Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Side 1
MQÐVIUINN Ijleðilegt sumar apríl 1983 fimmtudagur 86. tölublað 48. árgangur Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum Fleiri og fleiri til liðs yið Alþýðubandalagið Gunnar segir af sér að líkindum eftir helgina. Kjósendur geta stöðvað hægriöflin strax á laugardag - Ljóst er að aðvörunarorð okkar að undanförnu um hættu til hægri hafa hitt í mark, sagði Svavar Gestsson í gær í viðtali um kosningabaráttuna. Hann segir ennfremur að eftir yfirlýsingar Steingríms og Pálma bendi flest til þess að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fari frá strax eftir helgina. í næstu viku megi því gera ráð fyrir að tilraunir hefjist til nýrrar stjórnarmyndunar og þá ræður útkoma kosninganna úrslitum mála. Hvert atkvæði greitt Alþýðubandalaginu er atkvæði gegn hægriöflunum og krafa um þjóðleg viðhorf og félagsleg sjónarmið við stjórn landsins. Sjá~3 Reynir Geir að mynda ríkisstjórn? Ólafur Ragnar Grímsson flytur mál sitt og kynnir samstarfsgrundvöll Alþýðubandalagsins á fundi í Borgar- túni 7, þar sem nokkrar opinberar stofnanir hafa matstofu sína. Ljósm. eik. Sigur G-listans í Reykjavík tryggir Olaf Ragnar á þing Kosningabaráttan hefur sjaldan verið eins hörð í Reykjavík og nú, og hefur hún ekki síst átt sér stað á vinnustöðum. í Reykjavík stefnir G-Iistinn að því að fá fjóra menn kjörna, en það verður harðsótt m.a. vegna fleiri framboða nú en áður. í fjórða sæti G-listans í Reykja- J. Guðmundsson formaður VMSÍ vík er Ólafur Ragnar Grímsson, sagði á kosningafundi G-listans í einn skeleggasti þingmaður sósíal- Háskólabíói að það yrði mikill ista, og einn ötulasti liðsmaður her- fögnuður í bandaríska sendiráðinu stöðvaandstæðinga. Guðmundur ef Ólafur Ragnar næði ekki kjöri á laugardaginn og síst væri ástæða til að efna í fagnaðarveislu fyrir NATÓ-öflin. Frambjóðendur G- listans í Reykjavík hafa heimsótt mikinn fjölda vinnustaða og 4. maður listans hefur komið á annað hundrað vinnustaði í þessari kosn- ingalotu. Skelegg kosningabarátta Ólafs Ragnars hefur vakið athygli og sigur G-listansá laugardaginn getur tryggt honum og Alþýðu- bandalaginu verðugt þingsæti. - ekh Dagblað í Sviss: Alusuisse vonast eftir hagstœðari ríkisstjórn! Geir vill gera stækkun álversins að skilyrði, en nefnir ekki hækkun raforkuverðsins í Ziirich í Sviss þar sem aðalbæk- istöðvar Alusuisse eru bíða for- stjórar auðhringsins óþreyjufullir eftir kosningaúrslitum á Islandi. Dagblaðið Tribune de Lausannc birtir í dag frétt þar sem fram kem- ur að Alusuisse vænti þess að við hagstæðari ríkisstjórn verði að etja eftir kosningar heldur cn þá sem nú cr að fara frá. Blaðamaðurinn Bernard Bridell skrifar grein þar sem m.a. greinir frá mismun á orkuverði til almenn- ings á íslandi og til ÍSAL. Þar segir hann frá því tiltæki Nýrra sjónar- miða að efna til söfnunar til þess að rétta við bágan fjárhag Alusuisse og gefur upplýsingar um árangur hennar. Bridell kveðst einnig hafa haft samband við aðalstöðvar Alusuisse í Ziirich og þar hafi sér verið tjáð að Alusuisse hafi ekki haft afskipti af kosningabaráttunni á íslandi, en að sjálfsögðu sé þess vænst í Ziirich að stjórnarskipti eftir kosningar muni reynast Alusuisse hagstæð. Þá sé hægt að hefja samninga- viðræður að nýju. Og það er ekki að ófyrirsynju. í ræðu Geirs Hallgrímssonar á ísa- firði sagði hann orðrétt: „Eg tel að það sé alger nauðsyn af hálfu okkar Sjálfstæðismanna og skilyrði að kosningum loknum að nýrri ríkisstjórn að sú stjórn gangi hreint til verks, leysi t.d. deilumál- in við Svisslendingana og semji um stækkun álversins í Straumsvík...“ Hugsið ykkur samningsstöðu nýrrar stjórnar sem fyrirfram setur stækkun álversins sem skilyrði, - hvað þarf hún að lúta lágu raforku- verði frá Alusuisse til þess að fá fram stækkun, sem er áhugamál Svisslendinga, en er einnig orðið úrslitaatriði hjá formanni Sjálf- stæðisflokksins. Hér er svo sannar-. lega verið að undirbúa það að semja af sér í þriðja sinn. ekh Flokksmiðstöðin í dag Guðrún í opnu húsi Opið hús verður í Flokksmiðstöð Alþýðubanda- lagsins að Grettisgötu 3 kl. 15 í dag, sumardaginn fyrsta. Guðrún Helgadóttir alþm., 3. maður G- listans í Reykjavík, ávarpar gesti og kosninga- starfsmenn. Kolbeinn Bjarnason leikur á flautu. Flokksmiðstöðin nýja er að Hverfisgötu 105.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.