Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 18. - 19. desember 1982
576 tonnum minna
af kindakjöti en í fyrra
Dilkakjöt, sem kom á markað í
haust, var 709 tonnum minna en í
fyrra. Kjöt af fullorðnu á hinn bóg-
inn 133 tonnum meira en áður.
Sláturleyfishafar hafa nú skilað
skýrslum um slátrun til Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins. Sam-
kvæmt þeim var 833.699 dilkum
slátrað í haust og er það fækkun um
60 þús. frá því í fyrra. Tala full-
orðins fjár, sem slátrað var nú, er
102.743, eða 8 þús. kindum fleira
en haustið 1981. Kjöt af dilkum var
nú 11.493 tonn en af fullorðnu fé
2.159 tonn. Meðalfallþungi dilka
Þarftu
AÐSTOÐ
# Ráðgjöf eða hönnun
# Jarðvinnsluverktaka
# Byggingaverktaka
# Pípulagningarverktaka
# Rafverktaka
# Múraraverktaka
# Málaraverktaka
# Innréttingaverktaka
# Hurðarsmiðjur
# Gluggasmiðjur
# Dúklagningameistara
# Stálsmiðjuverktaka
# Hreingerningarverktaka
# Flutningsverktaka
# ofl.ofl.
Þetta er fyrirtæki sem leitast við að
veita góða þjónustu þar sem ábyrgð,
ráðvendni og þekking eru höfð í fyrir-
rumi.
Fyrirtækið er eingöngu í samvinnu við
fuhgilda faginenn.
Allir samningar samkvæmt staðli.
Tilboð — verksamningar — greiðsluskil-
málar
Fyrirtækið starfar almennt á sviði
framkvæmda og breytinga, jafnt í
gömlum sem nýjum húsum.
o
'va
VERKTAKAIÐNAÐUR HF
Skúlatún 4. 105 Reykjavík.
Simar: 29740 og 29788.
H.s. 54731.
var nú 13.79 kg, ívið hærri en í fyrra
en þá var hann 13.654 kg.
Ófangreindar tölur éru frá Upp-
lýsingaþjónustu landbúnaðarins.
Én eins og fram kemur í annarri
frétt hér í blaðinu, eiga eftir að ber-
ast endanlegar tölur um slátrun
fullorðins fjár og kunna því þær
niðurstöður, sem hér eru dregnar
fram, eitthvað að raskast. Varla þó
í verulegum mæli því það mun
einkum heimaslátrað fé, sem upp-
lýsingar hafa ekki borist um. Kjöt
af því kemur auðvitað ekki til sölu-
meðferðar. - mhg
Hver verður
lygalaupur
mánaðarins?
Þá er komið að þriðju lygasögunni í þessum mánuði, en það er
Hraðfari sem sendir hana. Og enn biðjum við um lygasögur í
samkeppnina, helst þó ekki lengri en 1-2 vélritaðar síður. Sendið
Þjóðviljanum, Síðumúla 6, Rvík, c/o Guðjón Friðriksson, trúnaðar-
mál.
Hálendisferð
Kannske er þessi saga orðin of
gömul til að segja hana hér, en
sönn er hún samt. Fyrir nokkrum
árum var ég staddur vestur á Snæ-
fellsnesi, og þurfti þá að bregða mér
•skyndilega austur á Fljótsdalshér
að. Til að stytta mér leið ákvað ég
að fara þvert yfir landið, en elta
ekki alla krókana um Norðurland.
Flesta hluta leiðarinnar hafði ég
farið áður og var því öllu kunn-
ugur.
Fyllti ég nú jeppann minn af
bensíni og ók af stað. Tók ég strikið
austur í Borgarfjörð, þaðan upp á
Kaldadal og austur með Langjökli.
Þegar ég kom að Farinu, en það er
á sem rennur úr Hagavatni niður í
Sandvatnið, var það í svo miklum
vexti að ófært var. Tók ég þá það til
bregðs að taka öll dekkin af felgun-
um, setja slöngurnar á felgurnar og
blása þær svo vel út að þær báru
bílinn með góðu móti á vatninu.
Svo ók ég út á Sandvatnið vestan
megin og í land að austanverðu.
Það gekk ágætlega, nema ég mátti
ekki gefa mjög mikið bensín, því
þá vildi spóla.
