Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.02.1983, Blaðsíða 11
 „Stefnuleysi íflugmálum kemur í veg fyrir það” segir Kristján Friðjónsson „Það viðhald sem enn fer fram erlendis er einungis á DC-8 vél félagsins en aðeins ein slík er nú í rekstri hjá okkur. Tvær áttur sem við eigum eru nú í leigu og leigu- takarnir sjá sjálfir urn viðhaldið. Það er ýmislegt sem liggur að baki því að viðhald á DC-8 er ekki mögulegt hérlendis. Þar kemur bæði til að aðstaða til þess á Keflavíkurflugvelli er slæm og sú DC-8 vél sem við erum nú með í gangi hefur endastöðvar í Bandaríkjunum og í Luxemburg. Hún stoppar aldrei hér.“ - En hafa Flugleiðir í hyggju að skapa þá aðstöðu hér á landi sem þarf til að hægt sé að fram- kvæma skoðun og viðhald á DC-8 vélunum hér? „Það er nefnd í gangi sem er að athuga það hvort hægt sé að flytja viðhaldið heim. En það stefnu- leysi í flugmálum, sem hér ríkir, gerir það að verkum að við erum mjög efins í því hvort það sé raun- hæft. Við vitum ekkert nema Arnarflugi verði afhent á silfur- fati einhver af okkar flugleiðum á morgun. Flugleiðir geta ekki far- ið að leggja út í miljóna fjárfest- ingar í flugskýlum og öðru meðan staðan í flugmálum er eins ótrygg og nú er. Það tekur mörg ár að byggja upp þá aðstöðu sem við þurfum til viðhalds DC-8 vél- anna.“ - Er þá ekki réttast að koma hér upp sameiginlegri viðhald- saðstöðu fyrir flugfélögin sam- eiginlega? „Jú auðvitað er það hagkvæm- ast að gera það. Og þar yrði ekki bara um að ræða vélar Flugleiða og Arnarflugs heldur Landhelgis- gæslunnar og vélar Flugmála- stofnunar einnig", sagði Kristján Friðjónsson. „Viðframkvæmum nú þeg- ar aliar skoðanir á öllum okkar minni flugvélum og Boeing-þotunum hérá landi“sagði Kristján Friðjónsson deildarstjóri tæknideildar Flugleiða þeg- ar Þjóðviljinn spurði hann um skoðanir og viðhald á vélum félagsins hér innan- lands. Einsog kunnugter leggja flugvirkjar mikla áherslu á að allt viðhald á íslenskum flugvélum verði fært inn í landið en það hef- ur farið að mestu leyti fram erlendis á stærri flugvéium Flugleiða undanfarin ár. Kristján Friðjónsson deildarstjóri tæknideildar Flugleiða. Ljósm. - eik. Allt viðhald s til Islands? Hér má sjá einn af starfsmönnum viðhaldsdcildarinn- ar skoða hæðarmæli. Borðið sem hann vinnur við er útbúið lofthreinsitækjum þannig að það hreinsar loft- ið sem er í herberginu og nær því rykhlutfallinu úr 100.000 rykögnum í rúmfeti niður í 10.000 rykagnir í rúmfeti. Ljósm. - kjv. Til að komast inn í viðgerðarherbergin þarf að fara í gegnum tvennar dyr sem ekki er hægt að opna sam- tímis. 1 herbergjunum er stöðugur yfirþrýstingur þannig að ekkert „utanaðkoinandi" loft kemst inn um dyrnar. Til þess að opna dyrnar er stigið á pcdalann sem sést á gólfinu. Föstudagur 25. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 9. fulltrúafundur Landssamtaka Klúbbanna Öruggur akstur hófst í gær: Eitt banaslys kostar þjóðar- búið 1,7 milj. — var meðal þess sem kom fram á fundinum Landssamtök Klúbbanna Ör- uggur akstur hófu í gær 9. fulltrúa- fund sinn í salarkyiuium Samvinnu- trygginga að Ármúla 3. Fundur- inn stóð fram á kvöld, og verður haldið áfram í dag. Var hann upp- byggður með erindum, starfi stjórnar og fyrirspurnum. Meðal gesta var saingöngumálaráðhcrra, Steingrímur Hermannsson, en hann flutti crindi á fundinum og fjallaði það um vegagerð í landinu og hina svokölluðu langtímaáætlun í vegagerð sem samþykkt var frá Alþingi árið 1981. 1. heiðursfélagi Samtakanna var kjörinn, Baldur Þ. Kristjánsson, en hann hefur um langt skeið starfað ötullega að upp- byggingu þeirra. Auk samgöngumálaráðherra flutti erindi á fundinum í gær Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri, og bar erindi hans yfirskriftina Hvað kosta umferðaslysin? Þáð kom frant í máli Davíðs að banaslys t' umferðinni er sjöundi mesti bana- valdurinn á íslandi og eru þá inni í myndinni allir algengustu sjúk- dóntar s.s. hjartasjúkdómar og krabbamein. Hann sagði að kostn- aður þjóðarbúsins vegna banaslysa í umferðinni væri að meðaltali 1,7 miljón á slys og enn meiri væri kostnaöurinn ef um slys væri að ræða sem leiddi viðkomandi aðila til ævarandi örkumla. Kostnaðar þjóðarbúsins