Þjóðviljinn - 11.03.1983, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983
MOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmöðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Framsókn hefur
lengi langað
• Meirihluti Alþingis vill aö þing komi saman eigi síðar
en 18 dögum eftir kosningar. Framsóknarflokkurinn
vill það ekki og hefur í hótunum um að ganga út úr
ríkisstjórninni verði samþykkt þingsályktunartillaga
um samkomudag Alþingis. Af heldur litlu tilefni hafa
Framsóknarmenn því gerst þrútnir og þungbrýndir og
vilja hlaupa úr ríkisstjórn. Rökin fyrir brotthlaupinu
eru þau að ef meirihluti sé fyrir því á þingi að kveðja
Alþingi saman eftir kosningar verði sá meirihluti einnig
að takast á við lausn efnahagsmála og stjórn landsins.
• Langt er seilst, en afstaða Framsóknarmanna skýrist
þó nokkuð, þegar höfð eru í huga þau orð sem
Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar-
flokksins hefur látið falla í viðtölum við fjölmiðla:
„Okkur hefur lengi langað til að losna úr þessari
stjórn“. Spurningin er: hve lengi hafa Framsóknar-
menn haft slíkar langanir, og hve lengi hafa þær stýrt
gerðum þeirra og athöfnum í stjórnarsamstarfinu?
Svör við þessum spurningum hafa verulega þýðingu,
því þau gætu varpað ljósi á það hvers vegna stjórnar-
tökin hafa linast. Framsóknarflokkurinn hefur komist
upp með að kenna Alþýðubandalaginu um allt sem
miður hefur farið í efnahagsmálunum. En löngunin til
þess að komast út úr stjórnarsamstarfinu hefur lengi
verið sterk hjá Framsóknarflokknum að sögn Stein-
gríms Hermannssonar og kannski yfirsterkari viljanum
til þess að takast á við efnahagsvandann.
• Framsókn vill nú hafa sína hentisemi með þinghald
og kosningar samkvæmt breyttum stjórnskipunar-
lögum. Hugmynd þeirra er sú að ný ríkisstjórn kippi
málum í lið strax eftir kosningar án þess að þingið sé að
trufla hana. En þær þjóðfélagsaðstæður sem við blasa
eru þess eðlis, að engin ríkisstjórn getur leyft sér það
ábyrgðarleysi að kveðja ekki saman þing að loknum
kosningum. Eðlilegt er að þingið komi saman til þess að
fjalla um efnahags-, atvinnu- og stjórnarskrármál, enda
engin vissa fyrir því að takast megi að mynda ríkisstjórn
strax eftir kosningar.
• í tillögu Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags til þingsályktunar um samkomudag Alþingis
felst engin ákvörðun um tvennar kosningar í sumar. En
Framsóknarflokknum verður heldur ekki gefið sjálf-
dæmi til þess að útiloka að kosið verði fljótlega aftur
eftir breyttum stjórnskipunarlögum. Sjái Framsóknar-
flokkurinn ástæðu til brotthlaups úr ríkisstjórn vegna
þessarar stöðu mála er það einungis yfirvarp til þess að
komast hjá að taka á vandamálum líðandi stundar.
- ekh.
Merk lög
• í fyrradag var samþykkt á Alþingi heildarlöggjöf um
málefni fatlaðra. Fjölmörg félagasamtök höfðu skorað
á alþingismenn að ljúka ekki þinginu fyrr en þetta
mikla framfaramál væri komið í höfn. Þingið varð við
þessum áskorunum. Samþykkt löggjafarinnar um mál-
efni fatlaðra minnir á það að í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar og undir forystu Svavars Gestssonar heilbrigðis- og
félagsmálaráðherra hefur félagsleg þjónusta verið efld
á mörgum sviðum. Fað er vert að hafa í huga að á sama
tíma hefur samhjálp verið skert víða í nágrannalöndum
okkar. Og við skulum heldur ekki gleyma að í fyrstu
fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir að
hann komst til valda á ný er öll félagsleg þjónusta sett í
fjársvelti.
klippt
Stœkkandi
miðja
í Vestfirska fréttablaðinu (3.
mars) er viðtai við leiðtoga
„Bandalags jafnaðarmanna" Vil-
mund Gylfason um framboðsæv-
intýrið og kosningarnar framund-
an. Vilmundur fer á kostum eins-
og venjulega. Við birtum hérna
sýnishorn úr þessu viðtali við for-
ingjann:
„Hvernig verður framboðið í
Vestfjarðakjördæmi hagað?
„Við erum að vonast til að það
verði til áhugamannafélög, með
einum eða öðrum hætti, nokkuð
víða. Þessi félög munu í samráði
við þá litlu, en stækkandi miðju,
sem sett var upp til bráðabirgða,
ganga frá framboðinu. Það fer
auðvitað nokkuð eftir því hvenær
kosningar fara fram, hversu skjót
handtök þarf að hafa.“.”
„Okkar einu
hagsmunir((
„Aðalatriðið er það að þetta er
bandalag utan um hugmyndir eða
hugsjónir, en ekki hagsmuna-
vörslu í skilningi stjórnmála-
flokkanna fjögurra, sem stofnað-
ir voru fyrir áratugum síðan. Þeg-
ar svona stendur á, eins og núna,
hversu lengi sem það varir, þá eru
okkar hagsmunir þeir - og um
það held ég að sé algjör samstaða
með okkur - að við bjóðum
þannig fram að það sé sem væn-
legast til árangurs. Það eru okkar
einu hagsmunir."
