Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 lausir; þeir eru ekki nema firðir; og þorsk- urinn okkar er sérvitringur, og hefir ekki vit meira er: hann er þorskur, og hefir ekki vit á að fylla alla firðina, heldur vill hann halda sig á vissum stöðum, þar vill hann láta veiða sig; annarstaðar vill hann ekki „bít á krók- inn“. Þess vegna eru fiskimiðin okkar enn takmarkaðri, en firðirnir, og það er svo margur mörlandinn, sem þarf að tá sér tisK úr sjó, að full-þröngsett er oft á miðunum; menn eiga í vök að verjast, að leggja ekki lóðirnar hver ofan á annan og gjöra ekki hver öðrum ógagn. Svo er nú austfirðingur- inn ekki sanngjarnari en það, heldur, að hann vill ekki að einstakir menn hefti fiski- gönguna með veiðarfærum sínum t.d. girði fjarðarkjaftinn þveran með lóðum, og því var hann svo djarfur, að nota heimild þá, sem lögin veittu honum, til að búa sér til fiskisamþykktir... þeim datt ekki í hug að þeir væru skyldir að gæta hagsmuna Færey- inga... En Færeyingar höfðu farið í okkar holla tryggðavin Nelleman, og tjáð honum,' að þeir, Færeyingarnir, þjóðblendingarnir, þjóðernisleysingjarnir, væru eitt danskt amt úr Danmörku. Þeir væru því réttir Nell- emannslandar, og þará ofan ráðgjafahollur hægrilýður, en vér, en vér baldstýrugir mör- landarnir, dirfðumst að rísa upp á afturfót- unum móti „dönskum þegnum" og þætt- umst eiga rétt á að skipa atvinnuvegum vor- um samkvæmt einhverjum lögum, sem sig varðaði ekkert um, og boluðum sig svo, sig (Hér kom hjáróma gremju-gráthljóð í kverkarnar), já, sig „danska þegnana", burtu af veiðistöðvum vorum. Hvað gerir Nellemann svo? - Jú, hann bannar amt- manninum að staðfesta aftur veiðisam- þykktina austfirsku, eða í öllu falli fer þeim orðum um þetta, sem ráðgjafa hollur maður, sem ekki var nema settur í embætti sínu, hlaut að taka sem bann. Og vor færeyski bróðir „tríumferar" og hefur á ný sínar fyrri aðferðir á fjörðum vorum“. Að lokum segir Jón Ólafsson: „Það eina, sem getur afsakað Færeyinga, er það, að þeir eru þjóðleysingjar sjálfir, inn- limaðir sem amt í Danmörku, og hafa enga hugmynd um hvað sjálfsforræði er; þeir hafa aidrei þekkt það, hafa enga fýsn til þess né ást á því, og kunna því ekki að virða sjálfsforræði annara.“ „ísland er óaðskiljanlegur hluti Danaveldisu Ekki verður hér rakið nákvæmlega hvers eðlis deilur Færeyinga og íslendinga voru varðandi veiðar þeirra hér við land né_til hvaða lagasetninga og ákvæða þeir leiddu til af hálfu stjórnar og sýslunefnda. Landshöfðingi sendi stjórninni fyrsta bréf um þetta málefni 2. október 1875 og greindi þar m.a. frá áðurnefndum bænar- bréfum Norðfirðinga og Seyðfirðinga. í bréfinu segir hann það skoðun sína að þótt allir danskir þegnar hafi rétt til að stunda fiskiveiðar hvar sem er í landhelgi Dana- veldis og þar með landhelgi íslands, telji hann það ekki ísjárvert að gera undantekn- ingu frá þessari reglu þar sem það virðist nauðsynlegt. Hann segir fiskimiðin í sumum fjörðum landsins svo þröng að varla nægi þeim sem þar búa og því sýnist honum ástæða til að banna öllum fiskiveiðar þar, sem ekki búa á íslandi og ekki greiði lög- boðin gjöld af afla sínum til landsins og hlutaðeigandi sveita. í svarbréfi ráðgjafans fyrir ísland til landshöfðingja þann 26. maí 1876 er ljóst að hann er ekki sama sinnis og landshöfðingi. Hann segir að gjald vegna afla skipa sem gerð séu út frá íslandi standi í engu sambandi við réttinn til fiskiveiða í landhelgi Danaveldis við ísland. Danir hafi til þess fornan rétt. Eftirlit með veiðum og síðan innheimtu gjalda yrði að auki hér um bil ómögulegt þar sem ekki yrði vitað hve mikið af aflanum hafi fengist innan land- helgi og hve mikið utan. í bréfi ráðgjafans til landshöfðingja um sama efni frá 12. júlí 1878 segir m.a.: „þess ber og að geta, að hið fyrirhugaða gjald myndi bola frá ekki að eins Færeyinga, heldur einnig alla aðra danska þegna, sem ekki eru búsettir á íslandi, en vilja fara þangað til fiskifanga, en einkum myndi gjald