Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. febrúar 1983 Bridge Spil 30 var slemmu „sving" og aftur til Jóns Hjalta, sem haföi nú tekiö 17 impa forystu í leiknum. Næsta spil vakti mikinn fiöring meöal áhorfenda: S gefur / NS á hættu: Norður S AKD5 H AK108542 T A L 4 Vestur Austur S G97 S 1043 H D7 H G963 T K954 T D72 L Kd96 L A107 Suöur S 862 H - T G10863 L G8532 Þegar spilið birtist á skerminum sást aö Sigurður og Valur höfðu neytt færis til hins ýtrasta: Suöur Vestur Noröur Austur pass pass 1 L pass 1 T pass 2 H pass 2 Gr. pass 3 S pass 4 S pass 6 S pass/hr. Lokasögn noröurs, sem í fljótu bragöi sýnist mjög djörf, er í rauninni sjálfsögö ef vel er aö gáð. Þó þekki ég ekki hvort 2 grönd suðurs neita fjórum spilum í spaða, en býst tæpast viö aö svo sé. Hvaö um þaö xxxx - Gxx - xxx i spaða, í versta falli virðist slemman 50%, ef suöur á síðast talda spaöann. Það kom því I raun ekki á óvart, aö Jón- Símon fetuöu nákvæmlega sömu leið i slemmuna. I leik Ólafs-Egils „fann" vestur tígul- opnun á hrökin og afleiðingin eftir þvi. Noröur doblaði og Jón Alfreðs. í austur fann náðarstunguna: 1-H! Úttekt náöist ekki. Á hinu borðinu valdi suður að sítja i doblinu. Vafasöm, en þó réttlætanleg á- kvöröun. 300 til N/S. Skák Karpov að tafli - 102 Þeir Semion Furman og Efim Geller, aöalþjálfarar og aðstoðarmenn Karpovs I einvíginu viö Spasskí höföu greinilega lagt til málanna að Karpov gerbreytti byrjana- kerfi sínu. Karpov sagði síðar að þegar áskorendaeinvigin hófust hafi hann orðið þess áskynja að byrjanirnar voru fáar og ekki ýkja hættulegar. Hann breytti því til þegar einvígið við Spasskí hófst. Þegar i 2. einvígísskák beitti hann byrjun fátæka mannsíns, Caro — Kann vörn. Niöurstaöan varö jafntefli eftir 17 leiki. 3. skák var lista- vel tefld af beggja hálfu... 8 7 6 5 4 3 2 1 Karpov - Spasskí 29. ... Rf5! (Fantaleikur. Eftir 30. ex(5 e4! er staöan mjög óljós. Líkt og Capablanca og Fischer sniðgengur Karpov óljósar flækjur og leikur...) 30. Bxg5! Rd4 31. bxc5 Rxc5 32. Hb6 Bf6 33. Hh1 + ! Kg7 (III nauðsyn. Hvítur vinnur létt eftir 33. - Kg8 34. Hxd6!) 34. Bh6+ Kg8 35. Bxf8 Hxf8 36. Hxd6 Kg7 37. Bd1! - og Karpov með skiptamun yfir, vann stuttu síðar og jafnaði metin. Þess má geta að reglur kváðu á um að sá ynni einvígið er fyrr sigraði í fjórum skákum. Félag forrœðislausra feðra stofnað „Sérlega ráð- gefandi samkoma” Hinn 8. mars 1843 kom út kon- unglegur úrskurður um endur- reisn Alþingis, samkvæmt fyrir- hcitum, sem um það höfðu verið gefin 20. maí 1840. Dönsku stctt- aþingin höfðu fjallað um málið og voru einkum þrjú atriði, sem þar var ágreiningur um: 1. Hvort gefa ætti tilskipunina út sem bráðabirgðalög, sem Alþingi gæti breytt ef það kysi er það kæmi saman í fyrsta sinn. Hvort íslenska skyldi ein- göngu töluð á þinginu. Hvort umræður skyldu fara fram í heyranda hljóði eða ekki. Niðurstaða þessara bollalegg- . inga varð þessi: Að tilskipunin yrði ekki gefin út sem bráðabirgðalög heldur sem endanleg ákvörðun, sem mætti þó síðar breyta ef ástæða þætti til. —■- ^ 2. 3. Þannig var umhorfs á Hólavallatúni um 1840. Myllan í baksýn. Að íslenska skyldi töluð á þing- inu en konungsfulltrúa þó heim- ilt, ef hann þyrfti þess með, að nota dönskuna. Heimilt væri honum og að fá sér aðstoðar- mann, sem hjálpaði honum til að skilja íslenskuna. Að umræður færu ekki fram í heyranda hljóði. Fyrir þeirri á- kvörðun voru færð þau rök, að áheyrendur myndu aldrei verða nema fáir og nógsamlega væri komið til móts við þá, sem fylgj- ast vildu með þingstörfum, að gefa þingtíðindin út á prenti. Samtímis úrskurðinum var gef- in út konungleg tilskipun „um skipun sérlegrar ráðgefandi sam- komu fyrir ísland, er á að nefnast Alþingi". Fól hún í sér fyrirmæli um tölu þingmanna, kosningarétt og kjörgengi, kjördæmaskipun og kjörfundahald, störf þingsins, kosningu embættismanna þess og nefnda, meðferð mála, atkvæða- greiðslur o.fl. Voru lög þessi í öll- um meginatriðum sniðin eftir lögunum um dönsku „Umdæm- astöndin". Ekkert jafnrétti meðan brotið er á karlmönnum þegar deilt er um yfirráðarétt, segir einn stofnenda, Kristinn Grétar Jónasson Þó að jafnréttisumræða seinni tíma hafi að mestu leyti beint at- hygli sinni að stöðu konunnar í samfélaginu, þá hafa ýmis öhnur mál sem tengjast réttlætiskröfum karla fengið kröftuga umræðu. Karlmenn hafa þolað að gengið sé á þeirra hlut þegar til kasta kemur vegna hjónaskilnaðar eða sambandsslita. Þegar barist er, í þess orðs fyllstu