Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 24. desember 1982ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 , Rætt við Sámal Johansen fyrrum kennara í Vogi Sámal og Anna Elísabet. Myndina tók Dagny Joensen. Kleinubox full af „Islandsberjum” Nýlegakom út bókí Færeyjum sem bertitilinn: Til Lands- Útróöurí íslandi. Sámal Johansen hefur tekið saman efni hennarog jafnframt skrifaö stóra kafla sjálfur um fiskveiöar Færeyinga hérviöland. Sámaler kominn á eftirlaun ásamt konu sinni, sem heitir Anna Elísabeth Johansen, og stundar hann nú m.a. skriftirum söguleg málefni. Hann hefur látiö frá sérfara allmargarbækurog hefur einnig skrifað talsvert í tímarit. Þau hjón voru bæöi kennararallan sinn starfsaldur. - Hvað varð til þess að þú fékkst áhuga á að gefa út bók um þetta efni? - Trúlega var það vegna þess að ég var sjálfur útróðrarmaður eitt sumar við ís- land. Einnig það að ég hef áhuga á sögu þjóðar minnar almennt og sá að saga þessa þáttar í atvinnusögu okkar var að hverfa í gröfina með þeim mönnurn sem höfðu lifað þetta tímaskeið. T.d. er égsá eini sem lifi af þeim sem voru í útróðri við Gunnólfsvík sumarið 1915. Enda var ég ósköp ungur, einungis 15 ára gamall. - Var það algengt að svo ungir drengir reru við Islandsstrendur? - Nei, ekki er kannske hægt að segja það. Útróðrarmenn voru á öllum aldri en þeir þurftu að vera vel hraustir. Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin eyruni þegar pabbi spurði mig hvort ég vildi ekki koma með til Islands. Eg varð glaður og stoltur og þótti þetta heiður mikill og traust. Pabbi var vanur útróðrarmaður og hafði verið við veiðar á íslandi frá því fyrir aldamót. Ég minnist þess að það var fremur tómlegt í bygginni heima þegar útróðrarmennirnir voru farnir „til lands“. En ég minnist líka gleðinnar þegar þeir komu aftur heim að hausti. Því er ekki að neita að það sem við börnin hlökkuðum mest til var að borða berin sem þeir tíndu á íslandi og fluttu með sér heim. Okkur fannst þau hreint lostæti. Við krakkarnir vorum þess fullviss að það væri gott að eiga heima í landi þar sem svo ljúffeng ber spruttu. - Hvernig gekk svo ferðin til „berja- landsins"? - Það kom mótorbátur til Víkur og sótti okkur sexmenningana og fleiri þá í ná- grannabyggðunum sem hugðust fara til fs- lands. I hann var farangrinum hlaðið en róðrarbátana tók hann í tog. Þegar til Þórs- hafnar kom var öllu skipað upp í pakkhúsið hjá „Evensens" ásamt farangri þeirra sem komu frá öðrum byggðum í Færeyjum og það var mikill fjöldi Við fórum svo með Botníu til íslands. Öllu var skipað í lestar hennar: „... og har lá hvört um annað vavt bœði posar, kistur og menn". Róðrarbátar okkar voru á dekkinu. Mér fannst Botnía mikið skip og „stásslegt“. Ég minnist þess að ég kíkti stundum inn á fyrsta farrými. Þar voru hvítir dúkar á borðum og þaðan ilmaði yndisleg matarlykt sem minnti mig á einfaldleika magarínsins og skonroksins okkar í lestinni. Þær voru fjölbreytilegar manngerðirnar í lestinni. Sumir reyktu, aðrir tuggðu skro. Þeir geymdu skrorúlluna sína gjarna í húfunni. Svo spýttu þeir út yfir lunninguna eða settu þumalfingurinn á aðra nösina og snýttu sér hressilega beint í sjóinn. Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkurn mann með vasa- klút. Og svo þrættu þeir um allt milli himins og jarðar. Færeyingar eru voðalega þrætu- gjarnir. Mest þrættu þeir sem voru úr sömu byggð. En ef einhver vogaði sér að tala illa um heimabyggð þeirra þá stóðu þeir saman og vörðu sitt byggðarlag með oddi og egg. Það sannaðist hve þrætugjarnir þeir voru þegar sást í land á íslandi. Allir þóttust vita hvað væri fyrir stafni en engir voru á sama rnáli. Þá kvað einn upp úr með það að þetta væri sko „Skrúvan" því hana þekkti hann jafnvel og sína hægri hönd. En „Skrúvan“ var þá eyjan Skrúður sem liggur úti fyrir Fáskrúðsfirði. - Hvernig leist þér svo á landið' við fyrstu kynni? 