Þjóðviljinn - 18.03.1983, Side 5
Björn á Æskunni (krýpur á kné til vinstri á myndinni) og áhöfnin með
gjafabréf SÁÁ, sem þeir samþykktu.
Áhöfiún á Æskunni
gefur í söfnun SÁÁ
Fyrsti vinnustaður landsins, sem
hefur tekið sig saman um að gefa í
söfnun SÁÁ fyrir sjúkrastöðina
nýju við Grafarvog, er áhöfn
Æskunnar frá Höfn í Hornafirði.
„Við gerum þetta fyrir æskuna
með litlum eða stórum staf“, sögðu
strákarnir á Æskunni, þegar þeir
afhentu gjafabréfin allir sem einn
fólki frá SÁÁ, sem var á kynning-
arfundi á Höfn, en sem kunnugt er
hafa kynningarhópar frá SÁÁ far-
ið vítt um landið við góðar undir-
tektir undanfarnar vikur. Björn
Eymundsson, skipstjóri og útgerð-
armaður Æskunnar viðraði þessa
hugmynd við menn sína, sem allir
tóku því þegar vel. Sá eini um
borð, sem ekki samþykkti bréfið,
var fjarstaddur þegar fólk frá SÁÁ
bar að garði.
(F réttatilky nning)
Yfirlýsing E1 Salvador nefndarinnar
Fordæmum þá
sem þjálfa böðla
í gær, miðvikudaginn 16. mars,
bárust okkur hinar hörmulegu
fréttir af morðinu á Marianellu
Garica Villas.
Hún naut virðingar um allan
heim fyrir þrotlausa baráttu sína
fyrir mannréttindum í E1 Salvador.
En mannréttindi samrýmast ekki
vilja og gerðum stjórnarinnar þar í
landi. Marianella sjálf fékk að
kenna á meðferð böðlanna á þegn-
um E1 Salvador í fangelsi þar fyrir
örfáum árum.
Nú hafa þeir enn einu sinni sagt
sitt, með þeim einu ráðum sem þeir
kunna. Marianella var tekin af lífi á
hinn ragmennskulegasta hátt.
Við fordæmum þetta morð. Við
fordæmum einnig allar þær ríkis-
stjórnir og alla þá „þjóðhöfðingja"
sem styðja slíka ríkisstjórn í orði
eða verki. Við fordæmum alveg
sérstaklega íhlutun Reagans og
stjórnar hans í innanríkismál E1
Salvador, íhlutun, sem hefur gert
leppstjórninni þar kleift að sitja
enn við völd. Við fordæmum þá
menn og þá stjórn, sem senda
böðlunum eiturefni til að þurrka út
andstæðinga kúgunarinnar. Við
fordæmum þá sem þjálfa böðlana í
að svívirða, pynta og myrða konur,
karla, börn og gamalmenni.
Við virðum starf Marianellu og
mannréttindanefndarinnar til af-
hjúpunar mannréttindabrota í E1
Salvador.
Bandaríkin burt úr E1 Salvador!
Styðjum baráttu alþýðu E1 Salv-
ador fyrir frelsi og jafnrétti!
17. mars, 1983,
EI Salvador-nefndin
á íslandi
Hallgrímskirkja:
Verður vígð 1986?
„Við gerum okkur góðar vonir
um að við getum lokið smiði Hall-
grímskirkju árið 1986 þannig að
hægt verði að vígja hana á 200 ára
afmæli Reykjavíkurborgar“, sagði
Hermann Þorsteinsson formaður
byggingarnefndar á blaðamanna-
fundi í gær. Hann sagði að hingað
til hefði 60% af byggingarkostnaði
komið frá söfnuði og vinum kirkj-
unnar bæði hjá alþingi en 40% frá
ríki og bæ, en nú væru góðar undir-
tektir í borgarstjórn að taka meiri
þátt í kostnaði svo að unnt yrði að
Ijúka byggingunni árið 1986.
Á blaðamannafundinum kom
fram að hjá aðstandendum kirkj-
unnar að mikill áhugi væri að gera
hana að lifandi andlegri miðstöð og
fá listamenn til liðs í sambandi við
skreytingu kirkjunnar. Þá væru
orgelkaup ekki lítill þáttur en hug-
myndin væri sú að í hana kæmi
fyrsta fullkomna konsertorgelið
hér á landi. Hörður Áskelsson org-
anisti kirkjunnar sagði að til væri á
7. hundrað þúsund krónur í orgel-
sjóði en það væri aðeins um 7% af
verði fullkomins 70 radda orgels
því að það kostar nú um 12 milj. ísl.
króna. Stærsta orgel sem nú er hér-
lendis er í Akureyrarkirkju. Það er
43 radda. - GFf-
Föstudagur 18. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Neyðarástand í símamálum í Hafnarfirði
Engar símapantanir
afgreiddar á árinu
Yfir 100 umsóknir liggja fyrir en við getum ekkert gert,
segir Gunnar Einarsson simstöðvarstjóri
„Það er rétt, hér er búið að vera
nokkuð lengi algert neyðarástand í
símamálum, og vandinn ágerist því
lengra sem um líður“, sagði Gunn-
ar Einarsson stöðvarstjóri Pósts og
síma í Hafnarfirði í samtali við
Þjóðviljann.
