Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 skráargatift Pað er líklega ekki vinsælt að bendla konur í framboði við eiginmenn sína, en þó getur skráargatið ekki setið á strák sínum í sambandi við eiginkonur tveggja þekktra manna sem báðir hafa töluvert komið við sögu í pólitík. Önnur er Kristín Halldórsdóttir, efsta konan á lista kvennaframboðs í Reykjanesi. Hún er eiginkona Jónasar Krist- jánssonar ritstjóra Dagblaðsins & Vísi's. Hin er Jónína Leósdóttir, sem er í fjórða sæti á lista Vilmund- ar í Reykjavík. Hún er kona Jón Orms Halldórssonar aðstoðar- manns forsætisráðherra. En til þess að ekki hallist á má benda á einn karlkynsframbjóðanda í Reykja- vík. Það er Jón Baldvin Hannibals- son. Hann er giftur Bryndísi Schram. Jónas: Á konu Jón Ormur: ■ slagnum. Á líka konu Eftir hinn óvænta sigur Karvcls Pálma- sonar yfir Sighvati Björgvinssyni í prófkjöri krata á Vestfjörðum varð þessi vísa til: Kom á óvart krataval, kusu landsfrægt hanagal. Stendur enn um strönd og dal slóðin eftir Hannibal. Hatrömm átök eiga sér nú stað innan Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi vestra vegna „göngu- mannaframboðsins" þar, og gengur þetta svo langt að menn talast ekki við. Ekki minnkuðu átökin þegar „göngumenn" fengu listabókstaf- ina BB. Páll Pétursson alþingis- maður gengur nú berserksgang og öll kosningabarátta B-listamanna virðist ganga út á það að berja á BB-mönnum. Á þriðjudaginn var héldu þingmennirnir Páll Péturs- son og Stefán Guðmundsson fjöl- mennan fund á Blönduósi og þar var saman komið einvalalið Páls úr Karvel: Slóðin Páll: To Be eftir Hannibal or not to BB sveitunum í kring, en aðeins 10 manns af Blönduósi og flestir þeirra úr öðrum flokkum sem komu vegna forvitni. Fundurinn stóð fram á nótt og fór að mestu leyti í það að skamma BB-menn. Frá þeim voru hins vegar aðeins 2 útsendarar og þögðu þeir þunnu hljóði, en annar sat og skrifaði allt niður sem Páll sagði. Fór það greinilega mjög mikið í taugarnar á Páli. Spennan á fundinum var slík að engu líkara var en heimsstyrjöld vofði yfir. Grínistar eiga nú góða daga og m.a.s. gamli Spegillinn er að koma út á ný. B og BB-menn fyrir norðan kitla t.d. hláturtaugar margra. Sagt er að Pálsmenn fari um kjördæmið og hafi yfir fræga setningu úr Hamlet, að vísu dálítið breytta: „To B or not to BB“. Eykon: Egill Skúli: Pálmamenn Meðal vilja fella hann umsækjenda? Stuðningsmenn Pálma Jónssonar ráðherra í Norðurlandi vestra eru svo reiðir út í Eykon og hans lið, að þeir tala um að skipuleggja sig í að kjósa BB-listann og G-listann í komandi kosningum, bara til þess að fella Eykon. Kvíða Sjálfstæðismenn mjög komandi kosningafundum, þar sem átök þessara hópa muni koma upp á yfirborðið. Umsóknarfrestur um stöðu framkvæmdastjóra Landsvirkjunar er runninn út og sóttu 5 kappar um hana og þar af óskaði einn nafnleyndar. Þeir sem sóttu um voru Gísli Júlíusson deildarverkfræðingur, Halldór Jónatansson aðstoðarfram- kvæmdastjóri, Jóhann Már Marí- usson yfirverkfræðingur, allir hjá Landsvirkjun og Kári Einarsson forstöðumaður RARIK. Getgátur eru uppi um það að sá fimmti, sem óskaði nafnleyndar, sé enginn ann- ar en Egill Skúli Ingibergsson fyrrv. borgarstjóri, en hann er nú atvinn- ulaus eftir að honum var sagt upp hjá Kísilmálmverksmiðjunm á Reyðarfirði. Egill Skúli starfaði áður en hann vgrð borgarstjóri við góðan orðstír hjá Landsvirkjun. Töluvert bakslag er nú komið í söfnunarher- ferð SAÁ og er það ekki síst vegna Sígild húsgögn SíS9ha9 íburðarmikil húsgögn í sígildum stíl. Grindin er úr lituðum aski. Hægt að velja um leðuráklæði og tau. Með TM-húsgögnum býðst úrval fylgihluta. Ath Opið milli kl.14 og 17 um helgar. TM. HÚSGÖGN Verslanir að: Siðumúla 4, simi 31900 Siðumúla 30, sinii 86822 þess hvernig staðið er áð henni. Þegar mest gekk á að hringja út til fólks lamaðist