Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. febrúar 1983 Nýtt vidgerdarverkstæði fyrir flugieiðsögu- og fjarskiptatæki á Reykjavfkurflugvelli Úr viðgerðarherberginu. Þangað inn kemst ekkert loft nema það sem hefur farið í gegnum þrjár tegundir af lofthreinsisíum. Loftið endurnýjast tuttugu sinnum á klukkustund. Stefnum að því að fá erlend verkefni segir Kristján Tryggvason deildarstjóri - í hverju felst breytingin frá gömlu aðstöðunni? „Hún felst aðaliega í tvennu. Annars vegar nýjum og fullkomn- um tækjum til að yfirfara og gera við þau tæki sem við erum hér að fást við og hins vegar í auknu hrein- læti en það er geysimikilvægur þáttur í viðgerðum eins viðkvæmra tækja og flugleiðsögu- og fjar- skiptatæki flugvéla eru. Til að skýra það betur út í hverju hreinlætið felst. þá kemst enginn maður inn á verkstæðið án þess að hafa til þess sérstakan lykil. Það þarf að fara í gegnum tvennar dyr til að fara inn í þau tvö herbergi þar sem viðgerðirnar fara fram og það er ekki hægt að opna þær báðar í einu. Það er haft þannig til að varna því að ryk komist inn en við erum hér með geysifullkomið loft- ræstikerfi til að koma í veg fyrir rykmyndun. Allt loft sem fer inn í viðgerðar- herbergin fer í gegnum þrjár teg- undir af síum og það er stöðugur yfirþrýstingur á ioftinu þannig að það verða tuttugu loftskipti í her- bergjunum á klukkutíma, það er að segja loftið endurnýjast tuttugu sinnum hverja klukkustund. Hér er einnig stöðugt hita- og rakastig óháð veðri. Svo eru hér tvö borð þar sem unnið er við eftirlit og viðgerðir á tækjum og þar er þetta hreina loft í herbergjunum enn látið fara í gegnum síur þannig að þar er loftið enn hreinna eða hefur minna ryk í sér en loftið í herberg- inu sjálfu. Aðstaða til viðhalds og viðgerða á mælitækjum flugvéla, siglingartækjum og fjarskiptatækjum hjá Flugleiðumá Reykjavíkurflugvelli hefur verið endurnýjuð og er nú mun.betri en hún hefur verið áður. Endurbótum er ekki fulllokið enn, unnið verður við það áfram á næstu mánuðum að viðhaldsþjónustan geti fengið alþjóðlegan staðal og viðurkenningu bandarískra flugmálayfirvalda. Þjóðviljinn brá sér niður á Reykjavíkurflugvöll fyrir helgi til að kynna sér þetta nánar. Kristján Tryggvason deildarstjóri sýndi blaðamanni hina nýju aðstöðu. Hæðarmælirinn reyndur og prófaður. Kristján Tryggvason deildarstjóri. Til að skýra út hvað þetta hrein- læti þýðir í raun þá er í venjulegu andrúmslofti margar miljónir ryk- agna í hverju rúmfeti í herbergjun- um og við borðin sem ég minntist á áðan er hlutfallið komið niður í tíu þúsund rykagnir í hverju rúmfeti. Það þarf svo náttúrulega ekki að taka hað fram að það eru engir opnanlegir gluggar til staðar. Þetta er gert vegna þess að ryk hefur mikil áhrif á mælitækin í flugvélun- um og það er augljóst að þau þurfa alltaf að vera í besta lagi sem mögu- legt er“. - Hverju breytir svo þessi nýja góða aðstaða? „Hún breytir því að við kornum til með að geta yfirfarið og gert við tæki sem við gátum ekki áður, þau varð þá að senda út til viðgerða. Við sækjum um það til flugmálayf- irvalda í Bandaríkjunum að fá þessa aðstöðu viðurkennda en sú viðurkenning gerir okkur það kleift að sækja okkur verkefni frá erlendum flugfélögum. Það sem gert er við hér innanlands er ekki nóg til þess að í þessu sé stöðug vinna allt árið og við ætlum að vinna upp dauðan tíma með því að fá verkefni erlendis frá“. - Getið þið þá gert við öll þau tæki sem eru í vélum Flugleiða? „Nei það eru örfá tæki sem við getum ekki gert við. T.d. „Gyro“ tæki sem sýnir halla flugvélarinnar um þrjá ása gerum við ekki við hér og komum ekki til með að gera, aðallega vegna þess að þær viðgerðir krefjast gífurlega dýrrar menntunar og dýrra tækja“. - Hvenær byrjuðuð jþið á að koma þessari aðstöðu upp? „Við byrjuðum á því í ntars í fyrra og byrjuðum að vinna hér fyrir tveimur vikum. En vinnan er ekki enn fullkláruð, það á eftir að koma fyrir hillum og geymslum og sum þeirra nýju og fullkomnu tækja sem hingað eru komin eru ekki enn komin í notkun. En þess verður ekki langt að bíða“. -kjv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.