Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. febrúar 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfulélag Pjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Krístín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglysingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Einhliða hœkkun raforku er sjálfsögð • Allir þingmenn Alþýðubandalagsins í neðri deild hafa lagt fram frumvarp um einhliða hækkun á raforku til álversins í Straumsvík. í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að hækka skuli raforkuverð til álversins úr 6.45 mill á kílówattstund í 12.5 mill, en það er um helmings hækkun. Petta þýðir hækkun úr u.þ.b. 12.6 aurum í 24.4 aura á hverja kílówattstund. • Hér er um mjög mikilvægt mál að ræða, hagsmunamál fyrir hvert heimili í landinu sem kaupir rafmagn dýru verði, hagsmuna- mál fyrir Landsvirkjun, sem hefur þurft að hækka raforku langt umfram almennar verðhækkanir, sakir gjafverðsins til ísal, og hagsmunamál fyrir allt þjóðarbúið, því ef frumvarp þetta yrði að lögum mundum við færast stórum nær því marki að fá eðlilegan hagnað af auðlindum okkar. • Það er eðlilegt að gripið sé til ráðstafana af því tagi sem hér um ræðir, aö hækka raforkuna með einhliða aðgerðum. Saga samn- inga við Alusuisse sýnir okkur svo ekki verður um villst, að ák- veðni og málafylgja eru nauðsynlegar forsendur árangurs. Það er í rauninni sorglegt að líta yfir þá samskiptasögu og sjá hvernig við íslendingar vorum hlunnfarnir í samningum bæði 1966 og 1975. Þannig virðist hin sérstæða samningatækni Alusuisse, að koma með viðbótarkröfur á lokastigi samninga, hafa skilað árangri í bæði skiptin sem við þá var samið. Þessari sömu þvermóðsku og óbilgirni hafa þeir haldið uppi í þeirri samningalotu, sem staðið hefur nú yfir um skeið, ekki verið til viðtais um neina ieiðréttingu á raforkuverði, nema að þeir fengju eitthvað annað í staðinn, sem gerði meira en að bæta þeim upp það sem þeir kynnu að láta af hendi með hækkuðu rafmagnsverði. Það er á þessum grundvelli sem þingmenn Alþýðubandalagsins jeggja til að gripið verði til einhliða aðgerða og rafmagnsverð til ísal hækkað um helming með lögum. • Með þessu er þó engan veginn verið að loka á samninga við Alusuisse um raforkuveröið. I frumvarpinu er fjallað sérstaklega um það, að hækkun frumvarpsins gildi þar til samningar hafa náðst á milli deiluaöila, þó þannig að þeir samningar taki mið af eftir- töldum atriðum: raforkuverði, sem álver annarsstaðar í heiminum greiða, framleiðslukostnaði raforku hér á landi, heimsmark- aðsverði á áli og þeirri grundvallarstefnu að raforkuverð til stór- iðjufyrirtækja megi ekki valda hærra verði á raforku til almennings en ella hefði orðið. Þá eru einnig í frumvarpinu sett tímamörk á samninga við Alusuisse, þannig að ef ekki hafa náðst samningar um raforkuverð fyrir 1. janúar 1984 skal raforkuverð einhliða hækkað upp í 15-20 mills á kílówattstund. • En er það löglegt að hækka raforkuverð til stóriðju einhliða með löggjöf? Af lögfræðilegum greinargerðum sem fylgja frumvarpinu verður ekki betur séð en að Alþingi hafi fullan rétt til að leiðrétta orkuverðið í samningi ísal og Landsvirkjunar er þingið telur að forsendur verðákvæðisins séu brostnar. Þetta er efnisleg niður- staða tveggja lögfræðilegra