Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Síða 3
Fimmtudagur 21. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Uppgjör í efnahagslífínu þar sem allir þættir eru teknir með sínum er eina raunhæfa leiðin til þess að ráðast gegn verð- eins og Alþýðubandaiagið hefur lagt til í samstarfsgrundvelli bólgunni, segir Svavar Gestsson. Sífellt fleirí koma tll liðs við Alþýðubandalagið Hvert atkvæði greitt G-listanum er krafa um félagslega stjórnarhætti, en gegn framsókn hægri afla - Ljósterað aðvörunarorð okkar síðustu dagana um hættuna á hægrisókn hafa haft veruleg áhrif, sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins er Þjóðviljinn ræddi við hann um kosningabaráttuna í gær. Svavar sagði að þegar úrslit skoðanakannana lágu fyrir hafi fjöldi fólks gert sér betri grein fyrir því en áður hvað er í húfi ef hægri öflin komast til valda í næstu viku. Það er greinilegt að okkar stuðningsmenn leggja nú nótt við dag í starfi þannig að útkoma Al- þýðubandalagsins á laugardaginn kemur verði sem sterkust. Það er úrslitaatriði að allir geri sér það ljóst að hvert einasta atkvæði greitt G-listanum getur ráðið úrslitum. Ég hef orðið var við það, sagði Svavar ennfremur, að Alþýðu- bandalagið sækir nú fram. Æ fleiri átta sig á nauðsyn þess að sam- einast um sigur G-listans til þess að tryggja sterkt Alþýðubandalag í stjórn eða stjórnarandstöðu eftir kosningarnar á laugardaginn. Ríkisstjórnin fer frá. - Reynir Geir í næstu viku? Greinilegt er eftir yfirlýsingar Steingríms og Pálma að ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen fer frá jafn- vel strax eftir helgina. í næstu viku má því gera ráð fyrir að það hefjist tilraunir til nýrrar stjórnarmynd- unar. Þá ræður úrslitum útkoma kosninganna. Kjósendur eru með atkvæði sínu að ákveða næstu ríkis- stjórn. Hvert atkvæði greitt Al- þýðubandalaginu er atkvæði gegn hægriöflunum. Atkvæði greitt Vil- rnundi og kvennalistanum er ónýtt atkvæði í þeim örlagaríku átökum um landsmálin sem munu eiga sér stað á næstu vikum vegna þess að talsmenn beggja listanna hafa lýst því yfir að þeir muni ekki koma nálægt stjórnarmyndun eftir kosn- ingar. Og allir geta ímyndað sér hvernig slíkir framboðsaðilar duga í stjórnarandstöðu ef hægri öflin komast að eftir kosningarnar. Alþýðubandalagið sækir á Ég hef tekið eftir því á vinnu- staðafundum síðustu dagana að Alþýðubandalagið er að sækja á. Ástæðan er sú að menn sjá sífellt betur að kosningarnar á laugardag- inn snúast ekki aðeins um málefni augnabliksins. Þær munu einnig skipta sköpum um framtíðarþróun íslenska þjóðfélagsins. Þess vegna er lífsnauðsyn að sameinast um eina vinstri flokkinn. Þrennar kosningar! manna fengið mikið fylgi sam- kvæmt skoðanakönnunum. - Já. Það er rétt að í Reykjavík hafa þeir fengið talverðan hljóm- grunn, en úti á landi fá þeir ekki neitt. Ég hef orðið þess var að menn hafa tekið vel eftir yfirlýs- ingu Vilmundar um að aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarv- alds sé skilyrði fyrir stjórnarmynd- un af þeirra hálfu eftir kosningarn- ar. Með þessu dæmir Vilmundur sig úr leik og segir í raun að hann sé ekki tilbúinn til þess að taka á vandamálum þjóðfélagsins með ábyrgum hætti fyrr en eftir þrennar kosningar - það er tvennar eftir þær sem fram fara á laugardaginn! Slíkt er að sjálfsögðu svo fráleitt sem það getur frekast verið. Af hverju Alþýðubandalagið? Alþýðubandalagið er eini stjórn- málaflokkurinn sem ævinlega stendur gegn fjármagnsöflunum í landinu. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem leggur fyrst áherslu á sjálfstæði tslensku þjóðarinnar. Þeir sem meta einskis þjóðlega áherslu og jafnréttisbaráttu gegn fjármagni þeir hljóta að hafna Al- þýðubandalaginu. En hinir eru miklu fleiri sem eiga samleið með okkur. Uppgjör í efnahagslífínu - Nú er mikil verðbólga. Hverpig stendur á því? - Verðbólgan nú er það gjald sem menn greiða fyrir það að ekki náðist samkomulag um að efna til kosninga fyrr. Alþýðubandalagið gerði um það tillögu í haust að efnt yrði til kosninga í nóvember þannig að ný ríkisstjórn gæti tekið á verð- bólguvandanum. Sjálfstæðisflokk- urinn vildi ekki efna til kosninga,' Framsóknarflokkurinn var einnig andvígur þessu, að ekki sé minnst á Alþýðuflokkinn sem var og er eitt logandi sár. Bráðabirgðalögin voru fyrir þinginu í allan vetur - Sjálf- stæðisflokkurinn í stjórnarand- stöðu var á móti þeim lögum þang- að til í atkvæðagreiðslunni að hann sat hjá! Þannig er aukin verðbólga ein afleiðing þeirrar sjálfheldu sem var á liðnum vetri í stórnmálum landsins. Auk þess verður að hafa í huga að ekki var staðið við fyrir- heitin frá liðnu sumri um endur- skoðun á verðlagskerfi landbúnað- arins og sjávarútvegsins, ekki var snert á endurskoðun á útreikningi lánskjaravísitölu. Þannig dugðu ráðstafanirnar frá sl. sumri ekki til þess að draga verulega úr verð- bólguhraðanum enda þótt þessar ráðstafanir hafi hins vegar slegið mjög verulega á viðskiptahallann - sem fer úr 10% af þjóðarfram- leiðslu í 3-4% af þjóðarfram- leiðslu. Á liðnum vetri sannaðist því einnig að einungis verður ráðist gegn verðbólgunni með þeirri leið sem við leggjum til: Úppgjör í efnahagslífinu þar sem allir þættir eru teknir með. Það þarf þá að skipuleggja þjóðarátak gegn verð- bólgunni sem nái inn í hvert einasta fyrirtæki, hvert einasta sveitarfélag og í allan rekstur ríkisins í smáu og stóru. Enginn má skerast úr leik. Tryggjum fjóra menn í Reykjavík - Er Alþýðubandalagið bjart- sýnt um kosningaúrslitin? - Athyglisvert er að Alþýðu- bandalagið er eini vinstriflokkur- inn í þessri kosningabaráttu og það er einnig umhugsunarvert að nú verður flokkurinn ekki fyrir gagn- rýni „frá vinstri“ þrátt fyrir erfiðar kringumstæður. Baráttusveitin er því heilli og samstæðari en löngum áður og Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem stendur saman í þessari kosningahríð. - Þeir sem starfa að stjórnmál- um verða að vera raunsæir og ég neita því ekki að ég er bjartsýnn á útkomu flokksins á ýmsurn stöðum á landinu. Annars staðar stendur flokkurinn tæpar. Ég hef tekið eftir því að hvarvetna er nú vel unnið. í Alþýðubandalaginu leggjum við allt kapp á að að tryggja fjóra menn á þing úr Reykjavík eins og við- höfðum 1978 og 1979. Það mun takast ef svo heldur fram sem horf- ir þessa stundina. Nú er það starfið sem ræður úr- slitum. 