Þjóðviljinn - 11.03.1983, Page 16
MOÐVIUINN
Föstudagur 11. mars 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og81527. umbrot 81285, ljósmvndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamcnn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Kosið í stúdenta-
og háskólaráð á þriðjudag:
lafnrétti til náms
er eitt helsta baráttumál Vinstri manna
Stúdentar munu næstkomandi þriðjudag ganga til kosninga um
fulltrúa í Háskólaráð og stúdentaráð. Þrír listar eru í kjöri, B-listi
vinstri manna, C-listi umbótasinna og A-listi Vöku, listi lýðræðis-
sinnaðra stúdenta. Á kjörskrá eru um fjögur þúsund manns.
„Helstu baráttumálin hjá okkur
að þessu sinni er að koma Félags-
stofnun í að geta kallast fyrirtæki
rekið á félagslegum grunni. Nú er
svo komið í rekstri þessarar stofn-
unar að það er næstum ódýrara að
fá sér að borða á veitingastöðum
heldur en þar. Meðaiverð á máltíð
er frá 60 til 80 krónur og má geta
þess að Arnarhóll sem þykir áreið-
anlega með dýrari veitingastöðum
býður uppá þríréttaða máltíð á 99
krónur. Veitingarekstur sem hefur
gróðrasjónarmiðið að leiðarljósi
hefur skilað þeim árangri að kaff-
istofureksturinn fer upp í 50 þús.
króna hagnað á mánuði,“ sagði
Kristján Arason í viðtali við Þjv. í
gær. Kristján á sæti í stúdentaráði
fyrir hönd Vinstri nranna. Kristján
sagði að stúdentar væru velflestir
mjög andvígir þeim hugmyndum
Háskólakórinn
í Sovétríkjunum:
Frábærar
móttökur
Háskólakórinn hefur verið á
söngferðalagi í Sovétríkjunum og
fengið frábærar móttökur söng-
elskra Sovétmanna. Tónleikar
kórsins hafa allir verið teknir upp
til flutnings í útvarpi og sjónvarpi í
Sovétríkjunum.
Háskólakórinn kom tii Moskvu
Vökumanna að þeir sem nú stunda
nám við Háskólann kosti nær ein-
göngu byggingu á Hjónagörðum,
en Vökumenn hyggjast fjármagna
byggingarframkvæmdir m.a. með
því að stórhækka leigu á Hjóna-
görðum.
„Þær hugmyndir sem eru uppi
um stöðu lánasjóðs námsmanna
falla heldur ekki í góðan jarðveg
hjá okkur. Þar er gert ráð fyrir að
stúdentar hafi sama rétt til náms-
lána og að ekki sé tekið tillit til
búsetuskilyrða eða annarra
aðstæðna. Námslánin myndu nýt-
ast sumum sem afgangsfjármagn til
fjárfestinga á meðan aðrir yrðu að
lifa á peningum senr engan veginn
nægja til framfærslu. Þetta er því
spurningin um jafnan rétt til
náms,“ sagði Kristján.
í Háskólaráði eiga nú sæti 15
manns þar af 4 stúdentar. í Stúd-
entaráði eiga sæti 30 manns þar af
þeir fjórir sem sitja í Háskólaráði.
hvert félag býður því fram tvo lista,
annarsvegar til Háskólaráðs og
hinsvegar lil Stúdentaráðs. Kosið
er til tveggja ára, um helming
þeirra sem sitjá á þessum ráðum
árlega. Nú er kosið um 13 í Stúd-
entaráð og tvo í Háskólaráð. Vaka
og Félag umbótasinna sitja í meiri-
hluta með samtals 17 fulltrúa,
Vaka með 10 menn og Umbóta-
sinnar með sjö. Vinstri menn eru
með 13 fulltrúa.
- hól.
Arnþór Helgason
Framboðslisti ABR
Tillaga kjörnefndar samþykkt
Fundur fulltrúaráðs Alþýðubandalagsins í ReyRjavík samþykkti
í gærkvöldi tillögu kjörnefndar um röðun á lista Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Félagsfundur tekur
endanlega ákvörðurrí málinu hinn 15. mars, en tillaga kjörnefndar
er þessi:
1. Svavar Gestsson, ráðherra, 2.
Guðmundur J. Guðmundsson, al-
þingismaður, 3. Guðrún Helga-
dóttir, alþingismaður, 4. Ólafur
Ragnar Grímsson, alþingismaður,
5. Grétar Þorsteinsson, form.
Trésmiðafélags Rvk., 6. Guðrún
Hallgrímsdóttir, matvælafræðing-
ur, 7. Margrét Björnsdóttir, kenn-
ari, 8. Alfheiður Ingadóttir, biaða-
maður, 9. Arnór Pétursson, full-
trúi, 10. Ragna Ólafsdóttir, form.
Kennarafélags Reykjavíkur, 11.
Hallgrímur Magnússon, form.
Sveinafélags húsgagnasmiða, 12.
Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra,
13. Sigrún Valbergsdóttir, leikari,
14. Þráinn Bertelsson, kvikmynda-
gerðarmaður, 15. Jón Reykdal,
myndiistarmaður, 16. Hulda Ól-
afsdóttir, sjúkraliði, 17. Ragnar
Þórsson, verkamaður, 18. Esther
Jónsdóttir, varaformaður Starfs-
mannafélagsins Sóknar, 19. Þor-
steinn Blöndal, læknir, 20. Þor-
leifur Einarsson, jarðfræðingur,
21. Silja Aðalsteinsdóttir, bók-
menntafræðingur, 22. Hallgrímur
Guðmundsson, formaður Torfu-
samtakanna, 23. Þorsteinn Hall-
dórsson, verslunarmaður og 24.