7 Ef satt skal segja varð ée fvrir von- brigðum. Ég hélt ég væri á leið til ævintýra- landsins. En þetta var land með nöktum fjallshlíðum, dimmum klettum og skriðum. Þá voru nú grænu hlíðar fjallanna í Fær- eyjum fallegri, fannst rnér! Nú, Botnía lagðist síðan við bryggju við Seyðisfjörð. Margir af útróðrarmönnunum höfðu komið hér sumar eftir sumar og ég gleymi ekki gleðinni þegar gamlir og góðir vinir hittust á ný og föðmuðust og kysstust á bryggjunni. Samt voru menn fljótir að koma sér í vinnu og ekki leið á löngu áður en róðrarbátar Færeyinga sáust skríða út fjörðinn. Afangastaður okkar var hins veg- ar Gunnólfsvík í Finnafirði. Við fórum með mótorbáti sem Stefán nokkur Jónsson átti. með róðrarbátana í togi. Gunnólfsvfk er góður útróðrarstaður með góðri lendingu en þó nokkuð grýttri. Oft var landnyrðingurinn slæmur í firð- inum. Ekki voru húsakynni okkar í landi stór- fengleg, skúr sem við bjuggum í og svo torfkofi. Þetta dugði samt vel. Enda ekki hugsað mikið um slíkt þegar vinnan byrjaði þá var bara að duga eða drepast. Þetta var gott sumar en veiðin hjá okkur var fremur léleg. - Kynntistu inörgum íslendingum þetta suinarið? - Nei, aldeilis ekki. Það var ekki marg- mennt í henni Gunnólfsvík. Þarna bjó bóndi sent Kristján Kristjánsson hét. Mikill isómamaður. Hann sá okkur fyrir nánast öllu sem við þurftum til húshalds og róðrar. Ég minnist þess að ég fékk lánaðar hjá hon- urn bækur sem ég las þegar ekki gaf til fiskjar. Þarna var engin verslun og þurfti að fara alla leið til Þórshafnar til þess. Ég fékk að fara með í þann eina verslunarleiðangur sem farinn var þetta sumarið. Það var það eina sern ég sá af landinu fyrir utan Gunnólfsvík þá þrjá mánuði sem ég var á íslandi. Þannig var það með flesta útróðarmenn á íslandi, þeir sáu lítið af landinu og kynntust fáu fólki ef þeir reru út frá afskekktum stöðum. - Hvað með matargerð og húshald, elduðuð þið sjálfir? - Það gerðum við sjálfir og ég verð að segja að þeir sem ég var með voru virkilega húslegir. Kosturinn var að vísu ekki fjöl- breyttur en hann var það sem hann var og dugði. Við drukkum svart te og kaffi. Stundum fengum við mjólk hjá Kristjáni til að hafa út í. Svo vættum við skonrokið okk- ar í kaffinu og smurðum með magaríni. Hrísgrjónagrautur var stundum á borðum með ögn af sýrópi í. Að heiman vorum við t.d. með spik, þurran fisk og skerpukjöt. Oft voru þorskhausar eða bara soðinn fisk- ur í hádegismat. Svo „ræstum“ við líka fisk. Á sunnudögum var alltaf smá tilbreyting í matargerð t.d. gerðar fiskbollur sem þóttu hreint góðgæti. Á sunnudögum var ekki róið. Þá var lesinn húslestur og sálmar sungnir. Á laugardögum var skúrinn þrif- inn, trégólfið skrúbbað vel, föt þvegin, stoppað í sokka o.fl. Þetta voru þrifnir og reglusamir menn. - Þið hafið ekki lent í neinum svaðil- förum á sjó þetta sumar? - Ekki var það nú sem betur fer að ráði. Við lentum að vísu einu sinni í mjög slæmu veðri og vorum hætt komnir en það fór allt vel. Það sem ég minnist einna helst frá þeim degi var að ég fékk slæmt rasssæri eftir róðurinn við þessar erfiðu aðstæður. Ekki heyrði ég hina tala um að þeir hefðu merkt neitt slíkt. En ég var ungur og „óharðnaður“. Annars var rasssæri vel þekkt meðal sjómanna sem stunduðu róður. Og undur var ég sár í hossanum þeg- ar róið var út næst. Svo var skyndilega kominn heimfarartími. Við fórurn heirn með gufuskipinu Grana. Auðvitað var farið í berjamó og tínt í boxin undan kleinunum og smákökunum sem við komum með að heiman. - Hittuð þið aldrei aðra færeyska út- róðrarmenn á Austurlandi? - Nei, það var lítið um það. Lífið gekk út á að veiða og aftur veiða. Þó vissi ég til að það þótti viðburður t.d. að fá bréf að heintan svona um almælt tíðindi veðrið og búskapinn. Fyrir kom að útróðrarmenn skrifuðu heim. Þekkt er sagan af manninum sem gjarna vildi skrifa konu sinni, en var ekki vel skriffær, fékk því vin inn til að skrifa fyrir sig á dönsku auðvitað. og sagði í lok bréfsins: „Kœra kone, kœre b0rn, jeg bor hos en gammel 0rn. Fjorden, den er fidd af is, fisken er sá lav i pris. Men kœra kone, vœr kun trpst, jeg skal komme hjem í hpst med et dampskip, som har post, for at bringe vetrarkost“. Þetta var súsum ekkert sældarlíf á ís- landi, ég kynntist engu fólki saknaði einskis og enginn saknaði mín. Ég var því undur feginn að koma heim aftur. Fyrir sumarkaupið mitt keypti ég síðan fyrstu ,.útlensku“ fötin sem ég eignaðist.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.