Einhver félög -
hugsanleg aðild
Blaðamaðurinn er að vonum
óhress með að hafa ekki fengið
gleggra svar við spurningunni um
framboð á Vestfjörðum - en um
það var spurt. Svo hann spyr enn
á ný:
„Ertu með þessu að segja að
enn hafið þið ekki fundið fram-
bjóðendur í kjördæfnunum yfir-
leitt?
„Bandalagsfólk veit af því að
innan tíðar á að leggja fram fram-
boðslista og vinnur að því.“
- Er til félag á Vestfjörðum til
að vinna að framboði?
„Mér skilst hér á ísafirði séu
áhugamenn að fara af stað með
einhverja tegund af félagi, sem
hugsanlega sækir um aðild að
Bandalaginu, og við vitum að
víða um Vestfirði eru áhugasamir
einstaklingar, sem hafa haft
samband við okkur. Hvað kemur
út úr því, verður reynslan að leiða
í ljós.““
Tálsýnir um
markaðinn
Ásgeir Daníelsson skrifar
grein í síðasta Neista, málgagn
Fylkingarinnar, þar sem hann
víkur m.a. að skoðanakönnun-
um. Ásgeir segir, að þær sýni
greinilega sveiflu til hægri, þó
niðurstöður þeirra séu að ýmsu
leyti óræðar m.a. vegna upp-
lausnar í þjóðfélaginu. Asgeir sér
skýringuna á því, að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái minna fylgi samkv.
síðustu skoðanakönnun miðað
við þær á undan, í því að Banda-
lag jafnaðarmanna hafi tekið
fylgi frá Sjálfstæðisflokknum:
„Þessi tengsl á milli „fylgis“
Sjálfstæðisfl. og þess „fylgis“ sem
Bandalag jafnaðarmanna er að
reyna að ná til, sýnir ákveðin
sérkenni þeirrar hægri þróunar
sem við verðum vör við. Þessi
þróun tjáir oft meir óánægju en
meðvitaða hægri stefnu. Hún tjá-
ir tálsýnir um möguleika mark-
aðarins til að leysa þau efnahags-
legu vandamál sem auðvaldið
hefur skapað, og eins mikla óá-
nægju með frammistöðu verka-
lýðsfélaganna og verkalýðsflokk-
anna.“
í fangið á Geir
Hallgrímssyni
Og Ásgeir Daníelsson heldur
áfram:
„En samtímis er þarna um að
ræða launafólk - oft tiltölulega
vel stætt launafólk - sem alls ekki
er reiðubúið að taka sjálft á sig
kjaraskerðingar. Það er þess
vegna sem Geir Hallgrímsson, í
áðurnefndu viðtali við Morgun-
blaðið, bendir sérstaklega á það
að „kjarninn í stefnu Sjálfstæðis-
flokksins“ varðandi kaup og kjör
sé sá sami og hjá Bandalagi jafn-
aðarmanna, þ.e. „að aðilar beri
sjálfir ábyrgð á þeim samningum
sem þeir gera um kaup og kjör”.”
Postular
kjaraskerðinga
Ásgeir Daníelsson minnir á að
þessir menn hafa staðið fyrir
kjaraskerðingum nær þeir hafa
haft aðstöðu til:
„Það er óneitanlega spaugilegt
að sjá manninn sem samdi febrú-
arlögin frægu árið 1978 með Ólafi
Jóhannessyni tala þannig til
mannsins sem samdi Ólafslög
með Ólafi!“ y
Vaðallinn í Vilmundi í áranna
rás er svo umfangsmikill að fáir
nenna stundinni lengur að elta ól-
ar við þau ósköp. Hitt er svo ann-
að mál einsog Asgeir minnir á, að
alveg er ástæðulaust að firra hann
ábyrgð af þeim pólitísku
aðgerðum sem hann hefur staðið
að sem krati og leiftursóknar-
krati.
Og fátt bendir til þess að annað
sé uppi á teningnum eftir að búið
er að mynda miðstjórn fyrir
stjórnmálaflokk um hugmynda-
fræðina; „litlu en stækkandi
miðju“ sem er að ganga frá fram-
boðum einsog meistarinn sagði.
- óg
ocj skorið
Páfinn í Róm
og Framsókn
Staksteinar á Mogganum er
gamansamur í gær og segir að
Þórarinn Tímaritstjóri sé haldinn
þeirri áráttu að eigna Framsókn-
arflokknum kosningasigra í öðr-
um löndum:
„Hefur Þórarinn farið inn á
hinar ólíklegustu brautir í þessu
.efni. Á sínum tíma var John
Lindsay, frambjóðandi demó-
krata í borgarstjóraembættið í
New York, lýstur framsóknar-
maður, Franklín D.Roosevelt,
fyrrum Bandaríkjaforseta, hefur
af Þórarni Þórarinssyni verið lýst
sem miðjumanni og því til-
heyrandi Framsóknarflokknum.
Charles de Gaulle,fyrrum Frakk
landsforseti, var einnig Fram-
sóknarmaður að mati Þórarins og
jafnvel Jóhannes Páll páfi II hef-
ur verið dreginn inn í Framsókn-
arflqkkinn.
í forystugrein Tímans í gær er
því lýst yfir að Helmut Kohl, ný-
endurkjörinn kanslari Vestur-
Þýskalands, sé Framsóknarmað-
ur.“
Tíminn vinnur
aldrei á
Ólafur bóndi í Selárdal Hanni-
balsson hefur yfir fagra vísu eftir
Huldu í vísnaþætti sínum í Tím-
anum, sem byrjar svona:
„Tíminn vinnur aldrei á
okkar bestu stundum,”
Sér Ólafur ástæðu til að taka
fram innan sviga að hér sé ekki
átt við hið „trausta og fjölbreytta
fréttablað" Tímann. - óg
ekh.