Þjóðviljinn - 18.12.1982, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN > Helgin 18. - 19. desember 1982 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ritstjórnargrein Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: .Álfheiður Ingadóttir, Helgi Óláfsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri _Thorsson. úr almanakrinu Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H: Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Fjárhagsáœtlun nýja meirihlutans Það hefur verið allútbreidd tíska nú um hríð, að halda því fram, að enginn munur væri á vinstri og hægri svo heitið gæti - og síst á vettvangi eins og borgarmál- um. Nú hefur hinn nýi borgarstjóri Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson, lagt fram fyrstu fjárhagsáætlun sína og minnt menn þar með rækilega á þennan mun. Pað er frólegt að kynnast því, að lítið verður í reynd úr fyrirheitum Sjálfstæðismanna um skattalækkanir, sem töluvert hafa verið viðraðar. Það sem gert er í þeim efnum kemur fyrst og fremst þeim til góða sem eiga miklar og dýrar fasteignir. En gefa á 20 miljón króna afslátt af fasteignagjöldum. Mun sú breyting muna venjulegan íbúðareiganda litlu eða um það bil 500 krónum - en það er fimm sinnum minna en sá græðir sem á gott einbýlishús. En þessi lækkun á skattheimtu, sem er eins og íhalds- ins er von og vísa af því tagi að hún eflir misrétti frekar en hitt, veldur því alls ekki að álögur á borgarbúa lækki. Að slepptum fasteignasköttum mun hinn nýi ogþógamli meirihluti fullnýta sömu tekustofna og vinstri meiri- hlutinn gerði og þar fyrir utan mun hann loka fjárhagsá- ætlun sinni með stórfelldum lántökum. Ekki aðeins í bönkum, heldur taka Davíðsmenn einnig fé að láni frá væntanlegum lóðahöfum við Grafarvog, sem verða nú þeirrar náðar aðnjótandi að fá að borga gatnagerðar- gjöld fyrirfram í verulegu mæli. Tuttugu miljónirfá þeir til baka sem eiga húsin - en sú upphæð er svo tekin til baka rúmlega tvöföld í ýmis- konar þjónustugjöld, sem hækka á langt umfram verð- lag á næsta ári. Eins og Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins, benti á í umræðum um fjárhagsáætlunina í fyrrakvöld, þá eru tæplega fimmtíu miljónir króna þannig kroppaðar saman af þeim hópi fólks sem nýtir og þarf að nýta sér samfélagslega þjónustu. Par munar einna mest um þrjátíu miljónir króna í umframhækkun á fargjöldum strætisvagna Reykjavíkur sem eiga að hækka um 45% þann fyrsta janúar næstkomandi. Þá er gert ráð fyrir 4,3 miljón króna „arðgreiðslum“ frá Hita- veitu og Rafveitu. Átta miljónir ætlar lið Davíðs að' hirða með því að hækka stöðumælagjöld um 500%. Hálfa þriðju miljón vill meirihlutinn taka með nýju gjaldi sem lagt verður á börn á gæsluvöllum borgarinn- ar. Hálf miljón verður tekin með verðhækkun á bóka- safnskortum og 1,3 miljónir vegna hækkunar á sund- laugamiðum. Og sem fyrr segir: þetta eru allt hækkanir umfram verðlagshækkanir. Það mátti lesa það í fréttum af fundinum í gær, að fulltrúar Alþýðubandalagsins og Kvennaframboðsins töldu fjárhagsáætlun Davíðs Oddssonar „tíma- skekkju“: á meðan kaupmáttur minnkar og blikur eru á lofti í atvinnumálum er félagsleg þjónusta dregin saman, samneysla af ýmsu tagi gerð dýrari en hún hefur verið - á sama tíma og eignamenn fá tuttugu miljónir í lækkuðum fasteignasköttum. Það er kannski full hóg- værlega til orða tekið að kalla þetta tímaskekkju. Ráðstafanir af þessu tagi eru miklu fremur sígildar ef svo mætti að orði komast; þær eru staðfesting á því, hvaða hagsmunir það eru sem íhaldið ber mest fyrir brjósti. -áb Fram á síðustu ár hafa greiðslur fyrir þægilegheit, eða mútur, eins og það kallast á ís- lensku.ekki verið til siðs á íslandi nema í mjög litlum mæli, en kannski dálítið stórt, þá sjaldan það var gert. Aftur á móti hefur mútustarfsemi verið lengi landlæg víða erlendis, einkum þá eftir því sem sunnar dregur á hnettinum. Mjög víða eru mútur svo algengar, að þær þykja sjálf- sagðar og menn hreinlega kom- ast ekkert áfram með viðskipti eða annað í sumum löndum, nema múta. t>ar heitir þetta líka greiðsla fyrir þægilegheit. ... en ekki ég Því er ég að minnast á þetta, að viðtal við starfsmann Flugleiða h.f. semstarfaðhefursuðuríNíg- eríu og skýrði frá mútustarf- seminni þar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum landanum. Menn hafa fyllst hneykslun og spurt eins og börn: Starfa Flug- leiðir h.f. virkilega svona í Níg- eríu? Ég dreg ekki í efa að Flugleiðir h.f. hafi starfað svona þarna suður frá, að öðrum kosti hefði fyrirtækið aldrei fengið neina samninga, og enda þótt það hefði fengið samninga, þá hefði það aldrei getað starfað þar án þess að greiða mútur. Hér er ekki um neitt óheiðarlegt að ræða, þegar