér þætti best og réttast í því máli. Ég tók þátt í rimlarokkinu af því að ég hafði músíklega séð gaman af því, og jafnframt ekki síður vildi ég koma á framfæri því sem maður pælir í þarna inni. Með textunum viljum við sýna fólki inn í fangelsið og þar með hvernig maður á EKKI að vera. - Nú hefur verið bent á að það væri hættulegt að leyfa föngum að gefa út hljómplötu, það gæti haft í för með sér að þeir yrðu rokk- stjörnur sem væri vont fordæmi fyrir æsku landsins - Ég get nú alveg fullyrt að eng- inn okkar Fjötra tók þátt í þessari plötugerð til að verða frægur - né ríkur. Ef ágóði verður, fara 2/3 hlutar til þeirra tveggja heimila sem Vernd rekur í Reykjavík, 1/3 í kostnað og okkar hlut, sem ekki er víst að verði nokkur. Og líttu bara á textana. í stuttu máli segja þeir allir samanlagt: Ef þú drekkur nógu mikið brennivín, reykir nógu mikið „stuð“ og étur nógu mikið af pillum þá er það pottþétt leið inn á Hraunið - eða þú verður fyrr eða síðar geðveikur. Og hvað poppstjörnutalinu viðvík- ur þá finnst mér það ekki eftirsókn- arverður titill, og eitt er víst - sam- kvæmt eigin reynslu mundi ég ekki, bæði sem hljómlistarmaður og fyrrverandi fangi, leggja það á mig að fara á Litla Hraun til að verða poppstjarna. Það er erfið lífsreynsla, en hinsvegar held ég að Rúnar Þór Pétursson. Á rimla- rokki leikur hann á raf- og kassa- gítar og trommur, auk þess sem hann syngur. - Ljósm. - eik - . það sé auðvelt að verða popp- stjarna í íslandi....utan rimla. Annars hefði ég helst viljað að allt fangelsið hefði verið með á plötunni, en það var ekki hægt, þetta var nógu mikið fyrirtæki samt. En ég vil koma því á framfæri að við erum mjög þakklátir Helga fangelsisstjóra, Birni Einarssyni fangahjálpara og Ásgeiri Hannesi Eiríkssyni fyrir þeirra stuðning. Án þeirra hefði þessi plata ekki orðið til. Eins eiga fangaverðirnir heiður skilinn fyrir liðlegheit meðan á upptöku stóð. Þá var Helgi Krist- jánsson upptökustjóri í Nema í Glóru sérstaklega þolinmóður og jákvæður. Það eina sem vantaði varmeiritímiístúdíói...ogþó,mér finnst þetta skemmtilega hrátt... Ég er ekki viss um að margar plötur hafi verið unnar með eins góðu hugarfari og Rimlarokk; allir fangar voru jákvæðir í meiningu sinni með útgáfu hennar og ég get því ekki séð hvernig hún ætti að skaða nokkurn mann. - En svo eru aðrir sem finnst þið ekki vera nógu „töfÞ' í textunum... - Ég skal segja þér, að ef ein hljómsveit yrði sett inn og látin dúsa í smátíma mundu textar henn- ar breytast. Áður fyrr samdi ég ým- ist ástarljóð eða eitthvað „töff“ og ýkt. Nú sem ég um raunverulega upplifun, og það þýðir sko ekkert að vera með einhverja stæla gagn- vart raunveruleikanum. Pönkið er hrátt alveg eins og ég var... og Bítl- arnir. Þeir byrjuðu í leðurfötum, fóru úr þeim í jakkaföt og síðan í gallabuxur. Ég var að semja lag um daginn sem heitir Leðurjakka- Láki... - Og að lokum: Er fangelsi glæp- askóli, eins og segir í einum textan- um á plötunni? - Það getur verið það, - ef fang- ar hafa bara hver annan til að apa