Þjóðviljinn - 15.02.1983, Síða 3
Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins
Samstarfinu stefnt í tvísýnu
Viljum nýjan vísitölugrundvöll,
en engar kjaraskerðingar
- Ég hlýt að harma að forsætis-
ráðherra skuli sjálfur ganga fram
fyrir skjöldu og tefla þessu stjórn-
arsamstarfi í tvísýnu með þvi að
leggja fram þetta frumvarp sem fel-
ur í sér að verðbætur á laun í mars-
mánuði verði teknar af launafólki,
sagði Svavar Gestsson formaður
Alþýðubandalagsins í viðtali við
Þjóðviljann í gær.
- Okkar samstarf í ríkisstjórn-
inni hefur verið gott sl. þrjú ár en í
þetta skipti lætur forsætisráðherra
undan kröfum landbúnaðarráð-
herra sérstaklega og viðskiptaráð-
herra Framsóknarflokksins.
Varpar skugga á sam-
starfið
- Þessi staðreynd varpar óneit-
anlega skugga á stjórnarsamstarfið
sem annars hefur verið farsælt til
þessa.
- A fundi miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins var gerð samþykkt
þar sem andstaða okkar við vísitöl-
ufrumvarp forsætisráðherra er
undirstrikuð. Ogerþarm.a. vitnað
til stjórnarsáttmálans þar sem
segir: „Ríkisstjórnin mun hins veg-
ar ekki setja lög um almenn laun
nema allir aðilar að ríkisstjórninni
séu um það sammála enda sé haft
samráð við samtök launafólks“.
- í fyrsta lagi er ljóst að ASÍ
hefur þegar mótmælt hinu nýja vís-
itölufrumvarpi forsætisráðherra.
Það samráð sem haft hefur verið,
leiðir af sér þessa afstöðu verka-
lýðssamtakanna, en áður hefur
ríkisstjórnin gripið til ýmissa efna-
hagsaðgerða án þess að verkalýðs-
hreyfingin hafnaði málum með
jafn afgerandi hætti og nú.
- í öðru lagi er í stjórnarsátt-
málnum kveðið á um setningu laga
og þó frumvarpið hafi nú verið lagt
fram og flutt er engan veginn ljóst
að það verði að lögum. Þvert á móti
bendir margt til þess að svo verði
ekki eða að frumvarpið taki svo
miklum stakkaskiptum að það geti
orðið viðunandi frá sjónarmiði
verkalýðssamtakanna.
Viljum nýjan
vísitölugrundvöll -
enga kjaraskerðingu
- Það er hins vegar ljóst og best
að það sé á hreinu strax, að Al-
þýðubandalagið samþykkir ekki að
launafólk verði svipt verðbótum á
laun í marsmánuði eins og frum-
varp þeirra forsætisráðherra og
sumra Framsóknarráðherra gerir
ráð fyrir.
- Spurt er hvort við Alþýðu-
bandalagsmenn viljum breytingar
á vísitölugrundvellinum. Svarið er
ótvírætt j ákvætt. Þar þarf mörgu að
breyta. En slíkar breytingar verða
að vera í tengslum við aðrar efna-
hagsaðgerðir og í samráði við
verkalýðshreyfinguna, því auðvit-
að er vísitalan ekkert annað en
Torkennilegur hlutur af himni yfir Austfjörðum:
Meirihluti sagði já
í réttarhöldum Lífs og lands í kosningum án tillits til búsetu?“ Jón E. Ragnarsson og dómsforseti
Gamla bíói á sunnudag, þar sem sögðu 7 kviðdómendur já, en 5 Gunnar G. Schram. Myndin er af
réttað var um spurninguna: „Telur nei. þvf þegar eitt vitnanna Halldór
dómurinn að atkvæði allra kjós- Sækjandi í rnálinu var Jón Blöndal alþingismaður var tekinn í
enda skuli vega jafnt í alþingis- Steinar Gunnlaugsson en verjandi gegn af sækjanda. -. Ljósm. eik.
„Birti skyndilega upp”
sagði einn sjónarvottur, Jóhann Sveinbjörnsson á Seyðisfirði
„Það var um kl. hálf níu í fyrra-
kvöld þegar ég var staddur í brekk-
unum sunnan við Seyðisfjörð og á
leið til bæjarins að skyndilega birti
upp allt í kringum mig og varð mun
bjartara en í bjartasta tunglsljósi.
Blossinn varaði í 2-3 sekúndur og
mér fannst eins og hluturinn sem
Egill Skúli Ingibergsson hefur
sagt starfl sínu sem framkvæmda-
stjóri Kísilmálmvinnslunnar hf.
lausu frá 1. maí nk.
Þetta kom fram á fundi stjórnar
sem haldinn var á Austurlandi sl.
lýsti svo mjög af félli í Seyðis-
fjörðinn“ sagði Jóhann
Sveinbjörnsson bæjargjaldkeri á
Seyðisfirði í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
„Mér varð auðvitað ekki um sel
og datt fyrst í hug að hér væri ein-
hver hluti rússneska gervitungl-
föstudag. A fundinum var fjallað
um kaup á ofnum og búnaði fyrir
verksmiðjuna svo og um umhverf-
ismál. í tengslum við fundinn var
sveitarstjórnarmönnum á Reyðar-
firði og Eskifirði gerð grein fyrir
framvindu málsins.
farsins á ferð en þá rifjaðist upp
fyrir mér að vart gæti hann verið á
ferð núna. Eftir á að hyggja finnst
mér einsýnt að hér hafi loftsteinn
verið á ferð“, sagði Jóhann enn-
fremur.
