Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ' Föstudagur 25. febrúar 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Stjórn Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis: Alþýðubandalagsfélögin í Keflavík og Njarðvíkum - Áríðandi félagsfundur Alþýðubandalagsfélögin í Keflavík og Njarðvíkum halda sameiginlegan félagsfundföstudagjnn 25. febrúarkl. 20.30 íhúsi Stangaveiðifélagsins við Suðurgötu, Keflavík. Kynnt verður tillaga að framboðslista Alþýðubandalagsins í Reykjanes- kjördæmi í komandi kosningum. Svavar Gestsson og Einar Karl Haraldsson mæta á fundinn og kynna hugmyndir laga- og skipulagsnefndar og að breyttu skipulagi og nýjum starfsháttum Alþýðubandalagsins. - Félagar fjölmennum. - Stjórnirnar Vantar samræmi í afgreiðslutíma og matvörur í sjoppur Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Reykjanesi Fundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Reykjanesi verður haldinn laugardaginn 26. febrúar nk. kl. 14.00 í Þinghóli. Dagskrá: 1. Tillaga kjörnefndar um framboð í komandi alþingiskosning- um. 2. Kosningaundirbúningur. -Stjórnin. Almennir fundir á Norðurlandi vestra Alþýðubandalagið boðar til almennra funda í Félagsheimilinu á Hvamms- tanga n.k. laugardag 26/2 kl. 16:00, í Félagsheimilinu á Blönduósi n.k. sunnudag 27/2 kl. 16:00. Frummælendur: Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra og Þórður Skúlason, sveitarstj óri. -Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi Stjórn Neytcndafélags Reykja- víkur og nágrennis samþykkti eftir- farandi ályktun á fundi sínum 21/2 1983: Stjórn Neytendafélags Reykja- víkur og nágrennis vekur athygli á því, að með núverandi afgreiðslu- I tíma verslana í Reykjavík, einkum matvöruverslana, hefur skapast verulegt ósamræmi afgreiðslutíma verslana höfuðborgarsvæðisins. Að loknum almennum afgreiðslu- tíma þurfa íbúar fjölmennasta sveitarfélags landsins að leita í ná- grannabyggðarlögin eftir nauð- þurftum. Það er skoðun NRON að stjórn- ir sveitarfélaga eigi ekki að hafa önnur afskipti af afgreiðslutíma verslana en þau, er varðar gerð rammareglna. Að öðru leyti skal við það miðað, að afgreiðslutíminn sé sem frjálsastur. Nú eru í gildi úreltar reglur um söluvarning í söluturnum (sjopp- um). Skiptir í því sambandi engu þótt matvöruverslun reki sölulúgu. Henni er bannað að versla með matvöru um lúguna, eftir að al- mennum afgreiðslutíma verslana lýkur. Virðist við það miðað að helst skuli ekki selja aðrar vörur í söluturnunum en þær sem kenna má við óhollustu. Þetta er með öllu óþolandi og greinilega sniðið að hagsmunum annarra en neytenda. Svo fremi sem söluturn fullnægir öllum skilyrðum sem heilbrigðisyf- irvöld setja, á hann að hafa leyfi til þess að selja hvers konar ma- tvörur. MFA og verkalýðsfélögin í Borgarnesi: Námskeið um fram- komu í Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna í Hafnarfirði, Garðabæ og á Sel- tjarnarnesi verður haldin á Garðaholti laugardaginn 26. febrúar n.k. Húsið opnar kl. 19 og þá veittur kokkteill. Heitur matur og þorramatur. Margt góðra gesta mætir, m.a. Helgi Seljan og Elsa Kristjánsdóttir. Gunnar Guttormsson og Sigrún Jóhannesdóttir skemmta með söng og gítarleik. Miðaverð kr. 425.