Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 Endanlegt markmið Endanlegt markmiö Weinbergers liggur þó ekki í A-Evrópu, heldur í Sovétríkjun- um sjálfum þar sem markmiðið er að afmá endanlega hernaðarógnunina þaðan. Það á að gera með hertu vígbúnaðarkapphlaupi, „að það verði Sovétríkjunum um megn að fylgja því eftir um leið og fyrri vopn þeirra verði gerð úrelt“.9j Þótt hið endanlega markmið Weinber- gers um hernaðarlegan sigur yfir Sovétríkj- unum sé hvergi nefnt, þá má lesa það út úr þessum orðum hans: „ef við notfærum okk- ur af skynsemi þá veikleika sem hið úrelta sovéska heimsveldi býr við, mun það fólk, sem nú byggir Sovétríkin í fyllingu tímans eiga eftir að lifa í friði með okkur...“.101 Þessar fjórar grundvallarforsendur kunna við fyrstu sýn að virðast hafa fá ný- mæli að geyma frá hendi bandarískra stjórnvalda, en í heild sinni mynda þær ógn- vekjandi heildarmynd: Hernaðarástandi skal þegar komið á í Bandaríkjunum og hervæðing Bandaríkjanna aukin stig af stigi þar til Sovétríkin hafa verið umkringd á öllum vígstöðvum og nauðbeygð af efna- hagsástæðum til þess að láta af hendi áhrifa- svæði sín - og fari svo að Sovétríkin svari á einhverjum tíma á einhverjum stað með hernaðaraðgerðum verði Bandaríkin að vera þess reyðubúin að sigra Sovétríkin á hvaða vígvelli sem er með öllum tiltækum ráðum. Stefnubreyting Klare segir að þessi stefna sé í grundvall- aratriðum önnur en ráðið hafi ferðinni frá því á dögum kalda stríðsins, og að hún hafi stóraukið hættuna á að til stríðsátaka komi á milli stórveldanna. Það er í rauninni erfitt að ímynda sé að Moskva horfi aðgerðalaus á „sérstakar hernaðaraðgerðir" bandarískra hersveita í A-Evrópu, eins og Weinberger hefur talað um. Klare nefnir sem dæmi, að stefna Reag- ans í gasleiðslumálinu hafi verið í samræmi við þessar grundvallarforsendur, en hins vegar sé stefna hans og Weinbergers sveigjanleg eftir því sem möguleikar leyfa á hverjum tíma. Þannig lýsi þeir sig fúsa til þess að taka upp samninga um takmörkun vígbúnaðar til þess að friða almenningsá- litið í Bandaríkjunum og Evrópu á meðan þeir stórauki framleiðslu og uppsetningu nýrra kjarnorkuvopna. „Bylting Weinbergers“ Klare segir að lýsa megi því sem hann kallar „byltingu Weinbergers" í stefnu- breytingu á eftirtöldum sviðum, sem átt hefur sé stað síðan Reagan kom til valda: I merkri grein, sem Michael Klare, bandarískur sérfræðingur á sviði hermála, ritaði nýlega í danska blaðið Information, gerir hann grein fyrir þeim grundvallarhugmyndum, sem hann telur að liggi að baki Bandarískrar utanríkisstefnu og lýsir jafnframt þeim breytingum, sem orðið hafi á grundvallarmarkmiðum Bandaríkjanna í stjórnartíð Reagans. Rekur hann hina breyttu stefnu einkum til áhrifamanna eins og Caspars Weinberger varnarmálaráðherra, en samkvæmt henni eiga Bandaríkin að sögn Klare að hverfa frá stefnu jafnvægis og friðsamlegrar sambúðar en mæta þess í stað veldi Sovétríkjanna á öllum vígstöðvum með það endanlega markmið í huga að eyða áhrifamætti þeirra í þriðja heiminum og A-Evrópu og „yfirkeyra“ þau í vígbúnaðarkapphlaupinu þannig að þau verði endaniega að