Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 7
Bókablað Þjóðviljans— StÐA 7 Barna- og unglingabœkur KRISH-JÁN P MAGNÚSSON VIÐ t VESTURBÆNUM Við í vestur- bænum Segir frá uppvexti atorkusamra stráka í vesturbænum í Reykjavík. Lesandinn fylgist með samskiptum þeirra og hugsunum, uppátækjum og framkvæmdasemi. Bókin er blessunarlega laus við fjölskylduvandamál. Strákarnir eiga þó sín vandamál við að stríða - en leysa þau sjálfir. Þetta er saga um venjulega krakka - en hversu venjulega? Er nokkuð til sem er „venjulegt“? Verð kr. 352,- ísafold. Leynilögreglu maðurinn Karl Blómkvist eftir Astrid Lindgren Komin er út í endurútgáfu sagan vinsæla um Leynilögreglumanninn Karl Blómkvist, æsispennandi saga um Kalla, Andra og Evu Lottu og það sem gerðist eftir að frændi Evu Lottu kom til bæjarins. Skeggi Ás- bjarnarson þýddi. Almennt verð kr. 197.60. Félagsverð kr. 167.95. Mái og menning Jólasveina- heimilið Brian Pilkington og Þórarinn Eld- járn eru báðir að góðu kunnir, Bri- an fyrir snjallar myndskreytingar, Þórarinn fyrir kveðskap og sögur. Hér hafa þeir lagt saman í skemmtilegt verk um jólasveinana. Þetta er gamansöm lýsing á lífi þeirra í nútímanum. Meðal efnis er viðtal við jólaköttinn, meðmæli frá nokkrum atvinnuveitendum Gluggagægis, sjúkdómsgreining frá sálfræðingi Hurðaskellis, end- urminningaþættir, lögregluskýrsl- ur, sakaskrá o.fl. Margt skemmti- legt kemur hér fram, meðal annars það að jólasveinarnir vilja verja starfssvið sitt fyrir aðvífandi jóla- sveinum frá útlöndum. Bókin bregður kostulegu ljósi á stöðu hefðarinnar í líki jólasveinanna andspænis verslunarþjóðfélagi nú- tímans. Verð kr. 197.60. Iðunn Vésteinn Luðvíksson SÓLARBLÍÐAN SESSELÍA OG Sesselía og mamman í krukkunni Vésteinn Lúðvíksson Sagan af því þegar Sólarblíðan ætl- aði að koma Sesselíu vinkonu sinni til hjálpar og nota til þess galdra- stein sem strákur nokkur lánaði henni. En galdrasteinar eru var- hugaverð tól, það fær Sólarblíðan að reyna. Þessi saga er sjálfstætt framhald á sögunni Sólarblíðan. Almennt verð kr. 197.60. Félags- verð kr. 167.95. Mál og menning Leikritið GOSI eftir Brynju Bene- diktsdóttur er samið upp úr hinni víðkunnu ítölsku sögu um Gosa eftir Collodi. Það fjallar um spýtu- strák sem fer út í heiminn og lendir á refilstigum, en lærir af reynsl- unni, m.ö.o. er dæmisaga um þroskaferils unglings. - Leikritið var samið fyrir Þjóðleikhúsið haustið 1981 og sýnt þar undir leik- stjórn höfundar. - I bókinni eru skýringar leikstjórans á sviðsetn- ingu verksins svo og greinargerð hans fyrir hugmyndum sem að baki liggja. Einnig er hér fjöldi mynda og vinnuteikninga frá sýningunni. Gerir þetta bókina fróðlega hverj- um þeim sem áhuga hefur á leik- húsi og leiklist. Verð kr. 222.30. Almenna bokafélagið Mól 09 mcnnlng Óskasteinninn Kurusa / Doppert Ný barnabók frá Venezúela um krakka sem gera uppreisn og heimta leikvöll. Það vefst fyrir full- orðna fólkinu að hlýða þeim - og þá byggja þau hann bara sjálf! Ingi- björg Haraldsdóttir þýddi