Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 fremur, sem ekki var beita, er almenningur hefði, utan skelfiskbeita, er að eins ein- stöku maður gat haft, og spilltu þeir þá til muna undir eins fyrir öðrum, er til höfðu, og var hún því almennings vegna alveg bönnuð í samþykktinni. Má hér af ljóslega sjá, að eigi hefir þessi ákvörðun fremur ver- ið sett til hindrunar fyrir Færeyinga enn sjálfa oss, þá er skelfiskinn gátu haft. En nú kemur fiskur hér sjaldan, þó eins gangi og áður, fyrri en svo, að þá er hver fjörður orðin alsettur færeyskum og nú orðið norskum fiskiskipum, sem þá óðar taka til lóðalagninga, og hefir oss þá brugðist hand- færaveiðin svo, að ekki hefir verið til þess hugsandaaðfáfiskáfæri... Þaðer þvítekið fyrir hina einföldu, kostnaðarlitlu en arð- sömu veiðiaðferð, handfæraveiðina, og mengum vér auðsjáanlega þakka það frændum vorum Færeyingum... Áður gekk fiskur tíðast svo inn á fjörð á sumrum er á leið, að ekki aflaðist rninna en nú á út- miðum. En þetta er nú þannig breytt, að ekki er teljanda, að fiskvart verði inn- fjarðar fyrri enn Færeyingar eru farnir, sem sjaldan er svo snemma, að vænta megi fiski- göngu til muna eftir það...“ „Ráðgjafahollur hœgrilýður“ Þann 29. nóvember 1883 birtist grein í Þjóðólfi sem ætla má að Jón Ólafsson rit- stjóri og skáld hafi skrifað. Hann lýsir við- horfum sínum á hressilegan hátt og vandar Færeyingum ekki kveðjurnar: „Bróðirokk- ar Færeyingurinn hefir lengi átt þátt í því að gjöra sig heimakominn hjá okkur mörlönd- unum. Hann hefir kontið til okkar ár eftir ár, lagt skipum sínum uppí landsteinunum hjá okkur, fiskað á fjörðunum okkar, skorið sundur veiðarfærin okkar, skotið í beitu æðarkollurnar okkar, og aðra fuglana okk- ar, svínfylt sig og slegist í hveri kaupstaðar- ferð í kaupstöðunum okkar; en við höfum tekið því með íslensku þolinmæðinni okkar við alt útlent, enda var þetta líka bróðir okkar - þó hann væri ekki nema færeying- ur, skinnið atama. En firðtmir okkar fiskt- sælu á austurlandi eru ekki takmarka- Sjá 4. Gamalt þiljuskip, svipað „Fox“ Fiskimaður með hettu og roðklæði. Það ár sem nú er á enda geymir sögu mikilla viðburða hjá Arnarflugi. Með samstilltu átaki hefur okkur tekist að láta drauma rœtast, skapað starfi okkar kröftugan grundvöll og frísklegan blæ. Um leið og Arnarflug þakkar þér gott samstarf í öflugu átaki sendum við þér ogfjölskyldu þinni bestu óskir um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD Á NÝJU ÁRI. ^&ARNARFLUG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.