tekið er tillit til í hvaða landi starf- semin á sér stað. í Nígeríu er ekki óheiðarlegt að þiggja mútur, eða öllu frekar að heimta mútur til að láta hjólin snúast. Þetta er bara svona. Og við þurfum ekki að fara til Afríku til að verða vör viö mútur sem sjálfsagðan hlut. Víðast í Evrópu er þetta svona og mjög mikið í S-Evrópu. Mér er einnig tjáð af þeim sem til þekkja að um alla A-Evrópu verði menn að múta ef eitthvað á að ganga. Eitt er hvað mönnum þykir hvim- leitt og annað er að hneykslast á því. Svona er þetta og hvort sem við íslendingar viljuin eða viljum ekki, verðum við að dansa með, ef við ætlum að eiga viðskipti við þessi lönd. Að múta rétt Kunnáttuleysi í mútustarfsemi getur komið sér afar illa í þeim löndum, sem hún er sjálfsagður hlutur. Þetta höfurn við fengið að sjá mjög greinilega undanfarna mánuði. A meðan íslendingar hafa varla getað selt pakka af skreið í Nígeríu, blómstra Norð- menn á markaðnum. Hvers vegna? Vegna þess að þeir kunna að múta og múta rétt. Mér var sagt af manni sem mjög vel þekkti Að múta á réttum stöðum til, að einu sinni þegar erfiðlega gekk að selja skreið til Nígeríu hafi íslendingar ætlað múta obbo- lítið til að liðka fyrir. Gallinn var bara sá að þeir mútuðu á röngum stað vegna vanþekkingar sinnar á kerfinu. Einhver garmur í miðju kerfinu, fékk seðlana, en hann hafði bara enga makt til að koma nokkrum hlut áfram og því Sigurdór Sigurdórsso skrifar sat allt fast áfram. Það er nefni- lega ekki sama hverjum er mútað, né hvernig. Sigurður Ber- ends, sá frægi okurlánari hér á árum áður, sagði eitt sinn í við- tali að sá maður væri ekki til í heiminum sem ekki væri hægt að múta, það væri bara ekki sama hvernig farið væri að. Þetta er sjálfsagt alveg rétt. „Við kunnum allt saman“ þetta Því lýsti það meira en litlum barnaskap hjá þeim forráða- manni skreiðarseljanda, sem rætt var við í sama blaði og starfsmann Flugleiða, þegar hann sagði ó- þarfa fyrir skreiðarseljendur að vera með mann eða ntenn á sín- um snærum íNígeríu til að annast söluna. Menn sem gerþekkja kerfið. Skreiðarseljandinn sagði að hann og hans menn kynnu þetta allt saman og færu öðru hvoru þarna niður eftir til sölu- starfa. Auðvitað gengur salan svona treglega nú, þegar harðnar á dalnum hjá Nígeríumönnum, þvf að þessir íslensku „ferðamenn" sem koma nokkrum sinnum á ári til landsins, þekkja lítið sem ekk- ert til þess flókna kerfis sem þar er í gangi, enn minna til þjóðar- eðlisins og telja það næstum guð- last að múta og sé reynt að blóta á laun, er það gert á röngum stað. Auðvitað verða skreiðarselj- endur að hafa menn á sínum snær um sem gerþekkja kerfið í Níg- eríu og hafa milli handanna fé til að múta á réttum stöðum þegar selja á skreið. Þeim mun lengur sem við þráumst við að viður- kenna þetta, þeim mun stærri hlut missum við af markaðnum, og endar með því að okkur verð- ur hreinlega ýtt útaf honum. Það er ekki til neins að berja sér á bjóst og segja „við tökum ekki þátt í neinum óheiðarlegum við- skiptum" ellegar við segjum „við kunnum þetta, skiljum þetta og getum þetta“. Mútað á móti Ég dreg ekki í efa að ef mikill skortur væri á skreið og Nígeríu- menn sárvantaði hana, þá myndu þeir reyna að múta mönnum hér á landi til að selja sér hana. Þá er ekki átt við opinbert verð á skreiðinni, heldur yrðu reyndar beinar mútur til framleiðenda hér. Þetta myndu Nígeríumenn telja fullkomlega eðlilegt að greiða fyrir þægilegheit. Hitt er annað að vel má vera að Nígerí- menn krefjist nú svo liárra greiðslna fyrir þægilegheit, að fs- lendingar ráði ekki við það ell- egar að tap yrði á sölunni ef inna ætti þær af hendi, vegna þess hve skóinn kreppir að í Nígeríu um þessar mundir. Um þetta skal ósagt látið, en um góða og mikla sölu á skreið verður aldrei að ræða til Nígeríu fyrr en mútað verður og á réttum stöðum. Ég hygg að þeir sem annast hafa sölu á saltfiski í áratugi til Portúgal, Spánar og Ítalíu taki undir þetta með mér, en miðað við hve vel hefur gengið að selja saltfisk til þessara landa, virðast þeir sem hana hafa annast af okk- ar hálfu, kunna betur til verka en þeir sem selja skreið til Nígeríu. Einsbýst ég við að Portúgalir, Spánverjar og ítalir krefjist ekki eins mikilla greiðslna fyrir þægi- legheitin og þeir í Nígeríu. En svo mikið þekki ég til Spánar, að þangað hefðu Islendingar aldrei selt allt það magn af saltfiski, sem þeir hafa gert, ef einhvern tímann hefði ekki verið gert vel við menn, með einhverjum hætti fyrir þægilegheit. Enda er það og líka allt í lagi, svona ganga hlut- irnir fyrir sig í þessum löndum og hreinlega ekkert við þetta að at- huga, vegna þess að sinn er siður í landi hverju. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.