Þjóðviljinn - 15.02.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983
Stöðugt unnið að endurskipulagi lífeyriskerfisins:
er vandamál sem sjóðurinn á við að
glíma og verður að leysa hið
bráðasta ef ekki á illa að fara.“
Samræming réttinda
brýnasta verkefnið
en óraunhæft að
stofna einn
iífeyrissjóð fyrir
alla landsmenn,
segir Hrafn
Magnússon hjá
Samhandi
almennra
lífeyrissjóða, SAL
„Þær hugmyndir sem uppi
eru núna um nýskipan
lífeyriskerfisins í landinu
gangaekki útáeinn
lífeyrissjóö fyriralla
landsmenn, eins og
margir viröast halda aö
hljóti aö vera eina rétta
leiðin, heldurað komið
veröiáhiöallrafyrsta
samfelldu lífeyriskerfi fyrir
allastarfandi menn í
landinu. Þann mun sem
nú er á lífeyrisréttindum
þarf að jafna út og aö því
er unnið nú“, sagði Hrafn
Magnússon
framkvæmdastjóri
almennra lífeyrissjóða í
samtali við Þjóðviljann.
Rúmlega 60 ár eru nú liðin síðan
fyrsti lífeyrissjóðurinn var stofn-
aður, en það var Lífeyrissjóður
starfsmanna ríkisins sem var stofn-
aður með lögum árið 1920. Um líkt
leyti var Lífeyrissjóður barnakenn-
ara stofnaður og síðan fylgdu
nokkrir aðrir fljótlega í kjölfarið.
Eftir seinni heimsstyrjöldina
fjölgar lífeyrissjóðunum mjög og
stór vaxtakippur kom eftir 1960.
1970 var fjöldi þeirra orðinn 90 og í
árslok 1980 töldust starfandi 96 líf-
eyrissjóðir í landinu. Hjá nokkrum
sjóðanna er þó um sáralitla starf-
semi að ræða.
Mest varð fjölgun lífeyris-
sjóðanna með kjarasamningum
ASÍ og VSÍ í maí 1969. Þá var í
fyrsta skipti kveðið svo á um, að
stofnaðir skyldu almennir lífeyris-
sjóðir á félagsgrundvelli og skyldu
greiðslur þeirra hefjast 1. janúar
1970. Þetta ákvæði samninganna
hafði það svo í för með sér að öll
aðildarfélög Alþýðusambandsins,
sem ekki höfðu stofnað lífeyris-
sjóði, gerðu það frá og með 1. jan-
úar 1970.
Sú regla hefur gilt síðan 1974 að
öllum launamönnum er gert skylt
að eiga aðild að lífeyrissjóði og
með lögum sem þá tóku gildi var
jafnframt kveðið á um að atvinnu-
rekandi skyldi halda eftir 4% af
launum starfsmanna og leggja
sjálfur 6% á móti í lífeyrissjóð.
Með lögum frá 1980 náði aðildar-
skyldan að lífeyrissjóðunum til
allra starfandi manna, þar á meðal
til ,atvinnurekenda og þeirra sem
stunda sjálfstæða starfsemi.
Við spurðum Hrafn hvenær al-
mennar ellilífeyrisgreiðslur hæfust.
„Samkvæmt bótaákvæðum SAL-
sjóðanna er almennur lífeyrisaldur
70 ár en sjóðsfélögum er í sjálfsvald
sett hvenær á aldrinum 67 til 75 ára
þeir hefja lífeyristökuna. Þess má
geta að það er ekki skilyrði að
menn láti af starfi. Önnur regla
gildir hjá lífeyrissjóði ríkisstarfs-
manna en þar hefjast lífeyristökur
við 65 ára aldurinn. Hvað ríkis-
starfsmenn varðar þá er skilyrði að
þeir hætti vinnu hjá ríkinu en geta
auðvitað hafið störf annars staðar
án þess að réttindi þeirra skerðist.
Óg hvers konar lífeyrir er eink-
um greiddur?
„Svo að segja allir lífeyris-
sjóðirnir í landinu greiða fjórar
tegundir lífeyris, elli-, örorku-,
maka- og barnalífeyri. Bótaákvæði
eru afar misjöfn en þó einkum í
tvenns konar farvegi. Annars veg-
ar eru það sjóðir í Sambandi al-
mennra lífeyrissjóða (SAL) ásamt
nokkrum öðrum sjóðum með
hliðstæð bótaákvæði, alls 34 sjóðir
með um 63.000 starfandi sjóðfé-
laga en það er álíka stór hópur og
félagafjöldi ASÍ og BSRB til
samans. Hins vegar eru það 12
sjóðir sem fylgja að mestu leyti
bótaákvæðum Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins og þar eru 17.000
starfandi félagar. í þessum tveim
lífeyrisblokkum er langstærstur
hluti allra vinnandi manna í
landinu þannig að kjör manna eru
afar samræmd í þessum efnum ef
grannt er skoðað innan þessara
tveggja megin flokka lífeyris-
sjóðanna. Vandinn er hins vegar sá
að samræma lífeyrisréttindin miili
þessara tveggja flokka og að þeim
málum er nú unnið.“
Lífeyrisréttur
sjómanna
Þú talaðir um frávik. Geturðu
nefnt ákveðin dæmi?
„Þar er Lífeyrissjóður sjómanna
ágætt dæmi. Með lögum 1. júlí
1981 voru þeim sjómönnum sem
starfað höfðu 25 ár á sjó miðað við
180 lögskráningardaga á ári, að
meðaltali tryggð þau réttindi að
hefja töku lífeyris við 60 ára aldur.