vegna slysa af þeirri tegund var ntjög nálægt 4 miljón- um. Sagði Davíð að slys í umferð- inni í fyrra myndu kosta þjóðina unt 440 miljónir. Öll fjárfesting til varnar gegn slysum væri því ntjög arðbær. Davíð sagði að erfitt væri að rneta hið fjárhagslega tjón sem verður vegna umferðarslysa og ekki væri tekið inn í dæmið það tjón sem aldrei verður rnetið til fjár, ómæld- ar þjáningar þeirrjt sem í slysum lenda og aðstandenda þeirra. Steingrímur Hermannsson gerði m.a. að umtalsefni langtímaáætlun í vegagerð sem gert er ráð fyrir að spanni yfir 12 ára tímabil. Ljóst væri að mikið hefði unnist á síðustu árum og benti hann m.a. á að 60% bundins slitlags á vegum landsins hefði verið lagt á síðustu þrem- árum. Nú er búið að leggja bundið slitlag á um 650 kílómetra, en í lok áætlunarinnar er gert ráð fyrir að bundið slitlag á vegum verði um 1750 kílómetrar. Auk Davíðs og Steingríms tóku til máls Ómar Ragnarsson frétta- maður, sent talaði um þjóðvega. akstur og Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn sem ræddi um umferðina í dag. Þá voru fyrirspurnir, kosið í nefndir, skýrsla stjórnar lögð fram o.s.frv. Var m.a. kosið í nefnd sem sinnir störfum fyrir Island vegna Norræna umferðaröryggisársins. Störfum fulltrúafundarins verð- ur haldið áfrani í dag. Syæðamótin hafin Ólafur Lárusson skrifar um bridge Reykjanesmótið í sveitakeppni hófst um síðustu helgi. Mótið er jafnframt undankeppni fyrir ís- landsmótið í sveitakcppni. Áðeins 7 sveitir mættu til leiks, sem að lík- indum er lélegasta þátttaka á landinu í svæðakeppni. Lokið er 5 umferðum af 7, og er staða efstu sveita þessi: 1. Sv. Ármanns J. Lárussonar 66 st. 2. sv.SigurðarVilhjálmss. 61 st. 3. sv.FriðþjófsEinarssonar 60 st. 4. sv. Aðalsteins Jörgcnsen 55 st. 2 sveitir komast áfram í íslands- mót. Spiluð eru 16 spil milli sveita, allir v/alla. Keppni lýkur á laugar- daginn nk. Keppnisstjóri er Ólafur Lárusson. Frá Bridgesambandi Suðurlands. Suðurlandsmót í sveitakeppni fór fram á Hvolsvelli helgina 11,- 13. febrúar sl., með þátttöku 15 sveita. Mótið var mjög jafnt og spennandi allan tímann og það var ekki fyrr en í síðustu umferðinni sem úrslitin réðust. Lokastaða mótsins var þessi: stig. 1. Sv. Gunnars Þórðarsonar, B.S .. 231 (Gunnar Þórðarson, Kristján M. Gunnarsson, Valgarð Blöndal og Auðunn Hermannsson.) 2. Sv. LeifÖsterby, B.S........224 (Leif Österby, Brynjólfur Gestsson, Halldór Magnússon og Haraldur Gestsson.) 3. Sv. SigfúsarÞórðarsonar, B.S. 214 (Sigfús Þórðarson, Kristmann Guð- mundsson, Kristján Jónsson, Jónas Magnússon). 4. Sv. Hermanns Þ. Erlingss. B.M.L. 190 5. Sv. Runólfs Jónssonar, B.H...168 6. Sveit Hrannars Erlingss. B.S.164 Það urðu því sveitir Gunnars Þórðarsonar og Leifs Österby sem unnu sér rétt til þátttöku á Islands- móti. Spilastjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson. Frá Bridgefélagi Suðurnesja Nú stendur yfir 24 para barometer-tvímenningskeppni hjá félaginu. Félagsstarfið hefur verið með miklum blóma þetta keppnis- tímabilið, og mörg ný andlit hafa sést grípa í spil. Félagið heimsækir Bridgedeild Skagfirðinga á þriðju- dag (í gær) til árlegrar keppni. En eftir 1. kvöldið í barometer, er staða efstu para þessi: 1. Arnór-Sigurhans 71 stig 2. Magnús-Karl 68 stig 3. Elías- Kolbeinn 50 stig 4. Magnús-Sigurjón 36 stig 5. Guðmundur-Snorri 34 stig 6. Sigurður-Jón Frím. 27 stig. Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Úrslit í Butler-tvímennings- keppni félagsins urðu: Ásgeir P. Ásbjörnsson-Friðþjófur Einars- son 208, Guðbr. Sigurbergsson- Kristófer Magnússon 203, Georg Sverrisson-Kristján Blöndal 187, Bjarni Jóhannss.-Magnús Jó- hannsson 186. Sl. mánudag hófst svo einmenn- ingskeppni félagsins sem jafnframt er firmakeppni. Frá Bridgefélagi Kópavogs Fyrir síðustu umferð í aðal- sveitakeppni félagsins var staða efstu sveita þessi: 1. sveit Stcfáns Pálssonar 124stig 2. svcit FriðjónsÞóhallssonar 105stig 3. sveit Sigurðar Vilhjálmss. 96stig 4. sveit Ármanns J. Lárussonar 91 stig. Fimmtudaginn í næstu viku hefst . svo Barómeter-tvímenningskeppni félagsins. Skráning er þegar hafin en reiknað er með a.rn.k. 30 pörum til keppni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.