Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 1
DIODVIUINN Floknum tækjabúnaði hefur verið komið upp á Reykj a víkurflug- velli og gera menn sér vonir um það að viðhald á vélum Fiugleiða færist allt meira inn í landið. Sjá 14 ■ 1 1 .................. ... —..... Raforkusamningurinn við Alusuisse gildir í 45 ár febrúar 1983 föstudagur 44. tölublað 48. árgangur Nær ekki að greiða upp maimvirkm við Búrfell Forystumenn Sjálfstæðisflokksms hafa fanð með blekkingar til að fegra álsamningana Þvert ofan í það sem haldið hefur verið fram, til þess að fegra ál- samningana, nægja tekjur Lands- virkjunar af raforkusölu til ál- versins í Straumsvík ekki til þess að greiða upp kostnaðinn við Búrfells- mannvirkin á öllu samningstíma- bilinu, 1969 tii 2014. Þessi athyglisverða staðreynd kemur fram í fylgiskjölum með frumvarpi þingmanná Alþýðu- bandalagsins í neðri deild um ein- hliða hækkun raforkuverðs til ál- versins. Utreikningar Verkfræði- stofnunar Háskóla Islands leiða í Ijós að á föstu verðlagi og miðað við eðlilega ávöxtun fjár nægja áætl- aðar tekjur af raforkusölu til ÍSAL ekki til að greiða upp Búrfells- ntannvirkin á ölluni samnings- tímanum, 45 árum. A fyrstu 26 ár- unum er núvirði gjalda af Búrfells- mannvirkjunum og tekna frá ISAL neikvætt um hvorki meira né minna cn 26 milljón dollara. ÍSAI. notar nálægt 90-95% af orkuframleiðslu Búrfellsvirkjunar og því hefur verið lialdið frant af Morgunblaðinu og Geir Hallgríms- syni að tekjur af rafmagnssölu til ISAL greiði allan kostnað lands- manna af Búrfellsmannvirkjunum á 19 áruni. Niðurstaðan af þeim útreikningum sem Verkfræðistofn- un llí hefur gert sýnir hinsvegar að ekki næst upp í kostnað við Búr- fellsnuuinvirkjun á öllum gildis - tinia raforkusamningsins, 45 árum. ■ckh Sjá 3 Tvöföldun raforkuverðs til ísal Gjörbreytt afkoma hjá Landsvfrkjun Þingnienn Alþýðubandalagsins í neðri deild lögðu í fyrradag fram frumvarp um cinhliða hækkun raf- orkuverðs til ísal.. Megininntak frumvarpsins er liækkun á raforku úr 6.45 mills í 12.5 mills á kílóvattstund, sem er um hclmings hækkun. Þá er einnig gert ráð fyrir því að ef ekki hafa náðst samningar við Alusuissc um raforkuverð fyrir næstu áramót hækki verð á raforkunni upp í 15- 20 mills. Þessi hækkun, sem yröi ef frum- varpið yrði að lögum, myndi auka tekjur Landsvirkjunar um u.þ.b. 180 milljónir kr. á ári. Þetta þýðir að með þessari hækkun gæti Landsvirkjun Iátið sér nægja ná- lægt 25% hækkun það sem eftir er ársins, en ef ekki verður farið í hækkun á raforku til ísal þarf Kúabúin arðsömust Búreikningar 1981 sýna, að með- al fjölskyldutekjur bænda hækk- uðu frá árinu áður um 40%. Á sama tíma hækkaði framleiðslu- kostnaðurinn hinsvegar um 70%. Þetta kom fram í ræðu Ásgeirs Bjarnasonar, formanns Búnaðar- félags íslands við setningu Búnað- arþings. Kúabúin, - en stærð þeirra hefur aukist um 50% á síðasta áratug, - komu betur út en blönduð bú, en sauðfjárbúin sýndu lakasta afkomu og hafa enda aðeins stækkað um 10% á síðasta áratug. Skulda- aukning varð meiri en aukning eigna. „Búreikningar sýna, að grund- völlur fyrir hagkvæmum rekstri í bæði sauðfjárrækt og nautgripa- rækt byggist fyrst og fremst á mjög góðu og miklu heimafengnu fóðri og nýtingu náttúruauðæfa lands- ins. Notkun á erlendum rekstrar- vörum, eins og kjarnfóðri og vél- um, ber að stilla í hóf ef bændum á að takast að halda svipuðum tekj- um með minni framleiðslu en áður“, sagði Ásgeir Bjarnason. - mhg Landsvirkjun að hækka raforku til almenningsveitna