Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 14

Þjóðviljinn - 10.12.1982, Side 14
14 StÐA — Bókablað Þjóðviljans Óskabók hestamannsins Sigurbjörn Báröarson Á fákspori Umhiröa, þjálfun og keppni Bókin Á fákspori er þriðja bókin í útgáfuröð Eiðfaxa. Fyrsta bókin var Á hestbaki eftir Eyjólf ísólfsson og önnur var Að temja eftir Pétur Behrens, báðar þessar bækur fengu mjög góðar móttökur og eru nú ómissandi í allri umfjöllun um hesta. Mikil áhersla hefur verið lögð á það af hálfu Eiðfaxa að gera þessa bók sem best úr garði, fjöldi ljós- mynda og teikninga hefur því verið unninn í þessu skyni tii glöggvunar fyrir lesandann. Segja má að bókin skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta hlutanum er fjallað um reiðhestinn, þjálfun hans og meðferð. í öðrum hlutanum er rætt um þjálf- un, uppbyggingu og sýningu keppnishrossa, stökkhesta sem vekringa. 1 framhaldi af því er fjali- að um gæðingakeppni, íþrótta- keppni og sýningu kynbótagarpa. í síðasta hluta bókarinnar er fjallað um umhirðu hesta og aðbúnað, má t.d. nefna kafla um hesthúsbygg- ingar, járningar og fóðrun. Á Fákspori er bók sem enginn hestamaður getur verið án. Verð kr. 398.- Eiöfaxi CÍSISENZKACHESTSINS CÁ 20. ÖED Ættbók og saga islenska hestsins Nú er fjórða bindi Ættbókar og sögu íslenska hestsins eftir Gunnar Bjarnason ráðunaut komið út. Margir biðu þess með óþreyju enda er hér tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið í fyrsta bindi. Þar náði ættbókin fram til ársins 1960, en núna er seilst allt fram til ársins 1982. Ættbók og saga hefur áunnið sér heiðurssess á heimili hestamanns- ins, enda er hér stórmerkt ritsafn sem er nauðsynlegt hverjum þeim sem fylgist með hrossarækt og hestamennsku. Ekki spilla fróð- leiksmolar og frásagnir Gunnars úr heimi hestamanna. Verð kr. 1.580.80. Bókaforiag Odds Björnssonar WLmom OAvmmu REISTAN ÍMlAKKA SÖOUR M> HEETUM Með reistan makka Erlingur Davíösson Annað bindi rits sem geymir sögur af hestum, sem Erlingur Davíðsson hefur skráð. Þaö er mannbætandi að kynnast þeirri ást og virðingu sem menn bera í brjósti til hesta sinna. Fjöldi mynda prýða bókina. Verð kr. 37|1,- Skídakappar fyrrognú rr C Saga *klÁ«íí>ró!tó, «rtor»t og ftwkml afnl Skrá uro Ólymphj- oa ís!wMlsm«ist*ra UU ISCANDSMEÍSTARAR SEGJA FRÁ Skíðakappar fyrr og nú Haraldur Sigurðsson safnaði og skráði Hér er rakin saga skíðaíþrótta og er efnið bæði erlent og innlent. ís- landsmeistarar segja frá og birt er skrá um heims-, olympíu- og ís- landsmeistara. Kærkomin bók öll- um íþróttaunnendum. Verð kr. 370.50. Skjaldborg Skjaldborg Matur er mannsins megin, er ný íslensk matreiðslubók eftir Jó- hönnu Sveinsdóttur. Jóhanna hef- ur um skeið skrifað fastan pistil í Helgarpóstinn, mat og matar- gerðarlist. Hún lætur ekki staðar numið við uppskriftirnar, heldur tínir til ýmsan fróðleik og gaman- mál efninu viðkomandi. Þótt víða sé leitað fanga við öflun efnis er allt hráefni í uppskriftirnar fáanlegt í íslenskum matvöruversl- unum. Heilræði um val og meðferð hrá- efnisins og matargerðina sjálfa eru óvenju ýtarleg. Matur er mannsins megin, er spennandi og skemmtileg mat- reiðslubók, sérhönnuð fyrir ís- lenska bragðlauka. Bókin er prýdd fjölda litmynda. Verð kr. 448,- Svart á hvítu. Erlend andlit Erlend andlit