Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 Annar frummælenda á fundinum um notkun myndbanda með tilliti til barna, var Guðfinna Eydai sál- fræðingur. Hér verður stiklað á stóru í erindi hennar og fyrst gripið niður þar sem Guðfinna ræddi um áhrif myndbanda með sérstöku til- liti til aðstæðna á Islandi: Myndbönd hættu- legri á Islandi en annarsstaöar „Ég vil leyfa mér að halda fram að myndbönd og notkun þeirra geti verið mun hættulegri á Islandi en víða annarsstaðar. Þar kemur ým- islegt til og mun ég einungis nefna fá atriði. Hér á landi vinnur fólk meira en víða annarsstaðar, félags- leg samskipti fjölskyldna eru oft stopul, einn kemur þegar annar fer og lftill tími er til sameiginlegra mannlegra samskipta. Þegar lítill sameiginlegur frítími fer saman við mikið álag, þreytu og ýmiskonar áhyggjur minnkar það gjarnan get- una til að takast á við ýmiskonar mál er varða börn. Til að komast hjá því að takast á við mörg upp- eldisvandamál eru myndbönd kjörið tæki. Mörg börn á íslandi eru mjög lengi í dagvistun, hvort sem um er Áhrif myndbanda á börn „Sjónvarpsdagskráin á Islandi er mun styttri en í flestum öðrum löndum, og þar af leiðandi er mun minna framboð af ýmis konar efni-ekki síst barnaefni. Þetta getur í sjálfu sér aukið myndbanda- notkun.“ að ræða á opinberum vegum eða hjá einkaaðilum nema að hvoru- tveggja sé. Börn reyna oft að harka af sér, reyna að vera svolítið stærri en þau eru í rauninrii hjá ókunnugum, þau þora oft ekki að vera eins lítil í sér og þeim er eiginlegt að vera. Þau geyma því oft ef svo má segja að fara í árekstra lenda í deilum, vera lítil þangað til heim er komið. Þetta þekkja allir sem eiga börn. Þegar börn og foreldrar hittast að loknum vinnudegi er gjarnan lítill tími fyrir samveruna og allt á að gera á stuttum tíma. Erfiðleikar með börn þegar vinnudegi er lokið leggst á marga foreldra og ýtir gjarnan undir sektarkennd þeirra, þ.e.a.s. samviskubitið yfir því að vera ekki nóg með börnunum og sinna þeim ekki nógu vel. Sektar- kenndin veldur því aftur að margir foreldrar beita uppeldisaðferðum sem eru afar neikvæðar. Þegar börn verða síðan enn ómögulegri vegna viðbragða foreldra er víta- hringurinn farinn í gang og eykur það enn á sektarkenndina. Myndbönd er hægt að nota til þess að reyna að koma í veg fyrir - varna að börn og foreldrar lendi í ýmiskonar árekstrum og deilum sem þarf að leysa úr sameiginlega og sem þarf að leysa til þess að börn fái útrás fyrir vanlíðan. Dagmæöur geta einnig notað myndbönd í svipuðum tilgangi og foreldrar, ekki síst ef þær hafa mjög mörg börn í pössun sem erfitt er að anna. Næst má nefna að mörg börn eru ein heima hluta úr degi þar sem enn tíðkast ekki samfelldur skóladagur á íslandi. Má ætla að mörg börn noti þessa einu til tvær klukku- stundir sem þau bíða til að horfa á eitthvað spennandi í myndbandinu eða kannski það sem pabbi og mamma horfðu á í gærkvöldi og þau máttu ekki sjá. Sjónvarpsdagskráin á íslandi er mun styttri en í flestum öðrum löndum og þarafleiðandi er mun minna framboð af ýmiskonar efni - ekki s t barnaefni sem er sérstak- lega valið. Þetta getur í sjálfu sér aukið myndbandanotkun.