Yfir 100 umsóknir liggja fyrir
óafgreiddar um síma í Hafnarfirði
og sagði Gunnar að miðað við
stöðu mála væri ólíklegt að hægt
yrði að tengja nýjar línur á þessu
ári. Þá bíða yfir 30 manns eftir
flutningi á síma en lítið er hægt að
gera, þar sem símstöðin er orðin
kolsprungin.
„Það streyma inn umsóknir um
síma og flutning en við getum lítið
gert, höfum t.d. aðeins getað flutt
tvo síma það sem af er þessum
mánuði. Það má reikna með að
þetta ástand vari fram á næsta ár“.
Ástæðan fyrir þessu er sú að
sögn stöðvarstjórans að símstöðin
er orðin alltof lítil fyrir löngu,
Ennþá hefur engin ákvörðun
verið tekin um að skipta alveg um
stöð, sem er það eina sem hægt er
að gera og á meðan varir þetta
ástand.
Gunnar sagði að ástandið væri
býsna alvarlegt og stofnunin tapaði
miklum tekjum á því að geta ekki
„Við reynum að leysa þetta sem
best við getum. Það er von á tækja-
búnaði að utan sem hægt er að setja
upp til bráðabirgða þar til varanleg
úrlausn fæst, en í þessu tilviki er
það auðvitað spurning um forgang
sem ræður.
Það er líka býsna slæmt ástand
hér í Reykjavík t.d. í gamla mið-
sinnt óskum bæjarbúa, auk þess
sem hann sagðist hafa heyrt að fólk
væri ekki áfjáð að flytja til Hafnar-
fjarðar meðan þetta ástand varaði.
„Starfsemin er eiginlega hálf-
lömuð og við höfum t.d. þurft að
vísa frá öllum óskum stjórnmála-
flokkanna um kosningasíma hér í
bænum. Það eru engar línur til“,
sagði símstöðvarstjórinn. -Ig-
bænum“, sagði Jón Skúlason póst-
og símamálastjóri, aðspurður um
ástandið í símamálum Hafn-
firðinga.
Jón sagði að fyrir lægju tillögur
um endurbætur á símstöðinni í
Hafnarfirði, en þær hefðu enn sem
komið er orðið að sitja á hakanum,
þar sem takmarkað fjármagn væri
til skiptanna sem og alltaf.
Póst- og símamálastjóri
Reynum að leysa þetta
Landbúnaðar-
ráðstefna
Alþýðubandalagsins
verður haldin á Hótel Varðborg, Akureyri 18.
og 19. mars.
Dagskrá:
Föstudagur 18. mars kl. 20:30
1. Setning: Svavar Gestsson.
2. Skipulagning framleiðslu, landnýting og
heimaöflun og nýjar búgreinar. Fram-
sögumenn: Jón Viöar Jónmundsson kenn-
ari, Þórarinn Lárusson ráðunautur og Jón
Árnason ráðunautur.
3. Verðmyndunarkerfi landbúnaðarins.
Framsögumaður: Ríkard Brynjólfsson
kennari.
4. Úrvinnsla - iðnaður - markaður. Fram-
sögumaður: Guðrún Hallgrímsdóttir, og full-
trúar Iðnaðardeildar SÍS og Kaupfélags
Svalbarðseyrar.
5. Almennar umræður.
Laugardagur 19. mars kl. 9:30
1. Viðhorf neytenda til landbúnaðarins.
Framsögumaður: Jóhannes Gunnarsson
varaformaður Neytendasamtakanna.
2. Stefnumörkun Alþýðubandalagsins í
landbúnaðarmálum. Framsögumaður
Helgi Seljan alþingismaður.
3. Almennar umræður.
4. Hópstarf - afgreiðsla mála - ráðstefnu-
slit.
Ráðstefnustjóri: Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhannes Helgi
Gunnarsson Seljan
í Jón Vlóar Guðrún
' Jónmundsson Hallgrimsdóttir
Svavar Rikharð
Gestsson Brynjólfsson
Þórarinn Stelngrfmur J.
Lárusson Sigfússon
Jón
Árnason
FERÐIR
Flogið verður frá Reykjavík kl. 16.00
þann 18. mars og frá Akureyri kl.
20.00 sunnudaginn 20.mars.
Allar nánari uppiýsingar eru gefnar
á skrifstofu Alþýðubandalagsins að
Hverfisgötu 105. Sími 17500. Þátt-
tökutilkynningar þurfa einnig að
berast þangað sem fyrst.