Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 11
Helgin 26.-27. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11
Ekkertvenjulegar myndir! Þrjár
þriggja metra háar
andlitsmyndir af ungum
mönnum sem búið er að mála í
framan með akríllitum. Nei ekki
bara andlitið, hárið líka og fötin,
allt nema augun. Spegil
sálarinnar. Þettaeru ungirmenn
með sálir, krómgult hár, svört
hálsbindi í rauðum jökkum. Og
þessar myndir eru núna á
veggjum Visual Arts gallerísins í
SoHo, neðarlega á Manhattan.
Myndlistarmaðurinn á bak við
þessi verk er Jón Óskar, en
hann og Hulda Hákonardóttir
eru við myndlistarnám íThe
School of Visual Arts og
sonurinn Burkni er í átta ára
deild í P.S. tvenní nææææn...
grunnskóla númertuttugu og níu
í New York borg. Jón Óskar var
alveg til í að ræða stundarkorn
við mig um þessar myndir og
aðrar.
- Þegar ég sá þessar myndir fannst mér
þær vera um það hvernig það er að vera
ungur karlmaður með ámálaða karlímynd.
- Þær koma inn á það, en fyrst og fremst
eru þær pæling í pólitískum plakötum. Ef
þú skoðar plaköt sem eru byggð á andlits-
myndum einhverra foringja þá er sama
hvort þau eru frá Rússnesku byltingunni,
Hitlerstímanum í Þýskalandi eða pólitísk
plaköt úr samtímanum, það er ætíð sama
yfirbragðið á andlitunum. Mennirnir eru
upphafnir í hlutverki leiðtogans. Auk þess
eru andlitsmyndir mjög grípandi, maður
gengur ekki auðveldlega fram hjá þeim.
Þegar svona myndir líta beint fram, þá
erum við ekki lengur áhorfendur heldur
þátttakendur, samanber gömlu her-
kvaðningarplakötin sem „elta“ mann, sama
hvar maður stendur.
- Ert þú ekki að taka vissa afstöðu til
stjórnmála með því að byggja þessar mynd-
ir á pólitískum plakötum?
- Stjórnmál er nokkuð sem allir hljóta að
velta fyrir sér. Fyrirbrigðið sem slíkt heillar
mig en þegar kemur að flokkunum, þá er ég
dottinn út af. Það er enginn marktækur
munur á flokkunum, sama hver er, heima á
íslandi eða hér úti. Þetta er bara skítkast.
Þótt ég hrífist kannski af einhverjum stjórn-
málamanni, þá er eins og flokksmaskínurn-
ar móti alla í sama mót, fólk koðnar niður í
kerfinu.
- Eru það ekki bara steypumót karlveld-
isins?
- Ég hugsa þetta nú ekki þannig.
- Þetta eru ekki fyrstu andlitsmyndirnar
sem þú gerir?
- Nei, ég gerði myndröð í fyrra sem ég
byggði á myndum úr fjölskyldumyndaal-
búminu heima. Það er eins ogþannig albúm
séu ekki bara myndir heldur hluti af manni
sjálfum. Maður er endalaust að skoða
myndirnar í því og þær hafa mismunandi
áhrif eftir því á hvaða aldri maður er. Svona
albúm geymir á vissan hátt fortíð manns og
viðmiðun. Meðvitað eða ómeðvitað mælir
maður sig við fólkið á myndunum. Ég valdi
ljósmyndir af frændum mínum og notaði
þær sem grunn í myndröð. Þetta er eins
konar naflaskoðun. Ég valdi myndir af
þeim þegar þeir voru á líkum aldri og ég er
nú á. Þeir voru svona, og svona er ég og svo
framvegis.
- Og síðan fórstu að fást við myndir
byggðar á trúarlegum myndum?
- Já, trúarleg verk eiga eitthvað sam-
eiginlegt með pólitískum myndum, það
skín sami heilagleikinn út úr andlitunum.
Annars var þessi myndaröð mín gerð þann-
ig að ég valdi sextán trúarlegar myndir, til
dæmis málverk af Fjallræðunni, og valdi
þrjár manneskjur á hverri. mynd. Síðan
fékk ég þrjú módel til að setja sig í þær
stellingar sem þessar þrjár manneskjur
voru í á trúarlegu myndunum. Módelin
vöru í bláum skyrtum með blátt hár, svört
hálsbindi, í svörtum buxum. Ég tók kvik-
mynd af þessum uppstillingum í Hafnar-
fjarðarhrauninu, - það virkar svo einskis-
mannslandslegt. Síðan lét ég stækka upp
einstaka ramma af kvikmyndafilmunni og
hugmyndin var að þegar ég sýndi ljósmynd-
irnar þá myndu mennirnir í bláu skyrtunum
sitja í stólum sem væru festir á vegg í gallerí-
inu. Ég kallaði verkið „Mission Blue“.
