Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 7

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 7
Föstudagur 11. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Fyrir skömmu var haldið námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði í húsakynnum Vinnueftirlits ríkisins og voru þar saman komnir 25 félagar í Félagi bókagerðarmanna undir stjórn Vigfúsar Geirdal upplýsinga- og fræðslufulltrúa. Við spurðum Vigfús hver hefðu verið tildrög þess að þetta námskeið var haldið. Frá námskeiði Félags bókagerðarmanna og Vinnueftirlitsins, sem haldið var fyrir skömmu. Ljósm. eik. Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði Yfir 300 manns hafa sótt námskeið I vetur segir Vigfús Geirdal, sem skipulagt hefur og stjórnað námskeiðunum „Hér var um að ræða eitt af mörgum námskeiðum sem við höf- um haldið en það var fyrir rúmu ári sem Félag bókagerðarmanna óskaði eftir því við okkur að haldið Um næstu helgi heldur Starfs- thannafélagið Sókn og Menningar- og fræðslusamband alþýðu náms- keið undir yfirskriftinni „Börn og tjáningaraðferðir“, í Ölfusborg- um. Námskeiðið er ætlað þeim fé- lagsmönnum Sóknar, sem starfa á barnaheimilum, en á milli 60 og 70% starfsmanna barnaheimil- anna, eru einmitt félagsmenn Sóknar. Á námskeiðinu verða kynntar þær helstu aðferðir, sem notaðar eru við uppeldi og kennslu barna, sem á einhvern hátt búa við fötlun, og eru á barnaheimilum. yrði námskeið með þeim. Þá gat ekki orðið af því, m.a. vegna þess að atvinnurekendur höfðu ekki fallist á að þeim bæri að greiða kostnað við þátttökuna. Því máli Námskeiðið hefst á föstudags- kvöld með setningu Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur formanns Sókn- ar, en síðan fjallar Svanhildur Svavarsdóttir talkennari um mál- örvun barna á harnaheimilum. Á laugardag fjallar Ingibjörg Símon- ardóttir talkennari um Athugunar- og greiningardeildina í Kjarvals- húsi og um blissmál. Sigrún Grönd- al Magnúsdóttir talkennari fjallar hins vegar um „kroppsmáI“. Á sunnudag mun Friðrik R. Guð- mundsson talkennari gera grein fyrir starfsemi Heyrnar- og talm- einastöðvar íslands og fjalla um lyktaði svo á þann veg að stjórn Vinnueftirlits ríkisins samþykkti í aprílmánuði á síðasta ári að náms- keið af þessu tagi væri forsenda fyrir starfi trúnaðarmannanna á greiningu talmeina. Rúnar tíjörg- vinsson heyrnleysingjakennari fjallar um heyrnarleysi og afleið- ingar þess og segir frá Athugunar- deild Heyrnleysingjaskólans. Mikill áhugi er fyrir námskeið- inu meðal þeirra félagsmanna Sóknar, sem þetta námskeið er æti- að, því fyrir nokkru er fullskipað. Því kemur til greina að halda síðar annað slíkt námskeið, eða með svipuðu sniði. Umsjón og stjórn með nám- skeiðunum um börn og tjáningar- aðferðir hefur Þórunn Sveinbjörnsdóttir sem á sæti í stjórn Sóknar. vinnustöðunum, en í 9. g'rein laga um aðbúnað, hollustuhætti og ör- yggi á vinnustöðum er kveðið ótví- rætt á urn að atvinnurekanda beri að standa undir kostnaði vegna starfa að bættum aðbúnaði, holl- ustuháttum og öryggi og að þeir skuli bæta þeim, sem að því vinna tekjutap sem af kann að hljótast". Markmiðin eru skýr „Markmið svona námskeiða er að veita öryggistrúnaðarmönnum, sem eru kosnir af starfsmönnum, og öryggisvörðum, sem eru til- nefndir af fyrirtækinu, þekkingu á grundvallaratriðum vinnuverndar- laganna og ýmsu sem þeim viðkemur, veita þeim innsýn inn í helstu þætti starfsumhverfis á vinn- ustaðnum sem geta haft áhrif á heilsu manna og öryggi, samhæfa störf öryggistrúnaðarmanna og ör- yggisvarða og gera þeim betur kleift að vinna saman og kannski fyrst og fremst að finna með þeim leiðir til lausnar á þeim vandamál- um, sem upp kunna að koma“. 