Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. febrúar 1983 Ráðstefna Landssamtakanna Þroskahjálpar: Maríanna Friðjónsdóttir í ræðustól. framhaldsnám fatlaðra vantai, en í 11. gr. frumvarpsins er opnuð leið til uppbyggingar framhaldsnáms fyrir þessa nemendur. Jafnframt skorar ráðstefnan á menntamála- ráðuneytið að sjá til þess að þegar verði hafist handa við að móta stefnu og unnið verði að undirbún- ingi þess að koma til móts við þörf- ina fyrir framhaldsmenntun fatl- aðra. Ráðstefnan bendir einnig á að nauðsynlegt sé við upbyggingu framhaldsnáms fatlaðra að gæta þess vandlega, að allir hljóti mennntun sína á jafnréttisgrund- velli, einnig að þeim nemendum, sem ekki ná tilskildum árangri á grunnskólaprófi, sé tryggð kennsla við sitt hæfi innan framhalds- skólans. Að lokum vill ráðstefnan beina þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðuneytisins, að það styðji þau úrræði og nýti þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi innan framhaldsskólanna og minnir á að einstaklingar sem náð hafa 18 ára aldri eiga rétt á fram- haldsnámi þótt þeir hafi ekki lokið grunnskólaprófi." -ast „GRUNNSKÓLI - HVAÐ SVO?“ var yfirskriftin á ráðstefnu, sem Landssamtökin Þroskahjálp héldu þann 22. janúar síðastliðinn. Var þar fjallað um framahaldsmenntun fatlaðra og fullorðinsfræðslu. Ráðstefnan var fjölsótt og voru fluttir margir fyrirlestrar um ástandið meðal hinna ýmsu hópa fatlaðra barna. Fólk á ráðstefnunni taldi al- mennt nauðsynlegt að fylgja nein- endum eftir þegar grunnskólanámi lýkur og gera þyrfti ráð fyrir stuðningstímum í framhaíds- skólum. Bent var m.a. á þá mögu- leika.sem fjölbrautarskólarnir gæfu til framhaldsnáms fyrir fatl- aða, en um leið var þess getið að samkvæmt lögum og reglugerðum fyrir þessa skóla mega þeir ekki taka við öðrum nemendum en þeim sem lokið hafa grunnskóla- prófi. Reyndin hefur þó orðið sú, að sumir fjölbrautaskólarnir hafa sniðgengið þessa reglugerð og tekið upp sérstakar námsbrautir fyrir þroskahefta (Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi) eða veitt þeim aðgang að almennu námi í skólanum. Voru fyrirlesarar sam- mála um, að það hefði gagnkvæmt uppeldislegt og samfélagslegt gildi að flytja sérkennslu sem mest út í hinn almenna skóla og nýta þannig þá möguléika, sem nú þegar eru fyrir hendi. Rík áhersla var lögð á að mörk- uð yrði heildarstefna í framhalds- menntun og fullorðinsfræðslu fatl- aðra, en víða ríkir algert stefnu- leysi í þeim málum. Bent var á míkilvægi þess fyrir þjóðfélagið að gera sem flesta hæfa til starfa og minnt var á ákvæði grunnskólalag- anna, sem tryggja öllum jafnan rétt til náms, þótt misbrestur hafi þar orðið á. Að lokum var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Ráðstefna Landssamtakanna Proskahjálpar, sem haldin var á Hótel Loftleiðum 22. janúar 1983 skorar á hæstvirt Alþingi að sam- þykkja hið bráðasta frumvarp til laga um framhaldsskóla. Ráðstefn- an bendir á, að málum er nú þannig háttað, að allt heildarskipulag fýrir Ráðstefnu Jafnréttisráðs um stjórnmálaþátttöku kvenna sóttu hátt í eitt hundrað manns og voru konur þar í yfirgnæfandi meirihluta. Hér sést hluti ráðstefnukvenna. - (Ljósm. -eik-). Mótuð verði stefna í framhaldsskólamálum »> „Við skulum hins vegar ekkigangaþess gruflandi, að hugmyndirþessar eru ekkiþar með úr sögunni. Pærmunu endurvaktar eftir kosningar og þá ríður á aðfull samstaða sé meðal launafólks um að hrinda atlögunni“. Aðför að launamönnum Enn skal lagt til atlögu við launin í landinu. í nafni verð- bólguvandans. í þetta skípti ríður forsætisráðherra á vaðið með dyggum stuðningi hluta samráð- herra sinna með frumvarpi til laga um nýtt viðmiðunarkerfi á laun. Samtök launafólks, sem hafa marglýst sig reiðubúin til að taka þátt í gerð nýs viðmiðunar- kerfis, hafa mótmælt þessu harð- lega. Þarna er nýtt viðmiðunar- kerfi ekki kjarni málsins, heldur ný þung skerðingarákvæði um laun. Ber þar hæst að lengja