Auk þess geta þessir sjómenn feng-
ið lífeyri frá Tryggingastofnun
ríkisins frá sama aldri og þeim er að
sjálfsögðu einnig heimilt að halda
störfum áfram ef þeir kjósa og að-
stæður leyfa. Sjómenn eru eina
stéttin sem hafa þessi sérréttindi.
Hitt er svo augljóst mál að þessi
sérréttindi stefna fjárhagslegri _
framtíð Lífeyrissjóðs sjómanna í
mikla óvissu og ef þetta réttinda-
kerfi sem lögin bjóða upp á, á að
geta verkað áfram er einsýnt að
annaðhvort verður að amk. tvö-
falda iðgjaldagreiðslur eða sækja
þennan kostnað í ríkissjóð að öðr-
um kosti, enda hefur Alþingi ein-
róma samþykkt þessa breytingu á
lögunum um Lífeyrissjóð sjó-
manna og ber: alla ábyrgð á fjár-
hagslegum afleiðingum þess. Þetta
Þetta leiðir hugann óneitanlega
að verðtryggingu lífeyrisins. Hve-
nær hófst hún?
„í kjarasamningunum 1969
sömdu Alþýðusamband fslands og
atvinnurekendur um að koma á fót
hinum svonefndu almennu lífeyris-
sjóðum verkalýðsfélaganna. í
kjölfar þessa samkomulags setti
svo ríkisstjórnin fyrstu lögin um
eftirlaun til aldraðra sem kváðu á
um það að hópur eldri félaga í
verkalýðshreyfingunni skyldi fá
réttindi umfram það, sem iðgjalda-
greiðslutími gat gefið tilefni til þar
sem lítið var eftir af starfsævi þeirra
manna eða henni jafnvel lokið. Ut-
gjöld þessi voru borin af Atvinnu-
leysis tryggingasjóði að 3A en rikis-
sjóði að 'U.
Með sívaxandi verðbólgu lækk-
aði stöðugt hlutfallið milli lífeyris-
fjárhæða samkvæmt lögunum um
eftirlaun til aldraðra og launa
manna í stéttarfélögunum, þar sem
verðtrygging lífeyrisgreiðslna var
mjög takmörkuð. Það var svo í
kjarasamningunum frá 1976 milli
samtaka launafólks og atvinnurek-
enda, sem úr þessu var bætt til
bráðabirgða með því að lífeyris-
greiðslur voru samræmdar verð-
bótum á laun tvisvar á ári. Þetta
samkomulag frá 1976 hefur svo
verið endurskoðað tvisvar og verð-
trygging lífeyris hefur því aukist
jafnt og þétt á undanförnum
árum.“
Lánin vaxa fljótlega
En hvað lána lífeyrissjóðirnir
mikið af sínu fjármagni út til
sjóðfélaga og annarra?
„Sjóðfélagar njóta forgangsrétt-
ar til lántöku úr lífeyrissjóðunum
og heimilt er að láta eftirlifandi
maka njóta þess forgangsréttar til
lántöku sem látinn sjóðfélagi átti.
Samkvæmt lögum eru svo lífeyris-
sjóðirnir skuldbundnir til að kaupa
verðtryggð skuldabréf fjárfesting-
alánasjóða fyrir 40% af ráðstöfun-
arfé sínu og þar af skulu lífeyris-
sjóðir ASÍ kaupa af íbúðalauna-
sjóðunum fyrir 20% af sínu ráð-
stöfunarfé, en Byggingasjóður
verkamanna stendur t.a.m. undir
byggingum Verkamannabústaða.
Frá og með miðju ári 1979 fengu
lífeyrissjóðirnir heimild til að lána
sjóðfélögum sínum verðtryggð lán
tengd lánskjaravísitölu. Þetta ger-
ir það smátt og smátt að verkum að
lánin eiga eftir að vaxa á næstu
árum. Hið sjóðsmyndandi lífeyris-
kerfi, sem við búum við, býður
upp á mjög mikinn kerfisbundinn
sparnað og því má búast við, að
vegna vaxandi innistæðna
sjóðanna í kjölfar ávöxtunar í sam-
ræmi við verðbólgu, verði á næstu
árum hægt að stórhækka lífeyris-
sjóðslánin til almennra félaga, en
þau nýtast almennt sem fjármögn-
un íbúðarhúsnæðis í Iandinu.“
Víða brotalamir
Hvaða hópa telur þú Hrafn vera
verst á vegi stadda varðandi rétt til
bóta úr lífeyrissjóðunum og al-
menna tryggingakerfinu?
„í því sambandi held ég að verði
sérstaklega að nefna menn sem
verða öryrkjar á unga aldri. Á
þeim aldri er tekjuþörfin mest af
eðlilegum ástæðum en áunnin rétt-
indi úr lífeyrissjóðunum takmörk-
uð vegna stutts tíma á vinnumark-
aðinum. Þeir fá vissulega örorku-
bætur og tekjutryggingu frá Trygg-
ingastofnun en að samanlögðu er
aldrei um að ræða nema tiltölu-
legar lágar ráðstöfunartekjur mið-
að við almenna tekjuþörf ungs
fólks.
Annan hóp má nefna sem eru
konur sem skilja við maka sinn en
hafa alla sína starfsævi unnið á
heimilinu og því ekki greitt 1 líf-
eyrissjóð. Það er ekki ákvæði um
það í reglugerðum lífeyrissjóða að
skipta beri ellilífeyri makans í
tvennt við skilnað, sem þó væri
eðlilegt þar sem iðgjaldagreiðslur
hafa verið teknar af sameiginlegu
ráðstöfunarfé beggja. í þeirri
nefnd sem er að endurskoða líf-
eyriskerfið eru einmitt uppi hug-
myndir um að úr þessu verði bætt
og hægt verði að skipta ellilífeyris-