18 skipverjar á Snorra vilja í land: Skip- stjórinn neitar! 18 skipverjar á Snorra Sturlu- syni sendu útgerðarráði í gær skeyti og fóru fram á að skipinu yrði beint í land fyrir kosningar. Segjast skip- verjar hafa farið út í trausti þess að þeir næðu í land fyrir kjördag cn nú er áætlað að Snorri konii ekki inn fyrr en á mánudag. A fundinum í gær var cinnig lagt l'ram skeyti skipstjórans, Olafs Arnar Jóns- sonar, þar sem hann niótmælir bciðni skipverja og því að fyrri á- kvörðun urnkomiitíma Snorra í land verði breytt. Miklar umræður urðu í út- gerðarráði urn þetta mál í gær en skipstjóri ræður sem kunnugt er skipi sínu samkvæmt sjóferða- lögum. Sigurjón Pétursson lagði fram tillögu unt að útgerðarráð beindi þeirn tilmælum til skipstjóra að hann kærni í land áður en kjör- stöðum verður lokað á laugardag, en sú tillaga fékk ekki stuðning. Tillaga frá fulltrúum framsóknar og krata um frestun meðan málið væri skoðað og rætt við skipstjór- ann fékk heldur ekki stuðning. Gerði tillaga þeirra ráð fyrir auka- fundi á föstudag ef niðurstaða fengist ekki. Sjálfstæðismennirnir í út- gerðarráði fólu síðan fram- kvæmdastjóra að ræða við skip- stjórann og kanna möguleika á að konta í land á laugardag en þar sem tillaga þeirra gerði ráð fyrir því að ákvörðunin væri alfarið í höndum skipstjóra, sat Sigurjón Pétursson hjá. Hann sagði eftir fundinn að hann teldi ótækt að einn skipstjóri gæti ráðið atkvæðisrétti 18 manna. Útgerðarráði bæri skylda til að taka sjálfstæða afstöðu til beiðni skipverja og það væri síðan skip- stjórans að meta niðurstöðu út- gerðarráðs. Að sögn loftskeytamanns Snorra Sturlusonar eru aðeins 1 eða 2 skip- verjar búnir að kjósa en 24 eru á. - ÁI Skoöanakönnun: Alþýðu- bandalagið 36.7% Skoðanakannanir vegna alþingiskosninganna hafa far- iðfyrirtækjum að undan- förnu. Ein slík er pýafstaðin hjá starfsmönnum við stofnanirn- ar á Keldnaholti. Níutíu kusu og úrslit urðu þessi. A-Iisti, Alþýðufíokkur, 4 atkv. eða 4,4% li-listi, Framsóknarflokkur, 4, atkv. eða 4,4% C-listi, Bandalag jafnaðar- manna, 6 atkv. eða 6,7% D-listi, Sjálfstæðisflokkur, 26 atkv. eða 28,9% G-listi, Alþýðubandalag, 33 atkv. eða 36,7% V-listi, Kvennaframboð, 10 atkv. eða 11,1%. - mhg Framsókn ekki á blað Þá hefur blaðið frcgnað af skoðanakönnun í Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, þar- sem eftirfarandi niðurstöður fengust: A-listinn 2 atkv. B-listinn 0 atkv.-. C-listinn 7 atkv. D-listinn 11 atkv. G-listinn 14 atkv. V-listinn 6 atkv. * - Nú hefur Bandalag jafnaðar- Ef ÍSAL hefði greitt kostnaðar- verð raforku 1975 til 1982 Viðbótm hefði orðið ísl. kr. 1.300.000.000 Ef miðað er við kostnaðarverð á raforku til stóriðju samkvæmt reikningum Landsvirkjunar árin 1975-1982 hefði ísal átt að greiða 90 millj. dollara á þessu tímabili en greiddi aðeins 48 milli. 42 milljónir dollara hafa íslendingar því greitt upp í framleiðslukostn- að Isals eða kr. 1.302.000.000.-.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.