“ ✓ Ahrif myndbanda á börn „Það hafa verið settar fram á- Geta verið meiri á íslandi en eriendis sagði Guðfmna Eydal sálfrœðingur íerindisínu kvéðnar tilgátur um þau áhrif sem fólk verður fyrir í sambandi við fjölmiðlanotkun. 1) I fyrsta lagi hefur því verið hald- ið fram að áhrifin hvetji fólk til dáða, valdi því að það taki sér eitthvað svipað fyrir hendur og það sér. Sá sem t.d. sér ofbeldi verði ofbeldishneigðari. 2) í öðru lagi að fjölmiðillinn veiti ákveðna útrás fyrir neytendur. Með þessu er t.d. átt við að í okkur öllum blundi viss ofbeld- ishneigð og með því að sjá aðra fremja ofbeldi fáum við útrás fyrir eigin hvatir. 3) í þriðjalagi ersíðan talað um að við verðum hægt og rólega fyrir ákveðnum áhrifum hvort sem við viljum það í rauninni eða Guðfinna Eydal, sálfræðingur ekki. Þetta eru meira ómeðvit- uð áhrif - ómeðvituð innræting. Að þessari kenningu hallast flestir í dag. Það er þessi tegund áhrifa sem ér kannski hvað varasömust þegar börn eiga í hlut. Spurningin um það hvort börn verði fyrir einhverjum áhrifum af því að horfa á myndbönd er í raun- inni ekki rétt. Að sjálfsögðu verða þau það - allir verða fyrir áhrifum af þeim hlutum sem þeir fást við, spurningin er bara hvernig áhrifunt og að hve iniklu leyti. Ef við bíðum aðeins með að fjalla um þessar spurningar og snú- um okkur fyrst að einu atriði sem er mjög mikilvægt að taka tillit til þegar myndbönd eru annarsvegar en það er tíminn. Það er tíminn sem börn nota til þess að horfa á myndir, sá tími sem þau áttu að leika sér, þroskast og tala við for- eldra sem og annað fólk. Það er hætta á að til verði kynslóð af börn- um sem fékk ekki tækifæri til að hafa ofan af fyrir sér sjálf, sem ekki var virk og sem ekki þróaði með sér þá starfsemi sent stuðlar einna mest að þroska þeirra eigin leik. Börn sem venjast því að myndbönd fóðri þau sífellt á efni, þurfa ekki sjálf að taka eins mikið frumkvæði. Með aukinni myndbandanotkun eru börn hindruð í því að fram- kvæma annað sem getur stuðlað að jákvæðri þróun. Með aukinni myndbandanotkun mun sennilega verða búin til kynslóð sein breytti um persónuleika vegna áhrifa myndbanda." Að taka sér aðra til fyrirmyndar „Ein af orsökunum fyrir því að sjónvarps- og myndbandsefni hef- ur geysimikil áhrif á börn er einmitt að þau ná í ýmsar fyrirmyndir í þessum fjölmiðlunt. Áð taka sér aðra til fyrirmyndar - samsömunarferlið - hefur grund- vallarþýðingu fyrir alla þróun barnsins. Barnið leitar eftir fyrir- myndum ekki bara í sambandi við hegðan heldur einnig í sambandi við hvernig það á að hugsa, finna til og ekki kannski síst hvernig það á að finna til með öðrum. Þegar barn tekur sér fyrirmyndir er það tilraun þess til þess að skilja umhverfið og sig sjálft. í gegnum langvarandi ofbeldis- og árásarkvikmyndir geta börn lært að viðurkenna ofbeldi sem lausn til þess að leysa úr á - rekstrum. Lítil börn eðá börn á forskólaaldri taka sér gjarnan önnur lítil börn til fyrirmyndar, börn sem þau eiga eitthvað sameiginlegt með. Þau geta einnig notað dýr sem fyrir- myndir t.d. Tomma og Jenna og hundin Lassie. Aðeins eldri börn c.a. 6-8 ára nota jafnaldra og gjarnan aðeins eldri börn en þau eru sjálf sem fyrirmyndir. Frá u.