Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Spurningar og svör um stöðvun vígbúnaðarkapp- hlaupsins „Pú sérð eitthvað áþreifanlegt og spyrð: Hvers vegna? En mig dreymir hluti sem aldrei hafa sést og ég spyr: Hvers vegna ekki?" George Bernard Shaw í bók þeirra Kennedys og Hatfield er kafli, er hefur að geyma 50 spurningar og svör um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins. Við birtum hér fjórtán af þessumspurningum: 1. spurning: Hve mikil hætta er á kjarnorkustyrjöld? Svar: Hún er meiri en nokkru sinni fyrr. Kjarnorkukapphlaupið hefur stundum leitt til spennuástands eins og gerðist í Kúbudeilunni árið 1962.1 kjölfar slíks ástands getur komið til stríðs, jafnvel þótt hvorugur aðilinn vilji það. Tækniþróun eftirstríðsáranna hefur stytt tímann sem líður frá því að stutt er á hnappinn þangað til sprengjan springur úr 10 klukkustundum (sprengjuflugvélar) í 10 mínútur (eldflaugar í Evrópu og unt borð í kafbátum). Þessi þróun hefur aukið hættuna á því að til stríðs komi af misgáningi og að hefðbundið stríð snúist yfir í kjarnorkustríð. Alvarlegust er þó hættan á að í spennuástandi verði annar aðilinn gripinn ótta við að hinn aðilinn sé að því kominn að eyðileggja öll hans vopn og ákveði að verða fyrri til. 2. spurning: Getur stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins í raun og veru komið í veg fyrir kjarnorkustríð? Svar: Stöðvun þess er ekki endanleg lausn. Það er ekki til það vopnaeftirlit sem útilokar hættuna á kjarnorkustríði, en stöðvun getur komið í veg fyrir að ástandið versni enn meira. Hún getur komið í veg fyrir að ný vopn verði fundin upp og útilokað þann möguleika að annar aðilinn öðlist getu til að útkljá stríðið með einni árás. Fólk verður að gera það upp við sig hvort það telji sér betur borgið með áframhaldandi vopnakapphlaupi en með stöðvun þess. Við teljuni svariðaugljóst. 3. spurning: Mun stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins viðhalda óréttlátu eða hættulegu vopnajafnvægi? Svar: Húnkæmijafnt niðurábáðum aðilum vegna þess að nú ríkir nokkurt jafnvægi milli þeirra að því er tekur til kjarnorkuvígbúnaðar. Hvor aðili um sig hefur margfalt meira afl en þörf er fyrir til að svara árás hins, hvaða staða sem upp kemur. Við stöndum framar á sumum sviðurn, þeir á öðrum. Þetta jafnvægi veitir okkur tækifæri sem við fáum kannski aldrei aftur til að stöðva kjarnorkukapphlaupið. Bandaríkin ráða yfir eldflaugum með 9400 kjarnaoddum en Sovétríkin eiga 7500 kjarnaodda. Jafnvel þótt Sovétríkin yrðu fyrri til að gera árás sem heppnaðist fullkomlega, vægu samt eftir 4000 kjarnaoddar um borð í bandarískum kafbátum og flugvélum - meira en nóg til að breyta Sovétríkjunum í geislavirka eyðimörk. 4. spurning: Er ekki rétt að fresta stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins þar til við höfum náð Sovétmönnum á þeim sviðum þar sem þeir hafa forskot? Svar: Við höfum þegar svarað þessu. Þessari röksemd beitir Reaganstjórnin og hún birtistí Jackson-Warnertillögunni. En hún stenst einfaldlega ekki. Báðir aðilar munu ávallt hafa áhuga á að smíða fleiri eldflaugar og hvorugur aðilinn getur staðið aðgerðarlaus meðan liinn framieiðir ný vopn. Sovétmenn eiga fleira landeldflaugar, en þær liggja betur við höggi; Bandaríkin reiða sig meira á eldflaugar í kafbátum sem erfiðara er að granda. í heild standa ríkin