Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 30
30SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Helgin '26;J-27.’ mars 1983 ‘‘ Tillögur minnihlutans koma til framkvæmda: Börn og aldraö fólk borgar minna í strœtó Dugir þó skammt upp í stórfelldar álögur r á þessa hópa, sagði Guðrún Agústsdóttir Eftir helgina koma til framkvæmda breytingar á fargjöldum SVR þannig að ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem njóta tekjutrygg- ingar, fá nú keypt afsláttarkort eins og þeir sem eru orðnir sjötugir. Þá mega fullorðnir nú taka með sér fleiri en eitt barn undir fjögurra ára aldri í strætó án þess að bórga fyrir. Tillögur um þetta voru annars vegar bornar fram í félagsmálaráði af þeim Guðrún Ágústsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttir og hins veg- ar í stjórn SVR af þeim Helgu Thorberg og Guðrúnu Ágústs- dóttur. „Hér er um að ræða réttinda- mál fyrir tiltölulega fámennan hóp Reykvíkinga og þessar breytingar skipta sáralitlu máli varðandi fjárhag SVR“, sagði Guðrún Agústsdóttir í gær. „Enda er það trúlega ástæðan til þess að þær voru samþykktar víð gerð fjárhagsáætlunar.“ „Þessar breytingar vega hins vegar ekkert upp á móti þeim gegndarlausu hækkunum á al- mennum fargjöldum sem meiri- hluti borgarstjórnar hefur dembt yfir farþega SVR enda eru þessar tillögur báðar fluttar löngu áður en okkur óraði fyrir því að afslátt- arkort yrðu tekin úr umferð í Reykjavík um miðjan janúar“, sagði hún. Aðrar tillögur, sem við höfum flutt eftir það hafa ekki fengið jákvæðar undirtektir, svo sem þær að skólabörn á aldrinum 13-15 ára þurfi ekki að borga fullt fargjald eða að tekin verði upp sala mánaðarkorta. -ÁI Herstöðva- anstæðingar Útifundur við þing- húsið 30. mars 30. mars n.k. eru 34 ár frá því meirihluti alþingismanna greiddi því atkvæði að ísland gerðist aðili að hernaðarbandalaginu Nató. Af því tilefni hafa samtök herstöðvar- andstæðinga boðað til útifundar fyrir framan alþingishúsið mið- vikudaginn 30. mars kl. 17.30. Stutt ávörp flytja Arnþór Helga- son, Ólafur Ragnar Grímsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Fundar- stjóri verður Njörður P. Njarðvík. —óg Þeir keyra álinu til útskipunar í Hafnarfirði Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins kynnir starfssemi sína: Jarðslagi í skreið veldur miklu tj óni ,Jarðslagi í skreið er orðið eitt aðalvandamálið sem skreiðarfram- leiðendur eiga nú við að stríða,“ sagði Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsóknastofnunar fískiðnaðar- ins á blaðamannafundi sem Rann- sóknastofnun efndi til í gær. Þar var starfsemin kynnt þó einkum þau verkefni sem ný eru hjá Rann- sóknastofnun fískiðnaðarins. Jarðslagi í skreið er galli sem kem- ur fram í skreiðinni við sérstakar aðstæður. Þar spilar inn í rakastig físksins og rakastig lofts. Myglug- róður vex utan á skreiðinni, rauður eða svartur og sá svarti sérlega slæmur og veldur því að skreiðin fellur um gæðaflokk og er óseljan- leg á bestu skreiðamörkuðum í ít- alíu. Starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiönaðarins beinist um þessar mundir m.a. í þá átt stemma stigu við þessari þróun. Gallinn er sér- staklega tíður hjá skreiðaverkend- um í Grímsey, en er algerlega ó- þekkt fyrirbæri þar sem skreið er verkuð innanhúss. Á kynningarfundinum í gær var einnig rætt um niðurstöðu rann- sókna á verkun fisks um borð í fiskiskipaflotanum og þá einkum þeim aðferðum sem beitt er við blóðgun og slægingu. Við blóðgun og slægingu er helst notast við tvær aðferðir sem eru mismunandi tíma- frekar. Önnur þ.e. sú fyrirhafnar- minni byggist á blóðgun og slæg- ingu samtímis sem í sumum tilvik- um hefur í för með sér skemmdir á fiskinum fyrr en ef fiskurinn er blóðgaður og slægður í tvennu lagi. í þeim tilvikum sem gallar komi fram er um blóðgalla að ræða en talið er að slíkir gallar fyrirfinnist ekki ef fiskurinn er tekinn lifandi til aðgerðar. Þá var á fundinum rætt um los og sprungur sem kom í ljós eftir salt- fiskverkun og hefur valdið miklum erfiðleikum, námskeiðahald um gæðamat, verkun og flokkun grá- Húðu og vinnslu vannýttra fiski- stofna. Hvað varðar vinnslu á van- nýttum fiskistofnum beinast augu manna helst til kolmuna, en talið er að íslendingar ættu með góðu móti að geta veitt um 100 þús. tonn af kolmuna árlega og þá á tímabilinu júlí - mars. Aflaverðmæti í kring- um 600 miljónir króna. Fram- leiðsla á kolmunahraðfiski erþegar hafin hjá einu fyrirtæki á landinu. -hól. Aðalfundur Flugleiða segir Guðbjartur Sigurðsson í flutningadeild Á bryggjunni í Straumsvík hittum við Guðbjart Sigurðs- son verkamann í flutningadeild álversins. Aðspurður sagðist hann vera í yfirvinnubanni eins og aðrir verkamenn úr Hlíf. Yfirvinnu- bannið beinist gegn uppsögn- um á mönnum sem unnið hafa hér í 3-4 ár og eru því ekki lausráðnir að okkar mati. Annars höfum við á flutning- adeildinni ekki verið ánægðir með þetta, því við vinnum hér í dagvinnu og erum ekki á vökt- um. Yfirvinnubannið kemur illa niður á okkur, því þeir keyra álinu til Hafnarfjarðar og skipa því þar út í stað þess að skipa því út hér. Við erum því óhressir út af þessu öllu saman. Stjórnin endurkjörin Stjórn Flugleiða var öll endurkjörin á aðalfundi félags- ins í gær, en úr henni áttu að ganga Örn O. Johnson, Krist- jana Milla Thorsteinsson, Óttar Möller og Sigurður Helgason. Auk þeirra sitja í stjórninni: Kristinn Olsen, Grétar Br. Krist- jánsson, Halldór H. Jónsson, Kári Einarsson, tilnefndur af samgöng- uráðuneyti og Rúnar B. Jóhanns- son tilnefndur af fjármálaráðherra. Örn O. Johnsen hefur verið stjórn- arformaður félagsins og er búist við að stjórnin muni endurkjósa hann sem slíkan á næsta fundi sínum. Varastjórn var einnig endur- kjörin en hana skipa Olafur Ó. Johnson, Einar Árnason og Jó- hannes Markússon. Á aðalfundinum var felld tillaga frá Kristjönu Millu Thorsteinsson, um að aðalmenn í stjórn réðu því hvaða varamaður sæti fyrir þá. Aðeins 16% studdu tillöguna en 60% vildu hafa óbreytta skipan, þ.e. að varamenn kæmu inn í þeirra röð sem þeir eru kjörnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.