Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 7
CSQráwi! .TS-.DÍ Á2ybK Vf/J-i JiVáAVí - AfJÍ^ <' Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hver eru brýnustu verkefni á sviði nátt úruverndar í nánustu framtíð? Stutt ávörp flytja: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mann- fræðingur. Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri Nátt- úruverndarráðs. Birna Bjarnleifsdóttir leiðsögumaður. Sigrún Helgadóttir í stjórn Landverndar. Sveinn Aðalsteinsson formaður félags land- varða. Almennar umræður. Lokaorð: Kristín Einarsdóttir lífeðlisfræðingur. Fundarstjóri: Guðrún Ólafsdóttir lektor. Fjölmennum, þetta eru mál sem varða okkur öll. Samtök um Kvennalista. Fjórum mánuöum eftir frœga aðgerö: Barney Clark heitir sjúklingur sem nú hefur lifað með gervihjarta í um það bil fjóra mánuði. Hann er sagður mjög stoltur af því að vera fyrsti maðurinn sem slík tilraun er gerð með. En því fer tjarri að Barney Clark líði vel í venjulegum skilningi. Hann getur ekki hreyft sig nema að hersing af læknum og hjúkrunar- liði fylgi honum og gæti þess að ckkert fari úr skorðum. Nýrun eru í ólagi og hann getur varla talað af því að honum er hjálpað með gervi- öndun. Barney Clark missti snemma föður sinn og átti erfiða æsku. Hann var í bandaríska hernum á stríðsárunum og tókst með miklu erfiði og ítrustu sparsemi að fleyta sér gegnum tannlæknanám. Hann var semsagt orðinn „sjálfskapað- ur” maður á uppleið í þjóðfélag- inu. Hann var með allan hugann við að hafa sem flesta sjúklinga og Tannlæknirinn Barney Clark stígur í fæturna í fyrsta sinn eftir aðgerðina. Dr. De Vries, sem setti í hann plasthjartað, styður hann. Fyrsti maðurinn með gervihjarta Samtök um kvennalista halda opinn fund um náttúruverndarmál á Hótel Borg í dag, laugardag, 26. mars kl. 14. græða sem mest fé. Hann drakk ekki, stundaði golf og fótbolía og honum fannst hann jafnan vera stálhraustur. Kona hans, Una Loy, segir að helsti galli manns síns hafi verið sá, að hann gat aldrei setið kyrr. Hann gat ekki einu sinni toll- að stundarkorn fyrir framan sjón- varp. Hann tók sér aldrei sumarfrí. Hjartarýrnun Það kom Unu því mjög á óvart þegar Barney Clark tilkynnti henni allt í einu árið 1977, að nú hefði hann safnað nógu fé og nú gæti hann sest í helgan stein. Hann var ekki nema 56 ára gamall. En hann hafði um skeið dulið konu sína þess að blýþung þreyta sækti á sig, hvað sem hann annars tæki sér fyrir hendur. Hann vissi enn ekki hvað var að, en gerði ráð fyrir að hann hefði blátt áfram ofreynt sig og ætti að draga af því réttar ályktanir meðan tími væri til. Um tveggja ára skeið reyndi Clark að haltra á eftir vinum sínum á golfvellinum. En fyrir þrem árum var hann afar illa farinn, öskugrár í framan reyndar. Þá var því slegið föstu að hann gengi með „kardíom- yopatíu” en sá sjúkdómur er í því fólginn að hjartavöðvinn eyðist smám saman og án þess aftur verði snúið. Leyndardómsfullur vírus er talinn bera ábyrgð á þeim ósköpum. Áöur en ég dey Barney Clark er mórmóni, og menn eru ekki vanir að efast um framhaldslíf í þeirri kirkju. Hann var því í sjálfu sér ekki andvígur að deyja. En hann gat þess stundum við konu sína, að sér fyndist það óþolandi hvernig dauða hans bæri að höndum. Síðan frétti hann um tilraunir . sem læknar í Salt Lake City, höfuð- borg heimaríkis hans, Utah, feng- ust við, en þeir höfðu sett plast- hjarta í kindur og kálfa. Hann gaf sig fram við lækna í Háskólasjúkra- húsinu í borginni og bað þá fyrst að segja sér allt hið versta sem fyrir hann gæti komið. Læknar röktu það samviskusamlega hve erfið að- gerðin væri og hve óvíst um árang- ur, en svo fór að Barney Clark á- kvað að verða fyrsti maðurinn með gervihjarta: hann gæti þá gert eitt- hvað nytsamlegt, einnig deyjandi. Aðgerðin tókst vel til þess að gera. En það var ekki fyrr en 70 dögum eftir uppskurð, að Barney Clark tók fyrstu skrefin og mestall- an tímann verður hann að liggja á gjörgæsludeild. í hvert skipti sem hann yfirgefur deildina fylgja hon- um margir aðstoðarmenn sem fyrr segir. Sumir ýta áfram stjórntæk- inu sem stýrir starfi hjartans, aðrir hylki með háþrýstilofti sem dælir blóðinu úr hjartahólfum hans. Enn aðrir gæta hjólastólsins sent Batn- IBÉK WfÁ Ml H GRÁFELDUR ÞINGHOLTSSTRÆTI 2 ey Clark er venjulega í og svo þess, að slöngur og íeiðslur sem tengja sjúklinginn við appírötin fari ekki úrskeiðis. Til eru þeir sem efast um svo dýrar og fyrirhafnarmiklar aðgerð- ir - einkum með tilliti til þess að víða er látið hjá líða að bjarga mannslífum enda þótt litlu þurfi til að kosta. Aðrir mæla þessu í mót með tilvísun til þess, að með tilraun af þessu tagi sé brautin rudd fyrir miklar framtíðarframfarir á sviði hjartalækninga. - áb tók saman. ^ Laus embætti sem forseti íslands veitir: Eftirtalin embætti héraösdýralækna eru laus til umsóknar: Embætti héraösdýralæknis í Baröastrandar- umdæmi. Embætti héraösdýralæknis í Kirkjubæjar- klaustursumdæmi. Embætti héraösdýralæknis í Strandaum- dæmi. Embættin veröa veitt frá 1. júní nk. Umsóknir sendist landbúnaöarráöuneytinu, Arnarhvoli, og er umsóknarfresturtil 30. apríl nk. Landbúnaðarráðuneytið, 23. mars 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.