Þjóðviljinn - 18.12.1982, Page 5
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 5
Loðnuleiðangur
farinn í janúar
Við munum fara í loðnurann-
sóknarleiðangur í janúar, senni-
lega i annarri viku ársins og sam-
kvæmt okkar hugmyndum fara
bæði Bjarni Sæmundsson og Árni
Friðriksson til leitar. En þar sem
ekki er búið að ganga frá skipaá-
ætlun Hafrannsóknastofnunar-
innar er of snemmt að segja til um
það, sagði Hjálmar Vilhjálmsson
fiskifræðingur er Þjóðviljinn
spurðist fyrir um loðnuleiðangur í
byrjun næsta árs.
Hjálmar sagði að samkvæmt
þeim loðnurannsóknum sem
gerðar voru í haust og mælingum,
er gert ráð fyrir að hrygningarstofn
loðnunnar, sem hrygna mun í mars
á næsta ári verða um 200 þúsund
lestir. Hrygningarstofn þessa árs
var aðeins 140 þúsund lestir.
Hjálmar sagðist vona að á árinu
1984 yrði útlitið heldur betra, þótt
enn væri of snemmt að spá þar um.
- S.dór.
Athugasemdir frá höfundi bókarinnar
„Ó, þaö er svo dýrlegt að drottna”:
Missagnir í ritdómi
Ég er þakklátur Einari Karli
Haraldssyni fyrir að skrifa ritdóm í
blað sitt um bók rnína, „Ó það er
dýrlegt að drottna'1, en hann birtist
í blaðinu þriðjudginn 7. des. sl.
Reyndar var ritdómur Einars Karls
undarlega keimlíkur ritdómum
Jónasar stýrimanns í Tímanum og
Björns Bjarnasonar (heitins Bene-
diktssonar) í Mogganum. Það er
dálítið skrítið að þessir ritdómarar -
sem eru reyndar allir pólitískar
púðurtunnur - skuli vera svona
samstiga um að skrifa sem minnst
um bókina sem þeir eru að rit-
dæma, en fjasi þeim mun rneira um
höfundinn og svarta fortíð hans og/
eða um bókina sem hann hefði
heldur átt að skrifa en þessa. En
nóg um það. í ritdómi Einars Karls
er missagnir sem leiðrétta verður.
1) Ég hef aldrei kvartað undan
því að bók mín væri ekki ritdæmd í
Þjóðviljanum. Aðeins tiltölulega
fáar bækur fá slíka umfjöllun í
blöðunum, og enga kröfu er hægt
að gera til blaðanna í þeim efnum.
Hins vegar er eðlilegt að fara frant
á það að blöðin sýni þá kurteisi við
lesendur sína að birta fréttir um
útkomu nýrra íslenskra bóka.
Þjóðviljinn fékkst eitt blaða ckki til
að birta frétt um að þessi bók væri
komin út.
2) Ég neita að láta þjófkenna mig.
Eg hef engum ljósmyndum stolið úr
myndasafni Þjóðviljans, eins og
Einar Karl heldur fram. Sennilega
ráða þessari staðhæfingu hans ein-
hver samskiptavandamál í
Þjóðviljahúsinu. Ég veit ekki betur
en fullt leyfi ljósmyndara hafi legið
fyrir því að þær yrðu birtar í þessari
bók. Og ég hef þakkað fyrir lánið,
bæði þegar ég skilaði þeim til
myndasafnsins og jafnframt í bók-
inni sjálfri, auk þess sem þar er
vandlega tilgreint, hvaðan mynd-
irnar eru ættaðar. En það er sjálf-
sagt að endurtaka þakkirnar.
Þakka ykkur fyrir, Ijósmyndarar.
Ég hef hins vegar ekki fært Einari
Karli neinar þakkir, enda var mér
ekki Ijóst að hann væri rétthafi
þeirra að neinu leyti. Mér skilst að
ljósmyndararnir hafi lánað þessar
myndir án þess að ætlast til greiðslu
fyrir, en hafi Einar Karl einhverjar
fjárkröfur á mig fyrir sína hönd,
bið ég hann að senda mér reikning-
inn og birta hann jafnframt í blaði
jsínu, svo að ekkert fari á milli
ímála.
3) Það er ósmekklegt, ókurteist
og ósanngjarnt af Einari Karli að
sparka í þá ágætu leikara Alþýðu-
ieikhússins sem sátu fyrir í leiknum
myndum í bókinni. Þeir unnu sína
vinnu injög vel og samviskusam-
lega skv. nákvæmum handritum og
bera enga ábyrgð á boðskap bókar-
innar, þótt Einar Karl vilji láta líta
svo út.
Með bestu þökk fyrir birtinguna.
8. des. 1982,
Guðmundur Sæmundsson.
w
Þjóðleg
og
bráðskemmtileg
íslenskir
sagnaþættir
I. bindi
Safnað hefur
Gunnar Þorleifsson
Bók þeirra er
unna þjóðlegum fróðleik
Safn frásagna frá liðinni tíð.
í þessu bindi I. eru m.a. þessir þættir:
Sagnaþættir 5 frásagnir;
Náttúruhamfarir 4 frásagnir;
Einkennilegir menn 7 frásagnir;
Sagnir af Tyrkjaráninu 1627;
Sagnir af útilegumönnum 3 frásagnir;
Þjóðsagnaþættir með 17 sögum.
Bókaútgáfan HILDUR
Skemmuvegi 36 Kópavogi
Símar: 76700 - 43880
Metsölubókin, sem náð hefur miklum
vinsældum í mörgum löndum
Hk
Skjaldborgar
Gissur Ó. Erlingsson islenskaði, en
Brynleifur H. Steingrimsson, lækn-
irá Selfossi, las yfir handrit og ritar
formála.
rojfi
Lni .
K\0NU
eftir
LUCIENNE
LANSON
M.D., F.A.C.O.G.
BÓKAÚTGÁFAN
SKJALDBORG
Hafnarstræti 67, Akureyri
Sími 24024
REYKJAVÍK
Ármúla 38, 2. hæð
Sími31599
Meðal hinnafjölmörgu atriða sem svaraðer í þessari bók
má nefna:
• Er nokkuð hægt aö gera viö fyrirtíðastreitu?
• Er brottnám legs alltaf nauösynlegt i sambandi viö að-
gerð viö leghálskrabba á byrjunarstigi?
• Er hugsanlegt aö kona veröi þunguð ef hún hefur
barn á brjósti og hefur ekki haft á klæöum?
• Geta getnaðarvarnapillur valdið blóösega og hjarta-
áföllum?
• Er nokkurt samband á milli getnaöarvarnalyfja og
krabbameins?
• Hvaða þættir ráða lífslikum viö brjóstakrabba?
• Hversu öruggar eru getnaðarvarnir þinar? (Pillur?
Lykkja? Hetta? Ófrjósemistimabil? o.s.frv.)
Þessi bók nýtur sivaxandi vinsælda i mörgum löndum
siðan hún kom fyrst út i Bandarikjunum árið 1975. -
Bókin sviptir hinum uggvænlega dularhjúp af öllu þvi
sem kvenlækningar varðar. - Margar skýringarmyndir
eru í bókinni.