Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 JJ Þessi ofboðslega sprenging sem hefur verið hérá landi hvað myndbandavæðinguna varðar er ekkert sér-íslenskt fyrirbrigði“. Lagasetning nauðsynleg „Það bendir margt til þess að mynd- bandavæðingin hér á landi sé svipuð og á öðrum Norðurlöndum", sagði dr. Elías Héðinsson félagsfræðingur í við- tali við Þjóðviljann, en hann er manna fróðastur um myndbönd og áhrif þeirra á börn og unglinga. Elías var annar frummælenda á fundi sem nokkur fé- lagasambönd gengust fyrir nýlega þar sem rætt var um myndböndin með sérstöku tilliti til barna. „Útbreiðsla myndbandanna er misjöfn. Myndbandavæðingin virðist vera mun al- gengari í barnafjölskyldum, og þar eru mörg dæmi um grófa misnotkun. Hér er ég að tala um reynsluna frá Svíþjóð og það er margt sem bendir til, að hér sé það sama upp á teningnum“, sagði dr. Elías enn- fremur. Sœnska sjónvarpskönnunin Elías Héðinsson var einn þátttakenda í starfshópi sem árið 1976 hóf umfangsmes.tu könnun sem fram hefur farið á sjónvarps- notkun barna og unglinga í Svíaríki. Var valinn út stór hópur 10 ára barna það ár og lagðar fyrir þau spurningar og hópurinn svo aftur spurður 1978 og 1980. Var lögð áhersla á að fá fram sjónarmið barnanna í þrígang til að átta sig á breyttum viðhorfum þeirra og einnig lögðu könnuðurnir sig fram um að ná sambandi við foreldra barnanna, kennara og aðra áhrifavalda í lífi þeirra. En hvað kom í Ijós? „Þegar við hófum könnunina var hug- takið myndband eða vídeó nánast óþekkt og er það til marks um þá sprengingu sem átt hefur sér stað í þessum efnum. En við spurðum auðvitað út í myndbandanotkun- ina þegar þau mál voru komin í deiglu. 12% unglinganna höfðu aðgang að eigin mynd- bandi, en 85% krakkanna höfðu aðgang að því eftir öðrum leiðum þ.e. hjá kunningj- unum og þess háttar. Þetta sýnir að í hópi leikfélaganna hafa þau aðgang að vídeóinu og leggja sig fram um að horfa á myndbönd- in, líkt og félagsleg virkni fær útrás í að hlusta á kassettur og tónlist af plötum." Ekkert eftirlit „í fyrsta lagi hafa foreldrar og aðrir for- ráðamenn barnanna minna vald til að hafa áhrif á val myndefnisins sem krakkarnir horfa á. I öðru lagi sýnir þetta okkur að unglingarnir hafa aðstöðu til að sjá mynd- efni, t.d. eftir skóla og áður en foreldrarnir koma heim úr vinnu, efni sem þeim hefur ekki verið ætlað að sjá. Og í þriðja lagi virðist Ijóst að þar er á ferðinni annað efni en það sem hefur verið í sjónvarpi. Þar er ekki sýnt hvað sem er og ekki heldur í kvik- myndahúsunum þar sem eftirlit er í gangi. Niðurstaðan er því sú að krakkarnir sjá allt litróf myndbandanna og opinbert eftirlit er algerlega úr sögunni. I myndbandaleigun- um er öllu efni blandað saman og barnaefni og klám sett í hillur hiið við hlið.