- Vínveitingar á staðnum. Hljómsveit Rúts Hannessonar leikur fyrir dansi. Mikið fjör! Rútuferð að loknum dansleik. Hafið samband við einhver eftirtalinna: Brynja Grétarsdóttir s: 53642, Helga Gestsdóttir s: 53703, Jón Backmann s: 45914, Sæunn Eiríksdóttir s: 21859. Nánar auglýst síðar. - Árshátíðarnefndin. Alþýðubandalagið Kópavogi Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli laugardaginn 26. febrúar kl. 10 árdegis. Fundarefni: 1) Fjárhagsáætlun 2) Önnur mál Stjórnin. Héraðsbúar-Austfírðingar Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra verður með framsögn á almennum fundi um Alusuisse- málið í Valaskjálf Egilsstöðum sunnudaginn 27. febrúar kl. 16.00. Aliir velkomnir. - Alþýðubandalagið. Fra Æskulýðsnefnd AB. Umræður um Alþýðubandalagið og stöðu ungs fólks innan þess Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins efnir til fundar urn ofanskráð efni sunnudaginn 27. febrúar, kl. 16.00 í Rein á AKRANESI. Stjórn Æskulýðsnefndar mætir á fundinn. AÍlt ungt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er velkomiö. Opinn umræðufundur Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins heldur opinn umræðufund fimmtudaginn 3. mars n.k., kl. 20.30 í Iðnaðarmannahúsinu Hall- veigarstíg 1, Reykjavík. Til hvers er vísitölukerfið? Frummælendur: Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. Eftir framsöguerindi verða hringborðsumræður með frummæl- endum og fundargestum. Ungir sósíalistar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allt áhugafólk velkomið. ÆSKULÝÐSNEFND ALÞÝÐUBANDALAGSINS Flutningur í nýju flokksmiðstöðina Sjálfboðaliðar óskast á morgun Sjálfboðaliðar eru beðnir að koma að Grettisgötu 3, kl. 13 á morgun, laugardag. Þá hefjast flutningar úr núverandi húsnæði í hina nýju flokks- miðstöð við Hverfisgötu. Munið að margar hendur vinna létt verk. Leiðréttmg Þau leiðu mistök urðu í opnu sérritsins um sjávarútvegsmál í gær að rangur myndatexti fylgdi myndinni af fiskpakkningum Iceland Seafood. Textinn átti að fylgja litlu lituðu myndinni á miðri opnu. Biðjumst við velvirðingar á þessum mistökum. sjónvarpi Dagana 26.-27. febrúar mun verða haldið námskeið í Borgarnesi á vegum MFA og Verkalýðsfélags Borgarness og Verslunarmannafé- lags Borgarness. Rætt verður um sjónvarpið og mun Magnús Bjarn- freðsson þjálfa menn í framkomu í sjónvarpi. Þetta er 20. námskeiðið sem haldið er í samvinnu MFA og stétt- arfélaganna í Borgarnesi og hafa um 200 manns sótt þau en þau hafa verið öllum opin. Þar hafa menn fjallað um ólíklegustu mál svo sem hópefli, framsögn, hlutverk trún- aðarmanns á vinnustað og félags- málin almennt. Þá var í fyrra haldið námskeið í samvinnu við Borgar- nesdeild neytendasamtakanna. Námskeiðið nú verður haldið í félagsheimili verkalýðsfélaganna, Snorrabúð og er hámark þátttak- enda 20. _ v Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins efnir til kynningarfunda á „Yfirlýsingu Alþýðubandalagsins“ og „Opinni hugmyndaskrá um nýtt skipulag Alþýðubandalagsins“. Á fundinum verður fjallað um þær tillögur sem fram hafa komið um nýtt skipulag og starfshætti bandalagsins og rætt um forsendur fyrir einingu vinstri manna og leiðir til þess að skapa nýja samfylkingu í íslenskum stjórnmálum. Á næstunni verða m.a. þessir fundir haldnir: t\ða dV Kefla vík/Nj arðvík Föstudaginn 25. febrúar í húsi Stanga- veiðifélagsins við Suðurgötu í Keflavík kl. 20.30 Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins og Einar Karl Haraldsson formaður skipulagsnefndar mæta á fundinn Kópavogur Miðvikudaginn 2. mars í Þinghóli kl. 20.30. Engilbert Guðmundsson, ritstjórnar- fulltrúi og Steingrímur Sigfússon jarðfræðingur úr framkvæmdahópi laga- og skipulagsnefndar o.fl. mæta á fundinn. Selfoss Laugardaginn 5. mars kl. 15 í Tryggva- skála. Laga- og skipulagsnefnd sem sama dag heldur fund sinn á Selfossi mætir í kaffi- rabbi með félögum á Selfossi og í ná- grenni. Svavar Gestsson Einar Karl Har- aldsson Engilbert mundsson Guð- Steingrímur Sig- fússon HANDBÓKí UMRÆÐU OPIN HUGMYNDASKRÁ UM NÝTT SKIPULAG ALÞ ÝÐUBANDALA GSINS I ISLENSKUM STJÓRNMÁLUMi ™9i islensha lelð Nýjarleidir I skipulegi og sterfshinum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.