Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN DEILDARSJÚKRAÞJÁLFARI óskast við endurhæf- ingadeild. Æskilegt er að umsækjandi hafi áhuga á að vinna við endurhæfingu gigtarsjúklinga. SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast við endurhæfingadeild í fast starf og til afleysinga. Upplýsingar um ofangreind störf veitir yfirsjúkraþjálf- ari endurhæfingadeildar í síma 29000 HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRi óskast frá 1. júní n.k. á kvennadeild 21A. Umsóknir sendist fyrir 10. apríl til hjúkrunarforstjóra Landspítalans sem jafnframt veitir frekari upplýsingar í síma 29000 HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast á Kvennadeild nú þegar eða eftir samkomulagi bæði í fastar stöður og til afleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 29000. GEÐDEILDIR RÍKISSPÍTALA HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á dagdeild Geðdeildar Barnaspítala Hringsins við Dalbraut. Up- plýsingar veitir hjúkrunarstjóri í síma 84611 eða hjúkr- unarforstjóri í síma 38160. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast til sumarafl- eysinga. SJÚKRALIÐI óskast nú þegar í fullt starf á deild IV Kleppsspítala. SJÚKRALIÐAR óskast til sumarafleysinga við geð- deildir ríkisspítalanna. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarfor- stjóri í síma 38160. RANNSÓKNASTOFA HÁSKÓLANS AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til eins árs frá 1. júní 1983 á Rannsóknarstofu Háskólans v/Barónsstíg. Mögulegt er að framlengja ráðnigu um eitt ár skv. umsókn og nánara samkomulagi. Um er að ræða námsstöður í almennri líffærameinafræði. Jafnframt gefst kostur á að leggja sérstaka áherslu á eitt eða fleiri sérsvið, svo sem barnameinafræði, réttarlæknis- fræði, frumumeinafræði, rafeindasmásjárrannsóknir og fleira. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi aðstoðar- læknar taki þátt í rannsóknar verkefnum samhliða öðrum störfum. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 9. maí n.k. Upplýsingar veitir forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í síma 29000. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík, 27. mars 1983. MINNING:_____________ Lúðvík Jónsson bakarameistari Fæddur 12. október 1904 Dáinn 21. mars 1983 Hann gat aldrei skilið hraðann á okkur, þessu borgarfólki, sem helst mátti aldrei vera að neinu nema að flýta sér. Réttnýkomin og réttófarin. Hjá honum var ætíð nægur tími til stefnu. Og svo var hans tími óvænt liöinn. Lúðvík Jónsson bakarameistari var fæddur á Gamla --Hrauni í Hraunshverfi árið 1904, sonur hjónanna Jóns Guðmundssonar formanns og Ingibjargar Jónsdótt- ur. Hann var ellefti í röð 17 syst- kina. Uppvaxtarárin að Gamla- Hrauni og síðar hjá fósturforeldr- um í Ásgarði í Vestmannaeyjum, þangað sem hann flutti barn að ald- ri, voru honum mjög hugleikin um ævina, og fátt gladdi hann eins mik- ið og að fá að rifja upp liðna daga. Veita okkur borgarbörnum nútím- ans dálitla innsýn í líf og starf þeirrar kynslóðar sem byggði upp með dugnaði og aftur enn meiri dugnaði það samfélag velmegunar og velsældar sem við búum við í dag. Ef Lúðvík hefur hlotið eitthvað öðru fremur í arf frá Gamla- Hraunsfólkinu þá var það dugn- aðurinn, samviskusemin og rækt- arsemin. I Vestmannaeyjum fór hann í læri í Magnúsarbakarí og útskrifað- ist þaðan fyrstur sveina. Um sömu mundir kynntist hann eftirlifandi konu sinni Lovísu Þórðardóttur frá Sjólyst á Stokkseyri sem kom til Eyja ung kona að sinna verslunar- störfum. Það var