Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Hömlulaus kjarnorkuvígvæðing. Þrátt fyrir stöðugt háværari kröfur almennings beggja vegna Atlantshafsins er Weinberger staðráðinn í að stórauka framleiðslu kjarn- orkuvopna á öllum sviðum: framleiða á nýja tegund langdrægra flugskeyta (MX), nýja tegund langdrægra flugskeyta fyrir kafbáta (Trident-II) og nýja tegund lang- fleygra sprengj uflugvéla (B-1) og koma upp þúsundum af nýjum stýriflaugum og Pershing-flaugum í Evrópu og víðar. Þá á að byggja ný sprengjuheld neðan- jarðarskýli fyrir bandarísk stjórnvöld og stjórnmiðstöðvar hersins. Þá á að framleiða 37 þúsund nýja kjarnorkusprengjuodda á næstu 5-10 árum og til þessa alls á að verja 150-200 miljörðum dala á sama tíma.") Vígbúnaðareftirlit. „Vígbúnaðareftirlit getur ekki með dulrænum hætti komið í stað vopna, það er öllu frekar ein af þeim aðferðum sem hægt er að beita til þess að gera hernaðarjafnvægið tryggara", sagði Weinberger í ræðu sinni í National Defence University. Weinberger vill því ekki nota samkomulag um gagnkvæmt vígbúnaðar- eftirlit sem aðferð til þess að stöðva vígbún- aðarkapphlaupið. Hann segir í ræðunni að Bandaríkin séu reiðubúin til þess að ganga til samninga um vopnaeftirlit af „varfærni og raunsæi", en það eigi að gerast samfara stóraukinni hergagnaframleiðslu. Óryggi Evrópu. Þótt varnir Evrópu séu áfram forgangsverkefni, þá er Evrópa nú aðeins ein af mörgum hugsanlegum vígvöll- um, þar sem Bandaríkjamenn munu taka þátt í stríði komi til átaka á milli stórveld- anna. Þetta þýðir að hinum Nató-ríkjunum er gert að leggja meira af mörkum til vígbún- aðar, og þau verða að játast undir hinar bandarísku hugmyndir um, hvernig Evrópa skuli varin. Þau verða að vera reyðubúin að taka við hlutverki bandarískra hersveita þurfi að senda bandarískar hersveitir frá Evrópu til annarra heimshluta. '2) Þá verða viðskiptahagsmunir V-Evrópu gagnvart A-Evrópu að víkja fyrir hinu efna- hagslega og tæknilega stríði gegn Sovétríkj- unum. Öryggi Mið-Austurlanda. Vegna hern- aðarlegs og efnahagslegs mikilvægis Persa- flóans hafa Bandaríkin reynt að vingast við hófsamari arabaríki og tekið undir nokkrar kröfur þeirra gagnvart ísrael. Klare segir að Weinberger stefni að aukinni hernaðar- samvinnu við þessi arabaríki (Saudi-Arabíu og Egyptaland) til þess að geta með skjót- um hætti sent þangað hersveitir, á meðan A-Asía, sem áður skipti meginmáli í banda- rískri utanríkisstefnu er nú komin i þriðja sætið. Hernaðaríhlutun í þriðja heiminum. I „Meginreglum fyrir herinn“, segir rn.a. að „endurvekja þurfi og efla (svokallaðar) sér- stakar aðgerðir, er geti orðið til þess að breiða út völd Bandaríkjanna á stöðum þar sem notkun hefðbundinna hersveita væri óheppileg eða óframkvæmanleg“.B) Þá hefur William Clark sagt að Bandaríkin verði að ganga út frá „möguleikanum á að nota bandarískar hersveitir til hjálpar bandamönnum" þar sem þeim er ógnað af leppum Sovétríkjanna eða skæruliðum er njóta stuðnings þeirra.131 Vopnasala og hernaðaraðstoð. „Hern- aðaraðstoð.. getur aukið varnarmátt bandamanna okkar án þess að til komi bandarískar hersveitir“, sagði George Clark í ræðu sinni í Georgetown, og þess vegna „áformum við stóraukið átak til þess að bæta þennan lífsnauðsynlega þátt í þjóð- legri varnarmálastefnu okkar“.13) Tetta eru þau megineinkenni sem Klare segir að einkennt hafi það