Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. febrúar '1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Andreas Wenzel Wenzel sigraði Andreas Wenzel frá Liechten- stein, náði sínum fyrsta sigri í heimsbikarkeppninni á skíðum í tvö ár ífyrradag er hann vann ísvigi í Tarnaby í Svíþjóð, heimabœ Ing- emars Stenmark. Stig Strand hélt uppi merki heimamanna og varð annar en Bojan Krizaj þriðji. Sten- mark sleppti hliði í fyrriferð ogféll því úr keppni og Mahre-brœðurnir bandarísku féllu báðir. Phil Mahre heldur því forystu sinni í stigakeppni heimsbikarsins, hefur 198 stig. Stenmark er nœstur með 167 og Wenzelþriðji með 164. Öruggur sigur IS ÍS vann öruggan sigur á Víkingi, 3-0, í 1. deild karla í blaki á þriðju- dagskvöldið. ÍS sigraði í fyrstu hrinu 15-5 og nœstu 15-11 eftir að jafnt hafði verið, 10-10. Pegarstað- an var 6-5 fyrir ÍS íþriðju hrinu tók Steingrímur Sigfússon, íþróttafrétt- amaður sjónvarps og þingmanns- efni, við að gefa upp og hélt því fram þar til staðan var orðin 14-5, í vil. Víkingar gáfust ekki upp, löguðu stöðuna í 14-12 áður en ÍS tryggði sér sigur. Þá léku HK og Fram í bikar- keppni karla og sigraði HK 3-1 í hörkuleik (15-13, 4-15,18-16 og 15- 8). Strákarnir hans Samúels Arnar eru því komnir í átta liða úrslit og mæta þar hinu Kópavogsliðinu, Breiðabliki. Þar leika einnig Bjarmi-UMSE, Þróttur-Samhygð á morgun kl. 14 í Hagaskóla og ÍS- Víkingur á sunnudag. - VS Badminton unglinga Unglingameistaramót Islands í badminton 1983 verður haldið í tveimur hlutum. Á Akureyri 26.- 27. marsfyrir 10-16 ára og íReykja- vík 16.-17. apríl fyrir 16-18 ára. Mótið er tvískipt vegna þátttöku unglingalandsliðsins í Evrópu- meistaramótinu sem hefst í Helsinki 28. mars. Allar þátttökutilkynningar skulu berast Hallgrími Árnasyni, Háholti 11, Akranesi, bréflega eða í síma 93-1080, eigisíðaren 7. mars vegna mótsins á Akureyri og 5. apríl vegna mótsins í Reykjavík. íþrótlir Umsjón: Víðir Sigurðsspn B-keppnin í handknattleik hefst í dag: Hvar stöndum við um tvöleytið á sunnudag? Stóra stundin rennur upp í dag kl. 18. ísland og Spánn leika fyrsta leikinn í B-keppni heimsmeistar- amótsins í handknattleik sem fram fer í Hollandi. Aldrei áður hafa jafnmargir íslenskir áhorfendur fylgst með leik hjá okkar mönnum á útivelli, langflestir að sjálfsögðu framan við sjónvarpstækin, því nú verður í fyrsta skipti sjónvarpað beint frá íþróttaviðburði erlendis þar sem íslenskir þátttakendur koma við sögu. Örlög íslenska liðsins í þessari B-keppni verða væntanlega að mestu leyti ráðin um tvöleytið á sunnudag. Þá lýkur leiknum við Sviss og eftir hann verður líklega ljóst hvort íslenska liðið kemst í keppni sex efstu þjóða eða þarf að berjast fyrir lífi sínu sem B-þjóð í neðri hlutanum. Síðasti leikurinn í riðlinum er við Belgíu og hefst hann kl. 19.45 að íslenskum tíma á mánudagskvöldið. Hvernig sem fer, þarf íslenska Iiðið að leika fjóra leiki í viðbót í keppninni. Leikdagarnir eru mið- vikudagur, fimmtudagur, laugar- dagur, og loks sunnudagurinn 6. mars. Um möguleika íslenska liðsins þarf tæplega að fjölyrða. Spánn og Sviss léku í síðustu A-keppni og Spánverjar eru taldir meðal fremstu handknattleiksþjóða í Evrópu um þessar mundir. Sviss- England vann en Robson er úr lelk lendingar eru heldur á niðurleið eftir miklar framfarir undanfarin ár og þar ættu okkar strákar að eiga meiri möguleika og ná