Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 24/IE8wafeer 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Erindi Steinunnar Jóhannesdóttur leikkonu á fundinum um börn og videó Vömum því taki völdin í að vídeóið lífi bama „Hér í Reykjavík hafa verið opnaðir yfir tuttugu sjoppur, sem höndla með myndsegulbönd til leigu eða sölu. Þar er einkum á boðstólum ofbeldi eða klám“. sé vissulega nokkra kosti við kapal- sjónvarp eða gervihnatta. Hugsan- lega getur fjölbreytni orðið meiri, þótt bandarískt og enskt efni haldi áfram að ráða markaðinum. Og ég sé vel, hvaða þægindi eru fólgin í því, að geta kveikt á myndsegul- bandinu og notað tímann til annars það kvöldið eins og segir í sjón- varpsauglýsingunni, en horfa á allt seinna þegar betur stendur á. Leiðir kvillar En ég sé líka marga ieiðinda kvilla, sem leiða af fyrirbærinu, því þó að sjónvarp, sem nær yfir lönd og álfur stytti hugsanlega eitthvað bil á milli þjóða, þá lengir það gjarnan bil á milli manna. Og þegar fólk er frekar farið að sækjast eftir samskiptum við tækið en annað fólk, þrátt fyrir að þau samskipti séu svo einhiiða að tækið hefur allt- af orðið en maðurinn þegir, þá er illa farið. Maður sem týnir því nið- ur, að maður er manns gaman, er ekki nema hálfur maður. Samt er ósköp gott að láta mata sig á stundum, en að því tilskildu, að maður fái tíma til að tyggja, kyngja og melta á eftir, eins og tæk- ifæri gefst til, þegar farið er á fund, eða aðra skemmtun, bíó, leikhús, tónleika. En með sjónvarpi á sér stað stöðug mötun, oft rnarga klukkutíma í senn, þar sem eitt. hrærist saman við annað, fréttir, auglýsingar, Tommi og Jenni, Dal- las, auglýsingar, Uppruni manns- ins og einleikur á fiðlu. Ekkert fær að hafa sín sérstöku áhrif í friði. Ein áhrifin reka önnur út, eða hlaðast upp í eins konar innri fjós- haug, eins og manneskjan væri haughús, sem mokað er í. þangað til hún dettur út af full út úr augum og eyrum miklu þreyttari og þyngri heldur en þegar hún settist fyrir framan tækið sitt til að hvíla sig og slappa af. Með öðrum orðum, það er mín skoðun að sjónvarp í hófi geti verið fræðandi, örvandi og skemmtilegt, en sjónvarp í óhófi sé heimskandi, lamandi og leiðinlegt. Og jafn ásækið og það hefur reynst í lífi fullorðinna, hversu miklu áleitnara skyldi það ekki vera við börn, og afdrifaríkara að venja þau við ver- uleikaflótta af slíkum toga frá blautu barnsbeini. Um leið og eitthvað bjátar á er hægt að kveikja' á draumafabrikkunni og þarf ekki einu sinni að kunna að lesa til þess. Ég er sem sagt ekki í nokkrum vafa um, að það sé mjög óheppileg uppeldisaðferð að kveikja á sjón- varpi eða vídeói til að hafa ofan af fyrir börnum, þó það geti verið freistandi að grípa til þess fyrir kúg- uppgefna móður eða föður eða hvern þann annan, sem annast uppeldi barns og hefur tæki við höndina. Og þá er ég ekki að tala um það efni, sem völ er á og sér- staklega ætlað börnum, enda horfa þau ekkert frekar á það sem þeim er ætlað. Ég er fyrst og fremst að tala um athöfnina sjálfa, sem þau eru vanin á, þá athöfn, sem lokar á þeim munninum og slævir athafn- aþrá þeirra. Sjónvarpið segir öll- um, sem fyrir framan það sitja að þegja, á meðan ekkert fær stöðvað mynd- og málæðið í því sjálfu nema bilun, AFSAKIÐ HLE. Og svo þessi margfrægi takki til að slökkva, sem fæstir komast uppá •lag með að nota nema á stillimynd- ina og þjóðsönginn. Vídeó og dagmæður Og nú þegar vídeóið er orðið jafn útbreitt og raun ber vitni og Góðir fundarmenn, góðir uppal- endur. „Það fór kannski eins og vænta mátti, að vídeóbyltingin héldi inn- reið sína á íslandi, án þess að þeir, sem semja lög og reglugerðir væru við henni búnir. Löggjafinn á það til að vera ærið seinn að taka við sér, þótt stundum sé honum vor- kunn, þar sem tækniþróunin er svo hröð, að erfitt er að fylgjast með öllu. Á liðlega tveim árum hefur óþekkt stærð en þó verulegur hluti þjóðarinnar vídeóvæðst. Vídeó- tæki eru mjög víða orðin í einka- eign, auk þess sem heil