Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Ábyrgðarlaus sýndartillaga segir Ragnar Arnalds um nýja niður greiðslutillögu Framsóknarflokksins Steingrímur misskilur eigin verk „Ég varð mjög undrandi að sjá það í Tímanum í morgun að for- maður Framsóknarflokksins er þar að hampa tillögu sem þeir fram- sóknarmenn hafa gert og er að mínu mati ekkert annað en ábyrgðarlaus sýndartillaga,“ sagði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra er Þjóðviljinn innti hann eftir þeirri tillögu þingflokks Framsóknar- flokksins, að niðurgreiðslur verði auknar sem nemur 5 vísitölustigum í þrjá mánuði, til að draga úr vísi- tölubótum 1. mars n.k. En til þess þyrfti þá að verja 120 milljónum úr ríkissjóði. „í fyrsta lagi er þetta fé ekki til“ sagði Ragnar, og myndi skapa gíf- urlegan halla á ríkissjóði. Enda yrði að fá þetta fé að láni, annað hvort í Seðlabankanum eða með erlendum lánum. Efnahagslega séð væri það eins og að skvetta olíi á verðbólgubálið að taka svone mikið fé og ausa því út án þess ac fjár væri aflað í efnahagskerfinu Þetta væri hin dæmigerða seðla- prentun. Hvað verðbólguna varðar þé verða verðbæturnar 5% lægri 1. mars, en vandinn yrði bara þeirr mun meiri eftir 3 mánuði, þegai þessum fjáraustri lyki. En frá sjónarmiði launafólks ei þetta alveg sérstaklega hættuleg til- laga með því að allir flokkar virðast vera sammála um að nýr vísitölu- grundvöllur verði tekinn upp hið fyrsta og sömu aðilar sem flytja þessa tillögu hafa flutt tillögu um nýjan vísitölugrunn. Ef hinn nýi vísitölugrunnur myndi fylgja í kjölfarið á þessum niðurgreiðslum væri um hreina kjaraskerðingu að ræða upp á 4-5%. Pólitískt er þetta að auki hrein sýndartillaga því þetta verður ekki gert nema með lögum og enginn Ragnar Arnalds: Auknar niður- greiðslur þýða að taka verður fé að láni frá Seðlabanka ellegar erlendis frá. vafi er á því að stjórnarandstaðan verður á móti. Frumvarpið hefði því aldrei náð fram að ganga og ei þar að auk allt of seint að bera það fram, enda reiknaði kauplagsnefnd út vísitöluna í gær. Það getur átt fullan rétt á sér að auka niðurgreiðslur - ég mæli ekk- iá móti því- en til þess þarf að vera fé, og ekki aðeins í 3 mánuði heldur allt árið, auk þess sem þetta kostar það, að ekki er hægt að breyta vísi- tölugrunninum án verulegra kjara- skerðinga," sagði Ragnar að lokum. -eng. Samkvæmt því sem Þjóðviljinn hefur frétt virðist Steingrímur Her- mannsson misskilja eða mistúlka mikilvæg atriði í endurskoðun ál- samningsins 1975. í viðtali við Þjóðviljann í gær sagði Steingrím- ur að skattinneign Alusuisse hefði verið felld niður í endurskoðun- inni. Þvert á móti var eignarrétur- inn á skattinneign Alusuisse viður- kenndur við endurskoðunina og var upphæðin alls 4.4 milljónir Bandaríkjadollara. Sjálfur sagði Steingrímur raunar í alþingisum- ræðum 24. febrúar 1976 „að komið hafí í Ijós að ekki hafí verið unnt að lækka skattinneign Alusuisse að neinu ráði“. Hinn misskilningur Steingríms er verri að því leyti að þar ber hann sakir á núverandi forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, fyrir mál sem Jóhannes Nordal og Steingrímur sjálfur eru ábyrgir fyrir. Hann kveður skýrslu Coopers og Lyb- rand fyrir 1974, sem stungið var undir stól, alfarið hafa verið á ábyrgð þáverandi iðnaðarráðherra Gunnars Thoroddsen. En eitt mikilvægasta plaggið frá Coopers og Lybrand í sambandi við þessa endurskoðun og fjallaði um van- taldan hagnað og vantaldar