sem hann kallar „byltingu Weinbergers“, til þessa. Hann segir að George Schultz utanríkisráðherra muni kannski sníða af henni einhverja van- kanta þar sem hún stangast á við atriði eins og mannréttindamál og viðskiptatengsl suðursins og norðursins, en hins vegar verði menn að leita til uppsprettunnar vilji þeir skilja utanríkis- og vígbúnaðarstefnu Bandaríkjanna - og hennar sé einmitt að leita hjá varnarmálaráðherranum í Pen- tagon, Caspar Weinberger. - ólg. endursagði 1) Caspar Weinberger: Rœða fluti á áttunda árs- fundinurn urn öryggisrnál við National Defence University 13. júlí 1981. 2) Sjá Herschel Kanler: The Reagan Defence Program. „Can it Hold Up?“, Strategic Review, vorið 1982, bls. 19-34. 3) The New York Times, 30. maí 1982. 4) George Kennan: „Two Views of the Soviet Problern", New Yorker, 2. nóv. 1982, bls. 55. 5) Rceða Weinbergers í Council of Foreign Relal- ions. 6) C. Weinberger: Rœða flutl í National Press Club í Washinglon D.C. 8. mars 1982. 7) Rceða Weinbergers í Council of Foreign Relat- ions. 8) Tilvitnun úr New York Times 30. maí 1982. 9) Tilvitnun úr sama. 10) Rceða Weinberger til Council of Foreign Re- lations. 11) Rceða Weinberger á National Defence Uni- versity. 12) Sjá Tlie New York Times 17. maí 1982. 13) William P. Clark: Rceða á Centerfor Slrategic and Inlernational Studies, Georgetown Univers- ity, Washington D.C. 21. maí 1982. Michael T. Klare er yfirmaður rannsókna í hernaðarpólilík við lnstitute for Policy Studies í Washington D. C. Hann hefurskrifað fleiri bœkur um hernaðarleg málefni. Fróðleiksmolar um kjamorkuvopn Kjarnorkusprengja er vopn sem springur við sundrun á frumeindakjörnum. Sprengj- urnar sem sprengdar voru yfir Hiroshima og Nagasaki voru af þessari gerð og var önnur þeirra úran-sprengja, þar sem úr- an-sameindum var sundrað, en hin plútóní- um-sprengja. Slíkar sprengjur eru þyngr og rúmtaksmeiri en vetnissprengjur miðað við sprengikraft. Vetnissprengja er vopn er myndar sprengingu við samruna frumeindakjarna. Notaðar eru vetnisfrumeindir sem hafa auka nevtrónu (deuterium) eða tvær auka nevtrónur (tritium). Sprengingu í vetnis- sprengju er komið af stað með lítilli kjarn- orkusprengju. Sprengjan veldur háum hita sem er nauðsynlegur til þess að kjarni henn- ar þjappist saman þannig að samruni frum- eindakjarnanna hefjist. Flestar vetnis- sprengjur hafa lag af úrani utan urn deutrium/tritium-kjarnann. Þegar samruni hefst í sprengjukjarnanum myndast kjarn- asundrun í úranlaginu. Þannig eru flestar vetnissprengjur þess eðlis að fyrst verður kjarnasundrun, síðan kjarnasamruni og síðan aftur kjarnsundrun í ysta laginu. Sé hins vegar ekkert úran-lag utan um kjarn- ann þjóta nevtrónurnar (nifteindirnar) óhindrað út, og þá er sprengjan kölluð nift- eindasprengja. Trúlega eru engin mörk fyrir því hversu öflug vetnissprengja getur verið, en gerðar hafa verið 50 megatonna sprengjur sem eru 4000 sinnum öflugri en Hiroshimasprengjan var. Megatonn. Sú hefð hefur myndast að rnæla styrkleika sprengja eftir því hversu mikið af hefðbundnu sprengiefni (TNT) þarf til þess að framkalla samsvarandi sprengingu. Þá eru notaðar einingarnar kíl- ótonn (þúsund tonn af TNT) og megatonn (miljón tonn af TNT). Væri einu „mega- tonni" af TNT komið fyrir á flutningalest mundi hún verða 480 km löng. í síðari heimsstyrjöldinni voru notuð urn 3,5 megatonn af