Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 Okkur þótti við hæfi að helga þetta aðfanga- dagsblað Pjóðviljans friðarmálum. Það er verðugt umhugsunarefni, nú um hátíðirnar, að valdsmenn heimsins, sem nú ráða yfir kjarnorkusprengjum er að sprengjumætti samsvara einni miljón Hiro- shima-sprengjum, skuli áforma að stórauka þetta vopnaforðabúr sitt. „Tilkoma kjarnorkunnar hefur breytt öllu nema hugsunarhætti okkar, og því stefnum við á vit meiri hörmunga en saga okkar kann frá að greina“, sagði Albert Einstein. Það er sögulegt hlutverk friðarhreyfinganna í heiminum að breyta hugsunarhættinum og stöðva vitfirringuna. Lesum hvað sérfróðir menn hafa um málin að segja. Edward M. Kennedy og Mark O. Hatfield: Stöðvun kjamcffkuvígbúnaðar Nýlega kom út í íslenskri þýöingu hjá Máli og menningu bókin Stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar eftir bandarísku öldungardeildarþingmenninaEdward Kennedy og Mark O. Hatfield. Bókin er einskonar greinargerð með tillögu þeirri sem þeir hafa lagt fyrir Bandaríkjaþing og nýtur þar mikils og vaxandi stuðnings. Bókin hefur jafnframt orðið eins konar stefnurit hinnar öflugu og sívaxandi friðarhreyfingar í Bandaríkjunum, en styrkur hennar sýndi sig best í síðustu áfangakosningum til þingsins þar sem fylgjendurtillögunnarreyndustí miklum meirihluta kjósenda í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem kosið var sérstaklega um þessa tillögu. Þjóðviljinn birtir hér kafla úr bókinni í þýðingu þeirra Jóns Guðna Kristjánssonar, Tómasar Einarssonar og Þrastar Haraldssonar. Inngangsorð bókarinnar Þann 10. mars 1982 kynntum við þingsályktunartillögu þar sem hvatt var til gagnkvæmrar og sannanlegrar kjarnorkuvopnastöðvunar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. í kjölfar hennar skyldu svo fylgja viðræður um verulega fækkun kjarnorkuvoþna. í Fulltrúadeildinni var tillagan borin fram af Edward J. Markey og Silvio O. Conte frá Massachusetts og Jonathan B. Bingham frá New York. Þegar þetta er ritað hafa meira en 190 þingmenn lýst sig fylgjandi tillögunni. Kennedy- Hatfield tillagan hefur nú þegar haft þau áhrif að þjóðin er sér meðvitaðri um þau örlagaríku mál sem kjarnorkuvopnaeftirlit og kj arnorkustríð eru. En í raun og veru er ályktunin afleiðing af grasrótarhreyfingu sem nær þvert yfir Bandaríkin. A blaðamannafundinum þar sem tillagan var kynnt stóðu við hlið okkar fulltrúar frá þeirri hreyfingu sem berst fyrir stöðvun, kirkjuleiðtogarog vopnaeftirlitssérfræðingar sem gera sér ljóst hversu brýnt er að leitað verði nýrra leiða til að stöðva sívaxandi kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup. Mikill fjöldi einstaklinga og samtaka af ýmsum toga hafa lýst yfir stuðningi við Kennedy- Hatfield tillöguna, þótt ekki tengist þeir allir þessu máli beint. Meðlimir þeirra samtaka sem berj ast fyrir óspj allaðri náttúru skilja t.d. að þeirra óskir og vonir geta ekki orðið að veruleika í kjarnorkuauðn. Forseti Landssambands kvenna gerir sér ljóst að þarna er um að ræða mál sem mestu skiptir fyrir allar lifandi verur. Stuðningur almennings við kjarnorkustöðvun