skatt- greiðslur Alusuisse og það var stíl- að beint á Jóhannes Nordal sem formann í viðræðunefndarinnar, ekki á iðnaðarráðuneytið. Spurn- ingin er þessvegna sú hvort for- maður nefndarinnar Jóhannes Nordal hafi aldrei sýnt Steingrími þetta skjal, eða hvort Steingrím bara misminni? Steingrímur Hermannsson — _ Itarlegt yilrlit væntanlegt um álsamningana frá 1975 ,J>að er verið að útbúa ítar- legt yfirlit um þetta mál“, sagði Steingrímur Hermannsson, sem var éinn þeirra er stóðu að '--Aiin áu»mninganna Helgi Seljan: Við eigum sannarlega samleið Þankar um áfengismál Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, undirritar fyrsta skuldabréfið í söfnun SÁA fyrir kostnaði við byggingu sjúkrastöðvarinnar við Grafarvog. Björgúlfur Guðmundsson formaður SÁÁ til hægri. Söfnunin hófst í gær. Ljósm. eik. Minnisstætt atvik leitar á hug- ann í upphafi þessara orða. Ég sat ungur maður í veislu austur á Þingvöllum í tilefni þess, að skóflustunga hafði verið tekin að Ölfusborgum. Veislan var fjöl- menn og vel til vandað. Tveir sát- um við þar og höfnuðum gullnum veigum vínsins í þessum fríða fél- agsmálafrömuðahóp og við feng- um óspart þá einkunn, að við væ- rum „skrýtnu mennirnir" í hópn- um. Nýtt var þetta svo sem ekki fyrir mér, en einhvern veginn hafði mig ekki órað fyrir því, að í forystuliði verkafólks á landi hér væri þessi skoðun alls ráðandi. Visst áfall og þó. Auðvitað varð mér fljótlega ljóst, eftir að ég fór að fylgjast með gangi þjóðmála, að þeir einu sem vöktu athygli á böli áfengisneyslunnar voru bindindismenn og það þá talið til einberrar sérvisku og einangrun- ar. Þeir voru sem sé „skrýtnir“. Þá var gjarnan einu orði ótæpi- lega beitt og það var orðið frelsi. Misþyrming þess orðs er víða og mikil en ekki er hún best, þegar það orð er efst í umræðunni um áfengismálin. Þar hafa ýmsir gerst miklir talsmenn hins óhefta frelsis og þeir sem við hafa varað og bent á voða þessa vágests hafa þá verið afgreiddir sem talsmenn boða og banna, talsmenn þess að færa sjálfstæðan vilja í fjötra með því orðskrúði hreinnar hræsni, sem ævinlega fylgir tali af þessu tagi. Sá sem fyrir frelsinu mælir horfir þá um leið fram hjá öðrum fjötrum, annarri ánauð, sem get- ur orðið allri áþján verri: Sorgar- sagan, myrkrahliðin er falin í fögrum orðum um glitrandi veigar gleðinnar og sjálfsagðan förunaut hvers fagnaðar, sem hluta af sjálfri heimsmenning- unni, þegar hæst er flogið. Vit- andi er þetta gert, því öllum eru þessar myrku staðreyndar full- ljósar. Vitandi er þetta gert til þess að hafa áhrif á almenningsá- lit, sem bundið er tísku og því sem á hverjum tíma kallast fínt. Frelsisraddirnar eru ekki þagn- aðar, þær heyrast enn, en hinar heyrast einnig og þær eru í senn meira sannfærandi og umhugsun- arverðari. Þar tala þeir, sem af biturri reynslu þekkja frelsið til að drekka frá sér ráð og rænu, frelsi til að verða að úrhraki í eigin augum og annarra, ekki síst þeirra sem hæst tala og fagur- legast, um frelsið. Hvergi hef ég rekið mig á dýpri fyrirlitningu á „rónanum" en hjá postulum frjálsrar og óheftrar á- fengisneyslu. Eða var það ekki víðkunnur gáfumaður sem kvart- aði sáran undan því að rónarnir kæmu óorði á blessað brennivín- ið? En samviskan rumskaði ekki og rumskar ekki enn hjá alltof mörgum. í þeirra augum á þetta svo að vera. Rónarnir eiga að vera andstæða hins „siðmennt- aða“ sídrykkjumanns, sem kann með áfengi að fara, hversu svo sem sú kunnátta leiðir oft