Þaðan var ég svo ekki lengi inn
að Hvítá, en þegar ég ætlaði að aka
út á brúna tók ég eftir því að loft-
steinn hafði fallið á brúna og vant-
aði nú stórt stykki í miðjuna. Yfir
varð ég að komast, og það sem
fyrst. Datt mér þá í hug að beygja
turnana sem báru brúarstrengina
uppi dálítið saman og aka svo yfir á
strengjunum. Allt gekk það vel og
ók ég nú í snarhasti austur í Kerl-
ingarfjöll, þaðan sunnan við Hofs-
jökul og austur að Þjórsá. Lækirn-
ir á leiðinni voru engin hindrun, en
Þjórsá var ekki árennileg, í foráttu
vexti. Varð ég því aftur að taka
dekkin af og aka á slöngunum yfir.
Skjálfandafljót komst ég yfir án
allra vandræða. Fyrsta kvísl Jök-
ulsár var góð og gekk mér vel yfir
hana.
í Holuhrauninu fékk ég óvænta
hindrun. Hraunhella hafði risið þar
upp á rönd á löngu svæði eins og
hlaðinn veggur og lokaði leiðinni.
En ég dó ekki ráðalaus. I verkfæra-
töskunni átti ég góðan hníf sem ég
hafði smíðað sjálfur. Hann greip ég
nú og skar stykki úr hellunni þar til
ég gat ekið í gegn um skarðið. Þess
má geta að þegar ég smíðaði hníf-
inn tók ég á allri minni járnsmíða-
kunnáttu við að herða hann, enda
hefur hann aldrei brugðist. Kreppa
var slæm, en yfir konist ég þó.
Austur undir Snæfelli stansaði
ég til að athuga smurolíuna á bíln-
urn og sá að ég þurfti að bæta á
hann. Þá komst ég að því, að ég
hafði enga smurolíu meðferðis, og
leit nú út fyrir að ég kæmist ekki
lengra. En það bjargaðist. Mér
tókst að skjóta 4 hrafna og 3 kjóa,
og með því að taka úr þeim mörinn
og bræða hann hafði ég nógan
smurning það sem eftir var leiðar-
innar. Jökulsá á Brú rann á milli
klappa þar sem ég kom að henni.
Þá strengdi ég tvo kaðla yfir ána og
ók yfir á þeim.
Nú gekk allt vel, og ég var kom-
inn niður að Hrafnsgerði í Fellum
þegar ég tók eftir því að búið var að
leggja nýjan veg þvert yfir Löginn,
nokkurveginn beint á móti Mjóa-
nesi. Sá ég strax að það sparaði mér
mikinn krók að fara þennan nýja
veg, þar sem ég ætlaði að Vallar-
nesi. Undarlegt fannst mér samt að
enginn afleggjari lá af aðalveginum
niður að þessum nýja vegi yfir
Löginn. En hvað um það, ég var
orðinn vegleysum vanur og komst
hindranalítið niður að vatninu. Ók
ég nú hiklaust út á þennan nýja
veg, sem var malbikaður, breiður
og góður, og var kominn að landi
hinummegin fyr en ég vissi af.
Eitt skildi ég ekki, að þessi nýi
vegur sem ég nú hafði ekið eftir var
eitthvað einkennilegur á vissan
hátt, það var eins og hann gengi
allur í bylgjum og væri aldrei kyrr.
Þegar ég var korninn nokkuð upp á
land fór ég að hugsa um hvernig á
þessu gæti staðið, og leit til baka.
En, - hvað var nú? Vegurinn var
horfinn, en fljótið allt ólgandi í
hringiðum, og froðustrókarnir hátt
upp í loft. Þá skildi ég hvað gerst
hafði: Ég hafði ekið yfir eftir endi-
löngum Lagarfljótsorminum.
Nú leit ég á klukkuna og sá að ég
var búinn að vera nákvæmlega 13
tíma og 27 mínútur á leiðinni vest-
an af Snæfellsnesi.