símakerfið í Ármúla og Síðumúla vegna álags og fengu m.a. dagblöðin að kenna á því. Þá þykir frekjugangurinn nokkuð mikill, enda fá þeir sem hringja út 100 krónur fy rir hvert j á sem þeir fá og mun það fé vera utan við þær 5 miljónir króna sem Frjálst framtak fékk fyrir að taka að sér söfnunina. Viðtöl við Björgólf Guðmundsson og aðra framámenn í SÁÁ hafa líka gengið fram af mönnum og eins þykir dómsmálaráðuneytið hafa gengið á rétt annarra samtaka með því að veita SÁÁ ótakmark- aðan tíma til að safna þessu fé, en venjan hefur verið sú að deila söfn- unardögum niður á einstök félaga- samtök svo að mörg félög séu ekki með fjáröflun á sama tíma. Hefur herferð SÁÁ því bitnað á öðrum þjóðþrifafyrirtækjum sem hafa þurft að safna til starfsemi sinnar undanfarnar vikur. Listi „sjálfstæðra sjálfstæðismanna" með Sigurlaugu Bjarnadóttur í ’broddi fyíkingar sótti um að fá list- ann merktan bókstöfunum DD, en þvi var hafnað af kjörstjórn sem gaf honum stafinn T í staðinn. Gár- ungarnir segja nú að listinn sé DDT. Jón Baldvin Hannibalsson skoraði á Albert Guðmundsson í kappræðu- fund um daginn og mátti Al- bert hafa 3 aðstoðarmenn með sér á fundinn. Heldur þykir nú samt leggjast lítið fyrir kappann Jón að ráðast svona á garðinn þar sem hann er lægstur. Bandalag jafnaðarmanna átti í hinum mestu brösum að koma saman lista í Norðurlandi vestra á dögunum. Daginn áður en skila átti listanum var verið að hringja í hina og þessa og biðja menn að taka 1. eða 2. sætið á listanum. Gekk þetta svo langt að frambjóðendur annarra flokka voru beðnir að taka þessi sæti. Loks fékkst fólk í þessi sæti og var víða hlegið þegar sást hver skipar 1. sætið. En erfiðleikunum var ekki lokið, því að það var ekki fyrr en á síðustu mínútu skiladags- ins að tókst að fá nógu marga stuðningsmenn við listann eða 50, svo hann væri löglegur. Höfðu nafnasafnarar ekki nægan tíma til að fara á milli manna og urðu þess í stað að hringja í fólk og skrifa niður nöfn þess Síðan varð kjörstjórn að fá staðfestingu á þessu með sktyt- um frá viðkomandi þegar farið var yfir listana, þarjsem fólk hafði ekki skrifað á þá með eigin hendi. Björgólfur: Sigurlaug: Herferðin DDT-listinn gengur fram af mönnum Leikarar Leikfélags Akureyrar áamt Flosa Ólafssyni sem leikstýrir „Spé- koppum“. Leikfélag Akureyrar frumsýnir á þriöjudagskvöld „Spékoppar” eftir Feydeau í leikstjórn Flosa Ölafssonar Einn frægasti gamanleikur fars- ahöfundarins góðkunna Georges Feydeau „Un purge bébé“ eða „Látið krakkann laxera“ hefur hlotið nafnið „Spékoppar“ í upp- færslu Leikfélags Akureyrar undir leikstjórn Fiosa Ólafssonar, verður frumsýndur á Akureyri n.k. þriðjudagskvöld. Leikritið gerist í Frakklandi á heimili postulíns-framleiðandans Fóvens, sem hefur fundið upp nýja gerð af hlandkoppum úr högg- heldu postulíni. Þessa koppa hyggst hann reyna að selja franska hernum. f því skyni býður hann yfirmanni úr hermálaráðuneytinu í mat ásamt eiginkonu sinni og frænda, sem hún er í dularfullu sambandi við. En óstýrilát eigin- kona Flóvens og illa uppalinn son- ur hans setja strik í reikninginn. Leikarar í sýningunni eru þau Sunna Borg, Þráinn Karlsson, Marinó Þorsteinsson, Gunnar Ingi Gunnsteinsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Kristjana Jónsdótt- ir og Theódór Jónsson. Leikmynd gerði Jón Þórisson og lýsingu annast Viðar Garðarsson. Flosi Ólafsson leikstýrir og Ragn- heiður Tryggvadóttir er aðstoðar- maður hans. Ýmsir farsar eftir Feydeau hafa áður verið sýndir hérlendis og má meðal þeirra nefna „Fló á skinni“ hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sýn- ingar Þjóðleikhússins á „Hvað varstu að gera í nótt?“, „Vert’ ekki nakin á vappi“ og „Hótel Paradís“. Þetta er hins vegar fyrsta uppfærsla Leikfélags Akureyrar á verki eftir Feydeau. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.