afvega og til ófarnaðar. Rónarnir voru svona eðlileg hliðarverkun, óþægileg á köflum, en annars ekki svo mjög til að gera veður út af og svo er enn um alltof margra viðhorf. En viðhorfsbreyting hef- ur þó orðið, þó sú breyting snúi meir að því, hvernig bjarga megi því sem ógnvekjandi er, sem í al- gert óefni er komið. Sú viðhorfs- breyting hefur býsna mikil áhrif, hún veitir þeim von, sem enga átti og ef vel tekst til, frelsi undan áþján áfengisins. Og vissulega eru áhrifin talsverð í almennings- álitinu og þó skyldu menn nú staldra við. Ég hefi af miklum áhuga, og fullum stuðningi fylgst með ýmsu af því sem áhugasamtök eru að gera, ýmist ein eða í samvinnu við opinbera aðila. Árangur má víða sjá, gleðilega margir hafa fengið þá uppörvun og aðstoð, þá ein- lægu hjálp samkenndarinnar, sem hefur gert þeim fært að hefja nýtt líf. Engin dul skal þó á það dregin, að ætíð fer margt öðru vísi en skyldi og margir falla - aftur og aftur, en hafa þó nokkurt vega- nesti samt, ef eiginn viljastyrkur skyldi síðar verða nægilega sterk- ur til að stíga skrefið til fulls. En ég vil gjarnan staldra við og áleitnar spurningar koma fram í hugann. Erum við með átaki í björganarstarfinu að firra okkur ábyrgð. svæfa með okkur vitund- ina um það, að hið fyrirbyggjandi starf skilar þó mestum og bestum árangri, ef við náum þar réttum tökum, sönnum tón? Erum við að segja, að með því að taka dug- lega á í þessu björgunarstarfi, dýrmæta og sjálfsagða, að þar með séum við búin að gera skyldu okkar á því sviði og getum andað léttar með sæmilega samvisku? Og það sem áleitnast er af öllu. Er hætta ,á þeim lævísa áróðri, sem ég heyri öðru hvoru í hvfsl- ingum hafðan, að svo þéttriðið og öruggt sé björgunarnetið orðið, að allt sé í stakasta lagi, þó taumhaldinu sé um tíma sleppt, það megi alltaf ná landi að lok- um? Ég spyr af mikilli alvöru og ég held að við eigum öll að gera það um leið og við leggjum hönd á plóginn, hvar sem þess er helst þörf hverju sinni. En spurningar heimta svör og þau verðum við að finna. Jafnhliða skulum við taka rösklega á með þeim, sem leiða áhugastarf til björgunar og ýtr- ustu aðstoðar. Því styð ég þá við- leitni alla heilshugar, meðan allt er þar af fullum heilindum unnið og engin annarleg sjónarmið komast að. Það væri starfinu öllu óbætanlegt, ef t.d. ákveðin gróðaöfl teldu sig eiga þarnaieik og ef t.d. ákveðnir aðilar færu að láta leiðast af flokkspólitískum sjónarmiðum. Aðvörun skyldi þetta vcra, því öll er þessi barátta utan við alla flokka, ekki ofar, heldur samofin eðlilegri baráttu þeirra allra fyrir heilbrigði og bættu mannlífi. En, og það er hið stóra en í mínum huga, efst og helst verðum við ævinlega að setja þær aðgerðir, sem koma í veg fyrir slysin. Markviss fræðsla, hlutlaus en sönn, afhjúpun þeirrar blekk- ingar að töfraljómi einhverrar dýrðar fylgi áfenginu, útilokun þess sem hins fasta förunautar hvers samkvæmis, hverrar veislu, hverrar samkomu, hvers mann- fundar. Ég talaði í upphafi um „skrýtna" menn, og allt þeirra óeigingjarna starf, sem gjarnan hefur verið rækilega afflutt. Ég hefi aldrei kippt mér upp við nafngiftina, en um starfið veit ég, og þó oft hafi lítt miðað, bið ég þá sem á öðrum vettvangi vinna að vanmeta það í engu, um leið.og við réttum ykkur hönd til liðsinn- is í ykkar starfi. Við eigum nefni- lega fyrst og síðast fulla samleið, hana þurfum við samtaka að feta til sigurs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.