Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 18.12.1982, Side 9
Helgin 18. - 19. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Samtímatónlist í vanda Norræna tónskáldaráSið, en í því eiga sæti formenn norrænu tónskáldafélaganna, hélt fundi á Norrænum músikdögum í Osló í okt. s.l. Var þar m.a. annars til umræðu staða kammer- hljómsveitarinnar í tónlistarlífi á Norðurlöndum. Álit manna var, að staða sam- tímatónlistar væri mjög alvarleg, ekki hvað síst vegna ógnunar fjölþjóðlegs tónlistariðnaðar við lifandi tónlist. Álitu menn nauð- synlegt að verkefnavalsnefndir, tónlistarfélög, tónlistarmenn og tónskáld skiptust á nýjum hug- myndum til þess að stuðla að vax- andi þekkingu Norðurlandabúa á nútímatónlist annarra Norður- la'nda. Einnigvar rætt umsamkeppni í tónsmíðum. Voru menn sam- ' mála um að hún væri eigi heppi- legt form til að koma nýrri tónlist á framfæri. Fremur ætti að panta verk til flutnings hjá tónskáldum. Ef samkeppni væri samt sem áður haldin, þá ætti aðeins að gera það í samvinnu við tónskáldafélögin, en þau hafa besta aðstöðu til að fjalla um samkeppnisreglur. Mogens Winkel Holm frá Dan- mörku var kosinn formaður Norræna tónskáldaráðsins og mun Danska Tónskáldafélagið halda Norræna músikdaga í Kaupmannahöfn 1984. - mhg Nýkomið Pils: 410.- kr. Sjal: 305.- kr. Peysa: 378.- kr. Mussa: 670.- kr. /^lafossbúöin JL VESTURGOTU 2 - SIMI 13404 999 Þorskveiði- bann Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu um þorsk- veiðibann frá 20. desember til 31. desember. Bannið tekur til allra fiskiskipa annarra en þeirra sem falla undir skrapdagakerfið. Á tímabilinu 20.-31. desember eru allar netaveiðar óheimilar, en hlutur þorsks í afla báta, sem veiðar stunda með öðrum veiðarf- ærum, má ekki nema meiru en 15% af afla hverrar veiðiferðar. Jafnframt hefur ráðuneytið í dag gefið út reglugerð og eru sam- kvæmt henni allar þorskveiðar í net bannaðar frá 1. janúar til og með 15. janúar 1983. Á þeim tíma, sem þorskveiðar eru bannaðar , má hlutur þorsks í heildarafla hverrar veiðiferðar netabáts ekki nema meiru en 20%. Nýr banka- stjóri Á fundi í bankaráði Útvegs- banka íslands 16. deseniber var Halldór Guðbjarnason, viðskipta- fræðingur, ráðinn bankastjóri Út- vegsbanka íslands frá og með 1. maí 1983. Halldór er fæddur á ísafirði 1946 og lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Islands 1972. Hann starf- aði í Seðlabanka íslands frá 1971- 1975, en þá tók liann við starfi úti- bússtjóra Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum og gegndi því til árs- loka 1980 er hann varð eftirlits- maður útibúa Útvegsbankans. Pví starfi gegndi hann til 1. des. 1981, en þá réðist hann sern aðstoðar- bankastjóri við Alþýðubankann h.f., og gegnir því starfi nú. Kona Halldórs er Steinunn Brynjúlfs- dóttir. Smámynda- sýning Sigríðar Bjömsdóttur Smámyndasýning Sigríðar Björnsdóttur í Gallerí' Niðri að Laugavegi 21 hefur verið framlengd og stendur til sunn- udagskvölds 19. þ.m. Á sýn- ingunni eru 23 myndir, allt landslagsmyndir málaðar á sl. tveimur árum. Hljómplatan LJOÐAKVÖLD 19 sigild Ijóð, 9 Ijóðskálda og 7 tonskálda. Þar af eru 10 sem saman bera yfirskriftin: „Konur í Ijóðum Goethes," þar sem konur syngja um lif sitt og astina við lög nokkurra fremstu tónskalda Þyskalands og Austurríkis. Olöf K. Harðardóttir er löngu landskunn fyrir söng sinn. Hún hefur sungið operuhlutverk bæði við Þjóðleikhusið og íslensku óperuna. Hun hefur einnig sungið inn a hljóm- plötur. en þetta er fyrsta einsöngsplatan hennar. Erik Werba er Austurríkismaður og professor við tonlistar- háskólana í Vin og Múnchen og kennir þar túlkun söng- laga, en Ólöf K. Harðardóttir var einmitt nemandi hans i Vínarborg um skeið. Þó er Erik Werba fyrst og fremst kunnur um alian heim sem túlkandi listamaður. undir- leikari við Ijoðasöng. og á hann sér faa líka í þeirri grein. Utgefandi: Islenska operan Dreifingarsimi: 27033 OLOF KOLBRUN HARÐARDOTTIR • ERIKWERBA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.