Einar Olgeirsson, fyrrverandi al-
þingismaður.
23. febrúar sl. í 30 stiga frosti. Að
kvöldi 2. mars voru haldnir tón-
leikar í Æskulýðshöllinni þar í borg
við húsfylli, en margir gesta voru
félagar í vináttufélagi Islands og
Ráðstjórnarríkjanna. Við upphaf
-tónleikanna voru gestirnir boðnir
velkomnir á sovéska vísu með því
að ung stúlka færði stjórnandan-
um, Hjálmari Ragnarssyni brauð,
sem liann braut, dýfði-í salt og át af.
Á efnisskrá kórsins eru einungis
íslensk lög, þar af mikið af nútíma-
tónlist. Viðtökur hafa eins og áður
sagði verið frábærar að sögn viðsta-
ddra og var það ekki síst nútíma-
tónlistin sem hreif Moskvubúa.
Urðu kórfélagar að syngja mörg
aukalög til að sefa hrifna gesti.
Kórinn fór einnig til Úkraínu og
söng m.a. í Kiev og í Tallin í Eist-
landi. Kórinn mun konta úr hinni
velheppnuðu tónleikaför nú um
helgina.
Leigubifreið fyrir fatlaða
Sfgur
Ég hef ekki heyrt neitt
annað en það sem kom
fram í fréttum í dag, að
menntamálaráðherra ætli
að veita mér stöðuna, og
geri hann það, tel ég það
vera meiriháttar sigur í
réttindamálum fatlaðra,
sagði Arnþór Helgason í
samtaii við Þjóðviljann í
gær er hann var inntur
álits á þessari afstöðu ráð-
herra, að veita honum
Annar eigandi leigubíls fyrir fatlaða, Helgi Már Haraldsson, kemur fyrir
skábraut. Ljósm. eik.
Ný og mjög þörf þjónustustarfsemi við fatlaða er um
þessar mundir að hefja göngu sína í Reykjavík, sem er
sérhönnuð leigubifreið fyrir fatlað fólk í hjólastólum.
Það eru þau Helgi Már Haralds-
son og Jóna Gróa Ásgeirsdóttir,
sem eiga bifreiðina, en þau hafa
bæði starfað við Ferðaþjónustu
fatlaðra sem rekin er á vegum
borgarinnar og hefur verið það síð-
an 1979. Ferðaþjónusta fatlaðra
hefur breytt miklu fyrir fatlað fólk
og auðveldað því að komast leiðar
sinnar. Sá hængur er þó á að panta
þarf ferðir hjá henni með dags
fyrirvara.
Þetta getur komið sér illa ef fatl-
að fólk þarf að komast eitthvað
fyrirvaralaust og því er mikil þörf
fyrir þjónusustarfsemi á borð við
þá senr þau Helgi og Jóna hafa nú
sett á stofn. Hægt er að hringja í
þau hvenær sem er frá kl. 7.30 til
21.00 mánudaga til fimmtudaga,
en á föstudögum og laugardögum
frá 7.30 og fram á nótt. Gjaldið
fyrir afnot af bílnum er 15% hærra
en venjulegur leigubílataxti. Hann
er sérhannaður fyrir hjólastóla,
með sérstakri lyftu og getur tekið
tvo hjólastóla og 3 fylgdarmenn.
Sími Skyndiferða fatlaðra er
71215.
Hér er um mjög vandaða bifreið
að ræða, sem kostaði um 500 þús-
und krónur. Tolla var ekki af
tæknilegum ástæðum hægt að fá
fellda niður en til að mæta þeirri
kerfisstíflu veitti félagsmálaráð-
herra styrk til kaupa á bílnum, sem
nam andvirði tolla af honum.
Bifreiðin mun að sjálfsögðu
þjóna öllu Stór-Reykjavíkursvæð-
inu og raunar fara hvert sem óskað
er eins og þau Helgi og Jóna sögðu.
-S.dór.
deildarstjórastöðu við
Blindrabókasafn íslands,
en áður hefur verið skýrt
frá málavöxtum hér í
blaðinu.
Um þá röksemdafærslu meiri-
hluta safnstjórnar að blindur mað-
ur geti ekki sinnt deildarstjóra-
starfinu, sagði Arnþór að greinar-
gerð meirihlutans hefði verið mjög
greinargóð, málefnaleg og rök-
studd, en ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu að blindur deildarstjóri geti
útbúið námsgögn fyrir blint fólk á
framhaldsskólastigi. Hvorki blind-
ur maður né sjáandi getur komist
af án einhverrar aðstoðar í því
starfi og deildarstjórinn þarf alltaf
að hafa meira eða minna samstarf
við aðra starfsmenn safnsins, sagði
Arnþór.
Hann sagðist viðurkenna að ef
setja þyrfti upp línurit gæti blindur
maður ekki gert það, en ég fæ ekki
betur séð en að slíkt hljóti ætíð að
vera starf tækniteiknara, sagði
Arnþór.
Hann sagðist að lokum vilja
þakka þeirn mörgu sem veittu hon-
um siðferðislegan stuðning í bar-
áttunni fyrir því að fá þetta starf.
-S.dór.
í baráttu fadaðra