2ja-3ja daga námskeið En hvað eru þessi námskeið ykk- ar löng? „Þau taka tvo og hálfan til þrjá daga í senn og standa þá allan dag- inn. í upphafi fá jáátttakendur möppu með öllu námsefni og síðan er kennt með fyrirlestrum, umræð- um og einnig er um að ræða einstök verkefni sem menn glíma við. Við kennsluna notum við svo ýmis hjálpargögn. Hins vegar leggjum við áherslu á að þátttakendur sjálf- ir miðli af eigin reynslu og þekk- ingu því oft eru þeir best í stakk búnir að gegna því hlutverki". 11 námskeið verið í vetur Og hvað hefur þú staðið fyrir mörgum námskeiðum í vetur, Vigfús? „Þau munu vera orðin 11 og mest hafa blandaðir starfshópar tekið þátt í námskeiðunum, sem hófust í október í þessari lotu, en einnig höfum við haldið ein tvö sér- greinanámskeið. Mest hafa nám- skeiðin í vetur verið úti á landi, eða sjö talsins en við stefnum á að halda tvö til viðbótar hér í Reykja- vík fram til vorsins". Vigfús Geirdal: Námskeiðin hafa verið haldin í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Öryggisverðirnir tregari Hefur gengið vel að fá fólk til þátttöku á námskeiðunum? „Jú, það hefur gengið allvel en ntér virðist eins og öryggisverðirnir séu alla jafna tregari að skrá sig. Við viljum hins vegar leggja mikið upp úr því að bæði fulltrúar forsj ár- manna fyrirtækjanna og starfs- mannanna sjálfra séu sarnan á. námskeiðinu því við trúum því að þessum mönnum geti gengið betur að starfa saman eftir að komið er á vinnustaðinn á ný. Mér finnst reynslan eftir síðustu mánuði tví- mælalaust vera sú að menn öðlist jákvæðari viðhorf gagnvat nám- skeiðunum eftir að hafa tekið þátt í þeim og að mönnum finnst þeir hafa greinilegt gagn af þátttöku í þeim“. Yfír 300 manns tekið þátt En hvað hafa svo margir starfs- menn tekið þátt í námskeiðunum sem þið hjá Vinnueftirlitinu hafið skipulagt? „Þeir eru nú orðnir yfir 300 tals- ins, þar af meira en 250 í vetur. Samkvæmt minni áætlun þá vonast ég til að fyrir vorið hafi okkur tekist að fá um 550 starfsmenn til þátt- töku, þannig að það er raunar fyrst í vetur sem verulegur skriður hefur komist á þetta námskeiðahald. Veturinn 1981-82 héldum við tvö námskeið, þ.e. í Álverinu í Straumsvík og Vestmannaeyjum en fyrsta öryggistrúnaðarmanna- námskeið Vinnueftirlitsins var hins vegar vorið 1981 í Hrauneyjarfoss- virkjun“. Góð samvinna við verkalýðsfélögin „Þessi námskeið sem við höfum skipulagt eru haldin í samráði við aðila vinnumarkaðarins eins og kveðið er á um í lögum og sérstak- lega hefur verið náin og góð sam- vinna okkar starfsmanna Vinnueft- irlitsins og verkalýðfélaganna sem hafa aðstoðað okkur eftir föng- um“, sagði Vigfús Geirdal hjá Vinnueftirliti ríkisins að síðustu. Á milli 60 og 70% starfsmanna barnaheimilanna eru félagsmenn Starfsmannafélagsins Sóknar. Starfsmannafélagið Sókn og MFA: Námskeið fyrir starfs- fólk dagvistarheimila haldið í Ölfusborgum um helgina

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.