lúta skilmálum Bandaríkjanna. í greininni vitnar Klare í fjölda heimilda er hann raðar saman til þess að fá fram heildarmynd af forsendum bandarískrar utanríkisstefnu. Ber þar mest á ræðum og ritgerðum Weinbergers og tilvitnunum op- inberra aðila í leynileg skjöl um grundvall- armarkmið í uppbyggingu bandaríska hersins. Þjóðviljinn birtir hér útdrátt úr greininni. Klare vitnar m.a. til ræðu er Weinberger flutti íNational Defence University 13. júlí 1981, þarsem hann sagði m.a.: „Við viljum vinna að langtímabundnum pólitískum og hernaðarlegum breytingum innan hins so- véska heimsveldis, er létta muni uppbygg- ingu á friðsamlegri og öruggari heimsskipan".') Klare telur að þær breytingar, sem Weinberger eigi hér við séu kannski fyrst og fremst að brjóta á bak aftur áhrifamátt So- vétríkjanna í A-Evrópu. Og til þess að ná Caspar Weinberger varnarmálaráðherra Bandaríkjanna er arkitekt ögrunarstefnu Bandaríkjanna í utanríkismálum að mati Michael T.KIare. Bandarísk utanríkisstefna Bylting Caspars Weinberger því marki þurfi Bandaríkin að stilla alla utanrfkisstefnu si'na inn á átök við Sovétrík- in á öllum sviðum. Þessi stefna móti ekki bara utanríkisstefnuna í heild sinni, heldur snerti hún einnig innanríkismálin eins og kemur fram í fjárhagsáætluninni til varnar- mála, sem Weinberger lagði fram í janúar sl., en samkvæmt henni skulu útgjöld til varnarmála aukin úr 182 miljörðum dollara árið 1980 í 326 miljarða dollara árið 1987.-’! Ein mikilvægasta heimildin um markmið utanríkisstefnu Weinbergers er skýrsla, sem ber yfirskriftina „Meginmarkmið hers- ins á fjárhagsárunum 1984-88“, og skjal frá Öryggisráði Bandaríkjanna sem Ronald Reagan undirritaði hinn 21. mai sl. Meginmarkmið Þótt „Meginmarkmið hersins...“ sé leynilegt plagg, þá hefur Hvíta húsið látið leka út einstök atriði er gefa til kynna hern- aðarleg meginmarkmið Bandaríkjanna. Þar er því haldið fram, að framtíðarstyrjöld við Sovétríkin muni væntanlega ná til fleiri heimsálfa og því verði Bandaríkin að vera við því búin að berjast gegn Sovétríkjunum á fleiri stöðum samtímis. Gengið er út frá því að slík átök muni annað hvort fara fram með hefðbundnum vopnum eða kjarnorku- vopnum og að þau muni annað hvort vara í skamman eða langan tíma, og því þurfi bandaríski herinn að vera viðbúinn öllum möguleikum. Því þurfi að fjölga stórlega í bandaríska hernum (um 53%) og koma á fót 8 nýjum flugvélamóðurskipum með til- heyrandi búnaði (aukning um 69%) og 14 meðaldrægar flugherdeildir.9 Þetta á að kosta um 2.5 biljónir dollara á næstu 6-7 árum, jafnframt því sem herskylda verður endurvakin á ný. Aukin útgjöld til hersins Þessi mikla aukning vígbúnaðar á sér ekki hliðstæðu frá síðari heimsstyrjöldinni, og því spyrja menn hvað það sé er kalli á þennan mikla vígbúnað? Klare kemst að þeirri niðurstöðu, að jafnvel þótt Bandaríkin vilji hræða Sovét- ríkin frá allri ævintýramennsku með því að sýna hernaðarstyrk sinn, þá dugi sú skýring ekki, sérstaklega ef tillit er tekið til þess, að Sovétríkin sitja föst í botnlausu feni í Afg- Þetta er í rauninni rökrétt framhald fyrri forsendu og hún leiðir til þess að Bandarík- in