Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 16
DIODVIUINN Föstudagur 25. febrúar 1983 Aðaisími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og ertt blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsimi Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgrelöslu 81663 890 aldraðir bíða eftir íbúð hjá borginni Verra ástand en nokkru slnnl Næsta bygging eftir 3-4 ár! Biðlistar aldraðra eftir leiguíbúð eða plássi á dvalarheimilum Reykjavíkurborgar hafa aldrci ver- ið lengri. Um miðjan febrúar beið 761 einstaklingur eftir húsnæði og 115 hjón. Hafa rúmlega 100 cin- staklingar bæst við listann frá því í nóvember s.l. og 15 hjón. Af þeim hópi sem nú bíður eru 130 manns 86 ára og eldri og 27 eru 91 árs og eldri. „Þetta er verra ástand en við höf- um áður séð og engin ný úrræði í sjónmáli", sagði Adda Bára Sigfús- dóttir, sem sæti á í framkvæmda- nefnd bygginga í þágu aldraðra. „í fyrsta sinn frá 1975 er engin fram- kvæmd í gangi á vegum nefndar- innar, enda var það fyrsta verk borgarstjóra að loknurn kosning- um að leggjast á bygginganefndar- teikningar að dvalar- og hjúkrunar- heimili í Seljahlíðum, sem nefndin hafði undirbúið á síðasta kjörtíma- bili og hefjast átti handa við s.l. haust.“ „Það sem síðan hefur gerst er að boðuð hefur verið stefnubreyting, - nú á að byggja söluíbúðir í stað leiguíbúða og fjárframlag til þess- ara verkefna hefur verið skorið niður um helming,“ sagði hún. Adda sagði að Seljahlíðarnar yrðu í fyrsta lagi boðnar út á miðju þessu ári úr því sem komið er og Sagðist hún smeyk um að fjár- veitingar til að drífa bygginguna áfram yrðu rýrar. íbúðir fyrir aldr- aða eru nú við Lönguhlíð, Dal- braut, á Droplaugarstöðum, Furu- gerði og Norðurbrún. -ÁI „Cannibal Holocaust” ISVIDEO boðín dómssátt? Kæra Þjóðviljans á fyrirtækið „ÍSVÍDEO“ fyrir drcilmgu á hinni alræmdu ofbeldis- og hryllings- mynd „Cannibal Holocaust" er nú komin úr höndum embættismanna ríkissaksóknara, en nú er um einn og hálfur mánuður síðan Þjóðvilj- inn gerði uppvíst að „ÍSVIDEO“ hefði myndspóluna til dreilingar. Mál fyrirtækisins hefur farið marga hringi í kerfinu. Eftir að ríkissaksóknari fékk gögn í hendur fór spólan til RLR, síðan aftur til saksóknara og nú hefur saksóknari sent frá sér greinargerð til saka- dóms Kópavogs sem mun ákveða síðustu aðgerðir. í bréfi frá ríkissaksóknara til sak- adóms stendur, að það sé skoðun embættisins að myndin „Cannibal Holocaust", sýning á henni og dreifing, varði við 210. grein al- mennra hegningarlaga. Ríkissak- sóknari gerir það að tillögu sinni að aðstandendum vídeóleigunnar verði boðið upp á dómssátt, tií greiðslu hæfilegrar sektar og að títtnefnd spóluskömm verði gerð upptæk. Það er þó sakadóms Kópavogs i að ákveða næstu aðgerðir í málinu, en að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur dómarafulltrúa verður lagt sjálf- stætt mat á mál þetta af hálfu emb- ættis sakadóms Kópavogs. Þess má að lokum geta að fyrir- tækið „ÍSVIDEO" starfar enn í sömu sjoppunni og áður, við versl- unina Kaupgarð í Kópavogi. - hól. Forstjóri á Litla- Hrauni Gústaf fékk stöðuna Dóms- og kirkjumálaráðherra, Friðjón Þórðarson, hefur skipað Gústaf Lilliendahl í stöðu forstjóra Vinnuhælisins að Litla Hrauni frá 15. maí næstkomandi. Gústaf tekur við starfi Helga Gunnarssonar sem sagði upp störf- um fyrir nokkru. Gústaf