þ.b. átta ára aldri breytist þetta gjarnan. Þá sækja börn gjarnan fyrirmyndir sínar í útsendingar fyrir fullorðna. Þetta er háð því að hugsunargangur barna breytist á þessum aldri. 7-8 ára aldur er nokkurskonar breytingatímabil, þ.e.a.s. barnið fer að verða fært um að sjá hlutina út frá öðrum sjónar- hóli en sínum eigin. Fram að þess- um aldri hefur það miðað við alla hluti við sig sjálft og þeim mun vngr- i sem börn eru þeim mun erfiðara eiga þau með að halda raunveru- leika og imynd aðskildum. Þau hafa ekki þá fjarlægð gagnvart fjölmiðlum sem fullorðnir hafa. Oft gengur það nógu illa fyrir full- orðna að halda því föstu í meðvit- undinni að „þetta var bara bíó- mynd.“ Hugsun barna er frábrugðin hugsun fullorðinna. Þessvegna eiga börn oft erfitt með að skilja hvað það er í rauninni sem gerist. Böm halda oft að það sem þau sjá í mynd sé raunveruleikinn sjálfur og þau eiga erfitt með að halda því aðgreindu sem gerist með þau sjálf og hvað gerist í sjónvarpinu - myndbandinu. Það sem sést í myndum sem börn horfa gjarna á hefur einnig oft lítil tengsl við raun- veruleika þeirra. Það er oft tilbú- inn raunveruleiki sem einkennist af óraunhæfum atburðum, grimmd og ofbeldi sem þau verða vitni að. Myndir sem taka mið af þeim raunveruleika sem börn þekkja og sem höfða til ímyndunarafls barna um þekktan raunveruleika geta fal- ið í sér jákvæða möguleika og möguleika til þess að sjálfsmynd barna einkennist af raunhæfum já- kvæðum fyrirmyndum.“ Hér hefur verið stiklað á stóru í erindi Guðfinnu Eydal sálfræðings og mörgu sleppt, rúmsins vegna. Að lokum fjallaði hún um ábyrgð löggjafans í þessu máli og hvatti til aðgerða strax: Köllum löggjafann til ábyrgðar „Það er í rauninni verðugt rann- sóknarefni afhverju myndbönd flæddu hér yfir á svo skömmum tíma. Á 1-2 árum er eins og þjóðin hafi uppgötvað að loksins kom það sem hana vantaði. Eða var það kannski eitthvað annað sem hana vantaði,eitthvert annað innihald í tilveruna en hún hefur? Orkar fólk kannski ekki að gera neitt annað loksins þegar það er innan dyra en að horfa á sjónvarpið eða mynd- band? Er þetta tilraun til að gleyma raunveruleikanum um stund - fá frið frá allri streitunni - frið sem borgaður er með því að vera óvirkur og taka inn það sem að manni er rétt? Eða hvað er þetta æði sem hér hefur gripið um sig? Myndbandavæðingin greip um sig hér áður en nokkrir opinberir aðilar tóku við sér. Þeir hafa ekki enn tekið við sér því engin lög ná yfir innflutning og dreifingu á myndbandaefni. Myndbándabylgjan hefur verið gerð að gróðafyrirtæki misviturra einkaaðila sem skirrast ekki við að afhenda börnurn efni eins og kom fram í sjónvarpinu á föstudags- kvöldið. Með einhverju móti þarf að kalla opinbera aðila og löggjafann til ábyrgðar í þessum efnum. Þetta getur ekki og á ekki að vera einka- mál innflytjenda, seljanda og neytenda. Það er því ekki hægt að ásaka foreldra, dagmömmur eða aðra neytendur einhliða fyrir að bera ýmiskonar efni fyrir börn. Þetta er sameiginleg ábyrgð allra sem leyfa þennan innflutning og notkun á honum. Það liggur hins- vegar á að gripið verði inn,því börn geta ekki varið sig gegn þessu sjálf - þau lenda í hlutverki fórnar- lambsins nú eins og svo oft áður - sum nú þegar önnur eiga eftir að gera það“. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.