Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 1
Aðfangadagur jóla 1982 Tvö blöðídag 36 SÍÐUR Þjóðviljinn óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla! Vetrarstörf í skógi Klippimynd eftir svissneska listamanninn Louis David Saugy Pú vaknar í myrkri og minnist í svefnsins rofum morguns á heiði í veiðimannskofanum þröngum á urðarhólnum við vatnið. Hver hefur vakið vin þinn og þig af draumlausum fastasvefni? Að utan ilmur af sumri og suð í flugum og sólin skaut ör inn um þakið. Pú vaknar í myrkri og minnist hve upp var risið, mjakað torfu úr dyrum og gáð til veðurs: faðir minn sœli og móðir! Pvílíkur morgunn! mistur á Skjaldarhœðum, álftir á víkinni, yfir grœnbryddum tjörnum gegnsœir andar svifu, gullfjöll risu upp úr þokunni. Að vakna við heimsfriðinn sjálfan um sumar á heiði: silfurþrœðir í grasi, vinátta milli ríkja; ófleygum unga góðsöm gulstörin skýlir, gangvegir fugla milli kyrrlátra síkja hlykkjast í broksins Hundraðrastaskógi. Að vakna í myrkri og minnast Að vakna við heimsfriðinn sjálfan Eftir Guðmund Böðvarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.