Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 Kjarnorkuoddar í langdrægum landeldflaugum (ICBM). Sovétríkin hafa nú 5540 odda og Bandaríkin 2152. (Heimild: Center for Defence Information, CDÍ) „Svo viröist sem Reagan for- seti og ráðgjafar hans búi sig undir kjarnorkustyrjöld viö So- vétríkin. “ Þessi orð voru niðurstaða ný- iegrar skýrslu frá bandarísku rannsóknarstofnuninni Center for Defence Information, þar sem fjallað var um áform stjórn- arinnar varðandi endurnýjun langdrægra vopna. Aform sovéskra stjórnvalda eru ekki eins þekkt, en fyrrv. yfirmaður sænsku rannsóknarstöðvarinnar SIPRI, Frank Barnaby, hefur dregið þá ályktun af sínum athugunum, að „allt bendi til að Sovétríkin fylgi Bandaríkjunum í þróuninni á þeirri stefnu er miði að því að há kjarnorkustyrj- öld“. Það eru hin nýju sovésku vopn ergefa þetta til kynna. Fjölgun kjarnorku- vopna Bæði stórveldin munu á næstu árum fjölga stórlega í birgðum sínum af kjarnorkusprengjuoddum fyrir langdrægar eídflaugar. Núverandi fjöldi sprengjuodda sést í töflunni hér til hliðar, en SIPRI hefur ályktað að Bandaríkin muni á árinu 1985 hafa komið^ér upp 12.599 sprengjuoddum til þessa hluta vopnabúrsins og að Sovét- ríkin muni þá verða komin upp í 12.136 sprengjuodda. Framtíðaráform Bandaríkjanna eru bet- ur þekkt, því framtíðarfjárveitingar til her- mála eru ræddar fyrir opnum tjöldum á bandaríska þinginu. Þannig hefur Cenierfor Defence Inform- ation komist að þeirri niðurstöðu, að Bandaríkin áformi að framleiða 17.065- 17.545 nýja kjarnorkusprengjuodda íöll sín langdrægu og meðaldrægu skotvopn á ár- unum 1982-1989. Mest af þessu á að fara í langdrægu eldflaugarnar. Aðrir sérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu fyrir samtökin Arms Control Association að þessi tala verði mun hærri, eða allt að 37.000 sprngjuoddar í langdræg og meðaldræg skotvopn. Þá er ekki tekið með í reikninginn að eitthvað af eldri vopn- um verður tekið úr notkun. Kjarnorkuoddar um borð í langdrægum kafbátum. Sovétríkin eiga 1970 odda og Bandaríkin 4744. (Heimild: CDI) Magn og „gœði“ Þessar tölur gefa einhverja hugmynd um það hvert vígbúnaðarkapphlaupið stefnir, en það sem skiptir máli er þó ekki bara magnið, heldur ekki síður eyðileggingar- máttur og „stríðshæfni" þessara nýju vopna. Alþjóðlega rannsóknarstofnunin SIPRI í Stokkhólmi hefur gert rannsókn á væntan- legri tækniþróun í vopnaframleiðslunni og komist að þeirri niðurstöðu, að „jafnvægið á milli stórveldanna tveggja hvað varðar Kjarnorkuoddar um borð í langdrægum sprengjuflugvélum. Sovétríkin eiga 290 og Bandaríkin eiga 2640 odda. (Heimild: CDI) langdræg flugskeyti með kjarnorkuvopn verði sífellt óstöðugra.“ Ástæðan liggur í vaxandi ótta um að hin nýju vopn verðu notuð til skyndiárásar - sem líka mætti kalla forskotshögg - en þá yrði skotmarkið vopnabúr og stjórnstöðvar andstæðingsins. Það verður ekki nauðsynlegt að eyði- leggja að fullu og öllu vopnabúr andstæð- ingsins til þess að koma í veg fyrir að hann geti svarað árás. Samkvæmt þessu er gengið út frá því að „forskotshöggið“ nái til það stórs hluta vopnabúrsins, að ekki taki því að endurgjalda árásina, því andsvarið yrði svo öflugt að það myndi þurrka þann sem Heildarfjöldi kjarnorkusprengjuodda í langdrægum vopnum: Bandaríkin eiga 9536 sprengjur og Sovétríkin 7800. (Heimiid: CDI) (Hver eldflaug á myndinni táknar 20 sprengjuodda) Ath. að þessi samanburður, sem er Sovétríkjunum greinilega í óhag nær ekki til meðaldrægra eldflauga. upphaflega varð fyrir árás út af landakort- inu. Því myndi sá er fyrst yrði fyrir árás játa ósigur sinn. Forskotshöggið Það er í meira lagi umdeilanlegt, hvort leiðtogar stórveldanna mundi bregðast við með þessum hætti ef til árásar kæmi. Og jafnvel þótt bæði stórveldin óttist nú þegar slíkt „forskot“, þá leikur vafi á að núver- andi langdræg vopn geti greitt slíkt „for- skotshögg“ sem hér um ræðir. Tæknileg vandamál gra allar fræðilegar bollalegg- ingar um slíkt vafasamar. Bandaríkin hafa alltaf verið leiðandi hvað fjölda langdrægra kjarnorkuvopna snertir. Hin mikla aukning Bandaríkjanna á árunum 1970-75 stafar af því að þá hófu Bandaríkin framleiðslu svokallaðra MIRV-vopna, en það eru eldflaugar sem borið geta marga sjálfstýrandi sprengjuodda. Sovétríkin hófu smíði slíkra vopna 5 árum síðar eða 1975. Hins vegar er vitað að þau vopn, sem nú er verið að undirbúa smíði á munu leysa mörg þessara „tæknilegu vandamála“, og þar með verður óttinn við „forskotshöggið“ raunverulegri og þýðingarmeiri. Hann gæti til dæmis leitt til þess að Sovétríkin myndu skjóta sínum eldflaugum við kreppuað- stæður eða meðan á hefðbundinni styrjöld stæði, þar sem varnarkerfið segði, að kjarnorkuárás væri á leiðinni. Varnarkerfin hafa áður brugðist, og þau eru reyndar ein megin ástæða þess að SIPRI dregur þá ályktun að jafnvægið á milli stórveldanna eigi eftir að verða sífellt óstöðugra í framtíðinni. ólg Inf. Kapphlaup til heljar Fjölskylduskemmtun að deginum Verð kr. 75.- Unglingaskemmtun um kvöldið fyrir13ára og eldri 14.00-14.15 Höllin opnuð - innganga 14.15-15.00 Stuðmenn spila og sprella 15.00-15.45 Skemmtidagskrá Syngjandi Grýla Danssýning Katla María Kór frá Keflavík Verðkr. 100.- 21.00-01.00 Stuðmenn sjá um fjörið. .tvVAHf//, tiMi. 15.45-16.30 Stuðmenn spila og sprella í annaðsinn 16.30-17.15 Skemmtidagskrá endurtekin 17.15-18.00 Stuðmenn spila og sprella í þriðjasinn Auk þess verður hátíðarstemming í Höllinni með fljúgandi Leppalúða sem dreifir sætindum, míní Tívolí, furðudýrum, jólasveinum, púkum og álfum, gengið í kringum jólatré, og margt, margt fleira gert sér til gamans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.