eftir og fá ekki tækifæri til að vera í skóla og læra hjá kennara sem mundi gera þá öruggari þegar út í samfélagið er komið og þar með hæfari og jákvæðari. En eins og ég sagði áðan þá er langt frá því að nokkur maður sé í hefndarhug á Rimlarokkinu og ég segi bara að lokum allra vegna: Lifi friðúrinn.. Marxísk sögutúlkun Á vegum undirritaðra er í undirbúningi nám- skeið í marxískri sögutúlkun. Hefst líklega eftir jól. Námsefni: Leo Huberman - Jarðneskar eigur. Mál og menning 1976. Marx og Engels - Kommúnistaávarpið. Þátttökugjald 50 kr. Þátttaka tilkynnist undir- rituðum sem jafnframt gefa nánari upplýsing- ar. Ingólfur Á. Jóhannesson, sími 39205 Þorvaldur Örn Árnason, sími 29116 Veist þú hverju það getur forðað 9 y^EROAR Byggingahappdrœtti SATT ’82 Verðlaunagetraun - Seðill 1 Dregið út vikulega úr réttum svörum - ath. rétt svör þurfa að hafa borist innan 10 daga frá birtingu hvers seðils. HVAÐ HEITA ÞESSIR TÓNLISTARMENN ? Vinningar í boði í verðlaunagetrauninni: 1. Kawai kassagítar frá hljóðfærav. Rín Verðmæti kr. 2580.- 2-5. 5 stk. nýjar íslenskar hljómplötur: Magnús Eiríksson Smámyndir- Útg. Fálkinn. Jakob Magnússon - Tvær systur Utg. Steinar. Þorsteinn Magnússon - Líf Utg. Gramm Sonus Future - Þeir sletta skyrinu ... Myndirnar hér að ofan eru af þekktum tónlistarmönnum sem allir eru meðlimir í SATT (Samband Alþýðutónskálda- og Tónlistarmanna). Ef þið vitið nöfn þeirra, skrifið þá viðeigandi nafn undir hverja mynd. Fyllið síðan út í reitinn hér fyrir neðan; nafn sendanda, heimilisfang, stað, símanúmer. Utanáskriftin er: Gallery Lækjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310. Látið 45 kr. fylgja með og við sendum um hæl 1 miða í Byggingahappdrætti SATT (dregið 23. des.). ATH: Rétt svör þurfa að berast innan 10daga frá birtingu hversseðils en þá verður dregið úr réttum lausnum. Alls birtast 4 seðlar fyrir jól. NAFN Utg. Hljóðriti Dreif.: Skífan Verðmæti: kr. 1.500,- u.þ.b. Heildarverðmæti vinninga samtals kr: 8.580.- HEIMILI-------------------------------------------- STAÐUR—-------------------------------------------- SÍMI ---------------------------------------------- ATH: Utanáskrift: Gallery Læjartorg Hafnarstræti 22 Rvík. sími 15310 ATH: Þú mátt senda inn eins marga seðla og þú vilt. Kr. 45 þurfa að fylgja hverjum seðli og þú færð jafnmarga miða í Byggingahappdrætti SATT senda um hæl. Jólagjöíin í ár er íslensk hijómplata + miði í bygginga- happdrætti SATT. VINNINGAR í BYGGINGAHAPPDRÆTTI SATT: (Dregið 23. des. 82) 1. Renault 9 kr. 135.000.- 2. Fiat Panda 3. Kenwood og AR kr. 95.000.- hljómtækjasamstæða 4-5. Úttekt í hljóðfæraversl. Rín & kr. 46.000.- Tónkvísl að upph. kr. 20.000.- samt. kr. 40.000.- 6. Kenwood ferðatæki ásamt tösku kr. 19.500,- 7. Kenwood hljómtækjasett í bílinn •27. Úttekt [ Gallery Læjartorgi og Skífunni-fslenskar hljómplötur kr. 19.500,- (að upph. kr. 1.000.-) kr. 20.000,- Verðmæti vinninga alls kr. 375.000,- (Ath. verðmæti vinninga miðað við apríl 1982)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.