Nokkrir sjónarvottar voru að
þessu fyrirbæri á austfjörðum,
m.a. Andrés Filippusson á Dverga-
steini. Hann sá til hlutarins tals-
vert langt austur í hafi og þegar
hann var kominn á bak við ský út
við sjóndeildarhring virtist honum
sem sendingin splundraðist og af
urðu miklar eldglæringar.
„Hér á austfjörðum má oft sjá
loftsteina falla til jarðar ef skilyrði
eru góð, heiðskírt og bjart veður.
En þessi sending, hver sem hún
var, slær allt það út sem ég hef séð
hvað ljósaganginn áhrærir", sagði
Jóhann Sveinbjörnsson á Seyðis-
firði.
-v.
Egill Skúli Ingibergsson framkvæmdastjóri
Kísilvinnslunnar h.f.
Sagði upp starfi
Svavar Gestsson: Alþýðubandalag-
ið samþykkir ekki að launafólk
verði svipt verðbótum á laun í
marsmánuði.
kaup. Þeir sem vilja afnema vísitö-
luna vilja lækka kaupið en við vilj-
um laga vísitöluna til þess að hún
tryggi betur kaupmátt og jöfnun
lífskjara. Þessi var líka stefna ríkis-
stjórnarinnar þegar hún gekk frá
sínum efnahagsráðstöfunum í jan-
úar 1982 og þar var einnig gert ráð
fyrir endurskoðun verðlagskerfis
landbúnaðarins og sjávarútvegs-
ins. Og í yfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar í ágúst sl. var gert ráð fyrir
margs konar lagfæringum á efna-
hagskerfinu samhliða breyttum
vísitölugrundvelli.
- Við erum á móti því að leysa
efnahagsvandann með því að velta
honum öllum yfir á herðar launa-
fólksins í landinu. Við teljum að
launafólk hafi þegar tekið á sig
kjaraskerðingu og nú sé komið að
öðrum aðilum í þjóðfélaginu að
leggja fram sinn hlut.
- Það á að skera niður yfirbygg-
ingu og milliliðakerfið, draga úr
innflutningi og auka verðmæta-
skapandi framleiðslu.Ef verja á ís-
land gegn atvinnuleysi og kreppu
verða allir að leggja sitt af
mörkum.
Með þessum hætti er hins vegar
verið að efna til ófriðar í landinu og
á því er síst þörf eins og stendur.
Breytir engu um verðbólg-
una
- Vert er að benda á að þetta
vísitölufrumvarp forsætisráðherra
breytir engu um verðbólgu í
landinu og allir vita að stefnir í
kosningar eftir örfáar vikur og það
er eðlilegt að ný stjórn fjalli um
þessi mál í heild sinni. Flutningur
frumvarpsins er hins vegar til
ntarks um það sem koma skal - og
kjósendum því alvarleg viðvörun,
sagði Svavar Gestsson að lokum.
-óg
Borgin hefur hækkað fargjöld
SVR um 25%
Leitaði ekki
heimUdar
„Ég samþykkti þessa hækkun á
strætisvagnafargjöldum SVR í
borgarráði vegna þess að hún var í
takt við þá stefnu sem við höfum
fylgt um að hlutur farþeganna í
rekstri vagnanna færi ekki yfir
60%“, sagði Sigurjón Pétursson,
borgarráðsmaður Alþýðubanda-
lagsins í samtali í gær.
Borgarráð Reykjavíkur hefur
samþykkt að hækka strætisvagna-
fargjöld um 25% án þess að leita
heintildar Verðlagsstofnunar eins
og því ber. Verðlagsráð hafði á
fundi sínum samþykkt að heimila
25% hækkun á fargjöldum Stræti-
svagna Kópavogs og Landleiða og
jafnframt að Reykjavíkurborg
fengi sömu hækkun á strætisvagn-
afargjöld SVR, ef farið yrði fram á
slíkt. Borgaryfirvöld gerðu það
ekki heldur tilkynntu einhliða fyrr-
nefnda hækkun.
„Jafnframt gerði ég það að skil-
yrði fyrir mínu samþykki að hafin
yrði sala áskriftarkorta þegar í stað
og ég mun flytja um það sérstaka
tillögu í dag ef sala kortanna verður
ekki hafin þá“, sagði Sigurjón enn-
frernur.
„Ég vil taka það skýrt fram að
þegar við fjöllum um hækkunar-
beiðnir af hverju tagi sem nefnast í
borgarráði er einungis verið að
Sigurjón Pétursson borgarráðs-
maður: samþykkti 25% hækkun
því hlutur farþeganna í rekstri SVR
fer ekki yfir 60% markið.
taka afstöðu til hækkunarinnar
sjálfrar en ekki með hvaða hætti
hún er framkvæmd. Framkvæmdin
sjálf er tæknilegt atriði og við höf-
um hingað til getað treyst því að
þar væri farið að lögum í einu og
öllu“, sagði Sigurjón Pétúrsson að
síðustu. -v.
„Flóarharkaður" Þjóðviljans
Ný þjónusta við áskrifendur
Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóöviljans fengiö birtar smáauglýsingar sér
aö kostnaöarlausu. Einu skilyrðin eru aö auglýsingarnar séu stuttorðar og aö
fyrirtéeki eöa stofnanir standi þar ekki aö baki. Ef svo er, þá kostar birtinain
kr. 100,-
Hringiö i síma S1333 ef þiö þurfiö aö selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur
vantar vinnu, þiö hafiö týnt einhverju eöa fundið eitthvaö. Allt þetta og fleira til
a heima á Flóamarkaöi Þjoöviljans. ■■■■■■■■■■■■
DIOÐVILIINN