um hartnær 100% á árinu til að vinna upp halla- rekstur sinn. Þetta myndi þýða að í árslok 1983 væri verð til almenn- ingsveitna orðið 7 sinnum hærra en 'verðið til ísal, en eðlilegt er talið að stóriðja greiði um 65% af verði til almenningsveitna. Þá liggur það einnig ljóst fyrir, að tvöföldun raforkuverðs til Isal í 12.5 mill út þetta ár og í 20 mill næstu þrjú ár myndi nægja til að lækka erlendar skuldir Lands- virkjunar um ca. 40% og erlendar skuldir þjóðarinnar í heild um ein 11%. Tvöföldun orkuverðs nú og þre- földun síðar er því beint hagsmuna- mál hverrar fjölskyldu, sem raf- orku kaupir og þjóðarbúsins í Áætlaðar meðaltekjur vísitölufjölskyld- unnar í febrúar eru um 27.000 krónur. Nýlega lauk með dómssátt máli í Þýskalandi þar sem raforkuvcr greip til einhliða aðgerða gagnvart samningi við álver Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, ásamt nokkrum forráða- mönnum SÁÁ á byggingasvæði hinnar nýju sjúkrastöðvar samtakanna. Framkvæmdir hófust 14. ágúst siðastliðinn og eru nú því sem næst hálfnaðar. Ljósin. - eik. Vigdís skrifaði uppá fyrsta gjafabréfið í gær undirritaði forseti íslands, frú Vígdís Finnbogadóttir fyrsta. gjafabréfið sem SÁÁ, Samtök áhugamanna uni áfengisvarnir hafa gefið út í stóru upplagi, og hratt þar með af stað landssöfnun sem hefur að markmiði að koma sjúkramiðstöð SÁÁ í gagnið fyrir árslok. Það fé sem safnaðist í happ- drætti því sem SÁÁ stóð fyrir í fyrr a er nú að mest.u uppurið og þarf annað átak til að sjúkrastöðin geti risið. Því hefur SÁÁ ráðist i útgáfu á gjafabréfum sem send munu verða ölluin karlmönnum í landinu frá 30 - 70 ára að verðgildi 1800 krónur. Gefst þeim kostur á að grciða það í fimm greiðslum með fyrsta gjalddaga 5. júní 1983 og síð- asta gjaiddaga 5. júní 1984. Frjálst framtak hefur tckið að sér að standa að söfnun þessari. Þegar Vigdís Finnbogadóttir heimsótti byggingasvæði SÁÁ við Grafarvog í gær voru röskir fimm mánuðir síðan hún tók fyrstu skóflustungu að sjúkrastöðinni. Hún lét þau orð falla að það væri sitt metnaðarmál að sjúkrastöðin risi sem fyrst og óskaði þess að henni fylgdi gæfa íslensku þjóðinni til handa. Áætlað er að sjúkrastöðin geti tekið við um 60 sjúklingum í einu og verði búin fullkominni aðstöðu bæði fyrir vistmenn og starfsfólk. Áætluð stærð gólfflatar- er 2500 fermetrar. Þess má geta að sjúkra- stöð SÁÁ sem nú er rekin að Sil- ungapolli er orðin alltof lítil, en hún tekur 30 manns í einu og langur biðlisti fólks sem þarf að komast að. —hól. Landbúnaðarráðherra Varar við fækkun - Á Búnaðarþingi fyrir einu ári síðan hafnaði ég því að gera að op- inberri stefnu hugmyndir sem skotið höfðu upp kolli um stórfellda fækkun sauðfjár í landinu, sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings. Og ráðherrann bætti við til stuðnings þessu áliti sínu: - Ég er enn sömu skoðunar. Ég tel enn að við höfum nægileg tilefni til þess að reyna frekar á markaðs- möguleika okkar erlendis áður en við tökum stefnuna í þá átt, að miða sauðfjárframleiðsluna ein- ungis við innanlandsþarfir. í raun og veru má framleiðsla bænda í hefðbundnum búgreinum ekki dragast meira saman en orðið er sauðfjár fyrr en nýjar búgreinar og aðrar tekjuöflunarjeiðir hafa skotið fast- ari rótum og veitt meira öryggi en þegar er orðið. í þeim héruðum, sem samdrátturinn hefur orðið mestur, hygg ég að verulega sjái á í fjárhagsafkomu bændastéttarinnar og þar með öryggi byggðarinnar, sagði landbúnaðarráðherra. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.