þar með öðru sæti í riðlinum. Belgíumenn má ekki vanmeta en tap gegn þeim yrði meiri háttar áfall fyrir íslensk- an handknattleik. En í dag eru það Spánverjarnir og um allt land setjast menn við sjónvarpið og hvetja landann, Afram Island! - VS Bjarni Guðmundsson og félagar í landsliðinu standa í ströngu því þeir leika sjö landsleiki næstu tíu dagana. Simonsen á förum frá Charlton? England sigraði Wales 2-1 í landsleik í knattspyrnu á Wembley- leikvanginum í London í fyrra- kvöld. Þetta var fyrsta tap Wales- búa á Wembley í nær níu ár. Ian Rush skoraði fyrsta markið, fyrir Wales, en Terry Butcher jafnaði fyrir England. Phil Neal skoraði síðan sigurmark Englendinga úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok. Manchester United tryggði sér rétt til að leika til úrslita í deilda/ mjólkurbikarnum gegn Liverpool með því að sigra Arsenal 2-1 á Old Trafford í ManChester í fyrrakvöld. United sigraði samanlagt 6-3 en varð fyrir þvi áfalli að landsliðsfyr- irliðinn Bryan Robson meiddist illa á ökkla. Steve Coppell og Kevin Moran skoruðu fyrir United en Raphael Meade sá um mark Ars- enal. Nokkrir leikir voru í deilda- keppninni í vikunni og urðu úrslit þessi: 2. deild: Crystal Palace-Bolton..............3-0 Leicester-Shrewsbury...............3-2 3. deild: Lincoln-Southend...................0-1 Portsmouth-Huddersfield............3-2 Reading-Sheffield United...........2-0 Skoska úrvalsdeildin: Dundee-Hibernian...................0-1 - VS Allan Simonsen, danski knatt- spyrnusnillingurinn, er líklegast á förum frá enska 2. deildarliðinu Charlton Athletic. Charlton keypti hann sl. haust frá spænska stór- liðinu Barcelona, og þótti sýna dirfsku að ráðast í slik stórkaup, en Charlton er neðarlega í 2. deild og aðeins nokkrar þúsundir fylgjast með heimaleikjum liðsins. Tvennt, sem forráðamenn Charlton reiknuðu með, hefur brugðist. Ahorfendur hafa ekki sýnt lit sem skyldi og tveir stórir samningar við auglýsendur, sem fylgja áttu í kjölfarið og greiða laun kappans og hluta af kaupverðinu, hafa gengið til baka. Félagið tapar nú 15 þúsundum punda á viku hverri, þrátt fyrir að Simonsen hafi ekki brugðist vonum manna á leikvanginum. Hann hefur skorað 7 mörk síðan seint í nóvember og er þriðji markahæsti leikmaður liðs- ins í vetur, enda þótt hann hafi ver- ið með í minna en helmingi leikjanna. - VS Fallhætta meist- aranna minnkar KA í úrslit með 5 stiga forskot íslandsmeistarar Njarðvíkur hafa nánast örugglega tryggt sér áframhaldandi sæti í úrvals- deildinni í körfuknattieik eftir óvæntan sigur, 84-83, á Vals- mönnum í Hagaskólanum í fyrra- kvöld. Leikurinn var mjög tvísýnn og Valsmenn nálægt sigri undir lok- in. Njarðvíkingar voru yfir í hálf- leik, 42-36. Valur Ingimundarson var stiga- hæstur Njarðvíkinga, skoraði 28 stig. Gunnar Þorvarðarson kom næstur með 22, Bill Kottermann skoraði 16, Júlíus Valgeirsson 8, Árni Lárusson 6, Ingimar Jónsson og Sturla Örlygsson tvö hvor. Torfi Magnússon skoraði mest fyrir Val, 24 stig, Kristján Ágústs- son 21, lim Dwyer 2U, Jón Steingrímsson 8, Ríkharður Hrafn- kelsson 6, Hafsteinn Hafsteinsson og Leifur Gústafsson tvö hvor. Staðan í úrvalsdeildinni: Valur..........17 12 5 1526-1372 24 Keflavík.......16 11 5 1336-1322 22 Njarðvík.......17 8 9 1383-1404 16 (R.............16 7 9 1236-1275 14 Fram...........16 6 10 1392-1406 12 KR.............16 5 11 1352-1446 10 