“ En hvernig hafa frændur vorir á Norður- löndum brugðist við þessu fári? „Þar hafa verið sett lög eða þau eru í undirbúningi. í Svíþjóð, Noregi og Finn- landi skilst mér að verið sé að setja lög þar sem það allra versta af ofbeldis- og klám- myndum er sett á bannlista, en ýmsar skorður reistar gegn því vægara af þessu tagi, t.d. aldurstakmarkanir o.fl. Þarna er uppi það sjónarmið að vernda beri þá sem ilía standa að vígj, en það verður auðvitað á kostnað valfrelsis fyrir allan hópinn. f Dan- mörku eru menn aftur á móti frjálslyndari og segja að ekki megi skerða hinn borgara- lega rétt til að velja og hafna. Þeir vilja hins er ekki stundarfyrirbrigði vegar að eftirlit skoði allar spóiur og síðan setja aldurstakmarkanir. Það mundi virka eins og kvikmyndaeftirlitið hér á landi, þ.a. engar myndir eru bannaðar nema við á- kveðin og mismunandi aldursmörk." Ofbeldi og klám vinsœlast En hvað vilja krakkarnir helst sjá? Hvað segir sænska könnunin um það? „18% unglinganna í þeirri umfangsmiklu könnun uni hvað þeir horfðu á í sjónvarpi, vildu helst sjá ofbeldismyndir og svipað hlutfal! hafði helst áhuga á klámmyndum. Helmingur þátttakendanna sem höfðu áhuga fyrir þessu efni kváðust ná í myndirn- ar hjá foreldrum sínum og vina sinna, en helmingurinn sagðist ná í myndirnar eftir öðrum leiðum.“ En vita menn hversu mikið af myndbönd- um fjalla um ofbeldi? Er framboðið e.t.v. mest af slíkum myndum? „Ég veit ekki til þess að slík könnun hafi vísindalega farið fram en í Kaupmannahöfn gekkst lögreglan fyrir könnun á því hvaða efni væri helst í boði þar í myndbandaleig- unum. í ljós kom að fimmtungur efnisins var hrátt ofbeldi. Þessi tala segir ekki nema hluta sögunnar, því það er ástæða til að hafa einkum áhyggjur af þeim unglingum sem nánast eingöngu sækja í ofbeldismyndirnar og það virðist vera allstór hópur, því mið- ur“. Auðsœjar afleiðingar Hefur það komið greinilega í Ijós að ung- lingar geti skaðast af því að horfa á sorann? „Sálfræðingar við skólana, kennarar og aðrir þeir sem vinna með krökkunum verða greinilega varir við áhrifin af stöðugri neyslu ofbeldismynda. Það eru til ákveðin dæmi um að unglingar hafa hermt eftir efni sem þau sjá í sjónvarpi af þessu tagi, og við þekkjum áhrifin af sýningu myndarinnar Warriors í Gautaborg í Svíþjóð þar sem unglingahópur kastaði bensínsprengju inn í strætisvagn og stórslasaði fólk. Þau báru að hafa séð nákvæmlega eins atriði í myndinni. Og við vitum um faraldurinn sem gekk yfir Bandaríkin eftir atriðið um rússnesku rúll- ettuna í The Deer Hunter (Hjartarbanan- um), sem var vinsæl mynd fyrir nokkru. Óbeinu afleiðingarnar eru hins vegar alvar- legri og lýsa sér í taugaveiklun ýmiss konar og sálarkreppu krakkanna“. En nú er ekki sama hvernig ofbeldið er sett fram? „Nei, ekki aldeilis, og því hafa fram- leiðendurnir fyrir löngu gert sér grein fyrir. Þetta kemur einnig mjög vel fram í öllum rannsóknum sem gerðar hafá verið á á- hrifum slíkra mynda á fólk. Allt bendir til þess að hughrifin verði mest ef ofbeldið er sett fram á sem trúverðugastan hátt, sé sem raunverulegast. Raunar hefur kornið upp sá kvittur að menn hafi lagt sig svo fram hvað þetta varðar að raunveruleg morð hafi verið framin í einni slíkri mynd, og mér finnst engin ástæða til að ætla annað en hún sé í gangi hér á landi. Svo er annar þáttur „í myndbandaleigunum er öllu efni blandað saman og barnaefni og klám sett hlið við hlið í hillunum“. og spyrnum þvl við fótum áður en það er of seint, segir dr. Elías Héðinsson félagsfræðingur l þessu viðtali Elías Héðinsson félagsfræðingur: um það bil 10% heimila á íslandi hafa myndbönd en í Svíþjóð eru það aðeins 5% heimilanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.