eru skemmtilegar svipmyndir eftir Ingólf Margeirs- son sem skráði metsölubókina Lífs- játningu. Hann sýnir enn að hann hefur næmt auga fyrir fólki, - lýsingar hans á margbrotnum persónum sem á vegi hans hafa orðið eru minnisverðar. Pólski bókmenntafræðingurin'n og gleði- konan, breski kennarinn sem berst til íslands og vinnur hjá Sláturfé- laginu, Dínó hinn gríski með sitt óhagganlega fílótímó, Ellen í Sæludal - allt þetta fólk og miklu fleira verður lesandanum ó- gleymanlegt. Verð kr. 398.00 Iðunn Wát, few rtW A Ut&toWkw* h*tt, *» tfmi vt t Miðilshendur Einars á Einarsstöðum Um þrjátíu manns segja frá reynslu sinni af því að leita sjúkir til miðils- ins Einars á Einarsstöðum. Erling- ur Davíðsson bjó til prentunar. Þetta er önnur útgáfa bókarinnar. Verð kr. 296,- Skjaldborg. AF MANNÆ V0LDUM Af manna völdum Álfrún Gunnlaugsdóttir Níu tilbrigði um stef. Söguþætt- irnir eru víðsvegar að úr heiminum og margvíslegir að efni, en mynda þó áleitna heild. Þetta er fyrsta bók höfundar, sérstæð að stíl og fram- setningu, enda hefur höfundur gert víðreist. Óvenju glæsilegt byrj- andaverk. Almennt verð kr. 296.40. Félagsverð kr. 251.95. Mál og menning Norður í svalann Sigurður Pálsson ræðir við fimm útlendinga sem gerst hafa íslend- ingar og sest að hér á landi, og fær þau til að rekja sögu sína. Þau eru: Baltasar, myndlistarmaður, Carl Billich, píanóleikari, Esther Gunn- arsson, hjúkrunarfræðingur, Einar Farestveit, forstjóri og Rut Magn- úsdóttir, organisti. Óvenjuleg og forvitnileg sam- talsbók. Verð kr. 531.00 Bókaútgáfan Salt Birgir Engílberts Andvöku- skýrslurnar Andvökuskýrslurnar eru þrjár sögur eftir Birgi Engilberts sem kunnur er fyrir leikritagerð sína, en kveður sér nú hljóðs sem sagna- skáld með eftirtektarverðum hætti. Sögurnar eru samfelldar að stíl og frásagnarhætti lýsa atburðum sem beint hafa sögufólkinu fram á ystu nöf. Höfundur hefur slíkt vald á stíl sínum að hann miðlar afar sterkri tilfinningu fyrir eyðingaröflum í manneskjunni. Nærgöngular sögur sem brenna sig í hug lesandans. Verð kr. 348.00 Iðunn Tvær fyllibyttur að norðan Höfundur Guðmundur Frímann Sannar skröksögur vill höfundur kalla þessar bráðskemmtilegu sögur af ýmiskonar furðufólki. Guðmundur Frímann hefur hlotið mikið lof fyrir afbragðsvel gerðar smásögur. Verð. kr. 309.00 Skjaldborg Krydd f tilveruna Krydd í tilveruna er einstætt safn af glensi og gríni úr öllum landshlut- um. Hér koma við sögu bæði lands- kunnir og lítt þekktir fslendingar á öllum aldri. í bókinni eru íslenskar skopsögur, íhundraðatali, frásagn- ir af spaugilegum atvikum og uppá- tækjum, hnyttnum tilsvörum og öðru, sem lífgað hefur upp á hvers- dagsleikann. Axel Ammendrup og Ólafur Ragnarsson söfnuðu efn- inu. Sérstakan bókarauka skrifa Vilhjálmur Hjálmarsson og Árni Elfar skreytir bókina með fjölda teikninga. Verð kr. 321.00 Vaka. Frá konu til konu Lucienne Lanson Höfundurinn er bandarísk kona sérfræðingur í kvensjúkdómum, sem miðlar hér af þekkingu sinni á kvenlegu eðli, konulíkamanum og sjúkdómum sem konur eiga við að stríða. Bók sem nýtur sívaxandi vinsælda í mörgum löndum. Verð kr. 494,- Skjaldborg. Seld norðurljós er að stofni til viðtöl sem Björn Th. Björnsson átti við fornvini Ein-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.