nokkuð jafnt að vígi svo stöðvun er vel framkvæmanleg. „Stórveldin tvö eiga sprengjuforða erjafn- gildir 4 tonnum af TNT-sprengiefni á hvern karlmann, hverja konu og hvert barn, sem lifa nú á þessari jörð. “ 5. spurning: Ættum við ekki a.m.k. að knýja fram fækkun iangdrægra landeldflauga Sovétmanna áður en reynt er að stöðva kapphlaupið? Svar: Bandaríkin ráða yfir fleiri kj arnaoddum í langdrægum eldflaugum - næstum 2000 fleiri - ogfjöldi kjarnaodda er það sem mestu máli skiptir. Sovétmenn hafa stærri eldflaugar sent geta flutt öflugri sprengjur; þeir ráða yfir meiri „sprengimætti". En það stafar að hluta til af því að við stöndum þeint framar á tæknisviðinu og það hefur gert okkur kleift að smíða minni og hagnýtari eldflaugar og kjarnaodda. Mismunurinn á sprengimættinum skiptir sáralitlu máli þegar metaskal styrk aðila. Nákvæmni bandarísku eldflauganna gerir það að verkum,að við þurfum ekki að reiða okkur á stærri sprengjur sem springa kannski langt fráskotmarkinu. Undanfarin árhefur varnarmálaráðuneytið sjálft lagt höfuðáherslu á framleiðslu sntærri og nákvæmari kjarnaodda. 6. spurning: Suniir hafa gagnrýnt hugmyndina um stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins á þeim forsendum að hún hindri framieiðslu á MX-eldflaugum, en þær gætum við notað til að þvinga Sovétmenn til samninga um afvopnun. Hafa þeir rétt fyrir sér? Svar: Þessi röksemdafærsla byggir á því öfugmæli að þú verðir að eignast nteira til að eiga minna. Þarna er enn á ferð gamla „skiptimyntar“-kenningin. Þannig sögðu sumir áður en samningarnir um gagneldflaugarnar voru undirritaðir: „Látið okkur hafa gagneldflaugarnar sem „skiptimynt" núna, þá getum við samið um að leggja þær til hliðar síðar". Við þurfum ekki að smíða fleiri vopn í því skyni að auka öryggisleysi Sovétmanna og neyða þá þannig að samningaborðinu. Efling bandaríska vígbúnaðarins er líklegri til að hrinda Sovétmönnum út í nteiri hervæðingu, en til að draga þá að samningaborðinu. Sama gildir um þeirra uppbyggingu. Ef framleiða þarf fleiri vopn til að afvopnun geti átt sér stað, ef orðið stöðvun á að merkja vopnakapphlaup sem tæki enda einhvern tíma í fjarlægri framtíð, þá höfunt við snúið rökfræðinni á haus og nálgast það ástand sem George Orwell sá fyrirséríbókinni 1984. 7. spurning: Hverjum mun styrkleikahiutfallið snúast í vii ef ekki kemur til stöðvunar vígbúnaðarkapphlaupsins? Svar: Það er engin trygging fyrir því að staða Bandaríkjanna í vígbúnaðarkapphlaupinu verði betri á morgun en hún er í dag. í raun og veru hefur þróunin verið báðum í óhag. Ef til kj arnorkustríðs kemur y rðu bæði Sovétríkin og Bandaríkin fyrir meiri eyðileggingu en orðið hefði fy rir 10 árunt og miklu meiri en fyrir 20 árum. Unt þessar mundir leggja Bandaríkjamenn allt kapp á að framleiða MX-eldflaugar og koma þeim fyrir, smíða nýja tegund flugvéla sem geta borið kjarnorkuvopn milli heimsálfa og að endurbæta kafbáta þá sent bera kjarnorkueldflaugar. Sovétmenn hafa líka varið rniklu fé til hermála og það er engin ástæða til að ætla að þeir haldi að sér höndunum meðan við stundum vopnaframleiðslu af kappi. Staða okkar mun versna, jafnvel hlutfallslega ef við bíðunt í áratug með að leggja til að vígbúnaðarkapphlaupið verði stöðvað. 