álitsgerða sem fylgja með frumvarp- inu. Er önnur samin af íslenskum lögfræðingi, Þorgeiri Örlygs- syni, sem hefur aflað sér framháldsmenntunar í alþjóðarétti, hin er samin af Charles J. Lipton, prófessor í alþjóðarétti og ráðgjafa ríkisstjórna og alþjóðastofnana á sviði samninga milli ríkja og fjölþjóðafyrirtækja. Framlagning þessa frumvarps á Alþingi er því á engan hátt lögfræðilegt gönuhlaup heldur eindregin hagsmuna- gæsla fyrir íslands hönd. • Það er margt líkt með þeirri ákvörðun að hækka raforkuverðið til erlendrar stóriðju með einhliða aðgerðum og útfærslu landhelg- innar í 50 mílur fyrir áratug. Þá tóku íslendingar þá ákvörðun að færa landhelgina út með einhliða aðgerðum og neituðu að láta binda sig af landhelgissamningum við Breta og V-Þjóðverja frá 1961. Þeir voru margir sem á þeim tíma kölluðu einhliða útfærslu landhelginnar ævintýrapólitík, sem koma myndi okkar í koll. En þjóðin þekkti sinn vitjunartíma og stóð einarðlega að baki þeim, sem gæta vildu hagsmuna hennar. Því vannst sigur í landhelgismá- linu og einhliða aðgerðir okkar sköpuðu fordæmi sem af mörgum er talið eitt það mikilvægasta sem íslendingar hafa lagt til alþjóða- mála. • Nú reynir enn á samstöðu þjóðarinnar. Nú reynir á að staðið sé við bak þeirra sem gæta vilja þjóðarhags. Úrtölumenn ýmsir munu á næstunni halda því fram að með einhliða aðgerðum varðandi raforkuverð sé farið inn á hættulega braut. Þeim þarf að svara með sama hætti og gert var þegar landhelgin var færð út í 50 sjómílur. eng. klippt Hagstœður samanburður Þátturinn á hraðbergi í sjón- varpinu á þriðjudagskvöldið vakti mikla athygli, enda áhugi meiri á pólitík í íandinu en marg- ur hyggur. Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins sat fyrir svör- um þriggja spyrjenda en þar á meðal var einn beint frá Morgun- blaðinu. Ósjálfrátt bera áhorf- endur þennan þátt saman við þættina þarsem formenn hinna flokkanna hafa komið fram. í því ljósi er auðvelt að skilja sárindi, reiði og hamagang Morgunblaðs- ins í gær. Staksteinar hefur þar Svavar og Alþýðubandalagið gjörvallt á hornum sér - einsog 'vera ber. Áróðurs- meistarar Staksteinar segir að Svavar hafi farið „á kostum við það í sjónvarpsþættinum á harðbergi á þriðjudagskvöld að staðfesta tví- skinnung Alþýðubandalagsins og tvöfeldni í öllum málurn". Segir Staksteinar að málflutningur Svavars einsog annarra flokks- brodda Alþýðubandalagsins hafi einkennst af „takmarkalausu lýð- skrumi". „Þeir forðast kjarna málsins en þyrla upp ryki með málæði og handapati að hætti gamalreyndra áróðursmeistara“. Hin dulda aðdáun í pistli Staksteinars kennir aðdáunar sem brýst fram úr þeím bælda stíl sem íhaldsskríbentar tileinka sér. Dæmi um þessa duldu aðdáun: „Hitt er svo annaö mál að Svavar var ólíkur sjálfum sér, að því leyti að hann talaði hrokalaust og án ofstækis". Og síðar segir Staksteinar: „Og eftir að flokksformaðurinn hafði talað eins og hríðskotabyssa til að skjóta fyrirspyrjendur og áhorf- endur í kaf, glotti hann við tönn..