úr spænsku. Almennt verð kr. 123.50. Félagsverð kr. 105.00. Mál og menning Útsmoginn Einar Askell Gunilla Bergström Spánný bók um þennan vinsæla strák. Frændur hans klifa á því að hann sé lítill kjáni sem ekkert viti og ekkert skilji. En er það nú víst? Einar Áskell getur verið býsna út- smoginn. Sigrún Árnadóttir þýddi. Almennt verð kr. 88.90. Félags- verð kr. 75.60. Mál og menning Utsmoginn CinorAskell Gilitrutt Þjóðsagan kunna í myndbúningi Brians Pilkington sem vakti verð- skuldaða athygli fyrir myndir sínar í Ástarsögu úr fjöllunum eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Gilitrutt er prýdd fjölda mynda, öllum í litum, og er hin vandaðasta að allri gerð. Verð kr. 168.00. Iðunn „Óskasteinninn” eftir Ármann Kr. Einarsson er með öll einkenni þessa vinsæla höfundar. Sagan er ljúf og létt, góð og glettin. I bók- inni er hversdagsleikinn ekki grár, heldur blandaður lífi og lit - og áð- ur en varir taka ótrúleg ævintýri að gerast. „Óskasteinninn” er aukin og endurskoðuð útgáfa á bók Ár- manns, „Óskasteinninn hans Óla”. Hún kom út fyrir tveimur áratug- um, seldist þá upp og hefur verið ófáanleg síðan. Verð kr. 197.60. Vaka Leikvöllurinn okkar MWDSKREYTING WUAN WUONGION KÖTTURINN Kötturinn sem hvarf Nína Tryggvadóttir Sígild saga í máli og myndum eftii einn fremsta myndlistarmann okk ar. Sagan um litlu kisu með ljósið rófunni hefur verið ófáanleg svc áratugum skiptir og munu börr taka endurútgáfunni fegins hendi Almennt verð kr. 135.85. Félags verð kr. 115.45. Mál og menning Sagan af Dimmalimm Sagan af Dimmalimm Bókaútgáfan Helgafell hefur gefið út að nýju hið sígilda ævintýri Muggs, af Dimmalimm og er þetta 6. útgáfa bókarinnar. Bókin er í nýjum listrænum búningi og sá Torfi Jónsson um tilhögun útlits og uppsetningu. Prentstofa G. Bene- diktssonar setti bókina, Kassagerð Reykjavíkur litgreindi og prentaði og bókin er bundin í Bókfelli hf. Sagan af Dimmalimm er 28 bls. Verð kr. 148.20. Helgafell Viltu byrja með mér? Andrés Indriðason Ný unglingabók eftir höfund verð- launabókanna Lyklabarn og Polli er ekkert blávatn. Hér er sögð enn á ný sú sígilda saga þegar hjörtun mætast og hrífandi tónlist heyrist í vindinum! Hildur kemur ný í skól- ann og er látin setjast hjá Elíasi, þannig byrjar það. Almennt verð kr. 197.60. Félagsverð kr. 167.95. Mál og menning Veröld Busters Bjarne Reuter Bækurnar um Buster eftir danska rithöfundinn Bjarne Reuter hafa farið sigurför víða um lönd. Nú kemur sú fyrsta út í þýðingu Ólafs i Hauks Símonarsonar, bráðfyndin og nýstárleg bók sem kemur öllum í gott skap. Almennt verð kr. 197.60. Félagsverð kr. 167.95. Mái og menning Ævintýri æskunnar í þýðingu Rúnu Gísladóttur Endurprentun þessarar skemmti- legu og eftirspurðu ævintýrabókar sem hefur verið ófáanleg í nokkur ár. 29 ævintýri frá 17 löndum. Ríkulega myndskreytt. Verð kr. 247.00. Minnum einnig á Ævintýri barn- anna - kr. 123.50 og Ritsafn H.C. Andersen, þrjú bindi, kr. 370.50. Æskan

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.