Þetta eru menn sem sveipa sig táknum sem
þeir ef til vill skilja ekki og boða trú sem
þeir vita mest lítið fyrir hvað stendur. Þeir
eru tilbúnir til að standa og falla fyrir hug-
sjón sem þeir kannski skilja ekki.
I________________________________________
- Heyrðu, varst þú ekki í hlutverki Krists
í myndunum?
- Myndirnar fjalla ekki um Krist sem
slíkan heldur leit að sjálfum sér eða leit að
sjálfsímynd. Ég er að mála mig í hin og þessi
hlutverk. Hvað hentar mér og hvað hentar
mér ekki er málið. Sennilega virka þau
vandamál sem mín kynslóð ér að fást við
sem léttvæg fyrir þær kynslóðir sem hafa
lifað virkilegan skort.
- Áttu við að við höfum efni á að fást við
tilfinningavandamál í myndum?
- Ja, þótt okkur finnist Lánasjóðurinn
oft leika okkur grátt þá held ég að þegar
þessi kynslóð kemst á það skeið að hún fer
að keppast við æfisagnaritun, þa verði kafl-
inn um námsárin erlendis ekki fyrst og
fremst um blankheitin.
- Ertu búinn að selja einhverja af mynd-
unum á sýningunni?
- Nei. Það hefur aldrei hvarflað að mér
að maður festi bara myndirnar sínar á gall-
eríveggi hér og fari svo sjálfkrafa að taka á
móti peningum. Kerfið er flóknara en það.
Til að selja myndir þarf að hafa sambönd,
fólk á bakvið sig. Og galleríeigendur eru á
varðbergi gagnvart fólki sem er enn í skóla.
Annars er það mjög áberandi í New York
að skólafólk sem kemur hingað er ekki ein-
göngu komið til að stunda nám í sinni grein,
það er líka komið til að „meika“ það. Það er
sama hvort þú ert í myndlistarnámi eða
viðskiptafræði. Hjá flestum er markmiðið
ekki að vinna sér inn fjárhæðir sem hægt er
að lifa sæmilegu lífi af, heldur eru það æfin-
týralegar upphæðir sem fólk er að spá í.
- Er það ekki bara annað hvort eða fyrir
þetta fólk? Er þetta ekki eðlilegt markmið í
borg þar sem allt snýst um peninga?
- Þú einfaldar málið of mikið. Þótt fjöldi
myndlistarmanna sé mikill hér og öfgarnar
miklar þá má setja myndlistarmenn í sölu-
legu tilliti í þrjá flokka. í fyrsta flokknum
eru þeir sem eru bæði ríkir og frægir en þeir
eru langfæstir. Miklu fleiri eru þeir sem lifa
sæmilega á sinni list og svo eru þeir sem lifa
engan veginn á myndverkum sínum og
verða að hafa lifibrauð sitt af öðrum störf-
urn. Ef ég ætti að stunda nám hér með því
hugarfari að reyna með einhverju móti að
troða mér upp í þennan toppsöluklassa þá
mundi ég hreinlega hrökkva uppaf. Ég verð
að fá að einbeita mér að því að gera myndir
sem skipta sjálfan mig máli. Ég get ekki
verið að elta hinar og þessar stefnur. Það
skiptir mig höfuðmáli að vera sjálfum mér
samkvæmur í minni myndgerð. Ékki svo að
skilja að ég vilji ekki reyna að sjá fyrir mér
með myndgerð. Ég verð bara að vona að
það sem ég er að gera smelli inn á markað-
inn.
- Á seinustu önn varstu í listasögutímum
hjá Donald Kuspit, sem er helsti talsmaður
ný-expressionismans. Hann hefur ekki haft
þau áhrif á þig að þú færir að mála með
hamagangi?
- Nei. Expressionisminn er mín uppá-
haldsstefna, sérstaklega hvað varðar kvik-
myndir. En ný-expressionisminn snýst oft
urn „aðferð" að mínu mati, - og þegar það
verður aðalmálið nenni ég ekki lengur..