hefurfarið hraðvaxandi um allt landið. Hundruð borgarafunda hafa ályktað þar um; borgarráð og löggjafarsamkomur einstakra ríkja hafa ályktað á svipaðan veg. f Kaliforníu verður kosið um þetta í nóvember nk. og í ýmsum öðrum ríkjum vinnur grasrótarhreyfingin að því að koma þessu á kjörseðilinn. Kennedy-Hatfield tillagan er eina tillagan sem liggur fyrir þinginu og hefur stuðning Fjóöarsamtakanna fyrir kjarnorkustöðvun. Orðalag hennar er hliðstætt því sem nefndirnar fyrir kjarnorkustöðvun í Massachusetts og Kaliforníu létu frá sér fara. Tillagan er skýrt og ákveðið ávarp sem sérhver þegn getur lesiðogsvarað.Textinnerauðskiljanlegur og ótvíræður: Þar sem mikilvægasta verkefni okkar í dag er að koma í veg fyrir að kjarnorkustyrjöld brjótist út, hvort sem er fy rir slysni eða af ásettu ráði; Þarsem kjarnorkuvopnakapphlaupið eykur háskalega hættuna á gjöreyðingu sem yrði hinsta styrjöld mannkyns; og Þar sem þörf er stöðvunar sem fylgt væri eftir með verulegri fækkun kjarnaodda, eldflauga og annarra árásartækja til að stöðva kjarnorkuvopnakapphlaupið og draga úr hættunni á kjarnorkustríði; Alykta Öldungadeild og Fulltrúadeild Bandaríkjanna á sameinuðu Þjóðþingi; 1. Að í þágu eftirlits með langdrægum vopnum skuli Bandaríkin og Sovétríkin nú þegar: a. stöðva kjarnorkuvopnakapphlaupið algjörlega. b. ákvarða hvenær og hvernig framkvæmd skuli gagnkvæm og sannanleg stöðvun er nái til tilrauna, framleiðslu og frekari dreifingar kjarnodda, eldflauga og annarra árásartækja og c. athuga sérstaklega þá gerð vopna sem fyrir hefur verið komið og ætla mætti að gerðu stöðvun erfiðari en ella. 2. í kjölfar þessarar stöðvunar skulu Bandaríkin og Sovétríkin gagnkvæmt og sannanlega fækka verulega kjarnaoddum, eldflaugum og öðrum árásartækjum. Miða skal við árlegan hundraðshluta eða aðra árangursríka tilhögun þannig að stöðugleiki aukist. Allan þann tíma sem við höfum starfað að stjórnmálum höfum við báðir tekið þátt í baráttunni fyrir vopnaeftirliti. Viö höfum rætt það við bæði bandaríska og sovéska forseta og barist fyrir því í Öldungadeildinni. Kennedy-Hatfield tillagan er síðasta skrefið í þessum stöðugu tilraunum. Þessi bók er ekki aðeins hugsuð sem innlegg í baráttunni fyrir kjarnorkustöðvun, heldur einnig fyrir þá þegna sem þátt taka í baráttunni. í bókinni eru ræddar áhættur og afleiðingar af kjarnorkustríði, takmarkaður árangur af vopnaeftirliti og hvernig það hefur misheppnast og hvernig barist skuli fyrir kjarnorkustöðvun. í níunda kafla er svarað þeim fimmtíu spurningum sem mestu skipta varðandi stöðvun. í þessari bók getur lesandi séð hvað muni gerast á hans heimaslóðum ef til kjarnorkustríðs kemur og hann getur komist að því hvað hann geti gert til þess að koma í veg fyrir það. Það er margt ógnvekjandi í þessari bók, en það er líka margt sem vonir vekur. Hættan er mikil, en möguleikinn á friðsamlegri þróun er jafnmikill. Það er trú okkar að þessi bók geti að minnsta kosti lagt þeirri þróun svolítið lið. Washington, D.C. 12. apríl 1982, Edward M. Kennedy Mark O. Hatfield

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.