borgar- hverfi, þorps og bæjarhlutar eru nú samtengdir í kapalkerfum. Hér í Reykjavík hafa verið opnaðar yfir tuttugu sjoppur, sem höndla með myndsegulbönd til leigu eða sölu. Þar mun kenna margra grasa og misgóðra, en einkum vera fjöl- breytt úrval af tilbrigðum við tem- un ofbeldi og ktám. Það voru venjulegir sjónvarpsáhorfendur upplýstir um í Kastljósi s.l. föstu- dagskvöld. / A snið við lögin Mikill hluti starfseminnar í kringum vídeóið gengur á snið við núgildandi lög í landinu. Samt er varla hægt að segja að nokkur hafi hreyft hönd eða fót, sem ber að gera, til að stemma stigu við henni eða vernda þá, sem vernda ber. Þó var sett á laggirnar myndbanda- nefnd undir formennsku Gauks Jörundssonar, sem skilaði áliti fyrir rúmu ári, en þegar ég reyndi að fá eintak af því í menntamálaráðu- neytinu í dag, þá var það aðeins til í einu eintaki og ljósritunartæki stofnunarinnar í lamasessi, svo ég neyðist til að vitna í það eftir minni. En þetta er kannski talandi dæmi þess hversu mikið ráðuneytið hyggst gera í málinu. Geyma nefnd- arálit í einu eintaki inni í skjala- skáp. f áliti þessu er vitnað í fjöl- margar lagagreinar, sem nefndin taldi brotnar á þeim sem standa fyrir kapalkerfum og vídeóleigum til þeirra og jafnvel til einstaklinga. Mig minnir að eftirtalin lög hafi verið talin brotin eða sniðgengin. Lög um fjarskipti, Lög urn ríkisút- varp, Lög um höfundarétt, Lög um kvikmyndaeftirlit og Lög unr barn- avernd, sem skipta okkur sem hér sitjum einna mestu máli auk fleiri laga, sem minni mitt gat ekki grafið upp. Ríkisútvarpið kærði fyrir- tækið Vídeósón fyrir brot á lögum um einkarétt Ríkisútvarpsins vegna sýningar á úrslitaleik í heimsmeistarakeppninni í fótbolta s.l. sumar. En fyrri til að kæra sama fyrirtæki var einstaklingur, Sigurð- ur Karlsson leikari, en hann kærði það fyrir brot á annarri grein fjar- skiptalaga og annarri grein út- varpslaga. Mál Sigurðar er enn hjá saksóknara rúntu ári eftir að kæran var lögð fram og lítið hefur heyrst af kæru Ríkisútvarpsins. Ég veit ekki að hve miklu leyti ég á að tíunda skoðun mína á þeirri nýju fjarskiptatækni, sern nú er að ryðja eldri tækni úr vegi að nokkru leyti, a.m.k. að bætastvið liana. Ég hér í Reykjavík starfa um 320 dag- mæður með leyfi barnaverndar- nefndar félagsmálastofnunar auk hinna sem starfa án leyfis, en alls munu þessar konur gæta milli 800- 1000 barna, þá hlýtur að vera eðli- legt, að foreldrar velti því fyrir sér, hvort myndsegulbandstæki á heimilum þeirra dagmæðra, sem þau kunna að eiga, séu í einhverj- um rnæli notuð til að hafa ofan af fyrir börnunum. Og skiptir þá ekki öllu, hvort tækin eru í einkaeign eins og plötuspilarar eða tengd kapalkerfum hverfa eða fjölbýlis- húsa. Mér finnst að það hljóti að heyra undir umsjónarfóstrur, að fylgjast með hvernig þessum málum er háttað og barnanverndarnefnd eða félagsmálastofnun að setja ein- hverjar reglur þar að lútandi. Og mér finnst það eðlilegt að svipaðar reglur gildi fyrir einkaheimili og dagheimili og leikskóla. Ég geri ráð fyrir því, að flestar konur, sem taka börn inn á heimili sín, geri það vegna þess, að þær hafi gaman að börnum og langi til að hlúa að þeim, auk þess, sem þetta er oft þeirra eina leið til tekj- uöflunar. Og við foreldrar, sem fáum þessum konum börn okkar til fósturs ætlumst til mikils af þeim, treystum þeim fyrir miklu, enda bjarga þær miklu, því töluvert vantar á að nægilegt rými sé fyrir börn'á leikskólum og dagheimilum borgarinnar, auk þess sem lítt eða ekki er komið til móts við þarfir þeirra foreldra, sem vinna á vökt- um eða hafa óreglulegan vinnu- tíma. Það tekur því vonandi enginn óstinnt upp né lítur á það sem van- þakklæti fyrir þeirra mikilvægu störf, þó ég bendi á nauðsyn þess, að dagmæður ekki síður en foreldr- ar barna og aðrir, sem ábyrgð bera á uppeldi þeirra séu vel á verði gagnvart vídeói og varni því, að það taki völdin í lífi barna. ( I I I ( i I I I I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.