Keflavík og ÍR mætast í Keflavík kl. 20 í kvöld og þar geta heima- menn komist upp að hlið Vals- manna á toppi deildarinnar. Fram og KR leika síðan í Hagaskólanum kl. 19 á sunnudagskvöldið og er þar um að ræða einn úrslitaleikja fall- baráttunnar. - VS KA frá Akureyri hefur fimm stiga forystu á þriðja lið í toppbar- áttu 2. deildar karla í handknatt- leik þegar úrslitakeppnin hefst eftir tæpan mánuð. Síðasti leikur for- keppninnar fór fram á Akureyri í fyrrakvöld, KA vann öruggan sigur á neðsta liðinu, Ármanni, 26-21, cftir að hafa leitt 16-7 í hálfleik. Um 1. deildarsæti berjast því KA með 21 stig, Haukar með 18 og Breiðablik og Grótta sem hafa 16 stig hvert. Við fallið berjast HK með 13 stig, Þór Eyjum með 12, Afturelding með 9 stig og Ármann, sem hefur 7 stig. Tvö lið komast upp í 1. deild og tvö falla í 3. deild. Einn leikur var í bikarkeppni HSÍ í fyrrakvöld. Þór sigraði Hauka í Eyjum 19-18 í hörku- spennandi leik. Fjölmennt og vel heppnað bikarmót Um síðustu helgi fór fram bikar- mót unglinga á skíðum á Akureyri. Samankominn voru 130 ungmenni víðsvegar að af landinu. Ýmsir mættu til leiks til þess að sigra, ,aðrir komu til að bera saman getu sína við aðra og skiptu sætin sem þeir hlutu ekki höfuðmáli. Allir þáttakendur höfðu þó það sam- eiginlega markmið. reyna að gera sitt besta. Athyglisvert er að sjá hversu mikil starfsemi er innan skíðaíþróttarinnar víða um land. Staðir sem lítt þekktir eru í öðrum greinum íþrótta eiga margir hverjir orðið mjög efnilegan hóp skíða- manna. Keppt var í 13-14 ogl5-16 ára flokkum drengja og stúlkna. I yngri flokki stúlkna sigraði efn- ileg stúlka, Snædís Úlriksdóttir frá Reykjavík, í báðum greinum. Önnur í svigi varð Kristín Jóhanns- dóttir, Akureyri, þriðja varð Gúnda Vigfúsdóttir frá Nes- kaupstað. I stórsvigi varð Katrín Þorláksdóttir frá ísafirði önnur og þriðja Arna ívarsdóttir, Akureyri. I flokki 15-16 ára stúikna röðuðu Akureyringar sér í fyrstu þrjú sætin í báðum greinum. I svigi var keppnin mjög jöfn og spenn- andi; eftir fyrri ferð voru Anna María Malmquist og Guðrún H. Kristjánsdóttir með sama tíma. Anna María keyrði síðan mjög vel í síðari ferð og sigraði, önnur varð Guðrún H. Kristjánsdóttir og þriðja Tinna Traustadóttir. I stór- svigi sigraði Guðrún H. Kristjáns- dóttir, önnur varð Guðrún Jóna Magnúsdóttir, en hún hafði bestan tíma eftir fyrri ferð. Tinna Trausta- dóttir hafnaði síðan í þriðja sæti. Þessar stúlkur keppa allar í flokk uppfyrir sig, þ.e. eru einnig þátt- takendur í kvennaflokki og eru þær meðal þeirra bestu þar. 1 flokki drengja 13-14 ára sigraði Brynjar Bragason í stórsvigi, hann hafði og bestan brautartíma eftir fyrri ferð í sviginu, en féll úr í þeirri síðari. Annar í stórsviginu. varð Björn Brynjar Gíslason og þriðji Hilmir Valsson. Þessir drengir eru allir frá Akureyri. í svigi sigraði Björn Brynjar, annar varð Birkir Sveinsson frá Neskaupstað og þriðji Sveinn Rúnarsson frá Reykjavík. 1 flokki drengja 15-16 ára sigraði Guðmundur Sigurjónsson í stór- svigi, hann er frá Ákureyri, annar varð Árni G. Árnason frá Húsavík og í þriðja sæti varð Reykvíkingur Þór Ómar Jónsson. I svigkeppn- inni hafði Árni G. Árnason bestan tíma eftir fyrri ferð en í þeirri síðari keyrði Atli G. Einarsson frá ísa- firði best allra og sigraði, annai varð Árni og þriðji Guðmundui Sigurjónsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.