merkingu, um umráðarétt yfir börnum, er stað- an harla ójöfn. Samkvæmt upp- lýsingum Hagstofunnar hafa börn farið til mæðra í nær 99% tilvika þegar um skilnað er að ræða. Þær tölur spanna yfir tíma- bilið 1961-’81, en tölur yfir árið 1982 eru ekki handbærar. f þeim undantekningartilvikum, sem konur fá ekki umráðarétt yfir börnum sínum, er það yfirleitt af ástæðum tengdum geðrænum kvillum ellegar ef um eiturlyfja- sjúklinga er að ræða. Þess ber auðvitað að geta að lángoftast tekst samkomulag um þetta at- riði, en ef um ósætti er að ræða getur slíkt haft hinar verstu af- leiðingar. Nokkrir einstaklingar, sem hafa í hyggju að stofna félagsskap sem þeir nefna Félag forræðis- lausra feðra, vilja meina, að langt sé í land í átt til jafnræðis í þessum efnum. Ekki einasta fái konan nær undantekningarlaust forræði barna sinna, heldur er því í sumum tilvika svo farið, að um- gengnisréttur er mjög af skorun skammti. Stundum gefst feðrum enginn kostur á að hitta börn sín og dómar hafa fallið sem meina feðrum aðgang að börnum sínum. í tilkynningu sem stofnendur hinna fyrirhuguðu samtaka FFF, hafa sent frá sér, segir að til- gangur félagsskaparins sé „... að ná fram þeim rétti sem karlmenn hafi hingað til ekki haft ... því fram að þessu hefur ætíð verið gengið á rétt karlmanna". Jafnrétti ekki hér meðan brotið er á karlmönnum Einn aðalhvatamaður að stofnun samtakanna FFF er Kristinn Grétar Jónasson. Hann hefur persónulega reynslu af þessum málum og sú reynsla varð m.a. til þess að hann fór að beina kröftum sínum til þess að stofna samtök sem bætt gætu stöðu karl- manna. Hann var spurður hvað unnið væri með slíkum sam- tökum: „Þegar ég fór af stað með þess- ár hugmyndir mínar, mestmegnis af éigin þrjósku, þá taldi ég ein- faldlega að með því að koma á fót félagi, sem berðist fyrir auknum réttindum karla á þessu sviði, þá væri mun meira gagn gert, heldur en að hver væri að puða í sínu horni. Upphaflega skrifaði ég í DV og óskaði eftir félagsskap, og stóð ekki á viðbrögðum. Ég hygg að þeir séu í kringum 20 sem standa að stofnun þessara sam- taka, en það er þó auðvitað ekki nema lítið brot af þeim stóra hópi karla sem eiga rétt sinn að sækja. Stofnfundurinn verður haldinn 19. mars næstkomandi.“ - Nú ert þú einn aðalhvata- maður að stofnun félagsins. Hvað kemur til að þú leggur á þessa braut? „Það munu vera tvö ár frá því að ég skildi við fyrrverandi konu mína. Við áttum tvö börn saman, en einnig átti hún tvö börn frá fyrra hjónabandi. Ég fór fram á að fá forræði allra barnanna, bæði okkar og hennar, og má kannski segja að það hafi verið mín mistök í þessum málum. Ég lagði það til grundvallar þegar ég fór fram á að fá forræði allra Kristinn Grétar Jónsson: „Spurning um jafnrétti“ barnanna, að þeim sem konan átti úr fyrra hjónabandi hefði ég gengið í föður stað að einu og öllu leyti. Faðir þeirra kom aldrei til að heimsækja þau. í kjölfar þess- arar málaleitanar færðist mikil harka í þessi mál. Umráðaréttur- inn var dæmdur konunni í vil, og í eitt ár fékk ég ekki að sjá börnin, jafnvel þótt ég fengi í hendurnar hreinan og kláran lögfræðiúr- skurð. Þetta viðkvæma deilumál kom svo til kasta Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar, en menn geta auðveldlega séð í hendi sér hvílíkur aðstöðumunur það er þegar annar aðilinn fer með börnin í viðtal en hinn ekki. Þegar spurt er um hvar barnið eða börnin vilja vera eru satt að segja allar líkur á að þau svari fylginaut sínum, föður eða móð- ur, í vil. Þessi mál breyttust svo til betri vegar og nú er fyrirkomu- lagið þannig að ég fæ að sjá börn- in á milli kl. 13 og 19 annan hvern sunnudag." - Er mikið um það að feður hafi ekki umgengnisrétt við börn sín? „Margir þeir sem hafa verið í óvígðri sambúð fá ekki að um- gangast börn sín og hvað forræði varðar þá er sjaldnast nokkur spurning um það hver fær barnið. Því má ekki gleyma að um ára- mótin 1981 - ’82 var lögum breytt og eiga þau lög að bæta rétt karl- manna, en ég get ekki séð að þau hafi 'í reynd breytt svo miklu. Rétturinn er allur konunnar megin.“ Kristinn Grétar sagði í lok samtalsins að Félag forræðis- lausra feðra væri samtök sem væru til þess að koma á réttlæti og jafnrétti sem svo margir berðust fyrir í íslensku þjóðfélagi. Hann kvaðst vonast eftir sem bestum undirtektum við stofnun fé- lagsins. Stofnfundurinn verður sem áður segir þann 19. mars næst- komandi, en fundarstaður verður auglýstur síðar. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.