á verðbótatímabilið úr þremur mánuðum í fjóra, ekki á að taka tillit til breytinga á verðskrám orku- og hitaveitna og síðast en ekki síst á að afnema breytingar á kaupgjaldsvísitölu, sem verða vegna breytinga á niðurgreiðsl- um og óbeinum sköttum. Kaupgjaldsvísitala - framfœrsluvísitala Það hefur komið fram í um- ræðunni um þettamál, að munur- inn á framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu er ekki nægi- lega vel afmarkaður í hugum manna. Þannig fjallar frumvarp þetta ekki nema að Iitlu leyti um framfærsluvísitöluna. Framfærsluvísitalan mælir verðhækkanir út frá tilteknum grunni, sem nú er miðaður við neyslukönnun, sem gerð var á ár- unum 1964-’65. Framfærsluvísi- talan mælir seni sagt hækkun á ákveðnum vörutegundum í á- kveðnu magni, sem fundið var í þessari neyslukönnun. Þegar við segjum að verðbólgan sé t.d. 50%, þá eigurn við við að fram- færsluvísitalan hafi hækkað um 50%. Kaupgjaldsvísitalan er liins vegar samningsatriði á hverjum tíma og ber að hafa í huga, að þó hún taki breytingum á samning- um eða lögum, þá hefur það eng- in áhrif á framfærsluvísitöluna, sem heldur áfram að mæla verð- hækkanir í landinu óháð því hve mikið kaupgjaldsvísitalan er skert. Kaupgjaldsvísitalan tekur semsagt aðeins mið af fram- færsluvísitölu, en frávikin geta verið umtalsverð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær skerðingar á kaupgjaldsvísitölu, sem felast í frumvarpinu. Þær hafa verið tí- undaðar rækilega. Þessi orð hér eru fyrst og fremst sett á blað til að benda á atriði, sem ekki hafa komið fram í umræðunni. Lánskjara- vísitalan Það gengur enginn þess grufl- andi hve hækkandi vextir og ten- ging lána við lánskjaravísitölu hefur valdið ungu fólki, sem er að koma sér upp húsnæði, þungum búsifjunt. Þar hafa verkamanna- bústaðir ekki getað bætt um nema að mjög takmörkuðu leyti. Með þessu frumvarpi er verið að leggja enn eina byrðina á herðar þessa fólks - nái frumvarpið og þá einkum og sér í lagi n'iðurfell- ing breytinga á óbeinum sköttum og niðurgreiðslum frant að ganga. Lánskjaravísitala er samsett af framfærsluvísitölu að tveimur þriðju og byggingavísitölu að ein- um þriðja, þ.e.a.s. hún hækkar, ef þessar vísitölur hækka. Ef frumvarpið yrði samþykkt, þá rnundu minnkun niðurgreiðslna og/eða hækkun óbeinna skatta verða til þess að: 1) Framfærsluvísitala (verð- bólga) hækkaði 2) Kaupgjaldsvísitala héldist ó- breytt (kaupmáttur minnkar) 3) Lánskjaravísitala hækkaði þ.e.a.s. skuldabyrði íbúða- byggjenda stækkaði á sama tíma og kaupmáttur launa þeirra rýrnaði sbr. 2). Hér er semsagt höggvið tvisvar þar sem síst skyldi. Hugsum okkur að ákvæði frumvarpsins um breytingar á niðurgreiðsium og óbeinum sköttum yrði samþykkt. Hugsum okkur síðan að niðurgreiðslur yrðu felldar niður og óbeinir skattar og gjöld hækkuðu um 5%. Áhrifin yrðu lauslega áætlað miðað við gildandi grundvöll sem hér segir: Framfærsluvísitala hœkkar um tæp 9%. Kaupmáttur launa minnkar um rúmlega 8%. Lánskjaravísitala hœkkar um rúmlega 6%. Og hér er aðeins tekið tillit til ákvæðisins um niðurgreiðslur og óbeina skatta. Til varnar Til allrar hamingju virðist, er þetta er ritað, að frumvarpið nái ekki fram að ganga. Við skulum hins vegar ekki ganga þess grufl- andi, að hugmyndir þessar eru ekki þar með úr sögunni. Þær munu endurvaktar eftir kosning- ar og þá ríður á að full samstaða sé meðal launafólks að hrinda at- lögunni. Frumvarp þetta felur í sér, að stjórnvöld geta ráðskast með kaupmáttinn að eigin geð- þótta óháð samningum launa- fólks. Með þessu er ekki aðeins verið að skerða kjörin, heldur verið að gera tilraun til að kné- setja sjálfan samningsréttinn. ÞÁÐ MÁ ALDREI VERÐA. Reykjavík, 21/2 ’83 Björn Arnórsson er hagfræðing- ur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Björn er menntaður í fræðum sínum frá Svíþjóð. Hann hefur tekið virkan þátt í félags- málastörfum og pólitík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.