Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 26.03.1983, Blaðsíða 24
5S AGK - WrUíVGOl^ rí -.dí nigisH 24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 26.-27. mars 1983 Um síðustu helgi ilaug ég til ís- afjarðar og það er ávallt nokkuð sérstök lífsreynsla að fljúga þang-" að að vetrarlagi. Mér leist ekki sérlega vel á blikuna þegar ég reif mig á lappir kl. 7 á föstudegi. Úti var snjóaveður, gekk á með byljum. Mæting kl. 8. Á Hring- brautinni var skafrenningur og stundum svo dimmt að varla sá í næsta bíl. Éa huesaði með mér að tæplega yrði flogið í dag. Á flug- vellinum virtist þó allt með felldu. ísafjarðarskiltið var uppi og tekið við farangri. Ég fékk mér kaffisopa og horfði sljóum augum á syfjaðaferðalanga. Svo var tilkynnt frestun á flugi til Vestmannaeyja og farþegar beðnir að athuga málið kl. 11. Það verður ekkert flogið til Isa- fjarðar heldur, flaug í gegnum daufan hugann en ég hafði ekki rænu á að spyrja neins. Svo kom skyndilega tilkynn- Farþegar til Isafjarðar... ing: Farþegar til ísafjarðar eru beðnir að gera svo vel að ganga út í Keflavíkurrútuna! Keflavíkurrútuna! Það var lóðið. Vegir vestur liggja til allra átta. í rútunni hitti ég gamlan nemanda minn sem býr í Kefla- vík. Hann var nýkominn til Reykjavíkur frá Keflavík og skildi nú eftir bílinn sinn á Reykjavíkurflugvelli til þess að fara með rútunni til Keflavíkur aftur. Svo yrði sjálfsagt ekkert flogið og þá yrði hann að fara aftur til Reykjavíkur til þess að ná í bílinn sinn til þess að komast til Keflavíkur á ný. Ferðalag hans þennan morgun yrði þá yfir 200 kílómetrar án þess að komast nokkuð nær takmarkinu. Rútan silaðist eftir Keflavík- urveginum og fólk dottaði eða yrti einsatkvæðisorðum hvert á annað. Ósköp var þetta eitthvað tómlegur morgun - kaldur og ónotalegur. Á Keflavíkurflugvelli fóru allir inn á kaffiteríuna nema Þorvald- ur Garðar sem sat út í rútu og las Moggann sinn. Flestir fengu sér morgunmat. Skyldi vera flogið til ísafjarðar í dag? Drykklöng stund leið og ég var búinn með tvo kaffibolla og kominn langt með tvo vindla þegar rödd barst úr hátalarakerfinu: Farþegar til ísafjarðar beðnir að gera svo vel að fara í rútuna! Jahá. Það er nefnilega það. Til Reykjavíkur aftur? Eða átti kannski að freista þess að koma okkur landleiðina vestur? Hinar verstu hugsanir vöknuðu í garð Flugleiða, en þær voru ástæðu- lausar því rútan fór beina leið að Fokker sem kúrði úti á vellinum innan um stríðstól Kanans. Svo var stigið um borð. Flugvélin var lengi að undirbúa flugtak og öllum var hrollkalt um borð. M.a. sá ég út um gluggann að sprautað var vökva á skrúfurn- ar. Sennilega til varnar gegn ís- ingarhættu, hugsaði ég með mér og fór um mig. í loftið fór vélin loks um 11-leytið og stefndi vest- ur í sortann. Á miðri leið grillti í Stykkishólm en síðan vissi maður vart af sér fyrr en flugið var lækk- að og sá í öldur ísafjarðardjúps undir vélinni. Hún lækkaði stöð- ugt flugið og beygði loks inn fyrir Arnarnesið. Ekki sá inn Skutuls- fjörð fyrir svörtum éljavegg. Ég vissi að inn Skutulsfjörð verður að fljúga sjónflug og flug- völlurinn er háskalega nærri snar- bröttum fjallshlíðum. Ég tók því þann kost að lygna aftur augun- um og þegar ég leit næst upp var vélin lent á ísafjarðarflugvelli - eins og ekkert hefði í skorist. Á sunnudag skaust ég til baka suður á smárellu - þegar rofaði aðeins til. Frá því ferðalagi segi ég ekki. - Guðjón sunnudagskrossgátan Nr. 364 7 2 i— v— 5“ (d 7- 2 ? 22 )0 tt 8 TJí 3 71 V )¥■ / KT 2 1 )0 1 (0 22 13 ) )H n 22 ¥ / JS' \3 22 3 )H )b Ke 18 2 V 9 )? 20 22 21 22 22 & w lí, )¥ 22 J5~ 22 2j 1 23 12 22 2H /o 23 H 22 /r 2 H- 10 ) 23 12 1> 22 10 23 25- 8 2!o i 22 Zb 22 )2 2b >FÓ zu s? 2(p 22 )¥- 22 8 12 H )(p 22 23 )Z 1 2¥ /V 21 22 u )2 2 18 V zt 12 22 22 22 9 2¥ 1Ý ■ l 1 V )5~ I ÍÍL <?> ) /0 ;/ )¥ 22 21 8 )Z í H- 32 18 1 ‘2 Up 2(p )¥ 12 2? 3 )2 23 )8 * 22 28 17- H 9 12 7 V 1? JH 17- 1H 22 H l(? 29 13 22 22 Us> 22 2¥ 6 /5" 22 lg 30 30 CY' V )<b 30 H 17- 12 AÁBDDEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝþÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karl- . mannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 364". Skilafrest- ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send vinningshafa. // 21 8 <£> cíc L / 5 /8 8 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu nr. 360 hlaut Margrét Péturs- dóttir, Vesturgötu 61, Akra- nesi. Þau eru hljómplatan Lífsjátning með Guðmundu Elíasdóttur. Lausnarorðið var Hvíteygla Verðlaunin að þessu sinni er leikritið Oresteia eftir Æskilos í þýðingu Helga Hálfdanarsonar,en það kom út hjá AB fyrir skömmu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.