sprengiefni. Bandaríkja- menn notuðu um 6 megatonn af sprengiefni í Víetnam. Samkvæmt upplýsingum Intern- ational Institute of Strategic Studies búa Bandaríkin nú yfir langdrægum kjarna- vopnum er nema 3.752 megatonnum. Birgðir Sovétmanna eru áætlaðar 6.100 megatonn. Sprengjan yfirHiroshima ertal- in hafa verið 12-13 kílótonn. MIRV (Multiple Independent Reentry Vehicles). Bandaríkin hófu framleiðslu eldflauga er gátu borið fleiri en eina kjarn- orkusprengju árið 1970 og Sovétríkin 5 ár- um síðar. Eldflaugar þessar eru eins og strætisvagn, sem setur út farþega á leiðinni. Sprengjurnar fara þá inn á braut sem beinir þeim að mismunandi skotmörkum. Skothæfni. Skothæfni er miðuð við þann radíus í hring, sem 50% sprengjanna falla frá ætluðu skotmarki. Nýjustu Minuteman III eldflaugarnar, sem eru langfrægar, hafa 220 metra skothæfniradíus. SS-19 og SS-18 eldflaugar Sovétmanna hafa 300 rnetra skothæfniradíus (heimild IISS). Meðaldræg (taktísk) kjarnorkuvopn eru þau vopn sem notuð eru til þess að varpa að nærliggjandi vígvelli á landi, í lofti eða á sjó. INF-vopn sem einnig eru kölluð meðal- dræg hafa dragkraft sem er yfir 1000 km og eru notuð til þess að skjóta aftur fyrir víg- línu óvinarins. Slík vopn eru t.d. SS-20 eld- flaugar Sovétmanna og F-lll sprengjuvél- ar Bandaríkjainanna. Langdræg (stratcgísk) kjarnorkuvopn. Bandaríkjamenn nota þetta hugtak um þau vopn, sem senda má á milli heimsálfa, þ.e. frá Sovétríkjunum til Bandaríkjanna og öf- ugt. Sovétmenn nota þetta hugtak hins veg- ar gjarnan um öll þau kjarnavopn, sem hægt er að senda yfir á landamæri óvinar- ins. Ef farið er eftir skilgreiningu Sovét- manna eru m.a. þau kjarnavopn sem Bandaríkin hafa á flugvélamóðurskipunum reiknuð með, og þá hafa Bandaríkin yfir að ráða 12000 langdrægum (strategískum) sprengjum, en sé farið eftir bandaríska mælikvarðanum eiga þeir nú um 9.268 slík- ar sprengjur (Heimild IISS). Þrískipting vopnforðans. Hinum lang- drægu (strategísku) vopnum stórveldanna er skipt í þrjá flokka: eldflaugar er fara heimsálfa á milli (ICBM), sprengjur sem bornar eru af flugvélum og sprengjur sem eru bornar af kafbátum. Kafbátarnir eru best varðir gegn skyndiárásum og Banda- ríkin geyma nú þegar 50% af kjarnorku- sprengjum sínum í slíkum bátum, á meðan 28% eru um borð í langfleygum sprengju- flugvélum og 22% eru staðsett á landi, jaar sem auðveldast er að eyðileggja þau með skyndiárás. Samsvarandi tölur fyrir Sovét- ríkin eru að 71% af þeirra sprengjum eru geymdar í eldflaugum sem staðsettar eru á landi, 25% eru í kjarnorkukafbátum og 4% um borð í flugvél sem er af gamalli gerð. ICBM (Intercontinental ballistic missile) er eldflaug, sem staðsett er á jörðu niðri og getur farið á milli heimsálfa. Eldflaugamót- orinn knýr höfuðið með sprengjunum inn- anborðs inn á ákveðna braut og sendir það síðan áfram að ákveðnu skotmarki. SLBM eru flugskeyti, sem skotið er frá kafbátum. Þeim er fyrst skotið af stað með loftþrýstingi og síðan kviknar á sjálfum mótornum. Carter Bandaríkjaforseti benti á það í ræðu hinn 23. janúar 1979, að ein- ungis einn bandarískur kafbátur með Pos- eidon eldflaugar innanborðs hefði nægilega margar kjarnorkusprengjur til þess að granda „sérhverri stórborg og meðalstórri borg í gjörvöllum Sovétríkjunum“. Banda- ríkin eiga nú 31 Poseidon-kafbáta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.