Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Áhrit myndbanda ábörn og ungiinga ofbeldismynda þar sem ofbeldið er framið einungis ofbeldisins vegna og í þriðj a lagi er algengt að það sé fegrað með einhverjum hætti, sett fram í hetjubúning og túlkað með jákvæðum hætti, þannig að áhorfand- inn fær samúð með helsta fólkinu sem myrðir og meiðir á báða bóga. En fyrst og fremst er það ofbeldið með raunveruleika- blæ sem virðist vera hættulegast fyrir áhorf- endurna11. Þessi tegund mynda er ný af nálinni eða hvað? Ekki voru Dracúla og Frankenstein skapaðar eftir þessum formúlum? „Nei, þeir félagar og ýmsir aðrir voru af gamla skólanum. Eldri hryllingsmyndir voru yfirleitt tiltölulega meinlausar og um- fram allt óraunverulegar, þannig að áhorf-| andinn átti nokkuð auðvelt með að skiija á milli draums og veruleika. Sama er að segja1 með ýmiss konar teiknimyndapersónur eins og t.d. Tomma og Jenna. Þar er ofbeldi vissulega til staðar, en það er ekkert sem bendir til að það hafi mikil og djúpstæð áhrif á krakkana sem horfa á. Þau gera sér allan tímann grein fyrir því, að þetta eru bara teiknimyndapersónur, dregnar upp með blýanti'*. Greinileg stéttaskipting Urðuð þið varir við einhverja ákveðna stéttaskiptingu í sænsku könnuninni? Horfðu krakkar úr einni starfsstétt meira á t.d. myndbönd en aðrir? „Það kom afar vel í lj ós að áhugi stráka úr verkalýðsstétt, var meiri en annarra. Einn- ig var einkennandi að þeim sem mest horfðu á myndbönd, þessum harða ca. 15% kjarna, sem horfði á allt upp í margar myndir á dag, gekk yfirleitt illa í skólanum. Það var alveg ákveðin fylgni á milli slæmra einkunna og mikillar setu fyrir framan sjón- varpstækið. Nú er erfitt að greina á milli orsaka og afleiðinga í þessu, en vegna þess hve nýlega myndbandavæðingin hélt inn- reið sína er áhrifanna á frammistöðu ung- linganna í skóla lítið farið að gæta. En víde- óið bætist við sem nýr þáttur sem lokar leiðum fyrir krakka sem standa sig illa í námi“. Frumskógarlögmálin ráða „Þessi ofboðslega sprenging sem hefur verið hér á íslandi hvað myndbandavæðing- una varðar er ekkert íslenskt sérfyrirbrigði. Svona hefur þetta verið allt í kringum okk- ur og þar er reynslan sú að vídeóið er komið til að vera - þetta er ekki stundarfyrirbrigði sem gengur yfir. Hins vegar sýnir reynslan okkur að áhuginn dvín og sjónvarpsglápið verður ekki eins ofboðslegt þegar frá dreg- ur. Um leið aukast kröfur áhorfendanna um betri gæði og meiri fjölbreytni í rnynd- vali. Þess vegna held ég að stór hluti af soranum sem núer til reiðu í myndbanda- leigunum hverfi smám saman og að leigjendur verði vandaðri að virðingu sinni. Það breytir ekki því, að löggjafinn á íslandi hlýtur að koma inn í myndina fyrr en síðar; en geri hann það ekki, uppskerum við margvísleg skaðvænleg áhrif hjá óhörðnuðum unglingum sem eytt hafa ailt of stórum hluta frítímans við að horfa á ómanneskjulegar myndir sem á skjánum kunna að birtast11, sagði dr. Elías Héðins- son félagsfræðingur að síðustu. -v. Kór Langholtskirkju_________________________ Flytur Jóla- óratoríuBachs Nú eigum við þess kost í fyrsta sinn hér á landi að heyra Jólaórat- oríu J.S. Bachs flutta óstytta. Svo er Kór Langholtskirkju fyrir að þakka. Hann flytur þctta heimsfræga tónverk í Langholts- kirkju dagana 28. og 29. des. nk. en vegna þess hve verkið er langt verður flutningi þess skipt á tvo daga. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20,30. Einsöngvarar með kórnum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sol- veig M. Björling, Michael Coldt- horpe og Halldór Vilhelmsson. Kammersveit annast undirleik en konsertmeistari er Michael Shelt- on. Stjórnandi er Jón Stefánsson. Sala aðgöngumiða er hafin og fer hún fram í Langholtskirkju, Tón- verkamiðstöðinni Freyjugötu og hjá Guðmundi Hermannssyni úr- smið Lækjargötu 2. Jólaóratorían verður flutt í hinu nýja kirkjuskipi Langholtskirkju. Eins og áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu efndi Kór Langholts- kirkju til svonefndra „Hitatón- leika“ nú í öndverðum desemb- ermánuði. Tilgangurinn með þeim var að safna fé til þess að kosta ORKUBÚ VESTFJARÐA Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í efni vegna 66 kV háspennulínu frá Mjólkárvirkjun til Tálknafjarðar. Útboðsgögn 101: Pressure treated wood poles. Verkið felst í að afhenda 620 fúavarða tré- staura. Útboðsgögn 102: Conductors and stay wire. Verkið felst í að afhenda 150 km af álblöndu- leiðara og 15 km af stálvír. Afhending efnis skal vera 1. maí 1983. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 18. janúar 1983. Útboðsgögn 101, kl. 11:00. Útboðsgögn 102, kl. 14:00. Tilboðum skal skilatil Línuhönnunar hf, verk- fræðistofu, Ármúla 11, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma og verða þar opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1,400 ísafirði og hjá Línuhönnum hf, verkfræðistofu Ármúla 11, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 22. desember 1982 og greiðist kr. 100 fyrir eintakið. Bach hitalögn í kirkjuna. Inn komu 210 þús. kr. og hefur kórinn nú afhent upphæðina' gjaldkera sóknar- nefndarinnar. Síðan hefur bráða- birgðahitalögn verið komið uppí kirkjunni. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.