þetta koma hart niður á kaup- möiinum, er búsettir eru í Danmörku, en senda skip með vörur til verslana sinna á íslandi, og láta þau síðan fara á fiskiveiðar, flytja aflann í land til að verka hann, og flytja hann síðan burtu sem fullbúna vöru“. Síðan segir ráðgjafi í lok bréfsins: Þess má enn geta, að lagafrumvarpið hefur vakið áhyggju Færeyinga, og þess vegna hafa full- trúar þeirra á ríkisþinginu snúið sér til ráðgjafans út af því, og að, eins og herra landshöfðingjanum er kunnugt, ráðgjafan- um einnig, hefir borist bænaskrá frá hinum íslensku kaupmönnum, er búsettir eru hér í Stúlka í vinnuklæðum. bænum, þar sem þeir mæla á móti því, að lagt sé gjald á fiskafla þeirra..." Deilur þessar snerust og um veiði- aðferðir og gerð veiðarfæra. Menn deildu um hvort og hvenær mætti nota síld og skel- fisk sem beitu og hvort heimilt skyldi að afhöfða fisk og slægja í sjóinn. Veiðarfæri Færeyinga voru eins og áður var sagt langar línur eða lóðir og líkaði íslendingum ekki á hvern veg þeir notuðu þessi veiðarfæri. f Fróða þann 30. júní 1880 segir svo m.a. um þessi mál: „Vér höfum það fyrir satt, að dómsmálaráðgjafi Dana, herra Nellemann, hafi skrifað íslandsráðgjafanum, herra Nellemann, um þetta mál, en hann aftur borið það undir álit landshöfðingja og landshöfðingi undir álit amtmanna. Vér getum náttúrulega ekki vitað, hvað þessir embættismenn hugsa nú eða rita um málið, en vér verðum að álíta það mjög ótilhlýði- legt, að Færeyingar reyni þannig að blanda sér inn í löggjafarmál vor. Engri sýslunefnd getur komið til hugar að setja aðrar reglur um fiskiveiðar á sínum miðum fyrir aðra landsmenn eða samþegna heldur enn fyrir sína eigin héraðsbúa, og fyrir þá setur hún vissulega þær einar reglur, er hún álítur til almennra gagnsmuna og til eflingar fiski- veiðum....Við þetta verða landsmenn úr öðrum héruðum að sætta sig og þá eigi síður Færeyingar og Danir“. Klár á sjóinn. íslendingar áttu örðugt með að koma lögum yfir þesr.ar veiðar vegna þess að þau þóttu á einn eöa annan veg brjóta í bága við kjarnaákvæði Stöðulaganna að ísland væri óaðskiljanlegur hluti Danaveldis. „Ekki er nóg að eiga dugandi forfeður“ En hvað sögðu Færeyingar sjálfir um þetta mál? í blaðinu Færeyingatíðindum ár- ið 1891 er greinarröð um þessi mál sem ætla má að ritstjóri blaðsins, Rasmus Effersöe, hafi skrifað. Þar segir að nú fari á hverju sumri um 1000 manns til fslands yfir sumar- tímann, karlmenn til veiða en konur til fisk- vinnslu. Samskipti íslendinga og Færeyinga sanni að frændur séu frændum verstir. Sam- skipti fólksins sjálfs séu þó góð enda skilji hinn almenni austfirðingur að nokkuð geti þeir haft upp úr þessum viðskiptum einkum þó eftir að Færeyingar fóru að hafa fasta búsetu í landi og greiða tilskilin gjöld. Hví skyldu þeir líka meina Færeyingum að veiða ögn af þeim mikla fiski sem drottinn sendir þeim í svo ríku mæii? Eru þeir kann- ske að ala fiskinn upp og geyma í fjörðum Auglýsing úr Dimmalætting 1902 »Feroyskir fiskimenn, sum ætla sær til Vopnafjarðar at rógva út í summar, minnist til, at handilin hjá Jergen Hansen hevur tær bestu íbúðir í ‘ Seyðarhofn, minnist til, at handilin hjá Jorgen Hansen hevur sett húsaleiguna niður til einans 1/12 av veiðuni, minmst til, at handilin hjá Jorgen Hansen rindar hægsta prís fyri fiskin, minnist ttl, at handilin hjá Jorgen Hansen altíð kann útvcga útróðrarmonnum agn, sild ella krækling, minnist til, at handilin hjá Jorgen Hansen hevur tann besta og ódýrasta proviant, minnist lil, at handilin hjá Jorgen Hansen hevur ódýran og góðan fiskireiðskap, minnist til, at handilin hjá Jergen Hansen gevur 10% avsláttur av 0llum keyptum vorum og minnist endiliga til, at handilin hjá Jergen Hansen altíð rindar við tryggum ávísanum ella peningí, tá ið útróðurin endar, ella, um tað verður kravt, peningin í hondina so hvert, sum avreitt verður. Teir, ið vilja vissa sær góða innivist, mugu sum skjótast venda sær til hr. keypmann Jens Olsen, Tórshavn, Foroyar, ella til undirritaða. Vopnafirði, 14. mars 1902. Grímur Laxdal.