Hraðfari.
sHráargatið
^jj
Eykon:
Framsóknar-
menn tryggðu
honum sætið
Þórður Ingvi:
Eygir gullin
tækifæri
Magnús: Púðrið
hans er ekki
enn orðið vott
vikunni var frá því sagt í Þjóðvilj-
anum að Eykon hefði lent í sjötta
sæti í prófkjöri í Norðurlandi
vestra ef sama regla hefði verið
notuð þar og í prófkjöri Sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. En nú höfum
við frá góðunr og gegnum Fram-
sóknarmanni að norðvestan fengið
skýringu á því hvernig Eykon náði
kosningu í annað sætið yfirhöfuð
samkvæmt sætareglunni. Það var
þannig að þegar fylgismenn
Höllustaða-Páls sáu fram á það að
Pálmi Jónsson ætlaði að vinna yfir-
burðasigur, m.a. annars með
aðstoð Blönduvirkjunarsinna úr
Framsóknarflokki, hafi þeireinsett
sér að tryggja Eykoni öruggt sæti.
Megi Eykon því þakka sínum sæla
að hafa náð öðru sætinu, því það
hafi ekki verið Sjálfstæðismönnum
að þakka, heldur Framsóknar-
mönnum, líklega einum 200 tals-
ins. Hugmynd Höllustaða-Páls-
manna hafi hinsvegar verið sú að
viðhalda klofningnum meðal Sjálf-
stæðismanna í kjördæminu svo
Pálmi yrði ekki óþolandi sterkur
frá sjónarmiði Framsóknarmanna
þar í Norðurlandi-vestra.
Frá
degi til dags heitir bók með Austra-
greinum Magnúsar heitins Kjart-
anssonar úr Þjóðviljanum. Til
marks um áð púðrið í jreim er ekki
enn orðið vott eru viðbrögð, m.a.
opnugrein Matthíasar Johanessen í
Mogganum um daginn. Þá hefur
skráargatið hlerað að Mál og
menning hafi sent inn 5 auglýsingar
um bókina til útvarpsins þar sem
voru beinar tilvitnanir í bókina.
Þrjár af þessum auglýsingum voru
endursendar og taldar óhæfar til
flutnings. Ein hljómaði svo: Áður
voru ræningjar flestir á krossa, nú
eru krossar festir á ræningja.
Pórður
Ingvi Guðmundsson heitir ungur
maður á uppleið. Hann er stjórn-
málafræðingur. í fyrra sagði hann
sig úr Alþýðubandalaginu með
pomp og pragt og sendi bréf með
uppsögninni þar sem hann var það
m.a. fyrir sig að Alþýðubandalagið
væri ekki nógu sósíalískt. Öllum til
furðu, eftir skrifin, gekk hann síð-
an í hin „sósíalíska" Framsóknar-
flokk og var sendur á hans vegum á
norrænt æskulýðsþing. Ekki hefur
Þórði líklega fundist frami hans
verða nógu skjótur í flokki Ólafs
Jóhannessonar og nú herma fréttir
að hann hafi gengið í lið með „sósí-
alistanum“ Vilmundi Gylfasyni og
telur sig líklega eygja þar gullin
tækifæri.
Geir
Hallgrímsson kom fram í sjón-
varpsþætti um daginn og lýsti því
Geir: Ríkis-
starfsmenn
reiðir
m.a. yfir að ríkisfyrirtæki væru illa
rekin. Þetta mun hafa farið fyrir
brjóstið á mörgum ríkisstarfs-
manninum og munu nokkrir
stjórnendur ríkisfyrirtækja jafnvel
hugleiða að senda Geir áskorun
um að hann finni þessari full-
yrðingu sinni stað.
Dagblaðið
& Vísir velur gjarnan mann ársins
og nú óskar það eftir tilnefningu.
En það er til marks um það hvað
þetta „óháða og frjálsa“ dagblað er
orðið þrælpólitískt að birta myndir
af jafnólíklegum mönnum til að
vera útnefndir og Geir Hallgríms-
syni og Albert Guðmundssyni,
mönnum sem ekkert hafa annað
unnið sér til frægðar en það að ann-
ar varð efstur í prófkjöri og hinn
féll.
Borgarblaðið
heitir málgagn krata í Reykjavík og
er nýkomið tölublað af því. Gár-
ungarnir voru fljótir að gefa þessu
tölublað nafn. Þeir nefna það Fam-
ilie Journal. Það fjallar nefnilega
að mestu ieyti um þau hjónakorn
Jón Baldvin og Bryndísi Schram.
Eru t.d. ekki færri en 6 myndir af
Bryndísi í blaðinu. Það mætti halda
að hún væri í framboði.