Þjóðviljinn - 24.12.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Page 1
Aðfangadagur jóla 1982 Tvö blöðídag 36 SÍÐUR Þjóðviljinn óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla! Vetrarstörf í skógi Klippimynd eftir svissneska listamanninn Louis David Saugy Pú vaknar í myrkri og minnist í svefnsins rofum morguns á heiði í veiðimannskofanum þröngum á urðarhólnum við vatnið. Hver hefur vakið vin þinn og þig af draumlausum fastasvefni? Að utan ilmur af sumri og suð í flugum og sólin skaut ör inn um þakið. Pú vaknar í myrkri og minnist hve upp var risið, mjakað torfu úr dyrum og gáð til veðurs: faðir minn sœli og móðir! Pvílíkur morgunn! mistur á Skjaldarhœðum, álftir á víkinni, yfir grœnbryddum tjörnum gegnsœir andar svifu, gullfjöll risu upp úr þokunni. Að vakna við heimsfriðinn sjálfan um sumar á heiði: silfurþrœðir í grasi, vinátta milli ríkja; ófleygum unga góðsöm gulstörin skýlir, gangvegir fugla milli kyrrlátra síkja hlykkjast í broksins Hundraðrastaskógi. Að vakna í myrkri og minnast Að vakna við heimsfriðinn sjálfan Eftir Guðmund Böðvarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.