“ Svavar Gestsson. Glotti við tönn, segir Mogginn. Geir Hallgrímsson. Grámugga i pólitíkinn býður tæpast upp á táp og fjör. Hvernig fer Geir á kostum? Þessi skrif Staksteinars skiljast enn betur ef lesandinn setur nafn- ið Geir Hallgrímssori í stað Svav- ars - og þá sér maður hvers Mogginn saknar: Geir Hallgríms- son fór á kostum í gærkvöld. Hann skaut fyrirspyrjendur og áhorfendur í kaf með meistara- legum hætti. Þessi alþýðlegi áróðursmeistari sveiflaði sér frá einu málinu til annars á örskots- stundu - með svörin á reiðum höndum. Formaðurinn svaraði spurningunum einsog hríðskota- byssa og sjaldan hefur jafn líf- legur stjórnmálamaður og hnytt- inn komið fram í sjónvarpsþætti. Og þannig mætti spinna áfram samkvæmt óskhyggju Morgun- blaðsins. En þau huggunarorð mega falla, að grámugguleg pólitík býður tæpast upp á táp og fjör talsmanna í fjölmiðlum. Spurninga saknað í þessum annars ágæta þætti, saknaði maður spurninga sem þó lágu nokkurn veginn beint við Svavari. Hann var ekki spurður ítarlega um þjóðfrelsismálin, álmáliðogheldurekkium skipu- lagsbreytingar á Alþýðubanda- laginu. Allt eru þetta þó mál sem eru í umræðunni í þjóðfélaginu og eðlilegt hefði verið að inna Svavar eftir. Fréttamennirnir náðu að spyrja einum 30 sinnum á 50 mínútum - og ekki stóð á svörunum. Það er hins vegar greinilegt að uppi er mjög ólíkt mat á því hvað sé fréttnæmt og forvitnilegt hjá formönnum flokkanna. í þessu sambandi er einnig vert að minnast þess, að Geir Hall- grímsson var ekki spurður um veru sína í Bilderberg, klúbbi voldugustu manna hins vestræna heims, nær hann var á hraðbergi. Það hefði áreiðanlega ekki orðið skammhlaup í hríðskotabyssunni við svoddan spurningu. Ekki frekar en fyrri daginn. - óg Þeir báðu mig Geir og Guðmundur Það er ekki á Albert Guðmundssyni að skilja í Morg- unblaðinu í gær, að hann hafi ver- ið valinn af þúsundum stuðnings- manna til að vera í fyrsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins við næstu jjingkosningar í Reykjavík: „Albert Guðmunds- son skýrði frá því að það hefði orðið að ráði með þeim formanni Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall- grímssyni og Guðmundi G. Garðarsyni formanni Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, að Albert leiddi kosningabaráttuna í Reykjavík sem efsti maður á listanum". Til að undirstrika að hér sé ein- ungis um vilja þeirra Geirs og Guðmundar að ræða segir Al- bert: „Mér ber að sjálfsögðu skylda til að gegna þeim trúnað- arstörfum sem meðframbjóðend- ur treysta mér til að inna af hendi“. Verslunarráðið rœður för í Sjálfstœðisflokki Albert Guðmundsson er sér- staklega málefnalegur í þessu viðtali. Þannig má finna hár- beittar þjóðfélagslegar skýr- greiningar á borð við þessa: „Sjálfstæðisflokkurinn er og verður sverð og skjöldur þjóðar- Ekki tekur verra við þegar þessi leiðtogi íhaldslistans tekur að reifa lausnirnar við efnahags- vandamálunum: „Ég er sann- færður uin að baráttuhugurinn mun hrífa fólk til fylgis við flokk- inn. Kosningabaráttan er hafln. Við stefnum, frá orðum til at- hafna“. Albert Guðmundsson er stjórnarmaður í Verslunarráði fs- lands. Það ráð sendi frá sér bæk- ling með þessu nafni: Frá orðum til athafna. Og hvað haldið þið lesendur góðir að sé að finna þar annað en nýja leiftursókn gegn lífskjörum. Það er stefna Sjálf- stæðisflokksins sem og Verslun- arráðs íslands. Það er ekki verra fyrir kjósendur að fá þessa vís- bendingu frá efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við næstu kosningar. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.