gleði, tryggð og gæfa sem einkenndi sambúð þeirra alla tíð. Fyrstu búskaparárin voru í Eyjum þar sem þau eignuðust báðar dætur sínar, Ástu og Sesselju Þóru. Frá Eyjum lá leiðin um miðjan fimmta áratuginn að bökkum Ólf- usár, þar sem ört vaxandi verslunar- og þjónustumiðstöð var að rísa við Selfoss. Á Langanesi utan við á reistu þau Lúlli og Lúlla sér framtíðarheimili og ræktuðu upp af melum og móum glæsi- legan skrúðgarð, sem ófáar vinnu- stundir fóru í. Garðurinn er talandi tákn um þá ræktarsemi og þá feg- urð sem einkenndi sambúð þeirra alla tíð. Niður í þorpið gekk bóndinn næsta daglega og bakaði brauð handa sveitungum sínum. Ekki aðeins handa Selfyssingum, heldur stjórnaði hann í rúman aldarfjórð- ung allri brauða- og kökugerð á verslunarsvæði Kaupfélags Arnes- inga sem náði um síðir allt austan frá Kirkjubæjarklaustri vestur í Þorlákshöfn og um uppsveitir allar og átta talsins urðu lærlingarnir. Það var ekki spurt um uppmæl ingu og bónus á þessum árum heldur að menn skiluðu vinnu sinni og skiluðu henni vel. Og bakarinn var kröfuharður, ekki síst við sjálf- an sig og að sama skapi voru hags- munir starfsfólksins honum hjart- ans mál. Hann vildi að unnið væri vel og að sú vinna væri launuð að verðleikum. En vinnan hefst ekki með erf- iðinu einu, og það þekkja menn best sem hefja dagleg störf um ntiðjar nætur allt árið unt kring, til að færa samborgurum sínum glóðvolgt brauð í morgunsárið. Það var kátur hópur sem hnoðaði deig og bakaði brauð nótt eftir nótt og þar var meistarinn oftast hrókur alls fagnaðar. Lúðvík var þeim kostum gæddur að sjá öðrum fremur hinar bjartari og jafnframt skoplegri hliðar mannlífsins. Og hann kunni svo sannarlega að segja frá svo eftir væri tekið. Kátínan og gleðin voru ekki síst hans aðalsmerki og hann átti létt með að veita öðrum af eigin glaðværð og hlýju. Það er þessi einskæra gleði hans sem sífellt leitar á hugann nú á kveðjustund. Lýsir skærast í minn- ingunni um góðan mann. Megi sú gleði sem hann veitti alla tíð, vera okkur fyrirmynd um ókomna tíð. Sorgin er sár, en minningin hlý. Nafni. Utboð Tilboð óskast í gröft og fyllingar á verslunar- lóð KRON við Furugrund í Kópavogi. Út- boðsgögn eru afhent á verkfræðiskrifstofu Guðmundar Magnússonar Hamraborg 7 Kópavogi, gegn 1000 kr. skilatryggingu. Til- boðin verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 7. apríl 1983 kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Opið frá kl. 8—5 alla virka daga og 8—12 alla laugardaga. Simsvari alla aðra tíma. „HRESSINGARDVÚL" A Grand hótel Varna er hægt aö tvinna saman orlof og „hressingardvöl”. Þar eru heitar laugar frá náttúrunnar hendi en auk þess fyrsta flokks heilbrigðis- þjónusta með nýtísku tækjum og ágætis læknum. Alls konar nudd — nálastungu- meðferð — Gerauital meðferð — o.fl. Nánari upplýsingar i skrifstofu okkar. Kjartans Helgasonar Gnoðarvogur 44, Reykjavík. Sími86255. Tilvalinn staður til orlofs, hvort heldur er fyrir börn eða fullorðna. Sólskin öruggt, loftslag milt — Þjónusta og hótelágæt — Matarmiðar sem hægt er aðnotaá öl/um veitingastöðum tilaö kaupa mat og vín — Alþjóðlegir og búlgarskir róttir. Langar og breiðar baðstrendur með hvítum sandi. Sjórinn tœroghreinn. Skemmtanaiif fjöibreytt. SkoOunarferOir um landið og sigling tH Istanbul. 80% uppbótá ferðamannagjaldeyri. Hótel og sumarhús á Gullnu ströndinni. Lúxushótelið Vama á Vináttuströndinni. Barnaafsláttur 2—12 ára. SVARTAHAFSSTRÖNDIN - BÚLGARÍA ÁGÆTAR FERÐIR - ÁGÆTT VERÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.