Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 15
Helgin 26.-27. niars 1983 'þJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Sören Pilmark og Birthe Neumann í Marx og Coca Cola eftir Nils Schou bækur. Hann skrifar ævinlega lið- lega, þótt manni þyki honum ekki alltaf liggja jafnmikið á hjarta. Nýtt leikrit hans, Sangen om sengen, var frumsýnt rétt fyrir jól á litla sviði Konunglega leikhússins, Grábrödrescenen. Verkið segir frá lífi hjóna sem hafa verið gift í 18 ár og gerist í miðpunkti tilveru þeirra, risastóru hjónarúmi sem næstum fyllir sviðið. Þarna sjáum við svip- myndir úr samlífi hjónanna og samskiptum þeirra við foreldrana. Kynslóðaskiptin eru Rifbjerg ofar- lega í huga, sú mótun sem einstak- lingar verða fyrir frá foreldrum sín- um og tilraunir þeirra til að skapa sér sjálfstæða tilveru í samræmi við breyttar aðstæður. Raddir foreldr- anna verða þó aldrei þaggaðar nið- ur - verkið endar með því að for- eldrarnir, hoppa upp í rúmið til hjónanna. Þetta er ekki neitt mikilsháttar verk, en tungutakið er lipurt og fyndnin leikandi. Rifbjerg er glöggskyggn á samtíð sína og nær frábæru sambandi við áhorfendur, t.d. í meðferð sinni á kynlífsum- ræðu, sem Danir hafa verið á kafi í undanfarið. Eiginmaðurinn geng- ur mjög á konu sína með spurning- ar um hvort það sé nú nógu gott og hvernig henni þyki það best, en verður öldungis klumsa þegar hún beinir sams konar spurningum til hans - það er aðeins kynlíf kvenna sem getur verið vandamál. Umfjöllun Rifbjergs er mjög dönsk - hann fer léttum höndum um efnið og forðast að kafa í sálar- djúpin eða lýsa raunverulegum kvölum. En þetta var ánægjuleg sýning, ekki síst vegna framúrskar- andi leiks þeirra Kirsten Olesen og Ole Ernst í aðalhlutverkum. Að verða undir í Fiolteatret er um þessar mund- ir verið að sýna verk sem heitir Dæmið hann! og er eftir.Anders Ahnfeldt-Rönne og Keld Appel. Þetta leikhns tekur yfirleitt félags- leg og pólitísk mál til umfjöllunar í sýningum sínum, og hér er fjallað um þekkt dómsmál og harðri gagn- rýni beint gegn aðferðum lögreglu og dómstóla. Árið 1976 var ungur maður, Jacob Brölling, dæmdur fyrir að nauðga og myrða konu. Jacob þessi var atvinnulaus ein- feldningur, málhaltur og dálítið undarlegur, og átti engan að nema bróður sinn. Eftir langvarandi yfir- heyrslur játaði hann á sig nauðgun- ina og morðið, en nokkrum dögum síðar dró hann játninguna til baka. Þrátt fyrir margvísleg mistök í málsmeðferðinni og ýmsan vitnis- burð sem benti eindregið til þess að Jacob gæti ekki verið mörðinginn, var hann engu að síður dæmdur sekur á grundvelli játningar þeirrar sem hann dró sjálfur til baka. Hann situr enn í fangelsi og ítrekaðar til- raunir til þess að fá mál hans tekið upp hafa engan árangur borið. Sagan í Dæmið hann! er tilbún- ingur, en hún styðst í flestum at- riðum við mál Jacobs Brölling. Leikritið sýnir hvernig dálítið ein- kennilegur einstæðingur og utan- garðsmaður verður sjálfkrafa að fórnarlambi lögreglu, sem er undir þrýstingi að leysa málið sem fyrst, og samfélags sem trúir öllu illu upp á mann sem passar ekki inn í það. Slíkan mann er auðvelt að brjóta niður og fá til að játa hvað sem er, og gagnrýnislaust dómsvald lætur sér slíka játningu nægja til þess að dæma manninn sekan. Þetta leikrit er áróðursverk í þeim skilningi að megintilgangur þess er að fletta ofan af ákveðinni tegund rangsleitni í samfélaginu og það lætur ekki í ljós neinn efa eða tvíræðni í því sambandi. Þetta dregur óneitanlega úr dramatisku gildi þess, en það er vel skrifað og segir sína sögu á áhrifaríkan hátt, þó að lausn morðgátunnar í lokin sé ekki nema mátulega sannfær- andi. Góður leikur og hreinleg sviðsetning skapa hér sterka sýn- ingu sem lætur engan ósnortinn. Hér er á ferðinni góð samfélagsleg nytjalist. Að lokum Þessi samtíningur gefur varla til- efni til þess að draga almennar á- lyktanir um stöðu danskrar leikrit- unar um þessar mundir, en óhætt mun þó að halda því fram að þar hafi undanfarið ríkt nokkur gróska og mikil fjölbreytni, þó að engin þau verk hafi komið fram sem menn geta orðið sammála um að séu stórvirki. En ég held að full ástæða sé til þess að gefa dönsku leikhúslífi gaum, það hefur verið í örum vexti undanfarið og býr við vaxandi aðsókn. Við slík skilyrði getur ýmislegt gerst. Sverrir Hólmarsson Aðgerðir til að draga úr innflutningi / Afangaskýrsla komin í ræðu Hjörleifs Guttormssonar við setningu ársþings félags íslenskra iðnrekenda kom fram að Tómas Árnason viðskiptaráð- herra dró fulltrúa sinn út úr nefnd, sem vann að aðgerðum til að draga úr viðskiptahalla. Hjörleifur sagði orðrétt: „Á vegum ríkisstjórnarinnar hafa verið unnar tillögur um fjöl- þættar aðgerðir til að draga úr 'viðskiptahalla og styrkja sam- keppnisstöðu innlendra atvinnu- greina með aðgerðum, sem sam- rýmast alþjóðlegum skuldbinding- um íslendinga um utanríkisvið- skipti. Hver stjórnaraðili tilnefndi sérfróða aðila til að efna í slíkar tillögur, og áfangaálit hefur nú ver- ið lagt fyrir ríkisstjórn. Það er hinsvegar táknrænt að sá stjórnaraðili sem ber ábyrgð á utanríkisviðskiptum hætti starfi að þessum málum í miðjum klíðum og dró fulltrúa sinn til baka. Sami aðili gerir svo hástemmdar samþykktir á flokksþingum um hömlur gegn inn- flutningi." -eng. Fyrirpáska ferNóí í hörku samkeppní við haenumar! Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggin hans Nóa, hafa ýmislegt fram yfir þau „páskaegg" sem hænumar em að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum, þau em fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði. Þau hafa líka mun fjölbreyttara innihald en egg keppinautarins, t.d. brjóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðírúsínur og kropp, að ógleymdum málshættinum. Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni! Eggin hans Nóa eru gómsaet, - og úr hreínu súkkulaði! JMa M Mm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.