þegar engin sannfæring er til staðar. Þessu
er öfugt farið í rokktónlist. Ef eitthvað er
Expressionismi þá er það breskt rokk
undanfarin 6-7 ár. Og hvers vegna skyldi
það vera? Vegna þess að það er eitthvað
meira en bara stæll, það er þörf. Hins vegar
vil ég ekki alhæfa of mikið í þessu sam-
bandi. Stefnur sem siíkar eiga ekki að geta
verið slæmar, þetta er miklu fremur spurn-
ing um einstaklinga og það eru góðir menn
innan um. Við eigum nokkra góða menn
heima á íslandi sem eru á þessari línu. Hér
er fjöldinn allur af ungu myndlistarfólki
sem reynir að aðlaga sig markaðnum og
málar af krafti ný-expressionisk málverk af
því að þau seljast grimmt í dag. En þegar
þetta fólk verður búið að ná sæmilegu valdi
á þessu tjáningarformi þá verður stefnan
farin úr tísku og eftir eru andleg blankheit.
Þessi stefna er nú þegar orðin hálf þreytt
hér. Æ þessi markaðsmál eru svo flókin.
Svona stefnur eru hreinlega settar af stað af
galleríeigendum og listfræðingum eða ein-
hverjum gúrúum. Galleríeigendur nota
umtalsverðar fjárhæðir til að gera vissa
myndlistarmenn marktæka og verkin þeirra
að góðri söluvöru.
- En hvað með kaupendur? Heldurðu að
yfirstéttln hér sé ekki sá aðili sem endanlega
ræður því hvað skiptir máli í myndlist?
- Blessuð vertu, hún treystir bæði galier-
íeigendum og gagnrýnendum betur en
sjálfri sér í mati á myndlist. Til dæmis segir
aðal galleríeigandinn hér, Leo Castelli, að
hann geti ekki lengur sýnt verk ungra
myndlistarmanna í sínum galleríum því
kaupendur koma þangað einungis til að
kaupa verk eftir þá myndlistarmenn sem
hann hefur gert að skotheldri söluvöru,
verk eftir Rauschenberg, Johns og Warhol.
- Það stendur núna yfir sýning í Fíladelf-
íu sem talsvert hefur verið skrifað um. Hún
gengur út á að sýna fram á að yngsta kyn-
slóð myndlistarmanna beri þess stórlega
merki að hún sé alin upp við fjölmiðla. Til
dæmis sýnir Sherrie nokkur Levine Ijós-
myndir sem hún hefur tekið af verkum
Ernst Ludwig Kirchners í myndlistarbók-
um. Getur þú skrifað undir svona hug-
myndir?
- Ég hlýt að skrifa undir þetta því ég vinn
mikið í þessum dúr. Margar mynda minna
eru einfaldlega Ijósmyndir eða endurgerð á
öðrum myndum. Ég er hins vegar ósam-
mála því að við berum þess stórlega merki
að vera alin upp við fjölmiðla. Hvað mig
varðar þá finnst mér það örvandi og ætti
ekki að vera verri myndlistarmaður fyrir
vikið. Það er nú orðið svo erfitt að segja
hvað er eftir hvern og skiptir ekki máli
finnst mér. Listamenn eiga að stela öllu
steini léttara því þeir stela jú bara því sem
þeim finnst gott. Þetta er enn ein aðferðin.
Ég sæki minn innblástur ekki í myndlistar-
söguna. Myndlist um myndlist er ansi lok-
aður hringur. Hins vegar er ég auðvitað
eins og aðrir myndlistarmenn af minni kyn-
slóð undir sterkum áhrifum af fyrri tíma
myndlist og öðrum listgreinum. Tónlist og
bókmenntir hafa sterk áhrif á mig, sterkari
en myndlist held ég.
- Nú er móðir þín, Ragnheiður Jónsdótt-
ir, einn af virtustu myndlistarmönnum
heima. Særir það þitt karlmannlega stolt að
standa í skugga hennar eða ertu montinn af
henni?
- Ég er mjög montinn af henni og for-
eldrum mínum báðum. Þau hafa verið minn
besti skóli í myndlist. Ég hef verið með
þeim í galleríum frá því að ég var smábarn
og haft gott af, þótt ég hafi ekki kunnað að
meta það fyrr en síðar meir.
- Nú ert þú búinn að taka fyrir bæði
geistlega og veraldlega valdamcnn í mynd-
um þínum, er þá nokkuð eftir?
- Ég er rétt að byrja. Eftir því sem maður
sekkur dýpra niður í ákveðið verkefni því
meir tekur það mann. Varðandi þessar and-
litsmyndir þá finnst mér frekar að ég sé enn
í startholunum heldur en kominn að leiðar-
enda.
New York, í byrjun febrúar ’83.
Svala
Sigurleifs-
dóttir
rœðir við
Jón Oskar
myndlistar-
mann í
New York
Myndlistarmaðurinn ásamt verkum sínum í Visual Arts gall-
eríinu í Soho á Manhattan.