8. spurning: Hvernigyrði afvopnunin framkvæmd? Svar: Kennedy-Hatfield tillagan gerir ráð fyrir að hún felist í árlegum niðurskurði vopnabirgða eða annarri árangursríkri tilhögun. Ef prósentuleiðin erfarin yrði hinum ýntsu vopnategundum fækkað unt ákveðinn hundraðshlutaá ári, t.d. 5 eða7 prósent. Báðir aðilar geta valið hvaða vopn innan hvers flokks þeir taka úr notkun. Ef hvor aðili um sig minnkar vopnabúrið um 7% á ári væri hægt að heiminga vopnabirgðirnar á u.þ.b. sjö árunt. 9. spurning: Hvernig viðhéldi slík afvopnun jafnvæginu í kjarnorkuvígbúnaði ásamt því að koma í veg fyrir kjarnorkustríð? Svar: Afvopnunin ntun hafa þau áhrif á báða aðila að þeir munu kappkosta að losa sig við þau vopn sent erfiðast er að verj a og mest ógn stafar af. Landeldflaugar eru nákvæmustu vopnin; en af því að þær eru ekki á stöðugri hreyfingu eru þær auðveld skotmörk. Slíkareldflaugarógna jafnvæginu, sérstaklega þar sem þær auka hættuna á að í spennuástandi reyni annar aðilinn að verða fyrri til. 10. spurning: Er stöðvun vígbúnaðarkapphiaupsins framkvæmanieg án þátttöku annarra ríkja? Svar: Já, urn fyrirsjáanlega framtíð. Kjarnaoddar Breta og Frakka eru nokkur hundruð meðan risaveldin ráða yfir 17000. Forði Kínverja af kjarnorkuvopnum er svo lítilfjörlegur að þótt þeir hafi alltaf neitað þátttöku í afvopnunarviðræðum hingað til hefur það ekki fælt Sovétmenn frá. 11. spurning: Hvaða máli skiptir stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins ef báðir aðilar halda eftir þúsundum kjarnaodda? Svar: Róm varekki byggðáeinumdegi, en það er hægt að afmá Washington og Moskvu á andartaki. Stöðvun og afvopnun eru aðferðirtil að komaáfriði. Hann verður ekki tryggður í einu vetfangi og fyrst er að snúa óheillaþróuninni við. Eins og nú erástatteykur kjarnorkuvopnakapphlaupið spennu og viðsjárá alþjóðlegum vettvangi. Takist okkur að binda endi á þetta kapphlaup, dregur úr hættunni á kjarnorkustríði sem legðisiðmenningunaírúst. Eftiraðþað hefur verið stöðvað og afvopnunarviðræður hafnar munu viðhorfin til ógnarjafnvægisins breytast. í fyrstu héldu bæði risaveldin að tugir, síðan hundruð kjarnorkuvopna væri nóg; það var ekki fyrr en nýlega að það rann upp fyrir þeim að þau þyrftu þúsundir vopna. Eftir því sem líður á afvopnunina krefst ógnarjafnvægið æ færri vopna. Sérhver sprengja sem tekin er úr notkun dregur úr þeirri hættu sem nú ógnar öllu lífi á jörðinni. 12. spurning: Er einhver ástæða til að ætla að Sovétmenn failist á stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins? Svar: Þeir féllust á bann við tilraunum með kjarnorkuvopn í andrúmsloftinu árið 1963 og þeir hafa virt það. Þeir féllust á samningsem samsvaraði stöðvun á framleiðslu gagneidflauga árið 1972 og þeir hafa líka haldið hann. Stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins er jafnt í þágu öryggis þeirra sem okkar. 13. spurning: Munu Sovétmenn ekki haida áfram að reyna að hiaupa okkur af sér fyrst þeir verja svo mikiu fé til framleiðsiu iangdrægra kjarnorkuvopna? Svar: Þeir komast ekki fram úr okkur, hvorki tæknilega né efnahagslega. Þeir vita að við höfum í fullu tré við þá í vígbúnaðarkapphlaupinu, sem fyrreða síðar hlýtur að enda nteð ósköpum. 14. spurning: Er annar vaikostur fyrir hendi en stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins? Svar: Já, kjarnorkukapphlaup sem heldur áfrant að magnast stig af stigi og jafnvel kjarnorkustyrjöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.