verða að vera þess búin að berjast á fleiri vfgstöðum - og þar sem Bandaríkin kunna að vera fáliðaðri í einhverjum heimshluta þá verða þau að vera þess reiðubúin að „gera gagnárásir á viðkvæma staði eins og Kúbu eða Víetnam“.5) 3) Eigi að vera mögulegt að mæta Sovét- ríkjunum á heimsmælikvarða er nauðsyn- legt að öll önnur markmið víki til hliðar. Hér er átt við að öll útgjöld ríkisins m.a. verði að víkja fyrir hernaðarútgjöldunum. Samkvæmt hugmyndum Weinbergers er hernaðarstyrkur Sovétríkjanna nú sú mesta ógnun sem Bandaríkin hafa nokkru sinni staðið frammi fyrir og „við erum nú komin langleiðina inn í hættulegasta áratug í sögu okkar... þar sem framtíð frelsisins er í veði... og séum við ekki þeirrar skoðunar að það sé fórnanna virði... munum við ör- ugglega glata því“.ój Flér er einnig átt við að eftirliti með víg- búnaðarkapphlaupinu, mannréttindum og viðskiptahagsmunum verði að fórna, þegar um það er að ræða að mæta Sovétríkjunum á heimsmælikvarða, - jafnvel þótt það muni kosta versnandi samband við banda- menn Bandaríkjanna. 4. Baráttan gegn útþenslustefnu Sovét- ríkjanna er stríð sem heyja þarf til enda, og markmið okkar getur ekki orðið neitt minna en algjör upplausn hins sovéska heimsveldis. Fyrri valdamenn i Bandaríkjunum hafa, segir Klare, reynt að leita leiðar til friðar í heiminum með slökun spennu og friðsam- legri sambúð. Weinberger og skoðana- bræður hans halda hins vegar að friður verði fyrst unninn þegar Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra hefur lánast að leysa hið sovéska heimsveldi upp og gj örsigra So- vétríkin hernaðarlega. Þetta á að nást fram fyrst með því að „umlykja þau svæði, þar sem Sovétríkin hafa hernaðarlega aðstöðu eða eftirlit" í þriðja heiminum og síðan eftir því sem spennan eykst á að vinna að því að gerð verði uppreisn gegn Sovétríkjunum í A-Evrópu.7j í „Meginmarkmiðum hersins" segir m.a. að „til þess að notfæra sér pólitíska efna- hagslega og hernaðarlega veikleika Var- sjárbandalagsins verði sérsveitir (þ.e. Green barrets og hliðstæðar sveitir) látnar taka til hendinni í A-Evrópu“.sj hanistan eru bundin með fjórðung herafla síns við kínversku landamærin og þurfa að halda stórum hluta herja sinna í viðbragðs- stöðu í A-Evrópu, þar sem alltaf geti dregið til tíðinda. Fjórar forsendur 1) Sovétríkin eru árásarsinnað stórveldi með útþensluáform sem nú eru í hámarki „Útþenslustefna Sovétríkjanna er komin á nýtt stig“, sagði Weinberger í Council of Foreign Relations í apríl sl. og benti þá sérstaklega á stöðu þeirra í þriðja heiminum. Klare segir að þótt þessi staðhæfing geti vart talist frumleg, þá stangist hún þó á við hugmyndir margra sem telji áhrifamátt So- vétríkjanna fara þverrandi. Þannig er haft eftir George Kennan, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, að hann „sjái enga þá sovésku ávinninga er nálgist það að jafna upp þau miklu áföll sem So- vétríkin hafi mátt þola eftir stríð: Júgósla- víu, Kína og EgyptalandVj 2) Hernaðarmáttur Sovétríkjanna nær nú til alls heimsins og við honum verður að bregðast í sama mæli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.