« sínum svo enskir og franskir geti veitt hann? Síðan heldur höfundur áfram og segir að oft sé það svo að foreldrar þekki ekki börn sín aftur þegar þau komi frá ís- landi. Börnin sem áður voru friðsöm og hlýðin séu nú orðin heimtufrek, baldin og til alls vís. Kannske sé það vegna allra þeirra peninga sem flæða um hendur þeirra og þau séu þeim ekki vön. Líka kunni það að vera að þeir sem eru ungir og óreyndir smitist fljótar af því sem er óskikkanlegt en hinu góða. Með þessu sé hann alls ekki að segja að Færeyingar læri einungis illt af ís- lendingum enda séu flestir þeir sem til ís- lands fari gott fólk þó sumir séu illa gerðir og það af versta tagi. Síðan segir að hinir fyrstu Færeyingar er til íslands fóru hafi siglt með Englendingum og þeirra hegðan hafi ekki verið til fyrir- myndar. Þeir hafi drukkið eins og svín og hagað sér verr en villtar skepnur, brotið fiskveiðireglur og skotið á friðlýstum svæðum. Sem betur fer séu Færeyingar ekki orðnir eins illa uppdregnir og enskir „lær- imeistarar“ þeirra. Ekki telur greinarhöfundur að margt sé hægt að læra af íslendingum varðandi fisk- veiðar en hins vegar verði íslandsferðir til þess að landinn sé ekki eins heimóttarlegur; hann verði meir sjálfbjarga og jafnframt næmari fyrir andlegum áhrifum. Segir hann íslendinga vera mjög svo félagslega sinnaða oghugsi mikiðumlandsinshag. Iþessuefni geti Færeyingar margt af þeim lært þó þeir þurfi ekki að ganga jafn langt og íslending- ar í mati á sjálfum sér og sínu. Sumir skilji að vísu að það sé ekki nóg að eiga dugandi forfeður ef maður dugir ekki sjálfur. Þó megi segja að einmitt þessi hugsunarháttur hafi gefið íslendingum kraftinn til að lifa af allar þær hörmungar sem yfir þá hafa dunið. Höfundur minnist hér á að konur frá Færeyjum hafi einnig farið hingað til lands til vinnu. í bókinni Til lands sem Sámal Johansen, kennari, tók saman um útróður til íslands er viðtal við konu sem var fjórtán sumur við fiskvinnslu hér við land. Hún fór hingað árið 1889 og telur að það hafi verið annað árið sem stúlkur fóru hingað til salt- fiskvinnslu. Hins vegar höfðu stúlkur áður verið kokkar hjá útróðrarmönnum. Með skipi því sem hún kom með til landsins voru 99 manns á leið til vinnu. Segir hún að eitt sumarið hafi verið 250 Færeyingar á Vopn- afirði. „Fœreyingar ekki svo bláeygir“ Um og eftir aldamót hljóðna deilur um veiðiskap Færeyinga hér við land. Þeir höfðu nú fast aðsetur í landi, leigðu hús- næði og aðstöðu alla og seldu fisk sinn hér. í bók sinni „Til lands“ segir Sámal Johansen að Færeyingar hafi nú ekki verið svo blá- eygir að halda að skyndileg ásókn í að fá Færeyinga hingað til lands hafi verið góð- semi ein og frændrækni. Á þessum tíma hafi íslendingar verið farnir að græða á veru Færeyinga hér og þá hafi þeir svo gjarnan mátt koma. íslendingar sem áður vildu ekk- ert með Færeyinga hafa að gera áttu nú sína umboðsmenn í Færeyjum til að lokka þá hingað. Auglýsingar sem þessar voru nú daglegt brauð í Dimmalætting: „Raskir útróðrarmenn Sögt verður eftir 116 raskum útróðrar- monnum at koma til Vopnafjarðar að rógva út næsta ár. Nærri frágreiðing um treytir fáast við að venda sær til Jacob Lútzen, Tórshavn.“ „Óiafsdalur í íslandi er av bestu útróðrarplássum á Norðurland- inum í íslandi. Föroyskir útróðrarmenn eru vælkomnir hagar. Har er handil og íshús, og húsaleiga er sera lág. Nærri upplýsingar fást hjá Jacob Lútzen, Tórshavn.“ „20 menn við bátum Kunnu fáa góða og ódýra innivist hjá V. Árnason á Hánefsstaðnum í Seyðisfirði. Fiskur og livur verða keypt til hægsta prís, og peningurin goldin í hondina. M. Einarsson, Tórshavn.“ „Raskar gentur“ sökt verður eftir 27 föroyskum gentum til Eyjafjarðar at arbeida í fiski og at salta síld Arbeiðstreytirnar eru tær somu, sum eru kunngjördar fyrr, Tær, sum hava hug at koma, skulu siga frá hjá Jacob Lútzen, Tór- shavn. Tulinius Eyjaflrði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.