er sem stendur verkstjóri í tjóna- og tryggingardeild Eim- skipafélags íslands. - hól. Bráðabirgðalögin Komin í nefnd Bráðabirgðalögin „gömlu“ voru til umræðu í efri deild alþingis í gær. Vegna breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu í neðri deild þurfti málið að koma aftur til einn- ar umræðu og nefndar öðru sinni í efri deild. Eftir fjöruga umræðu var málinu vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar, sem heldur fund um bráðabirgðalögin í dag. -óg Rafmagns- hækkanir að sliga þjóðina Greinilega þyngra fyrir með innheimtu en verið hefur, segir Ólafur H. Ólafsson hjá Orkubúi Vestfjarða Þær miklu verðhækkanir á raf- magni sem orðið hafa á síðustu mánuðum og eru bcin afleiðing af orkugjöf okkar íslendinga til Isal, eru nú farnar að segja alvarlega til sín. í útvarpinu dynja auglýsingar um lokun á rafmagni, séu reikning- ar ekki greiddir. Ólafur Helgi Ólafsson, fjármálastjóri Orkubús Vestfjarða, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að greinilega væri þyngra fyrir með innheimtu orkureikninga en verið hefði. Ætti þetta bæði við hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Ólafur sagði að Orkubú Vest- fjarða hefði reynt að fylgja eftir innheimtu raforkureikninga þann- ig að sem minnst safnist upp af skuldum, sem svo yrði enn erfiðara að innheimta. Kristján Jónsson, forstjóri RA- RIK, sagði í gær að greinilega væri að þyngjast fyrir með innheimtu víða um land. Nefndi hann að mörg útgerðarfyrirtæki stæðu illa hvað jtetta varðar, sem og einstaklingar líka. Þess má geta að raforkuverð Landsvirkjunar hækkaði um 119% árið 1982, þ.e. heildsöluverð. Það hefur verið reiknað út, að ef raf- orkuverðið til ísal væri þrefaldað, eins og sanngjarnt er talið, þá myndi heildsöluverð á rafmagni innanlands lækka um 50%. Hún er því æði dýr raforkugjöfin okkar til álhringsins. -S.dór í næstu viku verður Alþýðubandalagið að flytja skrifstofur sínar af Grettisgötu 3 og því ríður nú á að vel verði unnið um helgina. Hér sýnir Sigurjón Péturs- son þeim Birgi Stefánssyni, Svavari Gestssyni og Er- lingi Sigurðarsyni hluta af nýja húsnæðinu við Hverf- isgötu 105. Ljósm. -eik. Fiársöfnim hafin Sjálfboðaliðar óskast um helgina Þessa dagana eru að berast til ýmissa stuðningsmanna Alþýðu- bandalagsins gíróseðlar, þar sem óskað er framlags í Sigfúsarsjóð, sem fjármagnar bygingu og inn- réttingar í nýju flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105. Sigurjón Péturs- son, sem hefur umsjón með fram- kvæmdum á Hverfisgötunni og fjársöfnuninni, sagði í gær að við- tökur væru enn sem komið er mjög góðar og verkinu miðaði vel. „Alþýðubandalagiö verður að rýma skrifstofurnar að Grettisgötu 3 í næstu viku“, sagði Sigurjón, „þannig að nú ríður okkur á að halda áfrant á Hverfisgötunni. Við höfum leitað eftir sjálfboða- liðsvinnu undanfarnar helgar og það hefur gengið bærilega, en núna um næstu helgi verður meira en nóg að gera bæði við hreinsun og málningarvinnu." Sem fyrr segir er þessa dagana verið að senda út gíróseðla í Reykjavík, en flokksfélögin á hverjum stað taka einnig við fram- lögum í bygginguna. Þá eru þeir sem eru aflögufærir hvattir til að hafa samband við Sigurjón Péturs- son á skrifstofu Alþýðubandalags- ins sími 17500 og eins þeir sem hafa lausa stund um helgina. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.